Tíminn - 03.12.1977, Side 5

Tíminn - 03.12.1977, Side 5
Laugardagur 3. desember 1977 5 á víðavangi Jafnvægisstefna Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, flutti athyglis-. verða ræðu á viðskiptaþingi Verzlunarráðs tslands, sem haldið var i upphafi nóvem- bermánaðar. i ræðu sinni,sem birtist i siðasta hefti Fjár- málatiðinda, fjallar Jóhannes um jafnvægisstefnu i fjár- magnsmarkaði. i lok ræðunnar dregur Jó- hannes saman nokkur megin- atriði og segir: ,,En hver er þá þessi já- kvæði árangur, sem búast má við, ef tekin er upp jafnvægis- stefna á lánsfjármarkaðnum? Fyrst er að nefna stóraukið framboð á innlendu lánsfé, þar sem enginn vafi er á þvi, að jákvæðir raunvextir mundu kalla fram stóraukinn peningalegan sparnað. Aðeins það eitt að innstæður banka- kerfisins kæmust upp i sama hlutf allslegt gildi og þær voru i fyrir sex árum, mundi auka lánsf járframboðið i landinu um meira en 40 milljarða króna. Vantaði þó rnikið á að vel væri búið að sparifjáreig- cndum á þeim tima. Aukinn innlendur sparnaður, sem i þessu fælist mundi bæði verða til þess að styrkja viðskipta- jöfnuðinn og draga úr erlend- um lántökum. i öðru lagi á að fást betri nýting og hagstæðari dreifing fjármagns, þar sem öll at- vinnustarfsemi hefði jafnan aðgang að lánsfé og jákvæðir raunvextir mundu tryggja að fjárfestingarákvarðanir yrðu byggðar á mati manna á raun- vérulegum afrakstri fjár- festingarinnar en ekki á von um verðbólgugróða. i þriðja lagi er heilbrigður fjármagnsmarkaður mikil- væg forsenda raunhæfrar samkeppni á öðrum sviðum. Lánsfjársköm mtun hefur óhjákvæmilega tilhneigingu til þess að halda fjármagns- Jóhannes Nordal. straumnum f föstu fari og hún dregur þannig úr hreyfanleika fjármagns til nýrra og upp- vaxandi fyrirtækja og starfs- greina og dregur þannig úr tækifærum þeirra til að keppa á jafnréttisgrundvelli við þá sem fyrir eru á markaðnum. t fjórða lagi er viðunandi ávöxtun á innlendum markaði og hreyfanlegir vextir helzta skilyrði þess að unnt sé að auka frjálsræði á gjaldeyris- viðskiptum þar sem með þvi einu móti er hægt að jafna metin á milli eignar i innlend- um og erlendum gjaldeyri. Og i fimmta og siðasta lagi hniga að þvi sterk rök að með jákvæðri raunvaxtastefnu og verðtryggingu megi ekki að- eins draga úr mörgum óheppi- legustu afleiðingum verðbólg- unnar, heldur cyða þeirri rót- grónu umframeftirspurn á lánsfjármarkaðnum, sem er veigamikill þáttur i sjálfri verðbólguþróuninni. Nú er komið að lokum þessa máls þar sem reynt hefur verið að leiða rök að þvi að það sé bæði efnahagslega farsælt og framkvæmanlegt að láta markaðsöflin ráða m iklu meiru á fjármagnsmarkaðn- um cn verið hefur til þessa. t>ótt flestirsjái vankanta á þvi ástandi sem nú ríkir i láns- fjármálum vantar enn mikið á það að nægilegur almennur skilningur sé á þeim aðgerð- um til úrbóta sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Gætir þá bæði vantrúar á það að breytt lánskjör muni skila þeim árangri sem um er talað en þó e.t.v. ekki siður af ótta við það að markaðsöflin muni með einhverjum hætti tak- marka tækifæri stjórnvalda til þess að hafa áhrif á hagþróun- ina og ganga þannig i berhögg við hin margvislegu félags- legu sjónarmið, sem ráðandi eru i nútima þjóðfélagi. Að svo miklu leyti scm markaðs- kerfið sviptir stjórnvöld þeim tækifærum til mismunar, sem lánsf járskömmtunin færir þeim i dag, á þessi ótti vissu- lega við rök að styðjast. Hitt hefurreynsla margra annarra þjóða sýnt, að engin mót- setning þarf að vera á milli þess annars vegar að láta markaðsöflun ráða verð- myndun og dreifingu fram- leiðsluþátta og hins vegar þeirri eðlilegu viðleitni stjórn- valda að setja efnahagsstarf- seminni ákveðin félagsleg markmið. Ef við viljum ekki nýta efnahagslega kosti markaðsins, þar sem þeir eru ótvirætt fyrir hendi þrengjum við aðeins svigrúmiö til hag- vaxtar og þar með tækifærum til félagslegra umbóta. Engin tiltekin stefna i vaxta- og verðtryggingarmálum er tak- mark i sjálfu sér, heldur ber að beita þessum hagstjórnar- tækjum eins og öðrum, for- dómalaust til þess að ná þeim efnahagslegu markmiðum, sem þjóðin telur mikilvægust á hverjum tima.” t lokaorðum sinum kemur Jóhannes Nordal að þeim kjarna málsins að sjá verður hagstjórnaraðgerðir og félagslega stefnu sem eina heild, þar sem ,hver þáttur hefur áhrif á annan. Það er einmitt vegna þcssara inn- byrðis áhrifa sem allmargir hafa verið tortryggnir á þær hugmyndir sem komið hafa fram um nýbreytni í málefn- um fjármagnsmarkaðarins á islandi. Þeirri tortryggni þarf að eyða hvort sem menn verða sammála eða ekki og ræða Jó- hannesar Nordal er framlag i þvi skyni. JS Hætt við fulltrúa á Fiskiþingi: er einn af fjórum kjörnum full- trúum fjórðungssambandsins á Vestfjörðum. — Stærstu málaflokkarnir sem Fiskiþingið tekur fyrir að þessu sinni eru stjórnun fisk- veiða og afkoma sjávarútvegs- ins. Hvernig hefur þessum um- ræðum miðað? — Það er búið að fara i gegn- um fyrri umræður um stjórnun fiskveiða og það er ekki gott að segja um það ennþá. En við er- um stilltir inn á að nálgast hug- myndir fiskifræðinga um há- marksafla á þorski. Þingið mun frekar mæla með frekari tak- mörkun á þorskveiðum á kom- andi ári. Einnig mun þingið og stjórn Fiskifélags Islands sækj- ast eftir nánara samstarfi við ráðuneytið en verið hefur. Marias var framsögumaður þeirrar tillögu um afkomu sjávarútvegsins, sem var sam- þykkt i gær, og er hún birt ann- ars staðar i blaðinu, og um af- komu sjávarútvegsins sagði hann i viðtalinu: — Þetta er eilifðarspursmál, og er verð- bólgan höfuðvandinn við að ná eðlilegum rekstri á fiskveiðum og fiskvinnslu. Það þarf að taka GV — Blaðamaður og ljósmynd ari litu við á Fiskiþingi, Fiskifé- lags tslands i gær og náðu þar tali af þrem fulltrúum úr þrem- ur landsfjórðungum og tókum við fyrstan tali Marias Þ. Guð- mundsson frá tsafiröi, en hann Marias Þ. Guðmundsson — Nú er eftir að afgreiða málaflokkinn um stjórnun fisk- veiðanna, sem er eflaust stærsta málið og verða um það miklar umræður. Samstaða er yfirleittgóð hjá mönnum og vilji fyrir þvi að efla Fiskifélagið. — Iivert er álit þitt á þeirri reglugerð, sem Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur nú nýlega sent frá sér um aö bátum verði bann- Hjalti Gunnarsson. að að veiða i þorskveiðinet 10 daga á fyrri hluta næsta árs? — Ég tel að þetta bitni mest á Suðurnesjamönnum og Sunn- lendingum, þvi að þeir byggja mest á þessu veiðarfæri. Einnig lýst mérilla á þessar leyfisveit- ingar, sagði Ingólfur. Ingóifur Arnarsson á verðbólgunni af meiri mynd- arskap en gert hefur verið. Þó að afkoma fiskveiðanna hafi verið sæm ileg í ár, þá va r h alli á fiskvinnslunni, og þaö er fyrir- sjáanlegur stóraukinn halli á fiskvinnslunni á næsla ári, og einnig er fyrirsjáanleg versn- andi afkoma útgerðarinnar. Hjalti Gunnarsson frá Reyðarfirði er einn fulltrúi fjórðungssambandsins á Aust- fjörðum og sagði hann, að ekki væri mikill ágreiningur milli fjórðungsdeilda, og að reynt væri að komast að sameigin- legri stefnu um stjórnun fisk- veiðanna. — Menn greinir á um aðferðir, en ræða málin og reyna að koma þessu i eina heild, sagði Hjalti. Ingólfur Arnarsson er for- maður fiskideildarinnar i Reykjavik, Hafnarfirði og ná- grenni og sagði hann, að þingið að þessu sinni væri mjög vel heppnað, enda vel skipulagt. „Þingið mun mæla með frekari takmörkunum á þorskveiðum” JOLAGLOGG Á ESJUBERGI GV — í desenibermánuði býður Esjuberg upp á þá nýbreytni að þar verður á bartfmum boðið upp á jólaglögg og piparkökur að gömlum Skandinavfskum sið. I Skandinaviu er það gömul hefð að drekka jólaglögg á þess- um tima árs og þeir sem hafa verið á þeim árstima i Danmörku eða Sviþjóð kannast vel við það þvi hvar sem komið er á vin- veitingastaði er boðið upp á heitt jólaglögg. I glögginni sem boðið er upp á i Esjubergi er heitt rauðvin, kanel- stangir og rúsinur. *- Það er ekki markmið okkar að gera neinn fullan heldur að hlýja fólki i skammdeginu sagði Erling Aspelund hótelstjóri. 0 Og svo var skálað I jólaglögg. F.v. Steindór Ólafsson aðstoðar hótelstjóri Esju, Erling Aspelund hótelstjóri, blaðamaður Tímans og Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.