Tíminn - 03.12.1977, Síða 10
10
Laugardagur 3. desember 1977
Hljómlistarlif i höfuðborginni
er nú komið á fullan skrið —
sjaldan liður sú helgi að ekki séu
a.m.k. þrennir hljómleikar,
stundum margir sama daginn.
Enda er kominn sá heimsborga-
bragur á, að ekki dugirannað en
að velja og hafna. Flest er þetta
hvers konar kammertónlist og
kirkjumúsik sem fremur er
ætlað að snerta hin fingerðu
skynfæri fagurkerans eri að
skapa ólgu i sálum manna með
svellandi hljómum og æðis-
gengnum afrekum i hljóðfæra-
leik — sá þáttur er ætlaður Sin-
fóniuhljómsveitinni og ein-
leikurum hennar. Eins og Einar
Ben. lýsir úr Disarhöll:
1 básúnum stynur nú stormsins
andi
og stórgigjan drynur sem
brimfall
á sandi.
1 trumbu er bylur með hriðum
og
hviðum,
i hörpunni spil af vatnaniðum.
Og hljómarnir kasta sér fastar
og fastar
i faðma saman sem bylgjur
rastar,
er sveiflast i sogandi iðum.
Nú gengur á ýmsu um það
hvernig Sinfóniuhljómsveitinni
tekst að ná þessum áhrifum
enda er bagaleg mannfæð i
strengjunum á stundum. betta
vilja hljómsveitarm enn að
sjálfsögðu lagfæra en enginn
hlustar á þá — þeir eru ekki
samningsaðilar um örlög sin
eða hljómsveitarinnar. bótt
mörgum opinberum starfs-
manni þyki sinn hagur krappur
og litillar samúðar að vænta hjá
valdhöfum (sjá mynd) eru þó
listamenn Sinfóniuhl jóm -
sveitarinnar sýnu ver staddir,
þar sem hrært er ótæpilega i ör-
lögum þeirra. En hinu erekki að
neita að umtalsverð hugarfars-
breyting hefur orðið til hins
betra ef marka má frásagnir af
umræðum á þingi þar sem allir
virðast nú sammála um að
hljómsveitin eigi að vera til —
hún sé nauðsynlegur partur af
menningarsalatinu (ef svo
raætti að orði komast).
3. tónleikar
briðju tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitarinnar (10. nóvem-
ber) stjórnaði Daninn Eifrid
Eckert-Hanser, sem stýrir
Tivoli-hljómsveitinni i Kaup-
mannahöfn. Mér fannst hann ná
verulegum árangri þrátt fyrir
stillingu á stjórnpalli — mér
er sagt hann hafi ekki sagt orð á
æfingum, heldur aðeins látið
endurtaka þar til honum þótti
orðið nógu gott. Sumir stjórn-
endur eru alltaf að jagast og
skapa með þvi leiðindi auk þess
sem þeir tefja timann.
Fyrst lék hljómsveitin Lilju
eftir Jón Ásgeirsson. Eins og
menn vita er sagt að ,.allir
vildu Lilju kveðið hafa”, og nú
hefur Jón Asgeirsson gert eitt-
hvað i málinu fyrir sina parta.
betta er úr Lilju Eysteins As-
grimssonar:
Almáttigr guð allra stétta
yfirbjóðandi engla og þjóða,
ei þurfandi stað né stundir,
stað haldandi i kyrrleiks valdi,
senn verandi úti og inni,
uppi og niðri og þar i miðju
lof sé þér um aldr og ævi,
eining sönn i þrennum greinum.
Mária ert þú móðir skærust.
Mária lifir þú sæmd i hári,
Maria ert þú af miskunn kærust.
Mária létt þú syndafári
Mári'a lit þú mein, þaus vóru.
Mária, lít þú klökk á tárin.
Mári'a, græð þú mein en stóru.
Mária dreif þú smyrsl i
sárin
Iskránni segir Jón Ásgeirsson
að verkið sé hugleiðing um
Liljulagið og upphafsstef bor-
lákstiða og hafi orðið til við lest-
ur Lilju Eysteins Ásgrimssonar.
Jón Ásgeirsson er það tónskáld
vort sem hvað oftast heyrist á
hljómleikum i seinni tið. íslenzk
minni verða honum oft að yrkis-
efni eins og Jóni Leifs og Hall-
grimi Helgasyni, en auk þess
kann hann dálitið i tungutaki
„heimsborgarans i músik” eins
og Oktettinn bar með sér sem
Kammersveitin frumflutti á
dögunum.
Næst lék Bandarikjamaður-
inn Aaron Rosand D-dúr fiðlu-
konsert Paganinis (1782-1840)
nr. 1 af mikilli kúnst. Rosand
þessi hlýtur að vera með
sleipustu fiðlurum sem hingað
hafa komið enda undrabam:
begar hann var 10 ára gamall
lék hann einleik með Sinfóniu-
hljómsveitinni i Chicago o.s.frv.
(skrá). Paganini er auðvitað
frægastur sem mesti fiðlu-
virtúós sögunnar — en hann
hafði að auki veruleg áhrif á
tónskáld samtiðar sinnar þótt
hann bannaði að láta gefa út
verk sin (af viðskipta-ástæð-
um). bó voru 24 kaprisur hans
gefnar út og bæði Brahms og
Rachmaninoff notuðu eina
þeirra sem stef fyrir tilbrigði,
Verk Paganinis voru fyrst og
fremst samin til þess að sýna
snilli hans sjálfs en höfðu (hvað
svo sem tónskáldið ætlaði sér)
miklu meiri áhrif.
Sfðast á efnisskránni var 2.
sinfónia Carls Nielsen (1865-
1931) De fire temperamenter
samin árið 1901. Nielsen hefur
lýst tildrögum sinfóniunnar —
hann var eitt sinn á ferðalagi
um Sjáland (sem er eyja i Dan-
mörku) ásamt félögum sinum.
beir komu þar i krá en veggi
hennar prýddi m.a. málverk
sem skipt var i f jóra hluta sem
hver átti að tákna eitt hinna
fjögurra lunderna. beir gerðu
óspart grin að málverkinu
vegna þess hve illa það var unn-
ið,og hve barnalegt það var. En
Nielsen gat ekki gleymt þvi og
skildi loks að hugmyndina að
málverkinu mætti nota i tön-
verk enda heita hinir fjórir
þættir sinfóniunnar (Den
koloriske (bráðlýndi) Den
flegmatiske (spaklyndi) Den
melankilske (þunglyndi) og Den
sanguiniske (léttlyndi). Danir
eru eins og kunnugt er verstu
nýlendukúgarar N orðurálf u enn
þann dag i dag og hafa þó varla
versnað að mun. begar Nielsen
var að sem ja 2. sinfóniu sina var
Brahms búinn að vera i gröfinni
4 ár en Islendingar enn á tvi-
söngsstiginu. bá áttu eftir að
liða 24 ár áður en fullskipuð sin-
fóniuhljómsveit heyrðist hér i
danska skattlandinu — það var
árið 1925, þegar Jón Leifs kom
hingað með Hamborgar-
sinfóniuna og spilaði Egmont-
forleikinn, Beethoven-sinfóniu
og Strauss. En hvorki er það
Nielsen né Eckert-Hansen úr
Tivoli að kenna hve aftarlega á
merinni Islendingar hafa jafnan
verið i tónlist, enda var hin
bezta skemmtun að þessari sin-
fóniu — þó ekki eins góð og á 4.
tónleikum Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar i fyrra þegar
Fjórða sinfónia Nielsens „vakti
sensasjón”. Nielsen er vafa-
laust fremsta tónskáld Dana og
með meiri háttar tónskáldum
þessarar aldar.
Á þessum tónleikum varð sá
atburður sem gladdi ýmsar
ihaldssálir mikið svo að þær
ljómuðu enn — eftir þvi sem
slikar sálir geta gert — hálfum
mánuði siðar: Blómasölufyrir-
tæki nokkurt hafði trassað að
sjá um að senda blóm á tónleik-
ana eins og jafnan hefur verið
gert i vetur, en þrátt fyrir það
var tilkynnt á tónleikunum að
Samband islenzkra samvinnu-
félaga hefði gefið blóma-
skreytinguna á sviðinu. betta
var auðvitað hin mesta háðung
fyrir Sambandið og neyðarlegt
fyrir alla velunnara þess að fá
slika tilkynningu þótt engin
blóm væri að sjá, og á 4. tónleik-
unum (tveimur vikum siðar)
voru hlutaðeigendur beðnir af-
sökunar og blóm fram reidd. En
einkaframtakið þarf að læra það
(segir m.a. i stjórnmálaályktun
Sjálfstæðisflokksins) að vera
einkaframtak — að standa og
falla með gerðum sinum. Sem
það aldrei gerir hér mér vitan-
lega. bað er auðvitað gott að
gleðja þá sem smáir eru i
andanum með þvi að trassa að
senda blóm sem búið er að
borga fyrir, en sá var ekki til-
gangur blómakaupanna — hann
var þvert á móti sá að gleðja
hina þroskaðri tónleikagesti.
Annars er sigur einkaframtaks-
ins sýnilegastur þessa dagana i
tónlist
eggjamálum höfuðborgarinnar
— ævintýri með vélhænsni ullu
þvi i sumar að litils háttar
eggjaframleiðendur drógu -
saman seglin i haust með þeim
afleiðingum að egg eru illfáan-
leg i bænum.
4. tónleikar
Fjórðu tónleikum S.l.
stjórnaði Skotinn James Blair
27 ára maður frá Stirling. bar er
frægur kastali og sekkjapipu-
leikir stórir. En hinn ungi Blair
lét sekkjapipurnar ekki á sig fá
heldur (segir skráin) lærði á
franskt horn--------annað
hljóðfæri sem berst vel yfir
stöðuvötn. Siðan snéri hann sér
að hl jómsveitarstjórn og
stofnaði og stýrir hljómsveit
æskumanna i London, sem tón-
skráin segir engu ómerkari en
hinar nafnfrægu hljómsveitir
þeirrar borgar. Ekki fór það
fram hjá neinum að hinn ungi
stjórnandi lagði sig verulega
fram um að gera góða tónleika
fyrir reykviska hljómlistarunn-
endur: hann stjórnaði af mikl-
um krafti<gaf nákvæmar inn-
komur gretti sig, stökk i loft upp
— i lok háskólaforleiksins voru
áhugamenn um öryggismál
uggandi um örlög hins unga
ofurhuga sem hófst á loft hvað
eftir annað veifandi svo óséð
virtisthvar enda mundi.en sem
betur fór bjargaðist allt vel.
Forleikurinn hefði að visu mátt
vera áhrifameiri, liklega ekki
sizt vegna þess hve þunn-
skipaðir strengirnir eru i hljóm-
sveitinni en eins og áður hefur
verið bent á eru bústnir strengir
frumatriði i Brahms.
Á eftir háskólaforleik
Brahms var næstur á éfnis-
skránni hinn sivinsæli fyrsti
pianókonsert Tsjækovskýs. 26
ára stúlka, Lubov Timofeyeva
lék einleik með glæsibrag á hinn
nýja Steinway biósins sem
Ashkenazy er sagður hafa keypt
iHollandi. betta mun hafa verið
frumraun flygilsins. Tónninn er
nokkuð harður en kunnáttu-
menn segja að það muni
„spilast af”. Sömuleiðis mun
Lubov Timofeyevu fara enn
fram með árum og þroska —
hún hefur kraftinn og fingra-
fimina sem verður góð undir-
staða undir myndarlega og
músikalska spilamennsku i
framtiðinni. Hins vegar ætti
ungfrú Timofeyeva að endur-
bæta hárgreiðslu si'na — hnútur
á hnakkanum fer ekki vel svo
þrýstinni (á réttum stöðum)
stúlku sem hún er, þar henta
betur stórar hárgreiðslur.
Pianókonsertinn „trekkti”
svo að Háskólabió var full-
skipað — jafnvel fremsti bekk-
ur.
Siðast á efnisskránni var 5.
sinfónia Prókoffjeffs. Á ýmsu
hafði gengið um samleik hljóm-
sveitar og einleikara i
Tsjækovsky en Prókoffjeff
spilaðist vel og annar kaflinn
var hápunktur tónleikanna.
Prókoffjeff (1891-1953) samdi 7
sinfóniur, 5 pianókonserta, 2
fiðlukonserta og margt annað,
þ.á.m. Pétur og úlfinn. Hann
samdi lika fáeina balletta,
þ.á.m. öskubusku (Cinderella)
enda trúði Djagilev balletmeist-
ari þvi' um hrið að hann ætti
mikla framtið fyrir sér á þvi
sviði. En samvinna þeirra fór út
um þúfur eftir tvo balletta
Bufroon og Stálöldina. Pró-
koffjeff yfirgaf Rússland i
byltingunni en gekk heldur illa
vestra jafnframt þvi sem hann
var hylltur sem þjóðhet ja þegar
hann heimsótti ættjörðina.
Hann sneri þvi aftur til Sovét-
rikjanna árið 1934 og gerðist
sovézkur rikisborgari — sumum
þótti honum fara aftur undir
Stalin en hvað um það.
Stravinsky segir: Prókoffjeff
var andstæða hins músikalska
hugsuðar. Hann var i rauninni
furðulega barnalegur þegar að
músikalskri uppbyggingu kom.
En hann kunni dálitið fyrir sér
og gat gert ýmsa hluti afar vel.
En það sem mestu máli skipti
varhans miklipersónuleiki sem
skein úr hverri hans hreyfingu.
Hann hafði hversdagslegan
smekk á tónlist og skoðanir
hans á þeim málum voru oft
rangar.
Ekki er þetta nú sérlega vin-
samlega sagt um góðan
kunningja en Stravinský þótti
Prokoffjeff vera miklu dýpri
taflmaður (hann var frábær á
þvi sviði) en tónskáld. Verk
Prókoffjeffs eru margbreytileg,
þvi hann breyttist mikið gegn-
um tiðina — fyrstu verkin þóttu
„grótesk” siðan kom
„Klassiska sinfónian” sem er i
anda Mózarts, og síðustu verkin
voru rómantisk. En þetta er af-
ar skemmtilegur höfundur og
ánægjulegt að heyra þennan
flutning i fyrri viku.
30.11.
Sigurður Steinþórsson
Við getum þó alténd veriö þakklátir fyrir að hafa ekki lent Isalatinu
Tvennir
sinf óníu-
hlj ómleikar
Dalvíkingar eignast
skíðalyftu
Fimleikasýning i
Laugardal höll
FI. —Ilalvikingar munu eignast
skiðalyftu i Böggvistaðafjaili nú
i mánuöinum og renna þeir að
sögn NORDURSLÓÐAR hýru
auga til komu hennar. 1 haust
var lokið uppsetningu á möstr-
um, þ.e.a.s. þar er um að ræða
fimm millimöstur, sem smiðuö
voru hér á landi, og tvö cnda-
möstur, cn þau voru ásamt ým-
iss konar sérútbúnaði keypt frá
Austurriki.
Lyftan kemur i framhaldi af
togbrautinni, sem notuð hefur
verið undanfarna vetur og verð-
ur hún að sjálfsögðu starfrækt
áfram. Skiðabrekkurnar við
togbrautina verða lýstar en lýs-
ing i brekkunum hjá lyftunni
biður seinni tima.
Toglengd nýju lyftunnar er
460 metrar og hæðarmunur á
endamörkum er um það bil 140
metrar. Með tilkomu þessarar
lyftu verður mun auðveldara
fyrir skiðafólk, en áður að nýta
góðar skiðabrekkur i Böggvi-
staðafjalli segir i Norðurslóð.
Iþróttakennarafélag Islands og
Fimleikasamband Islands gang-
ast fyrir fimleikasýningu i Laug-
ardalshöll á sunnudaginn og sýna
þar hópar úr fþróttafélögum og
skólum viðs veg ar að af landinu
listir sinar.
Sýningin hefst kl. 14 og flytur þá
dr. Ingimar Jónsson stutt ávarp,
og að þvi búnu byrja flokkarnir að
sýna hver af öðrum. Slikar sýn-
ingar hafa verið haldnar nokkr-
um sinnum áður og hafa þótt tak-
ast mjög vel. Er þvi ástæða til að
hvetja fólk til að fjölmenna.
tbiUli 3* Q&SGGJ
Auglýsingadeiid Tímans Ritsfjórn, skrifstofa og afgreiðsla