Tíminn - 03.12.1977, Page 21
Laugardagur 3. desember 1977
HHÍJ.ÍIÍÍíJ
n<:
21
Athugasemd frá Málm- og skipasmiðasam
bandi Islands
Vegna fréttagreinar i Timan-
um 1. des. 1977.
1 dagblaðinu Timanum hinn 1.
des. s.l. er á bls. 3 innrömmuð
fréttagrein merkt Jóni Sigurðs-
syni ritstjórnarfulltrúa með út-
listingum á innihaldi kjara-
samninga sem stéttarfélög
launþega i málm og skipasmiði
gerðu i júni s.l. við viðsemj-
endur sina þ.e. Samband málm-
og skipasmiða en i þeim sam-
tökum eru m.a. öll stærstu at-
vinnufyrirtæki i málmiðnaði og
skipasmiði. 1 þriðju málsgr. i
þessari fréttagrein Timans seg-
ir svo:
„Menn minnast þess að i hin-
um almennu kjarasamningum
sl. vor var kveðið á um það að
2,5% yrðu tekin i svo kallaðar
sérkröfur einstakra félaga og
landssambanda. Iðnaðarmenn
sömdu hins vegar sin i millum
flestir um það að brjóta gegn
þeirri launajöfnunarstefnu sem
i þessu fólst og tóku sér allt að
10% i sérkröfurnar. M.a. átti
þetta við um rafverktaka og
málm- og skipaiðnaðinn”.
Engra heimilda er getið fyrir
þvi sem Jón Sigurðsson rit-
stjórnarfulltrúi Timans full-
yrðir i þessari tilvitnuðu máls-
grein i fréttagrein sinni, enda
erfitt að geta heimilda fyrir
órökstuddum fullyrðingum.
Vegna þessarar fréttagreinar
Jóns Sigurðssonar og rangra
fullyrðinga, sem felast i til-
vitnaðri málsgrein er
óhjákvæmilegt að láta eftirfar-
andi upplýsingar koma fram:
Kjarasamningar málm-
iðnaðarmanna og skipasmiða
eru gerðir annars vegar milli
launþegafélaga i málmiðnaði og
skipasmiði sem eru um 25 viðs
vegar um landiðog samtaka at-
vinnurekenda og stórfyrirtækja
i málmiðnaði og skipasmiði,
Sambands málm og skipa-
smiðja, hins vegar. Þau samtök
eru með áhrifamestu aðilum i
Vinnuveitendasambandi ts-
lands.
Stéttarfélög málmiðnaðar-
manna og skipasmiða hafa
aldrei hvorki fyrr né siðar,
fengið neina kjarabót hjá at-
vinnurekendum i málmiðnaði
Vinnu veitendasambandi ts-
lands eða Vinnumálasambandi
S.I.S. nema eftir harða og lang-
vinna verkfallsbaráttu.
Iðnaðarmenni málmiðnaði og
skipasmíðum semja þvi ekki sfn
imillum eða innbyrðis um kaup
og kjör sin um þau þurfa þeir að
semja við atvinnurekendur og
eigendur málmiðnaðarfyrir-
tækja eins og aðrir launþegar.
Félagasamtök málmiðnaðar-
manna og skipasmiða hafa frá
upphafi virt svokallaða „launa-
jöfnun” sem meginstefnu og
siðustu kjarasamningar þeirra
brutu I engu gegn henni, enda
hafa kaupaukar fyrir erfiða og
óhreininda vinnu i málmiðnaði
og skipasmiðum verið skertir
um 50%.
011 starfsgreinasamböndin i
ASI notuðu 2,5% vegna sér-
krafna á hliðstæðan hátt.
Málm og skipasmiðasamband
íslands notaði 2,5% til nýrrar
starfsaldurshækkunar sem kom
til um 20% málmiðnaðarmanna
og skipasmiða og var jafngildi
0.8% og til meistaraálags sem
kom til um 34% málmiðnaðar-
manna og skipasmiða og var
talið jafngildi 1,7% þ.e. 0,8% +
1,7% = 2,5%. Á sambærilegan
hátt var 2,5% skipt upp hjá
verkamönnum, verkakonum,
iðjufólki verzlunarfólki og
öðrum. Hins vegar er vitað að
þar sem laun eru reiknuð og
greidd samkvæmt bónus eða
uppmælingakerfum hvort sem
er hjá atvinnurekendurr) al-
menns verkafólks eða bygg-
ingaverktökum er svokölluð
„launajöfnunarstefna” þver-
brotin án afskipta Verðlags-
eftirlitsrikisinssem virðist hafa
tekið að sér að sjá um fram-
kvæmd launajöfnunar á þann
hátt að uppmælingartaxtar fái
sérstaka fyrirgreiðslu sam-
kvæmt frásögn i fréttagrein
Jóns Sigurðssonar.
Af þvi sem hér hefur verið
rakið er ljóst að fullyrðingar
Jóns Sigurðssonar i fréttagrein
Timans frá 1. des. eru með öllu
ósannar og hljóta að byggjast á
vanþekkingu eða andúð á laun-
þegum i málmiðnaði og skipa-
smiðjum. Hér fylgir með
kauptaxti málmiðnaðarmanna
og skipasmiða sem gildir frá 1.
des. 1977 sem vér óskum sér-
staklega eftir að verði birtir.
2. desember 1977
Guðjón Jónsson járnsmiður
KAUPTAXTAR
GilHí-p frá l.desember 1977 (ífekkun kr. 3.304 á viku)
Starfs- aldur Taxtar Alags- grunnur Kaup með viÓgerðar og. þungaálagi.
1. ár Vikukaup 14.320 27.568
Dv. kaup 358 689
Ev. kaup 501 965
Nv. kaup 644 1.240 ■
1. og Vikukaup 14.890 28.138
Dv. kaup 372 703
3. ár Ev. kaup 521 984
Nv. kaup 670 1.265
4. og Vikukaup 15.796 29.145
Dv. kaup 395 729
5. ár Ev. kaup . 553 1.021
Nv. kaup 711 1.312'
Eftir Vikukaup 16.428 29.980
Dv. kaup 411 750
5. ár Ev. kaup 575 1.050
Nv. kaup 739 1.350 -
Starfsaldur skal miÖasf viÖ starf sem sveinn í iÖninni.
Ictóis og flutningsgjald greiÖist fyrir alla daga sem unnir eru, en þaÖ
er kr. 342 á dag ( kr. ],.710 fyrir 5 daga vinnuv.) og ta?tist viö útborgaÖ
kaup
Sveinar sem hafa meistarabréf skulu fá 5% álag á útborgaö kaup.
Hjá skipasmiÖum er verkfæraleiga kr. 33 á klst. (kr. 1.320 fyrir 40.stund£
vinnuviku), og bætist sú upphæÖ viÖ ofángreindan taxta'.
Hjá þeim félögum er miÖa félagsgjald viÖ lægsta útborgaÖ tíma)<aup, er.
félagsgjald kr. 690 á viku frá og meÖ 1. desember 1977
óvænt jólagjöf
Jólahappdrættið
þegar uppselt
Helgi Kjartansson
Hvammi
JS— Sala jólahappdrættis Sam-
bands Ungra Framsóknarmanna
hefur gengið mjög vel, og er það
nú þegar uppselt, örfáum dögum
eftir að sala hófst.
Mjög eigulegir vinningar eru I
GV — Siðasta kvikmyndin sem
sýnd verður á sósiallsku kvik-
myndavikunni er sovézka kvik-
myndin Járnflóðið. Myndirnar
hafa verið sýndar i tilefni 60 ára
afmælis Októberbyltingarinnar.
Kvikmynd þessi er byggð á
samnefndri skáldsögu eftir Alex-
ander Serafimovitsj. Leikstjórier
J. Dzigan. Tónlistin er eftir V.
Múra deli.
1 Járnflóðinu er sagt frá göngu-
ferð þúsunda hermanna úr röðum
byltingarsinna og rauðliða og
fjölskyldna þeirra um hálendi
Kákasus. Þetta gerðist á árinu
1918, á dögum borgarastriðsins i
Rússlandi, þegar ráðstjórnin átti
boði i þessu jólahappdrætti.
Þannig er t.d. aukavinningurinn á
aðfangadag reiðhjól frá Erninum
hf., Spitalastig 8 i Reykjavik, að
verðmæti kr. 60.000.
i vök að verjast gegn árásum
hvitliða og innrásarherja. Eftir
miklar þolraunir meöan á göng-
unni stóð tókst fólkinu, sem flest
var illa búið, matarlitið og ör-
magna, að sameinast meginfylk-
ingu Rauða hersins. Það sem i
fyrstunni virtist agalaus lýður
varð um siðir að beittum her —
sannkölluðu jámflóði byltingar-
innar.
Höfundur sögunnar Alexander
Serafimovitsj, var uppi frá 1863
til 1949 og kunnur fyrir skáldsög-
ur sinar. Járnflóðið er frægasta
verk hans og að margra dómi það
bezta. Kvikmyndin er nokkurra
ára gömul.
Við kynnumst öll ýmsum
manngerðum á lifsleiðinni. Sam-
ferðafólkið verðurokkur misjafn-
lega minnisstætt og kemur þar
margt til kynni verða mismikil
og kostir manna misjafnir. Sumir
eru þeim hæfileikum búnir að
hafa góð og varanleg áhrif á þaö
fólk sem þeir umgangast, svo og
það umhverfi sem þeir starfa i.
Einn þeirra manna sem ég tel að
hafi verið þeim kostum búinn, er
nú nýlátinn.
Helgi Kjartansson var fæddur
20. júli 1895 að Hvammi i Dölum.
Foreldrar hans voru hjónin frú
Sigriður Jóhannsdóttir og sr.
Kjartan Helgason sem þá var
presturi Hvammi. Arið 1905flutt-
ist sr. Kjartan með fjölskyldu
sina að Hrauna i Hrunamanna-
hreppi og þjónaði þvi prestakalli
það sem eftir var starfsævinnar
eða til ársins 1930.
Börn prestshjónanna i Hruna
voru sjö og var Helgi næstelztur
þeirra systkina. Auk þess ólu þau
upp tvö fósturbörn, Marenu Ell-
ertsdóttur og Emil Asgeirsson
bónda i Gröf. Emil ernú einn á lifi
i þessum hópi.
Það hefur þvi verið mannmargt
i Hruna á þeim árum, sem Helgi
var að alast upp, þvi auk fjöl-
skyldunnar var alltaf margt
vinnufólk á staðnum. Þau fóstur-
systkinin báru það öll með sér, aö
þau hafa farið vel nestuð úr föð-
urgarði að þekkingu og atorku.
Skólaganga Helga var ekki löng
á nútimamælikvarða. Hann
stundaði barnaskólanám i far-
skóla eins og þá tiðkaðist og siðar
fór hann á Bændaskólann að
Hvanneyri. Auk þess dvaldist
hann rúmt ár i Noregi og vann
þar að, og kynnti sér landbúnað.
Helgi var góðum gáfum gæddur
og hefur vafalaustáttkost á lang-
skólanámieins og sum af systkin-
um hans, en trúlega hefur Helgi
alltaf ætlað sér að verða bóndi
jafnhugleikinn og öll ræktunar-
störf voru honum.
Helgi kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Elinu Guðjónsdóttur frá
Gröf, 20. júni 1926 og dvöldu þau
fyrstu árin i Hruna. Ungu hjónin
fengu siðan hlut úr landi Grafar,
jarðar Guðjóns, föður Elinar, og
stofnuðu þar nýbýli og hlaut það
nafnið Hvammur. Nafngiftin sýn-
ir vel þann hug sem Helgi bar til
æskustöðvanna. Hvammur mun
vera fyrsta nýbýlið sem stofnað
var hér i sveit og með þeim fyrstu
sem stofnuð voru hér á landi eftir
gildistöku nýbýlalaganna. Fljót-
lega voru hafnar byggingafram-
kvæmdir á hinu nýja landi og þar
reistu þau myndarlegt ibúðarhús
ásamt fjósi og hlöðu. Arið 1930
fluttust þau svo að Hvammi og
hófu þar búskap. Frumbýlingsár
in reynast mörgum erfið og hygg
ég að þau hjónin hafi ekki farið
varhluta af þeim erfiðleikum. En
hyggindi Helga og samstilltur
vilji þeirra hjóna kom þar að góð-
um notum og ekki leið langur timi
þar til Hvammur var kominn i
tölu góðbýlanna.
Helgi sá strax hvaða auður var
falinn i hveraorkunni og notfærði
sér hana sem kostur var á. Ibúð-
arhúsið i Hvammi mun vera eitt
af fyrstu húsunum hér i sveit,
sem hitað var upp með hvera-
gufu.
Fljótlega eftir að Helgi settist
að i Hvammi, hóf hann ræktun á
matjurtum og notfærði sér þá
staði þar sem jörð var hæfilega
volg til að flýta fyrir gróðrinum.
Matjurtaræktin óx og varð fljót-
lega stærsti liðurinn i búrekstrin-
um. Ég tel, að Helgi hafi verið
einn af brautryðjendum á þessu
sviði búskapar það er, útiræktun
matjurta ræktin óx og varð fljót-
lega stærsti liðurinn i búrekstrin-
um á þessu sviði búskapar, það er
útiræktun matjurta sem atvinnu-
grein. Þess má geta hér, að Helgi
var einn af stofnendum Sölufé-
lags garðyrkjumanna og átti sæti
i stjórn þess um árabil. önnur
grein ræktunar var Helga mjög
hugleikin, en það var skógræktin.
Sennilega hefur áhugi hans fyrir
skóginum vaknað þegar hann
dvaldist i Noregi. Hann hóf fljót-
lega að gróðursetja tré i ásnum
fyrir ofan bæ sinn og er það nú
fallegur trjáreitur, sem verður
honum lengi minnisvarði. Auk
þess leiðbeindi hann bæði félög-
um og einstaklingum á sviði trjá-
ræktar. Hann átti um tima sæti i
stjórn Skógræktarfélags Arnes-
sýslu og var heiðursfélagi þess.
Það fór ekki hjá þvi aö Helga
yrðu falin ýmis opinber störf fyrir
sveit sina. Hann átti sæti i
hreppsnefnd, skattanefnd, sýslu-
nefnd o. fl. en um það munu aðrir
mér færari skrifa, en ekki efa ég
að Helgi hefur af alhug unnið aö
þeim málum sem máttu verða
sveitinni og ibúum hennar til
heilla.
Börn þeirra Elinar og Helga
urðu fjögur —-elzta barn þeirra dó
i fæðingu. Þau sem komust til
fullorðins ára eru: Jóhannes,
bóndi i Hvammi, kvæntur Krist-
inu Karlsdóttur frá Reykjavik,
Kjartan bóndi og hreppstjóri i
Hvammi kvæntur Björgu Björns-
dóttur frá Reykjavikog Guðrún i-
þróttakennari, búsett i Reykja-
vik, var gift Steinari Lúðvikssyni
en þau skildu. Barnabörn þeirra
hjóna eru 9 talsins og barna-
barnabarn eitt.
Þaö var vorið 1942 sem ég kom
að Hvammi, þá 15 ára að aldri.
Það var i mér nokkur kviði um
það hvort ég gæti skilað þeim
störfum sem mér yrðu falin svo i
lagi væru. Þetta var margþættur
búskapur og ég fákunnandi á
þeim sviðum. Fljótlega fann ég
Framhald á bls. 23
Járnflóðið