Tíminn - 03.12.1977, Page 24
í _ HREVFILL Sími 8 55 22
Vmmmt Laugardagur 3. desember 1977 i f. ■ Auglýsingadeild Tímans. HÚfiQÖQII
TRÉSMIDJAN MEIDUR i \ ' : SÍÐUMÚLA 30 • SÍMl: 86822 \ /
Fulltrúar og stjórn Fiskifélags tsiands á Fiskiþingi I gær. Þinginu iýkur f dag.
Samþykkt Fiskiþings:
Atvinnuvegirnir stöðvast
ef ekki verður tekið fyr-
ir öran vöxt verðbólgunnar
GV — 36. Fiskiþingi Fiskifélags
tslands lýkur í dag, og hafa aðal-
mál þingsins að þessu sinni verið
afkoma sjávarútvegsins og
stjórnun fiskveiða. Siðdegis f gær
lá fyrir samþykkt um afkomu
sjávarútvegsins, og átti þá eftir
að ræða tillögur og samþykkja
ályktun þingsins um stjórnun
fiskveiðanna. Að sögn blaðafull-
trúa þingsins var von á miklum
umræðum um það mál. En hér á
eftir fer samþykkt þingsins um
afkomu sjávarútvegsins.
1. 36. Fiskiþing haldið I Reykja-
vik i nóv. 1977 vekur athygli á, að
veröbólga á Islandi hefur undan-
farin ár verið eitt stærsta vanda-
mál stjórnvalda. Siöustu 5 árin
hefur verðbólgan vaxið meö þeim
ógnarhraöa að voði blasir við.
Allar likur benda til enn stórauk-
innar veröbólgu á næsta ári.
Útflutningsframleiðslan, sem
háð er verölagi þvi, sem fæst fyrir
framleiðsluna á erlendum
mörkuðum, veröur hvað haröast
úti vegna ört vaxandi verðbólgu.
Fyrirsjáanlegur er stórhalla-
rekstur hjá fiskvinnslunni, sem
Þjóðhagsstofnun hefur staðfest
meö áætlunum sinum og forráöa-
menn vinnslugreina hafa gert
stjórnvöldum grein fyrir. Jafn-
framt er fyrirsjáanlegur aukinn
halli á rekstri fiskiskipanna, svo
sem sýnt hefur verið fram á af
Þjóðhagsstofnun og forsvars-
mönnum útgerðarinnar.
Til þess að mæta þeim mikla
vanda sem nú steðjar aö, telur
þingið óhjákvæmilegt, að breytt
verði um stefnu i fjármálum
rikisins, m.a. með þvi að dregiö
veröi úr eyðslu og óaröbærri fjár-
festingu og stöðvuð verði hin
stöðuga þensla rikiskerfisins.
Verði ekki hægt á vexti verö-
bólgunnar, munu atvinniivegirnir
stöðvast vegna fjárskorts og
hallareksturs.
Þingið leggur áherzlu á, að
stjórnvöld taki þessar ábendingar
til greina við afgreiöslu fjárlaga
fyrir árið 1978.
2. Við þær aöstæður, sem fisk-
dagur til jóla
Jólahappdrætti SUF:
Vinningur dagsins kom upp á nr.
1503. Vinningsins má vitja á skrif-
stofu SUF aö Rauðarárstig 18 I
Reykjavik. Slmi 24480.
veiðar og fiskvinnsla eiga við að
búa telur þingið óhjákvæmilegt
að afurðalán verði I það minnsta
90% af afreikningsverði afurö-
anna.
3. Þingið telur nauösynlegt að
hagur linuútgerðar verði bættur,
og bendir á að viðbótarverð það,
sem rikissjóður greiöir á linufisk
veröi fært til sama hlutfalls við
fiskverðið og þaö var þegar þess-
ar greiðslur hófust.
SKJ — Eitt aðalatriðið i almennum stuðningsaðgerðum við iðnað I ná-
grannalöndum okkar er svæðis- og byggðaþróun, þar sem unnið er að
eflingu uppbyggingar á þróunarsvæðum með lánum á Iágum vöxtum
og styrkjum. Hvað stærð varðar liggur Byggöasjóður milli
Direktoraret for Egnsudvikling í Danmörku og Distrikternes At-
byggningsfond I Noregi, en hér er átt við samanburð miðað við fjölda
starfandi manna hjá þessum þrem þjóðum. Gifurlegur munur er á
starfi þessara sjóða og mismunurinn kemur glögglega fram þegar at-
hugað er til hvaða atvinnugreina er lánaö, þvl að tiltölulega svipaður
hundraðshluti þjóðanna hefur framfæri sitt af iönaði Danski sjóðurinn
lánar um 90% af útlánum til iðnaðar, sá norski um 70% en aðeins 4-30%
útlána Byggðasjóðs fara til iðnaðar.
Lán til byggingar iðngarða
sveitarfélaga er meðal hlutverka
byggðasjóðs á Norðurlöndum, en
slikt hefur hvorki verið tekið upp
af Byggðasjóði hér á landi né öðr-
um sjóðum. Þó virðist sem sllkt
myndi ýta undir eðlilega byggða-
þróun i landinu.
Bein aðstoð er veitt bæði I
Noregi og Danmörku. 5-10% af
heildarráðstöfunarfé danska
SVR vill f á
40-50% hækkun
áþ — Þessa dagana er verið að
vinna að fjárhagsáætlun Reykja-
vikurborgar. Ýmsar stofnanir
borgarinnar s.s. Hitaveita
Reykjavikur, Raf magnsveita
Reykjavikur og SVR, hafa farið
fram á mjög verulegar hækkanir
á sinum gjaldskrám. Eflaust
kæmi þaö sér illa fyrir pyngju
margra, ef fallizt yrði á
hækkunarbeiðnirnaS'. óbreyttar.
Samkvæmt þeim uppiýsingum,
sem blaðið hefur aflað sér, vilja
forráðamenn SVR fá 40 til 50%
hækkun á fargjöldum. Þrátt fyrir
aö þessi hækkunarbeiðni fengist
samþykkt, þyrfti Reykjavikur-
borg samt að leggja fram um 300
milljónir króna til þess aö endar
næðu saman. Ef hækkunarbeiðn-
inni yrði algjörlega synjað, þyrfti
Reykjavikurborg sennilega aö
leggja fram um 500 milljónir
króna.
Framangreindar upphæðir eru
miðaðar við óbreyttan rekstur. 1
þeim er ekki gert ráð fyrir að
SVR auki við vagnakost sinn.
sjóðsins fer til beinnar aðstoðar,
en endurgjaldslaus aðstoð norska
sjóðsins nemur 31% af heildar
ráðstöfunarfé. Tekið skal fram,
að danski sjóðurinn ræður yfir 400
millj. D.kr. að viðbættum 200
millj. D.kr. til rekstrarlána, en
norski sjóðurinn ræður yfir einum
milljarði norskra króna. Byggða-
sjóður lánaði út 1.137 milljónir
króna 1976, en rikisframlag nam
1.123 milljónum.
Ekki er raunhæft að bera sam-
an vaxtakjör, nema þegar um
100% gengistryggð lán er að
ræða, en þar sem samanburður á
við eru vaxtakjör naumlega 1/3
lakari hér en i Noregi og rúmlega
1/4 lakari hér en i Danmörku. Sá
lánstimi athugaður, þar sem um
100% gengistryggingu er að ræða,
er lánstiminn almennt 10-12 ár
hjá Byggðasjóði, 10-20 ár- hjá
norska sjóðnum og I einstaka til-
fellum 30 ár bæði I Noregi og Dan-
mörku.
Lán til framleiðsluiðnaðar
námu 4% af ráðstöfunarfé
Byggðasjóðs, en sé fiskiðnaði
bætt við er hlutfallið 26%. Lán til
skipasmiða og útgerðar geta
hækkað prósentuhlutfallið upp i
30-35%. Af ofangreindu er ljóst að
islenzkur iðnaður býr við lakari
fyrirgreiðslur, en þekkist I ná-
grannalöndunum.
Ólafur Jóhannesson
Páll Pétursson
Stefán Guðmundsson
0
1
Guðrún Benediktsdóttir
Mikil þátttaka í próf-
kjöri Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra
áþ — Mjög mikil þátt-
taka var i prófkjöri
Framsóknarflokksins i
Norðurlandskjördæmi
vestra. 2313 manns
tóku þátt i prófkjörinu,
en 2012 greiddu Fram-
sóknarflokknum at-
kvæði i siðustu kosn-
ingum. Er það um 14%
aukning. Efstu menn á
lista Framsóknar-
flokksins voru Ólafur
Jóhannesson, Páll
Pétursson og Stefán
Guðmundsson.
Ólafur Jóhannesson hlaut 1869
atkvæði I fyrsta sætið eða 94,4%.
Hann hlaut 165 atkvæði I annað
sæti og samtals 2136 atkvæði.
Páll Pétursson hlaut 1408 at-
kvæði i tvö efstu sætin, en sam-
tals hlaut hann 1864 atkvæði. 1
þriöja sætinu er Stefán Guö-
mundsson. Hann fékk 1122 at-
kvæði og 530 i tvö neöstu.
Guðrún Benediktsdóttir hlaut
samtals 1053 atkvæði i fjórða
sæti, en 501 i fimmta sæti.
Bogi Sigurbjörnsson, Magnús
Ólafsson og Brynjólfur Svein-
bergsson skipuðu þrjú neðstu
sætin á listanum. Bogi hlaut
1524 atkvæði, Magnús 1009 at-
kvæði og Brynjólfur 998 at-
kvæði.
Prófkjörið er ekki bindandi,
en stjórn Framsóknarflokksins i
Norðurlandskjördæmi vestra
hefur orðið ásátt um að bera
fram tillögu á kjördæmisþing-
inu um að listinn verði eins og
að framan greinir.
Iðnaður
afskiptur
- I svæðis-og byggðaþróun á íslandi