Tíminn - 11.12.1977, Page 16

Tíminn - 11.12.1977, Page 16
! <* Sunnudagur 11. desember 1977 hr,iiíi í Ir.vrjit tirli FranklAf , ughter TALASKIP GEORGE J. BCUSK CAGA S tdney Sheidtm Yei $>.rifuð. íiiM>u(stáuv miðnætti Þjóösagnasafn Odds Björnssonar ÞJÓÐTRÚ OG ÞJÓÐSAGNIR kom fyrst út árið 1908 og hefur verið upp- selt og næsta torfengið um langt árabil. Síra Jónas Jónasson á Hrafnagili bjó safn- ið upphaflega til prentunar og skrifaði merkan formála um þjóðtrú og þjóðsagnir og menningarsögulegt gildi þeirra. í tilefni af 80 ára afmæli Bókaforlags Odds Björns- sonar kemur nú út ný og aukin útgáfa af þessu skemmtilega þjóðsagnasafni. Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum annaðist út- gáfuna, en sagnamenn og skrásetjarar eru hátt á annað hundrað. Gerðu góðum vini dagamun og gefðu honum ÞJÓÐTRÚ OG ÞJÓÐSAGNIR. — Verð kr. 9.600. ÍSLENZKAR DULSAGNIR Skrásett hefur Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi. Hér eru skráðar frásagnir af ýmsum dul- rænum atburðum, sem sannanlega hafa átt sér stað hér á landi, en erfitt mun að útskýra með vlsindaaðferðum, fyrirbæri eins og framtlðarskyggni, hugsanaflutn- ingur, berdreymi, hugboð og huglækning- ar, svo nokkuð sé nefnt. Hér kemur Margrét frá öxnafelli víða við sögu, en sem kunn- ugt er munu ófáir íslendingar telja sig standa I ómetanlegri þakkarskuld við Mar- gréti fyrir veitta aðstoð á örlagastund. Frásögnin er öll fyrirhafnarlaus og blátt áfram. — Verð kr. 3.600. Sidney Sheldon: FRAM YFIR MIÐNÆTTI Þegar einn maður elskar tvær konur getur það orðið vandamál. En þegar tvær konur elska sama manninn — þá er voðinn vís. Ef þú vilt fá spennandi, hispurslausa og berorða ástarsögu sem verður á hvers manns vörum, þá lest þú Fram yfir mið- nætti, nýju metsölubókina eftir Sidney Sheldon. Lesandinn stendur því sem næst á öndinni þegar hámarkinu er náð ... — Verð kr. 4.920. Frank G. Slaughter: SPÍTALASKIP Þetta er 55. skáldsaga þessa mikilvirka metsölubókahöfundar, sem skrifaði m. a. „Eiginkonur læknanna" og „Hvítklæddar konur". Hér er hraði og spenna ( hverju orði. Skemmdarverk, svik, hefnd, ást og hatur — allt tvinnast þetta saman um fólk- ið sem berst fyrir lífi slnu I þessari æsi- spennandi, nýju læknaskáldsögu. — Verð kr. 3.840. George J. Houser: SAGA HESTALÆKNINGA Á ÍSLANDI Stórmerkileg, þjóðleg og fróðleg bók, sem fjallar á sérstakan hátt um samskipti manns og hests á íslandi allt frá söguöld til vorra daga. Hér er m. a. dreginn fram merkur þáttur I menningarsögu Islands og gerð grein fyrir aðalástæðu þess, að sá þáttur er einstakur í sinni röð á Norður- löndum. Bókin skiptist I 38 kafla auk heim- ildaskrár og nafnaskrár. Hér er kjörin bók handa islenzkum hestamönnum og unn- endum þjóðlegs fróðleiks. — Verð kr. 9.600. “ K**'l>sdá„ Guðmundur L. Friðfinnsson: MÁLAÐ Á GLER (Ijóð) Með þessari fyrstu Ijóðabók Guðmundar L. Friðfinnssonar birtist nýr flötur á skáldskap hins listfenga og vandvirka rithöfundar. Ljóðin I þessari bók eru hugþekkur skáld- skapur. — Verð kr. 3.840. Katrín Jósepsdóttir: ÞANKAGÆLUR (Ijóð) I þessari snotru Ijóðabók Katrínar Jóseps- dóttur eru rösklega 40 Ijóð. Hún fylgir gam- alli hefð I formi og er laus við allt tísku- tildur. Góðvild til allra og einlæg guðstrú er baksvið Ijóðanna. — Verð kr. 2.880 (ób.). Fylgsnið Nýlega var stofnuð bokaútgáf- an Salt og hefur hún nú sent frá sér fyrstu bók sina, Fylgsniö eftir Corrie ten Boom. Sagan gerist i Hollandiá seinni striösárunum og segir frá kristinni fjölskyldu, sem fer aö skjóta skjólshúsi yfir Gyö- inga ofsótta af nazistum. Corrie ogfjölskylda hennarveita Gyöingunum mat, peninga og húsaskjólogreyna siöan aö veröa þeim úti um dvalarstaði viöa um landið þar sem þeir geta veriö öruggari um lif sitt. A þennan hátt kemst Corrie i kynni við margt fólk er starfar i neðan- jarðarhreyfingunni og brátt er öll fjölskyldan tengd þessu hjálpar- starfi á einn eöa annan hátt. Þar kemur, að þau eru gripin og send i fangabúðir, en þar auðsýna þau kærleika, einnig þeim er mis- þyrma þeim. Bókin er bæöi spennandi og áhrifamikil, enda segir hún frá sönnum atburðum. Hún hefur selzt i yfir 6 milljónum eintaka i Bandarikjunum og er einnig met- sölubók i Noregi. Kvikmynd hefur verið gerð eftir sögunni og hefur hún fengið rriikla aðsókn. ERUNG POUtSEN Ast. i skugga óttans Ný bók eftir Erling Foulsen í óttans Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir danska rithöfundinn Erling Poulsen. Þessi nýja bók heitir Ást i skugga óttans. Hún er geysispennandi og segir frá ungum manni sem ekki fær staðizt dularfullar konur. Hann kynnist algleymi og unaðsstund- um ástarinnar, en jafnframt kveljandi efasemdum. Hver var myrta stúlkan með bláa demant- inn? Hver var dularfulla listakon- an? Hvert var leyndarmál blindu stúlkunnar? Gátan verður dular- fyllri og flóknari með hverri blaö- siöu. Lesendur munu sammála um að þeir hafi vart lesið aðra bók eins spennandi og Ást i skugga óttans. A siðastliðnu ári sendi Hörpuút- gáfan á markaðinn bókina Hjarta mitt hrópar á þig, eftir sama höf- und. Sú bók hlaut mjög góöar við- tökur hér á Islandi enda eru bæk- ur Erling Poulsen í fremstu röð sölubóka. Bókin er 187 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentverk Akraness h.f. hefur unnið prentun og bókband. Hilmar Þ. Helgason gerði kápu- teikningu. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ■ AKUREYRI Tíminner • peningar j { AuglýsícT : í Tímanum!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.