Tíminn - 16.12.1977, Side 3
Föstudagurinn 16. desember 1977
3
furan
A neðri myndinni sést sr. Ólafur Skúlason ávarpa jólasamkomu aidraðra I Bústaðasókn en á þeirri efri
eru fulltrúar úr safnaðarráðinu ásamt handavinnukennara, Áslaug Tryggvadóttir formaður er önnur
frá hægri. Timamynd:GE
vinsælust
— og selst strax upp
KEJ: ..Jólatréssala hefur gengið
mjög vel yfir helgina og ótrúlegur
kraftur i þessu svona i byrjun,”
sagði Kristinn Skæringsson, sem
hefur umsjón með jólatréssölu
Landgræðslusjóðs f samtali við
Timann í gær. Undanfaiinn
aldarfjórðung hefur Landgræðsl-
an verið langstærsti jólatréssal-
inn hér á landi og hefur nú með
höndum um tvo þriðju verzlunar-
innar. Ágóði af sölunni rennur a 11-
ur til skógræktarinnar i landinu
en jólatré Landgræðslunnar eru
einnig að stærstum hluta komin
úr islenzkum skóglendum.”
A Reykjavikursvæðinu er aðal-
útsala Landgræðslunnar f sölu-
skála i Fossvogi. Að sögn Kristins
eru islenzk tré þar að einum
þriðja hluta, mest rauðgreni en
furan langvinsælust og strax upp-
seld. Innflutt tré eru einkum
rauðgreni og þynir, sem einnig er
mjög vinsæll. Verð rauðgreni-
trjáa af stærðinni 1,15-1,50 er um
2800 en sama stærð furutrjáa
kostar um 4200 kr. Þess má aö
lokum geta, að Landgræðslan
flytur inn meginhluta þeirra trjáa
sem fara út á land og flest hin
stærri tré, sem sett eru upp vitt og
breitt af stofnunum, bæjum og
fyrirtækjum. Þá sér Landgræðsl-
an um sölu islenzkra trjáa úti á
landi og eru landshlutarnir þar
orðnir sjálfum sér nægir að miklu
leyti.
Jólasamkoma aldraðra
SJ — Safnaðarráð Bústaðakirkju
hefur gengizt fyrir félagsstarfi
fyrir aldraða i sókninni á mið-
vikudögum I vetur, þar sem m.a.
hefur verið kennd handavinna og
— í Bústaðasókn
föndur. Siðasta miðvikudag var
haldinn jólafundur og var þar
ýmislegt á dagskrá, svo sem upp-
lestur, kórsöngur kvenna. Aldr-
aða fólkið fékk jólaglaðning og
sóknarpresturinn, sr. ólafur
Skúlason ávarpaði samkomuna.
Formaður safnaðarráðs Bústaða-
kirkju er Aslaug Tryggvadóttir.
Ríkisfjölmiðlarnir:
Geta ekki svar-
að fyrir s’
KEJ. — Tfmanum hefur borizt
fréttatilkynning frá fréttastjórum
16 ára fangelsi
fyrir manndráp
áþ. — í gær var kveðinn upp dóm-
ur i Sakadómi Reykjavíkur í máli
sem höfðað var 1. nóvember s.l.
gegn Einari Hirti Gústafssyni
fyrir manndráp. Einar var
dæmdur i 16 ára fangelsi en frá
refsingunni var dregin 121 dags
gæzluvarðhaldsvist.
Einar Hjörtur var sakfelldur
fyrir að hafa skotið unnustu sína,
Halldóru Ástvaldsdóttur til bana I
bifreið þeirra á Elliðavatnsvegi
þann fimmtánda ágúst.
Auk fangelsisvistarinnar var
Einar Hjörtur dæmdur til
greiðslu sakarkostnaðar og skot-
vopn hans gert upptækt. Að niður-
stöðu þessari stóðu tveir af þrem-
ur dómurum málsins, Jón A.
Ólafsson og Sverrir Einarsson.
Þriðji dómarinn, Halldór Þor-
björnsson, sem jafnframt var for-
maður dómsins greiddi sér-
atkvæði, þess efnis að hann teldi
hæfilega refsingu 12 ára fangelsi
en væri að öðru leyti sammála
niðurstöðum dómsins.
Sækjandi i málinu var Jónatan
Sveinsson saksóknari, en verj-
andi ákærða var Haukur Jónsson
hæstaréttarlögmaður.
Rikisútvarpsins, þar sem þeim
fullyrðingum að fréttamenn út-
varps og sjónvarps hafi brotiö
starfsreglur í fréttaflutningi
þegar þeir fjölluðu uin hækkun og
verðlagningu búvara fyrir
skömmu er mótmælt.
Fréttatilkynningin
eftir:
fer hér á
,,Það leynir sér ekki i þeim um-
ræðum sem tveir þingmenn sama
stjórnmálaflokks hófu samtimis á
mánudag utan dagskrár á al-
þingi, að verðlagning búvöru er
viðkvæmtmál sem liklega verður
seint sagt frá, svo að öllum liki.
Gáfu utanborðsmótor
A myndinni sést er Eyjólfur Guðmundsson forseti Kiwanisklúbbs-
ins Boða afhenti Gunnari Tómassyni formanni björgunarsveitar-
innar Þorbjarnar, utanborðsmótorinn.
Sunnudaginn 11. des. afhenti
Kiwanisklúbburinn Boði,
Grindavík, björgunarsveitinni
Þorbirni, Grindavik, 28 ha utan-
borðsmótor af Yamaha gerð, aö
gjöf. Mótor þessi er ætlaöur til
notkunar á Zodiac bát, sem
sveitin fékk að gjöf um siöustu
áramót.
Nú fram að jólum verður
Kiwanisklúbburinn Boöi með
jólatréssölu i nýju kirkjubygg-
ingunni, og eru þar jafnframt á
boðstólum margskonar jóla-
skreytingar, greni o.m.fl., geta
má þess að félagarnir keyra
trén heim fyrir viðskiptavinina
ef þess er óskað.
Frásagnir af þessu máli i út-
varps- og sjónvarpsfréttum hafa
að okkar áliti á engan hátt farið 1
bága við þær reglur sem frétta-
mönnum er gert að starfa eftir.
Fréttamenn útvarps og sjón-
varps verða að una þvi einir allra
þegna að þvi er virðist að liggja
undir ásökunum og árásum i
leiðurum dagblaðanna sem lesnir
eru i útvarp, svo og i frásögnum
útvarps og sjónvarps af um-
ræðum á aiþingi án þess að eiga
rétt á að svara fyrir sig á sama
vettvangi. Er þvi oft og óvægilega
vegið i þennan knérunn. Það er
þvi einungis undir velvild dag-
blaðanna komið hvort fréttamenn
rikisfjölmiðlanna geta svarað á
opinberum vettvangi þeim
ásökunum sem á þá eru bornar
þar, eða i þeim fjölmiðlum, sem
þeir starfa sjálfir viö.
Harma ber að þingmaður kjör-
inn til forystu og ábyrgðar skuli
ekki kunna betur að stilla oröum
sinum i hóf en likja starfsað-
ferðum fréttamanna við áróðurs-
aðferðir nasista á sinum tima.
Þetta er svo fráleit fullyrðing aö
þeim sem lætur sér hana um
munn fara væri sæmst að taka
hana aftur og biðjast velviröing-
ar. Og hver var að tala um at-
vinnuróg?
Að endingu: Það að tala um
fréttaflutning af verðhækkunum '
á búvöru sem árás á bændastétt-
ina i landinu er fáránlegra en svo
að orðum sé að þvi eyðandi.”
íslenzka
Tillögur s té ttar sambands -
ins ræddar í ríkisstjórn
MÓ — „Tillögur
Stéttarsambands
bænda hafa verið
ræddar i ríkisstjórn og
ég hef lagt þar fram
mörg gögn um þessi
mál”, sagði Halldór E.
Sigurðsson landbún-
aðarráðherra i samtali
við Timann i gær.
,,Engar ákvarðanir hafa hins
vegar enn veriö teknar og get ég
ekkert sagt um hvenær ákvarö-
ana er aö vænta. Frétt Morgun-
blaösins um aö ákvaröanir ætti
að taka á rikisstjórnarfundi i
gær er þvi á misskilningi
byggö”, sagöi ráðherra aö lok-
um.