Tíminn - 16.12.1977, Side 8
8
Föstudagurinn 16. desember 1977
Sögur frá Skagfirðingum
Iöunn hefur gefið út II bindi af
Sögu frá Skagfiröingum. A bak-
hlið kápu segir um bókina: Þetta
er viðamikið heimildarrit i ár-
bókarformi um tiðindi, menn og
aldarhátt i Skagafirði 1685-1847,
en jafnframt nær frásögnin i og
með til annarra héraða einkum á
Norðurlandi. Jón Espólin sýslu-
maður er höfundur verksins allt
fram tilársins 1835, en siðan Ein-
ar Bjarnason fræðimaður á Mæli-
felli og gerist frásögnin þvi fyllri
og fjölbreyttari sem dregur .
Saga frá Skagfiröingum ber öll
sömu höfundareinkenni og Ár-
bækur Espólins, jafnt um efnistök
sem mál og stil. Fyrsta bindi
spannaði timann 1685-1786, en
þetta bindi nær fram til ársins
1830. Hér segir frá fjölmörgum
mönnum innan héraðs i Skaga-
firði og utan, þar á meðal Sigúrði
Stefánssyni, siðasta Hólabiskupi,
amtmönnunum Stefáni Þórarins-
syni og Grimi Jónssyni, Magnúsi
Stephensen dómstjóra, fjórð-
ungslæknunum Jóni Péturssyni
og Ara Arasyni, og Lárusi Thor-
arensen sýslumanni Skagfirð-
inga. Af sögulegum atburðum má
nefna síðustu aftöku i Skagafirði,
norðurreið Jörundar hundadaga-
konungs, „beinamálið” i Húna-
þingi og mál Natans Ketilssonar.
Kristmundur Bjarnason fræði-
maður á Sjávarborg hefur samið
ýtarlegar skýringar og viðauka
við verkið, sem færa söguna nær
nútimanum. Auk Kristmundar
annast útgáfuna Hannes Péturs-
son skáld og ögmundur Helgason
BA.
Bökin er prentuð I Setberg en
bundin i Bókfelli. Hún er 184 bls.
r
Sauöahangikjöt
bragömikið og Ijúffengt
heildsölubirgðir
V
$ Reykhus Sambandsins
S.14241
Hjá mörgum er það fastur siður að borða rjúpur um jólin. Þar sem
rjúpnastofninn viröist vera i lágmarki, er eins gott aö hugsa fyrir jóla-
matnum i tima.
Við brugðum okkur einn morguninn f Kjötmiðstöðina við Laugalæk,
en nýiokið er við að stækka verzlunina. Þar var matarlegt um að litast,
nóg var þar af hangikjöti og laufabrauði, svinakjöti f öllum útgáfum, að
ógleymdum rjúpum og alls kyns fiðurfénaöi. Auk þess fást þar allar al-
gengustu kjöt- og matvörur.
Á myndinni er Hrafn Bachmann, kaupmaður með fallegan svina-
kjötsbita og rjúpnakippu.
1 dag kostar stykkið af rjúpunni 1040 kr., og segja fróðir menn, að
miðað við það verð leggi kilóið sig á 20.000 kr.
Almenna bókafélagið:
Jafnadarstefnan
eftir Gylfa P. Gíslason
Jafnaöarstefnan heitir ný bók
eftir Gylfa Þ. Gislason sem Al-
menna bókafélagið gefur út. Um
hana segir svo á baksiðu bókar-
NYJAR BÆKUR FRA
VÍKURÚTGÁFUNNI
Gunnar Dal
m
steinum
LIFIÐ ER
SALTFISKUR
HEIDl OG JÖRG ZINK
BÖRNIN
OKKAR
litlib sigurvegarar
Kastið ekki steinum eftir
Gunnar Dal. Heildarsafn af
Ijóðum skáldsins. Jóhannes Helgi
rithöfundur segir m. a. íformáls-
orðum: ,,Þetta safn geymirfurðu-
mörg Ijóð sem eru svo áleitin, að
menn lesa þau oftar en tvisvar og
þrisvar. “ / Dagblaðinu skrifar
Bragi Sigurðsson um bókina og
kemst að orði m.a. ,,Það sjald-
gafa hefur skeð - komin er Ijóða-
bók, sem maður leggur ekki frá
Lífið er saltfiskur. Ævi-
minningar Elíasar Pálssonar yf-
irfiskimatsmanns skráðar af
Ragnari Þorsteinssyni. Hér er á
ferðinm hreinskilin og sönn frá-
sögn af cevi manns, sem hefurfrá
mörgu að segja á langri cevi.
Mestur hluti œvi hans var
tengdur sjósókn og fiski og í árs-
byrjun 1947 var Elíasi falið
yfirfiskimat á saltfiski, sem
hann gegndi árum saman. Bók
sem vekja mun óskipta athygli.
Lífið eftir lífið eftir Ray-
mond A. Moody, Jr. Hér eru á
ferðmni frásagnir manna, sem
hafa lifað líkamsdauðann. Bók-
in kom fyrst út í Ameríku í
nóvember 1975 og í febrúar á
þessu ári hafði hún veriðprentuð
fjórtán sinnum, auk þess sem hún
hefur verið þýdd á tnörg tungu-
mál. Lífið eftir lífið er bók,
sem alh hugsandi fólk tekur
tveim höndum.
Börnin okkar - litlir sigur-
vegarar eftir Heidi og Jörg
Zink í þýðingu Maríu Eiríks-
dóttur kennara. Jörg Zink er
kunnur rithöfundur og sjón-
varpsprestur í heimalandi sínu
og hafa bcekur hans talist til met-
sölubóka síðustu ára. Hörður.
Zophaníasson skólastjóri skrifar
formála fyrir bókinni. Það er
óhcett að hvetja alla, sem um
uppeldismál hugsa að kynna sér
þessa bók.
Hvað vilja jafnaðarmenn
(sósialdemokratar)? Hver er
hinn fræðilegi grundvöllur stefnu
þeirra? Hvaða hugsjónirliggja að
baki aðgerðum þeirra, þar sem
þeir eru að eða hafa verið við
völd? Slikum spurningum og fjöl-
mörgum öðrum svarar bókin
Jafnaðarstefnan.
Bókin greinir frá upphafi og
þróun jafnaðarstefnunnar, bæði
meðan hún var aðeins kenning á
19. öld og eftir að hún varð
ráðandi stefna i ýmsum rfkjum á
20. öld. Hún segir frá upphafi
fjármagnskerfisins (kapitalism-
ans) og tengslum þess við frjáls-
hyggju Adams Smiths, kenning-
um Karls Marx og gagnrýni
Bernsteins á marxismanum,
klofningi félagshyggjuhreyfing-
arinnar i sósialdémókrata og
kommúnista og helztu nýjum
hagfræðikenningum á 19. og 20.
öld.
Gerð er rækileg grein fyrir hin-
um „blönduðu hagkerfum” vest-
rænna lýðræðisrikja og hag-
kerfum Austur-Evrópurikjanna
sem og meginmun þeirra stórn-
kerfa sem grundvallast á lýðræði
eða einræði.
Bókin er einkar létt aflestrar og
skýr — sjálfsagður lestur hverj-
um þeim sem kynnast vill stjórn-
málastefnum nútimans.
Þessi nýja bók um jafnaðar-
stefnuna er pappirskil ja 154 bls.
að stærð og fylgir henni efnis-
orðaskrá. Bókin er unnin i-Prent-
smiðju Árna Valdimarssonar.
%