Tíminn - 20.12.1977, Blaðsíða 8
8
ÞriOjudagur 20. desember 1977
Wmrnm
— spjallað
við Hrólf
Ingólfsson
sextugan
* *
hlj óp
égá
skapinu’ ’
Viö erum stödd i Mosfellssveit,
þar sem á siöari árum hefur risið
fallegt einbýlishúsahverfi. Og
gatan, þar sem við erum stödd
heitir Markholt. Við þá götu býr
Hrólfur Ingólfsson fyrrverandi
bæjarstjóri. Ég segi bæjarstjóri,
án þess að nefna staðinn, þvi aö
sannleikurinn er sá, að Hrólfur
hefur haft forystu um sveitar- og
bæjarstjórn viðar en á einum
stað.
tJr Eyjafirði i Vopna-
fjörð
En áður en að þvi kemur að
ræða opinber störf Hrólfs skulum
við huga að uppruna hans. Og þá
liggur næst aö spyrja:
— Ert þú ekki ættaður úr Eyja-
firöi, Hrólfur?
— JU, ég er það aö einum fjórða
hluta. Föðuramma min var Ey-
firðingur og faöir minn var fædd-
ur i Eyjafiröi en fluttist þaðan
fjögurra ára gamall, austur i
Vopnafjörö. Hann hét Ingólfur
Hrólfsson, Hrólfssonar, Hrdlfs-
sonar, Hrólfssonar Guðmunds-
sonar.
— Hvernigstóðá þviað fólk þitt
fluttist úr Eyjafirði og alla leið
austur i Vopnafjörð sem hefur
verið langur búferlaflutningur á
þeim tima?
— Það stóö þannig á þvi að þeg-
ar faöir minn vár fjögurra ára
varð Hrólfur afi minn úti á leiö-
inni neöan úrVopnafiröi og upp á
Hólsfjöll. Þá stóö amma min uppi
allslaus, en meðfjögurung börná
framfæri sinu. Afi minn haföi átt
sveit I Vopnafiröi hann var
ættaður af Norður- og Austur-
landi og fæddur i Hvammsgerði i
Vopnafirði. Og þetta er nú
ástæðan til þess að amma min
fluttist með börn sín úr Eyjafirði
og austur i Vopnafjörð.
Móðir min, GuðrúnEiríksdóttir
var fædd I Hnefilsdal á Jökuldal
en foreldrar hennar fluttust
þaöan aö Aslaugarstööum i
Vopnafirði og bjuggu þar. Þannig
ólust bæði faðir minn og mdðir
upp i Vopnafirði, og þegar þau
höfðu aldur til gengu þau i hjóna-
band og byrjuöu búskap sinn á
Vakursstöðum þar i sveit. Þar
fæddumst við fimm af sex
systkinum. Aöeins yngsta barniö
Kristján heitinn bróðir minn,
fyrrum fræðslustjóri, fæddist
eftir að við vorum flutt til Seyðis-
fjarðar.
— Ólst faðir þinn upp á Vakurs-
stöðum i VopnafirN?
— Já hann var alveg alinn upp
hjá Vigfúsi á Vakursstöðum og
Arnþrúöi systur hans sem bjuggu
þar saman. Eftir lát Vigfúsar var
pabbi fyrst ráösmaöur hjá Arn-
þrúði fóstru sinni, en hdf siðan
sjálfstæðan búskap á Vakurs-
stööum eftir aö hann hafði kvænzt
og stofnað sitt eigið heimili.
„Hér vil ég una...”
— Og svo fluttist fjölskyldan til
Seyðisf jarðar, þegar þú varst enn
ungur að árum. Hvernig var að
alast upp þar fyrir svo sem hálfri
öld eða rösklega það?
— Mér finnst núna að þá hafi
Seyðisfjörður ekki verið aö neinu
leyti likur þvi sem hann er nú —
nema fjöllin. En kannski hef ég
átt talsveröan þátt i þvi að bylta
honum og láta hann verða eins og
hann er núna.
— Þú áttir lengi heima þar.
— Já ég átti þar heima frá 1924
til 1946. Þá fluttist ég til Vest-
mannaeyja og átti heima þar til
1963. Þarleiö mér velog þar þótti
mér gott að vera.
Arið 1963 fluttist ég aftur til
Seyðisfjarðar og gerðist bæjar-
stjóri þar. Þvi hefði ég aldrei
trúað að ég flytti aftur á æsku-
stöðvarnar fyrir austan og ég hef
oft velt þvi fyrir mér hvaö hafi
valdið þvi að ég brá á þetta ráð.
Ég hef ekki enn getaö gert mér
fullkomna grein fyrir því,en helzt
komizt að þeirri niðurstööu aö
þetta hafi stafaö af einhvers kon-
ar hégómagirnd eöa metnaði — ef
við kjósum heldur að nota það
orð, — einhver löngun að koma
aftur til þess að verða bæjarstjóri
i heimabænum, þar sem æsku-
spor min höfðu legið.
En svo var lika annað: Fram
undir þennan tima hafði Seyðis-
fjörður verið i lægö hvaö atvinnu-
og afkomuskilyröi snerti en nú
var þetta allt að breytast. Sfldin
var komin og var að breyta öllu.
Mérsýndist Seyðisfjörður vera aö
verða „lifandi staður” til dæmis i
likingu við Vestmannaeyjar þar
sem ég var oröinn vel kunnugur.
Við þessar aðstæöur fluttist ég
austur. Og sildin hélt áfram að
veiðast i nokkur ár enn og upp-
bygging Seyðisfjarðar hélt líka
áfram.
— Hvað varst þú svo lengi
bæjarstjóri á Seyöisfiröi?
— I sjö ár. Ég fór þaöan árið
1970 og fluttist þá hingað alla leið
suður í Mosfellssveit. Hér gerðist
ég sveitarstjóri og var það I fjög-
ur ár, — eitt kjörtimabil. Eftir að
ég hætti sveitarstjórastörfum hér
vann ég i hálft ár i menntamála-
ráðuneytinu, en þá var heilsu
minni svo komið að ég hætti —
gafst eiginlega upp á því að fara
héðan ofan úr Mosfellssveit á
hverjum morgni til vinnu i
Reykjavik. Eftir það hef ég litið
gert nema það sem ég get unniö
hér heima, bókhald og annað
slikt.
— Og hvernig kannt þú svo við
þig hér i Mosfellssveitinni?
— Akaflega vel. „Hér vil ég una
ævi minnar daga”. Ég væri full-
komlega ásáttur með það aö eiga
hér heima það sem ég á eftir
ólifaö.—Sattaðsegja veitég ekki
hvað gæti breytt þvi.
„ Vatnsstriðið’a Seyðis-
firði
— Það hefurliklega veriðinógu
að snúast þegar þú komst austur
á Seyöisfjörö til þess aö stjórna
málum þar?
— Já blessaöur vertu ekki
vantaði verkefnin. Þá voru tekn-
ar þar til starfa einar þrjár eða
fjórar sildarsöltunarstöðvar. Og
þeim átti eftir aö fjölga. Sildar-
verksmiðja rikisins var ekki full-
byggð og svo bættist Hafsild við
sem Ingvar Vilhjálmsson I
Reykjavikogfjölskylda hansá og
rekur. Hafsild starfar enn. Já,
það var lif I tiskunum og nóg að
gera.
Helztu erfiöleikar okkar voru
þeir aö elzti hluti vatnsveitunnar
var frá 1903. Sá hluti var á öld-
unni. Siöan hafði veriö bætt við og
lagt I bæjarhlutana smátt og
smáttog þessi veita fékk vatn úr
þremur vatnsbólum að minnsta
kosti, ogþeim öllum litlum. Þetta
dugði á meöan ekki var fyrir öðru
að sjá en einkaneyzlu ibúanna en
þegar að þvi kom að söltunar-
stöðvar og sildarverksmiöjur
þurftu vatn, þá „sprakk” kerfiö i
raun og veru — það annaöi þessu
alls ekki.
Ný vatnsveita var gerð 1965-’66
og þá hófst vatnsstriðiö sæla sem
frægt varð i blöðum og útvarpi á
sinum tima. Nýja veitan kostaði
eitthvað rétt um átján milljónir
en þær endurbætur sem hefði
þurftaðgeraágömlu veitunni svo
að hún gæti þjónað þörfúm ibú-
anna hefðu naumast þurft að
kosta meira en svo sem tvær til
þrjár milljónir. Afgangurinn var
með öðrum orðum kostnaður sem
leiddi beinlinis af sildar-
vinnslunni, söltun og bræðslu. Við
sem höföum stjórn bæjarins með
höndum, höfðum þvi frá upphafi
ætlaö að láta þessa aöila greiða
einhver stofngjöld. En hugmynd-
insem ofan á varð að lokum fædd
ist i raun og veru niðri i Lands-
banka i Reykjavlk þar sem við
ásamt tveim eða þrem þing-
mönnum að austan vorum að
ræöa viö bankastjóra. Hugmynd-
in var sú, að láta þessa aðila
greiöa alihátt gjald en dreifa þvi
á talsvert langan tima. Þetta
þýddi að þeir tækju veruiegan
þátt í stofnkostnaðinum.
En úr þessu öllu varö hinn
mesti hávaöi. Þegar ég fór að
herða tökin á innheimtunni hóta
lokun og framkvæma hana báöu
hinir um lögbann. Við vissum að
þótt við lokuðum myndu þeir
opna aftur. Samtsem áður lokuð-
um við hjá Sfldarverksmiðjum
rikisins en við gátum ekki lokað
hjá Hafsild þvi aö þeir þar höfðu
lagt stórum vörubil yfir lokann
svo við komumst ekki að honum.
En þá gerðum við annað: Inni i
dal var loki á stofnæöinni sem
einn úr okkar hópi vissi um af þvi
að hann var verktaki þegar leiðsl-
an var lögð og þar lokuðum við.
Það varekkibúiðaðtengjabæinn
við þessa æð svo að lokun hennar
kom sér ekki illa fyrirneinn nema
Slld arverksm iðjuna.
— Hvernig endaöi þetta svo?
— Það samdist. Aðilarnir sem
stóðu að slldarvinnslunni gengu
að mestu leyti að þvi sem upp
hafði verið sett af bæjarins hálfu.
Samhliða þvi voru geröar ýmsar
breytingar rikissjóður tók á sig
talsvertmeirihluta en verið hafði
iupphafi —eða meö öðrum orðum
að rikisframlagið hækkaði. Það
endaöi sem sagt með þvi aö
bærinn haföi nokkrar milljónir
upp úr striðinu — og þá var
milljónin nær þvi aö vera milljón
heldur en núna.
Snemma beygðist krók-
urinn......
— Miglangaraö vikjanánar að
þvi, sem við minntumst lauslega
á áðan: Uppvaxtar- og mótunar-
ár þin á Seyðisfirði.
— Já. I gamla daga var Seyöis-
fjörður ákaflega fallegur bær,
eins og hann er enn þann dag i
dag. En blærinn yfir mannlífinu
vardálitið aristókratiskur, mikið
um þéringar og annað slikt. Ég
átti glaða og góöa æskudaga þar,
gott bernskuheimili og góöa for-
eldra, sem veittu mér ómetanlegt
veganesti. Og mér hefur alltaf
þótt vænt um Seyðisfjörð.
Skömmu eftir fermingu byrjaöi
égaö starfa I Útvegsbankanum á
Seyðisfiröi. Haraldur Guðmunds-
son, sfðar ráðherra, var þá
bankastjóri þar, en faöir minn og
móðurbróöir og yfirleitt flest nán-
asta fólk mitt var ákaflega mikiö
stuðningsfólk Haraldar, og I raun
og veru hef ég alltaf álitið, að
þeir, karlarnir, hafi komið þvi i
kring, að ég fengi þessa vinnu.
En hvort sem það var af þeim
ástæðum eða ekki, þá er hitt vist,
að þessi ráöstöfun — að ég fór að
vinna i Útvegsbankanum — varð
til þess að marka lifsbraut mina.
Ég sat i Útvegsbankanum á
Seyöisfirði til tuttugu og átta ára
aldurs, og bankinn og starfs-
mennirnir þar, urðu minn fram-
haldsskóli. Það var satt að segja
ekki neitt litið sem ég lærði þar,
ekki sizt á kreppuárunum. Þá
kynntist ég mörgu, sem harla
Hrólfur Ingólfsson. TimamyndGE
lærdómsrikt var að komast i
snertingu við, en hitt tek ég skýrt
fram, að það eru timar, sem mig
myndi ekki langa til að lifa upp
aftur.Ogég hygg, aðenginn.sem
lifði þessi ár og náði að kynnast
kjörum fólks eins og þau voru,
myndi vilja endurtaka þau.
— En áhugamálin, — að starf-
inu slepptu?
— Ég fór ákaflega snemma að
skipta méraftvennu. Annað voru
Iþróttir, hitt stjórnmál. Fyrstu
kosningar, sem ég tók verulega
eftir, (en ég segi ekki, að ég hafi
tekið þátt i þeim!), fóru fram,
þegar ég var tiu ára. En kosn-
ingarnar þegar ég var þrettán
ára, — þær uröu mér mikill við-
burður, þvi að þá vann ég eins og
berserkur! Þetta voru alþingis-
kosningar, og ég var sendill, og
hjólaði og hjólaði, eins og ég ætti
lifið að leysa!
Þegar ég var ungur maður, var
kosningaaldurinn 21 ár, og við
bæjarstjórnarkosningarnar i
janúar 1938, var ég nýlega oröinn
tvitugur, svo ég fékk ekki að
kjósa, en várö að biða i fjögur ár.
En þegar tækifærið gafst, kaus ég
sjálfan mig og komst i bæjar-
stjórn á Seyðisfiröi! Þaö var áriö
1942. Aftur var ég kosinn þar I
bæjarstjórn i næstu kosningum,
1946, en umvoriðþaðárfluttist ég
tilVestmannaeyja.Þannigsat ég
aðeins eitt kjörtimabil I bæjar-
stjórn Seyðisfjarðar, þótt ég væri
kosinn tvisvar.
Seyöisfjörður I vetrarbúningi. Hér eru æskuslóðir Hrólfs Ingólfssonar,
hér átti hann,,glaba og góða æskudaga,” eins og hann segir I viötalinu.
Vestmannaeyjar. Þar átti Hrólfur lengi heima, og segist jafnan hafa
unað hag sfnum vel þar.