Tíminn - 20.12.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.12.1977, Blaðsíða 1
r v Fyrir vörubíla Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu- — dri Úrskurður Sakadóms Reykjavíkur í Geirfinns- og Guðmundarmálinu: Sævar og Kristján dæmdir í ævilanga fangavist — Tryggvi dæmdur i 16 ár, Guðjón i 12 ár, Erla í 3 ár og Albert í 15 mánuði SJ — í gær 19. desem- ber, var kveðinn upp i Sakadómi Reykjavikur dómur i svokölluðu Guðmundar- og Geir- finnsmáli. Kristján Viðar Viðarsson og Sæ- var Marinó Ciesielski voru dæmdir til að sæta ævilangri fangavist. Enginn hefur áður verið dæmdur til að sitja i fangelsi ævilangt hér á landi samkvæmt núgildandi hegningar- lögum, sem eru frá 1940, og mjög langt mun siðan slíkur dóm- ur hefur verið felldur hér á landi. Að vísu hefur einu sinni verið kveðinn upp dauðadómur hér á landi á þessari öld, en honum var ekki framfylgt. Dómarnir yfir þeim Kristjáni Viðari og Sævari eru þeir þyngstu hér á landi um langan tima. Tryggvi Rúnar Leifsson var dæmdur til aö sæta fangelsi I 16 ár og Guðjón Skarphéðinsson i 12ár.Til frádráttar komi gæzlu- varðhald þeirra. Albert Klahn Skaftason var dæmdur i 15 mánaða fangavist aö frádreginni gæzluvarðhalds- vist. Erla Bolladóttir var dæmd til að sæta fangelsi i 3 ár. Til frá- dráttar refsingu komi gæzlu- varðhald hennar frá 13. til 20. des 1975 og frá 4. mai til 22. des. 1976. Samkvæmt lögum fara dóm- arniryfir þeim Kristjáni Viðari, Sævari Marinó, Tryggva Rúnari og Guðjóni Skarphéðinssyni fyrir hæstarétt. Lögmenn Erlu Bolladóttur og Alberts Klahn báðu um frest til að taka ákvörðun um áfrýjun og er hann samkvæmt lögum tvær vikur. Gæzluvarðhaldsúrskurður var kveðinn upp yfir fjórmenn- ingunum, sem þyngsta dóma hlutu, og gildir hann þangað til úrskurður hefur verið kveöinn upp i hæstarétti eða allt að eitt ár ella. Sjá nánar um dóm Sakadóms Reykjavikur i Geirfinns- og Guðmundarmáli á bls. 4. Atvinnu- vandamál Þórshafn- arbúa leyst ÁÞ —Atvinnuástand hefur veriö mjög slæmtá Þórshöfnað undan- förnu, en togari heimamanna, Fontur ÞH 255, hefur veriö frá veiöum i tæpa fjóra mánuöi. Nú hefur fengizt trygging fyrir þvi aö viögerö á togaranum geti hafizt á nýjan leik. Búizt er viö aö henni veröi lokið i byrjun janúar. SIÖ- ustu vikurnarhafa 50 til 60 manns veriö atvinnulaus vegna bilunar- innar. i gær var hins vegar næg vinna i frystihúsinu á Þórshöfn, þar sem Ljósafell SU 70 landaöi þar 80 tonnum i gærmorgun. — Viö höfum ekki fengið niöur- stöður fundar sem stjórn Síldar- verksmiöjanna hélt s.l. laugar- dag en þar kom fram mikill vel- vilji i okkar garð. Niöurstaða fundarins var send til rlkisstjór- arinnar, sem hefur hlutazt til um að viögerö geti hafizt á morgun, sagöi Bjarni Aðalgeirsson sveitarstjóri á Þórshöfn. — Aðalviögeröin er á vél togar- ans og á fiskmóttökunni. Einnig er búiö aö fara yfir girinn og end- urskipuleggja fiskmóttökuna, en hún hefur alla tlö háö afkasta- getu togarans. Ekkert haföi veriö átt viö viögeröir i um hálfan mán- Framhald á bls. 23 Tíu til fimmtán þús- und tonn af grjóti hrynja úr Heimakletti Bana- slys — í Sundahöfn Aþ — i gærmorgun varö banaslys I Sundahöfn. Fertugur starfsmaö- ur hjá Eimskip iézt er hann var við vinnu i Kakkafossi. Tiidrög slyssins eru enn óijós, en málið er i höndum Rannsóknarlögreglu rikisins. Nánari tildrög slýssihs éru þau, aö verið var að taka lúgur af lest númer þrjú. Þarna er um að ræða „harmoniku” lúgur sem ganga inn I sérstakt hólf. Einhyerra hluta vegna var maðurinn i hólf- inu er lúgunum var rennt I þaö. | Slysiö uppgötvaöist ekki fyrr en ' eftir nokkra stund en maðurinn mun hafa látist samstundis. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglunni er ekki vitað hvað maðurinn var að gera i hólfinu á þessum tima. AÞ — Um kiukkan ellefu I gær-‘ morgun hrundi um eitt hundraö metra iöng fylla úr sunnanverö- um Heimakletti. Fylgdi þessu mik- ill dynkur og titruöu smáhlutir i húsum langt upp 1 bænum, eins og sprengingu væriaö ræöa. Taliö er aö allt aö 10 til 15 þúsund tonn af mold og grjóti hafi steypzt niöur I innsiglinguna. Frost var aö fara úr berginu og mun þaö vera á- stæöan fyrir þessu hruni. Aö sögn Sigurgeirs Kristjáns- sonar fréttaritara blaðsins I Vest- mannaeyjum, kom hruniö niöur austan viö Dönsku Tó, og myndaöiststór flóöalda sem gekk yfirnyröri hafnargaröinn. Engan sakaöi en lóösbáturinn var nýfar- inn framhjá þegar atburöurinn átti sér staö. Engar skemmdir uröu á mann- virkjum og ekki sakaöi rafstreng- inn eöa vatnsleiösluna. En kraft- ur bylgjunnar var slikur aö sjór gekk langt upp á nýja hrauniö. Almennt þorskveiði- bann á íslandsmiðum JS — Almennt þorskveiöibann á Islandsmiðum tekur gildi i dag og stendur til áramóta. Skal þorskur upptækur gerður ef hann er meiri en 10% af afla úr veiðiferð. Minni þorskafli en því nemur úr hverri veiðiferð verður álitinn leyfilegur aukaafli. Stjórnarfrumvarp á alþingi Valdsvið loðnu- nefndar aukið — til þess að stuðla að betri nýtingu verksmiðjanna MÓ — Valdsviö loönunefndar veröur aukiö, ef frumvarp til laga, sem sjávarútvegsráö- herra mælti I gær fyrir á al- þingi, veröur samþykkt sem lög. Frumvarpið felur þá meg- inbreytingu I sér, aö loönunefnd veröur heimilt aö stööva löndun I loðnuverksmiöjur, sem næstar eru veiðisvæði flotans, enda þótt þróarrými sé fyrir hendi hjá þeim, en láta skipin i þess staö sigla með afiann til annarra verksmiöja, sem annars væru verkefnalausar. 1 máli ráðherra I gær kom fram, að frumvarp þetta er flutt til þess að stuðla að því aö vinnslugeta verksmiðjanna I landi verði nýtt betur en verið hefur undanfarin ár og auka þannig aflamöguleika loðnuflot- ans i heild yfir vertfðina. Ráð- herra sagði, að reynsla undan- farinna ára hefði sýnt, að þær verksmiðjur, sem næst eru veiðisvæðinu yfirfyllast, á með- an aðrar verksmiðjur blða verkefnalausar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.