Tíminn - 04.01.1978, Side 15

Tíminn - 04.01.1978, Side 15
lesendur segja Er landbúnað urinn óþarfur? Vegna skrifa Dagblaðsins að undanförnu um landbúnaöar- mál sé ég mér ekki annað fært en að leggja þar nokkur orð I belg, þvi að i þeim skrifum kemur fram svo mikil vantrú á að Island sé byggilegt land, aö engu tali tekur. Þó virðast þessi skrif siastinnl þó nokkurn hluta þjóðarinnar, þvi að þegar sama tuggan erþulin nógu oft, þá fara menn að trúa henni. I þeim umræöum, sem orðið hafa um þessi mál, er alltaf stanzaö við útfiutningsuppbæt- ur, sem kannski er von, þar sem þessi upphæð er farin að velta á tugum milljóna, en það er ekk- ert skýrt hvernig á þessari upp- hæö stendur. Bændur eru bara sagðir framleiða of mikið, og eftir þvi sem framleiðslan veröi meiri er hún dýrari, — og eina ráöið sé að fækka bændum all- verulega, aö sögn Dagblaösins. Ætli framleiðslan veröi ódýrari ef hún minnkaði allverulega? Eða rekstur vinnslustöðva landbúnaðarins yrði hagkvæm- ari? • Skrif ritstjóra Dagblaösins um landbúnaöarmál á undan- förnum árum, held ég að eigi aö stuðla að þvi að bændum fækki verulega, þá liggi samvinnu- hreyfingin vel við höggi, þvi aö bændur hafa veriö traustustu liösmenn samvinnufélaganna. Ef tækist aö lama samvinnufé- lögin út um land, þá munu tals- menn einkagróöa og spákaup- mennsku ekki gráta það. Ætti þvi engum að koma á óvart til hvers refirnir eru skornir. Sannleikurinn er.sá, að vandi landbúnaðarins um þessar mundir er ekki bændum aö kenna. Siöustu 3 ár hefur ekki átt sér stað umtalsverð fram- leiðsluaukning á sauðfjárafurð- um og mjólkurmagn hefur staö- ið i stað, þar til á þessu ári að liklega verður 10% aukning. Hvernig stendur þá á þeim vanda er bændur standa frammi fyrir? Það þarf ekki að orðlengja þaö, að lik- lega standa bændur verst allra stétta landsins i óðaverðbólgu þeirri er hér hefur geisaö. Veröbólga og gengislækkanir er það sem verstfer með bændur. Ef við lit- um á útflutningsbætumar, þá má það koma fram, aö fyrir 3-4 árum náðist i mörgum tilfellum 85% af heildsöluverði og jafnvel meira, þegar bezt lét. Hvernig standa svo málin I dag? Vegna veröbólgu hér innanlands fæst i dag svona 40% af heildsöluverði afurðanna. 1 þeim skrifum um þessi mál kemur það aldrei fram, að I helztu viöskiptalönd- um okkar hefur verölag verið svo til stöðugt undanfarin 3-4 ár. Ef verðlag þar ætlar að hækka um 8-10% hriktir I rikisstjórnum og allt viröist i upplausn. Það er eitthvaöannað en hérá iandi, og er þó haft á orði, að við öpum mikiö eftir erlendum þjóðum. Er þá ekkert til ráða spyrja menn? Og visthafa bændur bent á leiðir. En þær leiðir eru ekki i tizku um þessar mundir. Þeir hafa aldrei bent á þær leiðir að hækka rekstrarkostnað eða verö á matvælum, eins og vinsælast er nú. Heldur hafa þeir reynt að benda á leiðir til lækkunar á rekstrarvörum og öllum þátt- um, er áhrif hafa á verö land- búnaöarafurða. En slikar tillög- ur virðast ekki eiga sér hljóm- grunn meðal landsmanna nú á timum, heldur að hækka allt sem mest og magna upp kaup- æði. NU stendur til að veita þó nokkru fé til markaðsleitar er- lendis. Að minu áliti er þetta bara aö fleygja fé i ekki neitt, nema við komum okkar málum i lag. Þvi viðskiptaþjóðir okkar skilja ekki, að þaö þurfi aö hækka verð um 20-30% á ári á þeim afuröum, sem þær kaupa af okkur. Þetta á áreiöanlega eftir að koma fram á öilum okkar útflutningi þegar fram liða stundir, þó að það komi fyrst fram á landbúnaðarafurð- um. Nýlega er búið aö hækka vext- ina, — ekki koma landbúnaðar- vörur til með að lækka vegna þess, eða veröbólgan að minnka. Þaö hefur sýnt sig, að vaxtahækkunin ein og sér leysir ekki nokkurn vanda á verð- bólgutimum, heldur magnar hann því vextir rednna alltaf út I verölagiö og almenningur borg- ar. Þegar vextirnir eru or&iir kringum 20-30% gefur það auga leið, aö fyrirtæki geta ekki greitt þetta nema með aukinni álagningu, og kemur það ekki til að bæta samkeppnisaðstöðu þeirra, er útflutning stunda. Svo er nú flotgengiö okkar lik- legast versti veröbólugvaldur- inn. Meöan ekki tekst að koma gengismálunum i lag veröur verðbólgan ekki stöðvuð hér innanlands eins og við erum háöir erlendum viöskiptum á öllum sviðum. Gjaldeyris- skuldir landsmanna veröa ekki greiddar með því að prenta is- lenzka bankaseöla. Þær veröa aðeinsgreiddar meðþviaö geta framleitt afurðir er seljast er- lendis eða eru gjaldeyrisspar- andi fyrir íslendinga. Þaö verða menn aö gera sér ljóst, að ef brestur kemur I land- búnaö hér á landi, þá veröur meiri vandi fyrir ráöamenn þjóöarinnar aö leysa hann heldur en sá vandi þó er, sem við blasir i dag, þvi að atvinnu- vegir þjóðarinnar, fiskveiðar, iðnaður, landbúnaður og verzl- un styrkja hvern annan beint eöa óbeint. Þvi þegar kýrin er dauð er f jölskyldan I hættu. Svo háðir erum við landbúnaöi, að liklega gera sér alltof fáir grein fyrir þvi. Þvi ber ráðamönnum þjóöarinnar að styrkja stöðu hans og grundvöll ef landiö á allt að vera byggt. Ólafur Egilsson Hundastapa Það kostar sitt að framleiða kjörfæðu Miðvikudaginn 7. des s.l. komstsjón-og Utvarp i feitt. Til- efnið var, að holl og ódyr afurö var sett i eðlilegan verðflokk með samþykki allra sem áttu hlut að máli. Þetta var undan- rennan. Til málamynda voru sjónarmið framleiðenda látin koma fram, en viðleitnin söm við sig þ.e. að æsa neytendur. Hinn geðþekki gleraugnastóri starfskrafturúrsjónvarpinu tók fólk tali i þeim anda að spilla fyrir sölunni en hitti þar fyrir nokkra ofjarla sem ekki voru auðsveigðir til að leggjast i f jas. Betur gekk með læknana þrjá. En þeir eru furðulegir menn. Þegar visindi þeirra hafa sann- að, að ýmsar vörur sveitabú- anna eru óhollar og þar með hafa hefðbundnar tekjur bænda skerzt, þá er ætlast til þess að þeir gefi sina tiltöluléga nýju heilnæmu og ódýru framleiðslu. Það var 1972 sem ég skrifaði i Timann greinum að skeröa fitu i mjólk. Með slikri aðferð feng- ist hollari vara og „verðlaust” úrfall félli til við framleiðslu á fóðurbæti, hvort heldur væri i legi eða kögglum. Auðvitað gerðist ekkert, þvi það getur verið ósköp vitlaust að láta sér detta eitthvað i hug. Þetta komst samt á dagskrá á yfirstandandi ári. Þótt Mjólkur- samsalan ætti þá þegar nauð- synlegt tæki gerðist ekkert. Og við það situr enn. í upphafi kom þetta mál mér ekki ókunnug- lega fyrirsjónir. Ég lét mér þvi ekkiminna nægja en gera fyrir- spurn til félags mjólkurfram- leiðenda, sem framleiðir á ein- um degi meiri m jólk en hér ger- ist i mánaöavis. Þetta fyrirtæki heitir Fraser Valley MiÚc Prod- ucers Association. Auk þess framleiðir félagið ár eftir ár beztu neyzlumjólk i heimi skv. alþjóðaskýrslum. Það er svo önnur saga að forstjóra jjessa fyrirtækis kynntist ég vestur i Vancouver. Hann bauð mér heim kl. 8 um kvöldið en þá var þessi virðulegi heimsborgari breyttur i jafn virðulegan bónda, sem sat úti i fjósi við aö mjólka kýrnar. Og i sumar lét svariö ekki á sér standa. Fyrst i simtali og siðar meö bréfi. Þeir láta hina úrteknu fitu svo aö segja engin áhrif hafa á verð- lagið. M jólk sem er 4% feit kost- ar 124.00 kr. hver litri, mjólk sem er 2% kostar 120.00 og undanrenna er 113,00 hver litri. Þarna er að verki skipuleg markaðsþekking og viðurkenn- ing á þvi að það kostar sitt að framleiða kjörfæðu. Eftir hverju erum við að biða? FriðrikÞorv aldsson ÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR I Innritun og greiðsla námsgjalda fyrir vor- önn verður i skólanum við Hellustund, miðvikudaginn 4. fimmtudaginn 5. og föstudaginn 6. janúar, kl. 17-19 alla dag- ana. í húsi tónskólans við Fellaskóla i Breið- holti verður innritað laugardaginn 7. janú- ar kl. 14-16. Að þessu sinni verður aðeins innritað i undirbúningsdeild, 15 ára og eldri og i kórskóla, (fullorðið fólk). Að öðru leiti er skólinn nú fullsetinn. Umsóknir falla úr gildi að innritun lokinni ef þær verða ekki staðfestar með greiðslu námsgjalda. Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar. Skólastjóri. spara a//t nema HITANN 30% ódýrara að nota rimlal runfal OFNAR Síðumúla 27 — Reykjavík — Sími 91-842-44 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 2. janúar 1978. Laus staða Laus er til umsóknar staða læknis við heilsugæslustöð i Kópavogi. Staðan veitist frá og með 1. mars 1978. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 1. febrúar n.k. m 1 liter af kem. hreinsuðu rafg. vatni. fylgir til .áfyllingar hverjum rafgeymi sem keyptur ;er hjá okkur. RAFGEYMAR Þekkt merki Fjölbreytt úrval 6 og 12 volta fyrir bíla, bæði gamla og nýja, dráttarvélar og vinnuvélar, báta, skip o.fl. Ennfremur: Rafgeymasam'h'ónd — Startkaplar' og pólskór. Einnig: Kemiskt lireinsað rafgeymavatn til áfylling- ar á rafgeyma. R-f* * ARMULA 7 - SIMI 84450 Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.