Tíminn - 06.01.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.01.1978, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 6. janúar 1978 Bulent Ecevit Ecevit tekinn við embætti forsætisráð- herra í Tyrklandi Ankara/Reuter. Hinn nýi forsæt- isráöherra Tyrklands Bulent Ecevit, tók formlega viö völdum I gær. 1 stjórn hans eiga sæti 35 ráöherrar sem eiga aö koma á friöi og sameiningu meöal Tyrkja sem nú eiga viö margvfsíegan vanda aö strföa. Ecevit sem er leiötogi þjóöveldisflokksins RPP, tók viö embætti forsætisráöherra af Suleyman Demirel. Embættis- takan fór fram viö óformlega at- höfn i viöurvist nokkurs mann- fjölda sem fagnaði hinum nýja forsætisráöherra. Ecevit boöaöi til fyrsta fundar stjórnarinnar I gærkvöldi. Ecevit skipaöi flokksbræöur sina i öll helztu ráöherraembætt- in, m.a. þau sem tengjast efna- hagsvanda Tyrkja hvaö mest. Máli andstæðinga Sadats talað í Saudi-Arabíu Ródesískir skæruliðar drepa þrjá úr öryggis- sveitum landsins Salisbury/ Reuter. Svartir þjóðernissinnaðir skæru- liðar drápu þrjá menn úr öryggissveitum Ródesíu og einn óbreyttan borgara í skothrið i fyrrakvöld. Atburðurinn átti sér stað i smá- bænum Norton, sem er 40 kiló- metra vestur af höfuðborginni, Salisbury. Skæruliðarnir rændu tvo veitingastaði og hófu skothrið á flóttanum Tveir hermenn, lög- reglumaður og óbreyttur borgari létu lifið. 1 Norton búa um 3.400 manns, en bærinn stendur við þjóðveginn og aðaljárnbrautarlinuna milli Salisbury og Bulawayo, sem er næststærsta borg landsins. Ekki hefur verið gerð árás svo nærri höfuðborginni þau fimm ár sem róstur hafa verið i Ródesiu. Hjóna- bönd kyn- vill- inga ekki lengnr barn- laus — Sýrlendingar senda Sadat tóninn Houari Boumedienne Beirut/Reuter. Forseti Alsirs llouari Boumediennc átti i gær viðræöur við leiðtoga Saudi-Ara- biu, en tilgangur viðræönanna var aö snúa Saudi-Aröbum til harðari stefnu gegn friöarviðræð- unum sem Sadat kom af stað. Annarsstaðar er óttast aö morö PLO leitogans i London muni lciða til blóöugra átaka viöar, en mikiö rót hefur verið i heimi Ar- aba siðan Sadat tók sér ferð á hendur til tsraels. Leiðtogar mesta oliuútfiutn- ingslands heims ræddu við Boumedienne i Riyadh, en hann hefur sjaldan tekið sér ferð á hendur til útlanda þó að nú geri hann undantekningu i þágu and- stöðunnar gegn Sadat. Boumedi- enne kom til valda i Alsir 1965 og hefur náið samband við stjórn- völd i Moskvu. Sýrlendingar réðust i gær á stefnu Sadats og sögðu að hann hefði engan rétt til að leika sér að hagsmunum Araba. Utanrikis- ráðherra Sýrlands Abdel-Halim Khaddam fór hörðum orðum um Sadat þegar hann útskýrði and- stöðu Sýrlendinga gegn friðarvið- ræðum Israelsmanna og Egypta fyrir bandariskri þingmanna- nefnd sem nú er á ferð i Miðaust- urlöndum. „Þetta eru ekki friðarviðræður, * 1 Bretland: ■ Slökkviliðsmenn aftur til starfa? London/Reuter. Eftir átta vikna verkfall virðast slökkviliðs- menn i þann veginn aft snúa aflur til vinnu, og fallast á 10% kauphækkun, sein er sú hæsta leyfileg samkvæmt stefnu stjórnarinnar, sem binda á endi á veröbólgu I landinu. Leifttogar slökkviliösmanna, en I verka- lýösfélögum þeirra eru 36.000 félagar, hafa setiö á fundum meö stjórnvöldum og fulltrúum vinnuveitenda i 21 klukkuetund á siðustu tveim dögum og rætt stööuna. Engar opinberar yfirlýsingar hafa verið gefnar út, en tals- ^ ......... maður slökkviliðsmanna sagði að nú væru 13 af 16 leiðtogum slökkviliðsmanna hlynntir þvi að sætta sig við 10% hækkun launa. Astandið á meðan á verkfalli slökkviliðsmanna hefur staðið varð ekki eins slæmt og búizt hafði verið við, en 15.000 her- menn búnir lélegum tækjum hafa barizt við eldana. Þrir slökkviliðsmenn hafa þó fengið sprengjubréf i þessari viku, og lögreglan hefur kannað lista yfir þá sem misst hafa ættingja i eldsvoðum i verkfallinu. heldur uppgjöf” sagði Khaddam, „Sadat getur leikið fjárhættuspil með eigur sinar, en hann hefur ekki rétt til að spila lotteri með hagsmuni Araba,” og Sýrlend- ingar munu ekki setjast að borði þar sem verið er að selja þjóðar- hagsmuni Araba”. Lýst stuðn- ingi við Pinochet Santiago/Reuter. Chilebúar mega nú búast viö herstjórn I tiu ár til viðbótar, en Augusto Pino- chet vann yfirburðasigur i þjóð- aratkvæðagreiðslunni, sem fram fór i fyrradag. Yfir 75% kjósenda sögöust styöja stjórnina, eöa um 5,3 milljónir manna. Forsetinn boöaöi til atkvæðagreiðslu eftir að S.Þ. hafði sakað stjórnina um að troða á mannréttindum. Er úrslitin voru kunn sa*ði Pinochet, að hér með væri séð fyrir endann á flokkapólitik i Chile. Hann sagði: „Engar kosn- ingar né atkvæðagreiðslur, vandamálin sem þvi er samfara að hugsa um kosningar er nú úr sögunni”. Pinochet sagði að Chilebúar hefðu hafnað ásökunum S..Þ. og kvaðst ætla að senda Kurt Wald- heim þau skilaboð, að ekki væri óskað .. • fieiri nefndum til að rannsaka aðstæður i Chile. Handtekinn fyrir 47.000 símaöt Tokyo/Reuter. Tölvuumsjónar- maður á eftirlaunum hefur veriö handtekinn fyrir að gera simaat i 47.000 skipti, á 18 inánuöum, aö þvi er lögreglan upplýsti i gær. Tokio Higashi, sem hætti stiirfum hjá fyrirtækisem framleiöir tölv- ur &riö 1975, liggur undir kæru, fyrir aö hafa hringt nærri 50.000 sinnum í fyrrverandi vinnuveit- endur slna, bæöi á vinnustaö og heim til þeirra. Higashi sagöi aldrei orö I sfmann heldur lagöi á þegar svaraöi haföi veriö. London/Reuter. Atta hjón þar sem báöir aöilar eru kven- kyns, hafa nú eignazt börn meö gervifrjóvgun. Hjónunum var komiö I kynni viö kven- sjúkdæma lækni gegnum Sappho, en þaö eru samtök sem reka skemmtistaöi sem ætlaöir eru konum eingöngu. Elzta barniö sem svona er til- komiö, er nú tveggja ára og býr í ÁstraUu meö móöur sinni og sambýliskonu hennar. Þessi hjón hafa nú eignazt annað barn fyrir tilstilli gervi- frjóvgunar. Læknirinn sem framkvæmir gerfifrjóvgunina, veit einn hver sæöisgjafinn er, en kyn- villingarnir fá ekki upplýsing- ar um faðerni barnsins. Jackie Forster, formaður Sappho, sagöi aö þessu heföi átt að halda leyndu þar til elztu börnin væru komin á unglingsaldur svo aö þúsundir kynvilltra hjóna heföu eignazt börn áöur en fréttist um aö- geröirnar. Talin var hætta á að yfirvöld legöu bann viö þeim. Talsmaður brezku lækna- samtakanna sagöi er hann var spuröur álits á þessari frétt, að hvert tilfelli veröi aö at- huga sérstaklega meö tilliti til kynvillingsins, sem ætlar aö ala barnið, en einnig þyrfti aö hafa i huga framtiö barns sem fæddist inn i óvenjulegar þjóö- félagslegar aöstæður. Lög varöandi kynvillu I Bretlandi eru hins vegar ekki þannig aö þau geti á nokkurn hátt hindr- aö barneignir kynvilltra hjóna. Taliö er aö kynvilltar konur eigi ekki viö nein sér- stök vandamál að striða á meögöngutimanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.