Tíminn - 06.01.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. janúar 1978
ir
)S
atómaska
handa
Pólýnesíu
styrjaldarárin, bæöi i bliðu og
striöu.
En þegar til kom, fór þvi
fjarri, að um frjálst val væri aö
tefla. De Gaulle hótaöi því opin-
skátt, aö þær nýlendur, sem
girntust frelsið, skyldu sæta
hinum höröustu kostum efna-
hagslega, og þessi hótun hreif —
alls staðar nema i Guineu, þar
sem Sekou Touré stóð af sér
óttann og kviðann.
I Pólýnesiu sáu kaupmenn og
verzlunarmenn sér hag i þvi, að
engin breyting yrði á stöðu
eyjanna, og jafnvel i hópi
þeirra, sem sögðust vilja stefna
að sjálfstæði, voru menn, sem
löttu þess, það gerðist svo brátt
En frönsk yfirvöld töldu samt,
að brugðizt gæti til beggja vona
um úrslitin, og þess vegna lögðu
þau bann við þvi, að Pouvanaa o
Oopa fengi að tala i útvarp. Það
var sérstaklega áhrifarikt, þar
sem fólkiðbjó dreift um margar
eyjar og foringi sjálfstæðis-
hreyfingarinnar átti þess engan
kost að ná eyrum fólks, þegar
honum var bannaður aðgangur
að útvarpi.
Atkvæðagreiðslan á Kyrra-
hafseyjunum var ekki fyrr um
garð gengin en Pouvanaa o
Oopa var handtekinn, borinn
þeim sökum að hafa undirbúið
vopnaða uppreisn. bær sakar-
giftir voru án efa upplognar.
Lagagrein, er kvað svo á, að
þingmenn skyldu njóta friðhelgi
nema þeir væru staðnir að svik-
ráöum var vikið til hliðar.
Pouvanaa var gripinn, er hann
kom út úr húsi sinu með
fullkomlega friðsamlegum
hætti, og var umsvifalaust
dæmdur i átta ára fangelsi, er
hann auk þess skyldi afplána i
Frakklandi. Þar við bættist svo
fimmtán ára útlegð, er seinna
var stytt nokkuð.
Hvers vegna var gripið til
þessara hrottalegu aðfara? Gat
nýlenduveldið ekki látið sér
nægja þann sigur, er það hafði
unnið i þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni? Svarið kom, þegar de
Gaulle fór að koma sniði á hug-
myndir sinar um kjarnorku-
vopnabúnaðinn. Moruroa-
eyjaklasinn er 150 sjómilur
suðaustur af Tahiti, og þar áttu
megintilraunirnar með kjarn-
orkusprengingarnar að fara
fram. Þessu mótmæltu
Pólýnesar svo að segja
einróma, einnig þeir, sem trúðu
mest á de Gaulle. Þegar Frakk-
ar staðhæfðu að tilraunaspreng
ingarnar væru með öllu hættu-
lausar, fannst Pólýnesum furðu
gegna, að til þeirra skyldi þá
ekki stofnað heima i
Frakklandi. A þvi fékkst engin
skýring. Franska rikisstjórnin
endurtók aðeins i sibylju, að til-
raunir yrðu aðeins gerðar,
þegar norðan vindar væru
eindregnir á hafinu, og engar
eyjar væru i nánd viö Moruroa i
suðri. En engir vissu betur en
Pólýnesar sjálfir, að norðlæg átt
er svo til aldrei á þessum
slóðum. Þegar de Gaulle kom
sjálfur á vettvang til þess að
fylgjast með fyrstu tilrauninni,
var lika suðlæg átt. De Gaulle
var óþolinmóður. Hernaðaryfir-
völdin voru smeyk um, að þau
gerðu hinum tigna gesti gramt i
geði, ef tilraunin drægist, og
þess vegna ákváðu þau að láta
skeika að sköpuðu, og horfa ekki
i það, þótt vindur stæði beint á
byggðar eyjar.
Onnur röksemdin, sem
Frakkar gripu til, þegar andúð
á tilraunasprengingunum
magnaðist, var sú, að eyjarnar
myndu hafa mikinn fjárhags-
legan ávinning af þeim. Flug-
völlum var lofað, vegum og
mörgum mannvirkjum öðrum.
Veltan hjá kaupmönnum óx lika
og kaupið hækkaði, þvi að nú
voru komnir til eyjanna tiu
þúsund hermenn og tæknimenn
með föruneyti sinu. En þingi
eyjaskeggja þótti ávinningurinn
tvisýnn. Umdeilanlegt var,
hvort fólk hefði yfirleitt rýmri
fjárráð en áður, þvi að verðlag
hækkaði einnig, en hitt duldist
engum, að margs konar spilling
gróf um sig. Vændi varð al-
gengt, ofbeldisverk og
skemmdarverk komu til sög-
unnar.
Veröldin hafði varla neinar
spurnir af þeirri kúgun, sem
þetta varnarlausa samfélag úti
á Kyrrahafi var beitt. Margir
einstaklingar reyndu þó að
vekja athygli á þvi, og rikis-
stjórnir á Nýja-Sjálandi og i
Astraliu báru fram mótmæli
sin. Árið 1972 var loks farið að
renna upp fyrir fleiri en áður,
hvað gerzt hafði á þessum
slóöum. Seglbátum var haldið
til Moruróa þeirra erinda að
neyða Frakka til þess að hætta
við kjarnorkusprengin'arnar.
Ný-Sjálendingurinn Maurice
Shadbolt var i einum slikum
báti. Hann skrifaöi skáldsögu,
Hættulegar slóðir, sem er frem-
ur sálfræðileg greining á fólki á
eyjunum en pólitisk saga, og
fjallar um margvislega
árekstra. Miklu veigameiri er
bók þeirra Bengts Danielssons
og konu hans, er vitnað var til i
upphafi. Þaö er ákærubók, full
af biturri kaldhæðni, og dregin
mjög skörp mynd af þvi, sem
leitt hefur veriö yfir eyjarnar.
Þetta er lika varnarrit fyrir
fólk, sem veitist erfitt að láta
rödd sina heyrast i veröldinni og
gera þjóðum heims grein fyrir
þvi, hvað það verður aö þola.
Sjálfir hafa Frakkar með öllu
daufheyrzt við bænum og kröf-
um Pólýnesiumanna, og þeir
virðast láta sig einu gilda,
hvaða örlög biða þeirra. Meðal
örfárra vina i Frakklandi,
svokölluðu móðurlandi, má þó
nefna einn mikils metinn mann,
Jean-Jaques Servan-Schreiber,
en honum var sem kunnugt er
vikið úr frönsku rikisstjórninni,
þegar Giscard d’Estaing ákvað
að halda fast við kjarnorku-
vopnapólitik de Gaulles. 1 sam-
ræmi við þetta kölluðu Daniels-
sonshjónin yfir sig reiði
franskra yfirvalda með bók
sinni, og var reynt að gera þau
landræk frá Tahiti.
Við bókarlok er vikið að þvi,
að betri tið kunni að biða
Pólýnesiu vegna væntanlegs
sigurs vinstriflokkanna i
Frakklandi i næstu kosningum.
En nú hefur þar komið babb i
bátinn. Aftur hafa skipazt svo
veður i lofti, að tvisýn eru úrslit
frönsku kosninganna. Þar að
auki er alls ekki einsýnt, hvað
ný rikisstjórn i Frakklandi
gerði, ef til hennar kasta kæmi.
Raunar hefur sósialistaflokkur-
inn afnám allra nýlendna á
stefnuskrá sinni. En ógæfa
Pólýnesiu er sú, að nú hefur tvö
hundruð milna landhelgi gert
eyjarnar eftirsóknarverðari en
áður. Þar getur verið olia á
hafsbotni, og auk þess
málmgrýti og önnur verðmæti,
er iðjuhöldar og þeirra samtök
ágirnast. Þess vegna er mjög
hætt viö þvi, að Pólýnesia verði
enn um hrið, ef til vill lengi enn,
meðal tiltölulega fárra
nýlendna, sem eftir eru i heim-
inum.
Hið glæsilega bókasafn og lestrarsalur f húsi verkfræöi- og raunvisindadeildar við Hjarðarhaga var
fjármagnað með fé happdrættis Háskólans.
Happdrætti Háskólans:
Heildarverðmæti vinninga
1978 rúml. 3.1 milljarðar
JS — Vinningshlutfall í happ-
drætti Háskóla Islands mun vera
hið hæsta sem gerist eða hvorki
meira né minna en 70% miðað við
að happdrættismiöar seljist upp
meö öllu á árinu.
Meðal helztu breytinga sem
verða á happdrætti háskólans á
árinu 1978 er aö bætt er við niu 5
milljón krórta vinningum, vinn-
ingar aö upphæö 2 milljónir, ein
milljón og hálf milljón veröa
helmingi fleiri en i fyrra Lægstu
vinningar á árinu veröa 15 þúsund
krónur i stað 10 þús. og hæstu
vinningar veröa í desembermán-
uði og júni.
Verð hvers miða hækkar í kr.
700 úr kr. 500 og heildarverðmæti
vinninga miöaö við að allir miðar
seljist verður rúmlega 3.1 millj-
arðar.
A fjárlögum fyrir árið 1978 er
gert ráð fyrir því að 337 milljón
króna hagnaður veröi af rekstri
Happdrættis Háskóla lslands á
árinu. Af þessum hagnaði er ráö-
gertaö 57milljónir króna renni til
tramkvæmda á vegun rann-
sóknastofnana atvinnuveganna,
en 280 milljónir króna til fram-
kvæmda Háskólans sjálfs.
Samkvæmt nýlegri áætlun varö
heildarhagnaður af rekstri happ-
drættis Háskólans á siðastliðnu
ári um 290 milljónir króna og
verðmæti seldra happdrættis-
miða rúmlega einn og hálfur
milljaröur. A þessu ári er gert ráö
fyrir þvi að happdrættismiöar
verði seldir fyrir sem næst einn
milljarö og 770 milljónir króna.
Auglýsið í TÍMANUM
Sýning á verkum Hall-
dórs Hermannssonar
— í tilefni
aldarafmælis
1 dag 6. janúar á aldarafmæli
Halldórs Hermannssonar, hefst á
vegum Landsbókasafns í anddyri
Safnahússins við Hverfisgötu
sýning á verkum hans, en Halldór
vann sem kunnugt er þrekvirki á
sviði islenzkrar bókfræði meö
samningu og útgáfu skránna um
Fiske-safnið svonefnda í bóka-
safni Cornell-háskóla i Iþöku I
Bandar ikjunum. En þaö er
mesta safn islenzkra rita og rita
varöandi ísland i Norður-Am-
eriku. Með ritgeröum þeim um
fjölbreytt efni, er hann birti um
áratugaskeiö i safnverkinu Is-
landica, og greinum, er prentaða r
voru i ýmsum erlendum timarit-
um, vann hann ásamt meö bóka-
skránum ómetanlegt kynningar-
starf, svo að óvist er, að annar
maður hafi fyrr eða siöar lagt I
þeim efnum drýgra af mörkum.
Þótt Halldór starfaði alla ævi
erlendis, ritaöi hann margt á Is-
lenzku og sendi oft hingaö heim
þarfar hugvekjur um ýmis menn-
ingarmál.
Sýning á verkum Halldórs
Hermannssonar mun standa út
janúarmánuö virka daga kl. 9-19
nema laugardaga kl. 9-16.
(Frétt frá Landsbókasafni ts-
lands)
Dr. Halldór Hermannsson. Eftir
Málverki Halldórs Péturssonar.