Tíminn - 06.01.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.01.1978, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 6. janúar 1978 Landbúnaðurinn 1977 Framleiðsla landbúnaðaraf urða hefur verið með allra mesta moti árið 1977, veðr átta verið fremur hagstæð, þótt óþurrka- kafli hafi verið um mitt sumar á Suður- landi. Hey hafa sennilega aldrei verið eins mikil að vöxtum og gæði með besta móti. Þrátt fyrir þetta eru blikur á lofti í land- búnaði eins og hjá öðrum undirstöðu-at- vinnuvegum landsmanna. Markaðsmálin hafa verið bændum erfið, samdráttur i sölu innanlands og lítil verð- hækkun á búvörum i útflutningi. Gera má ráð fyrir að munur á tekjum bænda og við- miðunarstettanna verða svipaður í ár og í fyrra, en þá vantaði um 30% á tekjur bænda. Veðráttan: Veturinn var fremur góður, vor ið kom þó seint, en kom vel þegar það kom. Sumarið var mjög hagstætt bændum á aust- anverðu Norðurlandi og austur á Héraði, en áfallasamt i öðrum landshlutum, einkum á Suður- og Vesturlandi. Þar rættist úr þegar kom fram i ágúst. Þrátt fyrir erfiða hey- skapartið í sumum landshlutum, þá var spretta með allra mesta móti og hey mjög góð. Á haustnóttum hafa hey sennilega verið meiri en nokkru sinni fyrr i sögu landsins. Haustið var ágætt og, það sem af er vetri hef ur tíð verið góð um mikinn hluta landsins. Þó gerði um hálfsmánaðar ill- viðrishrotu um Norður- og Austurland í nóvember. Jarðrækt: Samkvæmt bráðabirgða upp- gjöri Búnaðarfélagsins hafa jarðræktar- f ramkvæmdir verið svipaðar í ár og í f yrra. Nýrækt var 3193 ha árið 1976 en í ár 3078 ha. Grænfóðurrækt hefur aukist verulega eða um 26% frá fyrra ári. Garðrækt: Uppskera gróðurhúsaaf urða var góð á árinu, bæði af tómötum og gúrkum. Hinsvegar gekk erfiðlega með sölu, sér- staklega á tómötum, þar sem mikið magn barst á markaðinn á tiltölulega skömmum tíma. Ræktun grænmetis úti gekk mjög vel, þó urðu einstaka garðyrkjubændur í upp- sveitum Árnessýslu fyrir verulegu tjóni af völdum veðra, sem skemmdu nokkuð skömmu eftir gróðursetningu. Uppskera á grænmeti á Norðurlandi var f rábær. Víðast hvar spruttu gulróf ur vel, en nokkru minna var sáð en í f yrra. Ekki er gert ráð fyrir að nægilegt framboð verði á gulrófum seinni part vetrar, eða þegar kemur f ram á vorið. Afkoma garðyrkjubænda er talin vera sæmileg, þó mun hún vera öllu skárri hjá biómaframleiðendum en framleiðendum grænmetis. Samtals eru 14 ha undir gleri í landinu. Heildaruppskera kartaflna hefur verið áætluð 8400 lestir, sem er svipað og í f yrra. Gert er ráð f yrir að til sölumeðferðar komi af innlendri uppskeru um 4000 lestir. Heild- arneysla á kartöflum á ári er um 11000 lest- ir. Fjárfesting: Ekki liggja fyrir tölur um heildarf járfestingu til sveita, en reiknað er með að hun haf i verið litið eitt meiri i ár en í fyrra. Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur lánaðtil bænda á árinu 2100 milljónir króna, en í fyrra var upphæð lána 1537 milljónir króna. Byggingakostnaður er áætlaður 25% hærri á þessu ári en árið 1976. Búfj áraf urðir Mjólk: Fyrstu 11 mánuði ársins var innveg- in mjólk í mjólkursamlögin 111,4 milljón kg., en það var 6,1% meira en á sama tíma- bili og í fyrra.Gera má ráð fyrir að heildar magn innveginnar mjólkur á þessu ári verði tæplegall9 milljón kg., en á öllu árinu í fyrra tóku mjólkursamlögin á móti 112 millj. kg. Nokkur samdráttur hefur orðið á sölu mjólkur eða um tæp 4% frá fyrra ári, sala á undanrennu hef ur aftur á móti aukist um 130%. Birgðir af smjöri voru 81% meiri 1. desember í ár, en í fyrra, þær verða um 1100 lestir i lok ársins. Smjörsala hefur minnkað um tæp 20% á árinu. Ánægjuleg þróun hef ur aftur á móti verið i sölu og neyslu osta, aukning á þessu ári er rétt um 10% miðað við síðastliðið ár. Mán- aðarsala á ostum er nú um 120 lestir. í ár haf a verið f luttar út 827 lestir af ostum en í fyrra nam útflutningurinn 314 lestum. Kindakjöt: Slátrað var 873.051 dilk síðast- liðið haust og 70.510 fullorðnu fé. Dilkakjöt varð 12.439 lestir, en það er 0.73% aukning frá í fyrra. Meðalfallþungi dilka reyndist vera 0,1 kg minni í ár en i fyrra. Birgðir af kindakjöti voru 1376 lestir 1. sept. s.L, en 1. des. voru þær 11.667 lestir. Á síðasta verð- lagsári (1. sept.—31. ágúst) voru fluttar út 5133 lestir af kindakjöti, þar af voru 353 lestir ærkjöt. Frá 1. september í ár hafa verið fluttar út 1402 lestir af kindakjöti. Gert er ráð fyrir að sala innanlands á kindakjöti verði 9000 lestir á þessu ári, en í fyrra var hún 9.111 lestir. Nautakjöt: Minna framboð hefur veið á nautakjöti í ár, en undanfarin ár oa birgðir oftveriðí lágmarki. i upphafi ársins voru i landinu 1100 lestir af nautgripakjöti. Salan hefur verið um 200 lestir á mánuði. í upp- hafi þessa mánaðar voru birgðir í landinu af nautgripakjöti 540 lestir, en gera má ráð fyrir, að þær minnki í mánuðinum. Líklegt má telja, að eftirspurn geti orðið nokkuð meiri en framboðið, sérstaklega á ung- nautakjöti. Hross: Hrossum hefur fjölgað verulega á undanförnum árum, nú munu þau vera um 50.000 í landinu. Á þessu ári hafa verið f lutt út 450 hross fyrir 120 millj. krónur. Flest hafa verið seld til Þýskalands, en á árinu voru seld 30 hross til Bandaríkjanna. Horf- ur eru á, að þar sé verulegur markaður fyrir íslenska hesta. Bændur fengu að meðaltali 170 þúsund krónur fyrir útflutn- ingshrossin. Minkur: Árið 1976 voru starfrækt 7 minka- bú í landinu, en nú eru aðeins 4 eftir. Á þess- um búum voru7350 líflæður í haust, og þær fæddu af sér 23.000 hvolpa. Áætlað sölu- verðmæti minkaskinna er 130-140 milljón kr. Hvert minkabú gef ur af sér um 30 millj- ón kr. í erlendum gjaldeyri , en það gerir til jafnaðar um 10 milljón kr. á hvern starfs- manna búanna. Nokkur áhugi er nú fyrir stofnun nýrra minkabúa, og Búnaðarfélag íslands vill beita sér fyrir að minkarækt verði tekin uppsem aukabúgrein hjá bænd- um, þar sem aðstæður henta. Frá veiðistjóra: Gert er ráð fyrir að svip- aður f jöldi refa verði unninn i ár og undan farin ár eða um 1400 dýr. Ötullega hefur verið unnið að eyðingu villiminka á árinu, sérstaklega á varplöndum og á heiðum uppi. Áætlað er, að f jöldi veiddra minka á árinu verði um 4000 dýr, en það er hliðstætt og undanfarin ár. Á vegum veiðistjóra hafa verið gerðar tilraunir til að fækka vargf ugli með lyfjum, og lofa þær tilraunir góðu. Drepnir hafa verið um 3000 f uglar á þessum tilraunaveiðum. Hvað er framundan Sjaldan eða aldrei hafa bændur þessa lands rætt meira um verðlags- og markaðs- mál en á þessu ári. Söluvandamál landbúnaðarins stafa fyrst og f remst af verðbólgunni, sem hef ur komið harðast við þann atvinnuveg. Þar sem allar rekstrarvörur og vinnslukostn- aður hafa hækkað að sama skapi og verð- bólgan hefur aukist, þá hefur bilið milli innanlandsverðsins og þess verðs, sem fæst fyrir útfluttar landbúnaðarafurðir breikk- að. Þótt verð á búvöru innanlands hafi ekki hækkað að sama skapi og kaupgjald í land- inu, þá hef ur sala dregist saman og skapað erf iðleika hjá sölusamtökum bænda að gera upp við þá. Helstu kröf ur bænda hafa verið, og eru að þeir fái að semja beint við ríkisvaldið um sin kjara- og verðlagsmál, söluskattur verði afnuminn af kjöti, hliðstætt og hefur verið gert með aðrar þýðingarmiklar neysluvör- ur og að innfluttar landbúnaðarvélar og verkfæri verði ekki skattlagðar meira en vélar og verkfæri til iðnaðar og sjávarút- vegs. Bændur gera sér Ijóst, að nauðsynlegt er að draga úr framleiðslunni og að beita öll- um ráðum til að lækka framleiðslukostnað- inn, en þeir geta ekki sætt sig við að taka á sjg kjaraskerðingu þegar allar aðrar stéttir fá verulegar kjarabætur. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins. (Heimildir: Framleiðsluráð landbúnað- arins, Búnaðarfélag íslands, Stofnlána- d^ild landbúnaðarins, Samband ísl. Sam- vinnufélaga—BúvörudeiId, Grænmetis- verslun landbúnaðarins, Osta- og Smjörsal- an). NÝ SPENDÝRATEG UND í SVÍPJÓÐ Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla a* íi&SEE Auglýsingadeild Tímans Það hljóp á sneeriö hjá Svium i sumur. Þá fannst I landi þeirra ný spendýrategund, sem talift er, aft þar hafi lifaft frá þvl isöld lauk, þótt ekki hafi hennar fyrr orftift vart. Þetta var snjáldur- mús þess afbrigftis, sem kennt er vift sléttulönd. Þar meft eru vilit spendýr, sem á landi lifa i Sviþjóft, komin upp i sextiu og eitt. Snjáldurmúsin fannst á Jamtalandi suftaustan veröu slftustu dagana I júlimánuöi, er visindamaöur frá erföafræöi- stofnuninni I Lundi var þar viö rannsóknir á venjulegum snjáldurmúsum. Stúdent frá Oxford handsam- aöi fyrsta dýriö á moldarhaug, þar sem ýmis úrgangsefni höföu veriö sett til rotnunar, áöur en þau væru notuö til áburöar. Daginn eftir veiddist ógotiö kvendýr i búr, er þar haföi ver- iö sett. Ekki er á annarra færi en wér- fræöinga aö þekkja þetta af- brigöi frá venjulegum snjáldur- músum. Er þáö helzt frábrugöiö aö þvl leyti, aö þaö er heldur dekkra á lit, öllu þróttmeira, lyktar ööru vísi og er meö frá- brugöna gerö tanna og fleiri erföalitninga. Báöar tegundirnar hafa þaö sameiginlegt, aö þær sjást sjaldan. Þær halda sig mest i holum og göngum undir gras- sveröinum og lifa á skordýrum og möökum. Sléttusnjáldurmúsin er aust- rænnar ættar og lifir á viö og dreif um meginlandiö austan frá Kyrrahafi og vestur aö Eystrasalti. Aöur hefur hún fundizt nokkrum sinnum i Finn- landi og Noregi, og þess vegna kemur ekki á óvart, þótt henni brygöi einnig fyrir I Svfþjóö. Séu undan skilin sauönaut, sem eru innflutt, eru tiu ár sföan siöast fannst ný dýrategund I Sviþjóö. Þá fannst þar ein dvergsnjáldurmús.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.