Tíminn - 14.01.1978, Síða 9

Tíminn - 14.01.1978, Síða 9
llHÍUIitMU' Laugardagur 14. janúar 1978 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson <ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siftumula 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftif kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjal^ kr. 1.500 á mánuöi. • ' - Blaöaprenth.f/ , Y f irbótarheit borgarstj ór ans Áramótin eru hugsaður punktur i rás timans - þáttur i kerfi, sem menn hafa gert sér til glöggvun- ar, enraunarekki fjarri sólhvörfum á vetri. Á þess- um timamótum þykir oft við hæfi að horfa til tveggja átta - yfir farinn veg og fram til þess, sem ókomið er. Borgarstjórinn i Eeykjavik hefur fylgt þessu loflega ráði. Áramótin virðist hann hafa notað til þess að semja syndaregistur sitt, og með þvi hann hefur kennt iðrunar nokkurrar að góðra manna dæmi, hefur hann borið þetta syndaregistur fram sem yf- irbótaheit. Á það hefur hann skilmerkilega raðað þeim hugmyndum, sem borgarfulltrúar minni- hlutaflokkanna hafa borið fram siðustu sjö misser- in, til eflingar atvinnulifi i Reykjavik, en Sjálfstæðis meirihlutinn, með borgarstjórann sjálfan i broddi fylkingar, ýmist hreinlega hafnað með atkvæði sinu, vikið tilhliðar eða saltað i kagga sina. Borgarstjórinn i Reykjavik hefur sem sé vaknað nokkuð hastarlega við vondan draum. Snögglega hefur honum orðið ljóst, að visnun hefur komið i athafnalifið á forráðasvæði hans. Mörg atvinnufyr- irtæki hafa leitað út fyrir borgarmörkin i næstu sveitarfélög, af þvi að þeim fannst báglega að sér búið af Sjálfstæðismeirihlutanum i höfuðborginni, og bæjarútgerðin, sem Reykjavikurborg á sjálf, hefur gleymzt i einhvers konar biðstöðu. En um slikt á það við, er Jónas kvað forðum, að mönnunum munar annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. Raunar gegnir það furðu, hversu seint borgar- stjórinnhefur rumskað—ekki fyrr en fáum mánuð- um áður en nýjar borgarstjórnarkosningar eiga að fara fram. Það er óttaleg fótaferð hjá manninum. Yfirsýn hans hefur ekki verið sérlega glögg, ef hann hefur ekki fyrr séð glóra i það, sem áfátt var undir regimenti hans. Augu hans hljóta að hafa verið slegin blindu eða að minnsta kosti þunglega haldin eins og að orði er komizt i helgri skrift. En jafnvel sú skýring nægir ekki. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna hafa i mörg ár verið að þrýsta á hann að manna sig upp og gera eitthvað til fram- dráttar athafnalifi i Reykjavik. En þeir hafa talað fyrir daufum eyrum. Borgarstjórinn og menn hans hafa hundsað flest, sem þeim var upp i hendur lagt, er til eflingar horfði fyrir atvinnulifið. Samt ber að meta það að verðleikum, að borgar- stjórann skuli ráma i það, hvaða hugmyndir hafa verið uppi um úrbætur meðal andstöðuflokka hans i borgarstjórn, þegar hann loks girti sig i brækur, hóf aðsemja vanræksluskrá sina og gera hana að verk- efnaskrá fyrir ókominn tima. Hann er þó að minnsta kosti ötull við leit i gömlum skjölum, svo rækilega sem hann hefur gert þessar hugmyndir að kippu i sinni hendi. Getur það vegið þar á móti, hversu fátt er nýrra grasa úr heimatúni hans sjálfs i verkefnaskránni. Einn ljóður er þó ónefndur á iðrun borgarstjórans og viðleitni hans til yfirbótar. Það er borin von, að stórt verði aðhafzt fyrir kosningar, þvi að fresturinn er skammur og i mörgu að snúast. Ekki er heldur á daginn komið, hvað liðskostur borgarstjórans á fulltrúabekkjunum i borgarstjórnarsalnum segir um þessa skyndilegu vakningu, til dæmis eflingu bæjarútgerðarinnar, sem ekki mun örgrannt um að strangtrúaðir kenningapostular meðal ungra Sjálf- stæðismanna telji af hinu illa. En við skulum samt fyrir alla muni vona, að ekki fari um góðan ásetning borgarstórans nú eins og grænu byltinguna hans, sem orðið hefur anzi grá i sárið. ERLENT YFIRLIT Sovézkir fjölmiölar deila á Maóismann Og taka upp vörn fyrir „fjórmenningana” Maó og kona hans.sem er ein „fjórmenninganna”. (1945) í KINA er enn haldið uppi höröum áróöri gegn „fjdr- menningunum” svonefndu og rakið til áhrifa þeirra flest það sem miður hefur farið i Kfna á siðari árum. Þeir hafi brotið gegn fyrirmælum Maós og þvi hafi fariö sem fór. Fáir hafa orðið til að mæla „fjórmenn- ingunum” bót en i seinni tið hafa þeir þó eignazt verjend- ur. Af hálfu fjölmiðla i Sovét- rikjunum hefur verið hafin vörn fyrir „fjórmenningana”. Hún er fólgin i þvi, að vitnaö er til ýmissa ummæla Maós, sem sýni ótvírætt, aö „fjórmenningarnir” hafi fariö eftir fyrirmælum hans, en ekki brotið gegn þeim. Maó sé þvi hinn seki, en ekki „fjór- menningarnir”. Þó hefji hinir nýju valdhafar Kina Maó til skýjanna og telji sér til gildis aðfylgja fyrirmælum hans, en einmitt það hafi „fjórmenn- ingarnir” gert. Einn af fréttaskýrendum Novosti, V. Vasiliev, hefur nýlega ritað alllanga grein um þetta i tilefni af áramótahug- leiðingum blaðs kinverska Kom múnistaflokksins, Jenmin Jihpao, dagblaðs hersins, Chiehvang Jihpao, og flokkstimaritsins Hungshi. Hann segir, að i öllum þessum áramótagreinum sé viður- kennd „langvarandi stöðnun og jafnvel hnignun” þjóðar- búskaparins og sorglegt ástand i menntamálum, visindum og menningarlifi og „fjórmenningunum” sé kennt um allt þetta. Vasiliev rekur siðan með tilvitnunum, að allt það, sem þeim sé kennt um, hafi verið framkvæmt eftir beinum fyrirmælum Maós. Niðurlag greinarinnar er nokkurt dæmi um, hvernig Rússar haga þessum mál- flutningi sinum, en þar segir á þessa leið: „GOGN Kommúnistaflokks Kina og Kinverska alþýðulýð- velidsins afsanna einnig stað- hæfingarnar um að „stefna Mós” hafi verið „rikjandi á timabilinu fyrir „menningar- byltinguna.” í ritstjórnar- grein i tilefni af tiu ára afmæli þeirrar „byltingar” er bent á, að ástæðan fyrir þvi aö Maó- Tse-tung ákvað að hefja hana( hafi verið sú að hann hafi fundið sig viðskila við yfir- stjórn flokksins yfir menn- ingar- og áróðursstarfsemi og stjórnendur á mörgum stöð- um. Þetta viðurkenndi hann einnig sjálfur i viðræðum sin- um við bandariska blaða- manninn Edgar Snow, en hann sagði honum, að hann hefði misst yfirstjórn á ýmsum málum árið 1965, fyrst yfir áróðursstofnununum og stjórn kom múnistaflokksins i Peking. I grein „ritstjóranna þriggja” er ekki minnzt á þá staðreynd að „menningar- byltingin” þýddi að brotin voru niður flokkssamtökin ofan frá og niður úr og leystar voru upp stjórnarfarslegar valdastofnanir alþýðunnar, verkalýðssamtökin, YCL og samtök menntamanna. Þar er heldurekkiað finna orð um þá staðreynd, að það var „menn- ingarbyltingin”,, sem braut niður stefnu skipulagðrar sósialiskrar uppbyggingar, sem mörkuð var á 8. þingi Kommúnistaflokks Kina, og raskaði svo mjög undirstöðu- atriöum sósialiskrar efna- hagsstjórnunar. s.s. áætlana- gerð, kostnaðaráætlunum og efnahagslegum hvatningum. Þessi grundvallaratriði hafa nú verið endurreist, svo og margir þeirra duglegu flokks- manna sem urðu fórnarlömb hinnar maóisku „menningar- byltingar.” Það sem leiddi Kina inn i blindgötu var einmitt „stefna” Maós sem „fjór menningarnir” framkvæmdu svo kappsamlega. Til þess að losna úr þessum erfiðleikum verður Kina að hverfa aftur til margra að- ferða og hátta viö stjórnun þjóðarbúskaparins svo og við þróun fræðslumála, menn- ingarog visinda.sem var beitt með góðum árangri fyrir „menningarbyltinguna”. En þær jákvæðu breytingar, sem kunna að hafa átt sér stað i þessum málum, hafa orðið þrátt fyrir stefnu Maós íremur en vegna þess að aftur hafi verið snúið til hennar. 1 GREININNI segir, að kinverskir leiðtogar hyggist fylgjaóhvikult utanrikisstefnu Maós og knýja á um að ástand alþjóðamála þróist á „hag- stæðan” hátt fyrir Kina. Hvað Pekingstjórninni finnst vera „hagstætt” fyrirsig, má ráða af viöleitni hennar til þess að spilla spennuslökuninni, standa i vegi fyrir þvi að endir verði bundinn á kjarnorkutil- raunir og samkomulag náist um afvopnun, svo og af þeim boðskap hennar aö ný heims- styrjöld sé óhjákvæmileg. Það var engin tilviljun, að Maó Tse-tung lýsti jörðinni sem „logandi af skotblossum og morandi af sprengjugigum” sem draumsýn sinni i kvæði sem birtist fyrir um ári. Niðurstaðan „sem draga má af grein „ritstjóranna þriggja” er sú, að i Kina riki enn m jög erfitt ástand. Það er siöur en svo búið að „koma á almennri reglu”. Leiötogarnir i Peking eru sundraðir og ósamþykkir vegna áframhaldandi valdabaráttu. Samfara þvi að hinir nýju leiðtogar i Peking viðurkenna breytingar á fyrri stefnu eru þeir knúðir til þess að gripa til fyrri reynslu viö stjdrnun efnahagsmála og við stjórnun annarrar starfsemi, sem hafnað hafði verið i „menn- ingarbyltingunni.” Þetta felur þó aðeins i sér viðleitni til til- slökunar á þeim atriðum sem verst voru þokkuð i stefnu Maós. Það er ekkert sem bendir til afturhvarfs til visindalegs sósialisma eöa tilrauna til þess að sniöa framleiðsluþróunina eftir þeirri nauðsyn að bæta efna- hagsleg og menningarleg lifs- kjör þjóðarinnar. Þróun efna- hagslifsins, menntunar, menningar og visinda er sem fyrr miðuð viö striðsundirbún- ing. Greinin staðfestir aö . Pekingleiðtogarnir fylgja I einu og öllu sinni fyrri, hættu- legu stefnu i alþjóðamálum, þeirri að kynda undir fjand- skap milli landa hins sósialiska samfélags og auðvaldsrikjanna ogaö hrinda heiminum út á braut styrjaldar. Eftir er aðsjáhvaða stefnu Kina muni fylgja á komandi árum, hvort landið mun br jóta af sér eða ekki fjötra þjóðernis- og stórveldisstefnu, sem er óaðskiljanlegur þáttur i Maóismanum.” Þannig er það nú rakið I rússneskum fjölmiðlum, að Maó beri sökina en ekki „fjórmenningarnir” á þvi, sem aflaga hefur fariö i Kina á undanförnum árum. Þaö er viðurkennt að núverandi valdhafar hafi horfið aftur til aðferða, sem var beitt fyrir „menningarbyltinguna”, aö ráði Chou En-lais. Áfram sé þó fylgt hættulegri stefnu Maós i alþjóðamálum. A þeim vett- vangi svara kinverskir fjöl- miðlar rússnesku fjölmiðlun- um fullum hálsi og veröur siðar vikið að þvi. Þ.Þ. Kinversk veggmynd af „fjórmenningunum” —JH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.