Tíminn - 14.01.1978, Side 17

Tíminn - 14.01.1978, Side 17
Laugardagur 14. janúar 1978 17- íþróttir Haukar á keppnis ferðalagi um Danmörku: reynsl- unni ríkari heim”.... — sagði Guðmundur Haraldsson, línumaðurinn sterki GUÐMUNDUR HAR- ALDSSO N.. .sés t hér skora af linu. „Keppnisferö okkar til Dan- merkur heppnaöist mjög vel — viö komum reynslunni rík- ari heim”, sagöi Guömundur Haraldsson, línumaöurinn sterki úr Haukum, sem eru nýkomnir úr keppnis og æfingaferö I Danmörku. Handknattleiksmenn Hauka dvöldust 1 Heisingör og æföu þar daglega, og þar aö auki léku þeir fjóra æfingaleiki. — Þessi ferö var farin, til ab nýta dauöa timann, sem er nú i 1. deildarkeppninni. Feröin heppnaöist mjög vel, enda var æfingaaöstaöan mjög góö i Helsingör — viö bjuggum I litl- um sumarhúsum rétt viö iþróttahöllina þar, og var þvi stutt á æfingar, sagöi Guö- mundur. Guömundur sagöi aö allir leikmenn Hauka, fyrir utan Gunnar Einarsson, landsliös- markvörö hafi farib til Dan- merkur. —Við æföum daglega — einnig þá daga, sem viö lék- um. Haukar léku fjóra leiki, eins og fyrr segir — fyrst léku þeir gegn 1. deildarliöinu Helsing- ör IC og máttu Haukar þá þola tap — 25:29. Slðan léku þeir gegn Helsingör FC, sem er einnig i 1. deild — og báru Haukar þá sigur Ur býtum, 25:24. Þriöja leik þeirra lauk með jafntefli 22:22. — gegn Fredriksborg. Guömundur sagöi aö fjóröi og siðasti leikur Hauka-liösins hafi veriö bezt- ur, en þá léku Haukar gegn 1. deildarliðinu Holte, sem er nU i ööru sæti i deildarkeppninni i Danmörku. ,,Vib máttum þola tap — 20:22 i þeim leik og geta Danirnir þakkaö heimadóm- ara þann sigur. Viö höföum yfirleitt frumkvæöiö i leiknum — en undir lokin skoraöi danski landsliösmaöurinn Michael Berg, sem er skot- fastasti leikmaður Dana, þrjU mörk I röö og geröi Ut um leik- inn”, sagöi Guömundur. Ómar og Albert í sviðsljósinu — á fjáröflunarkvöldi HSÍ fyrir HM -landsliðið Stjórn H.S.t. hefur ákveöið aö efna til fjáröflunarkvölds fyrir landsliöiö, sem tekur þátt I HM-keppninni I handknattleik. Fjáröflunarkvöldiö veröur I Laugardalshöllinni 18. janúar, og veröur þá ýmislegt til skemmtunar. Stjörnuliö Ómars Ragnarssonar — ómar, Halli og Laddi, Bessi Bjarnason og Gunnar Þóröarson leika knatt- spyrnu gegn liöi Alberts Guö- mundssonar, sem veröur skipaö þeim Albert, Vilmundi Gylfa- syni, Friöriki Sophussyni, Baldri óskarssyni og Eirfki Tómassyni. Landsliöiö mun siöan leika gegn sterku úrvalsliði og veröur þaö siöasti opinberi Ieikur liös- ins, áöur en þaö heldur til Dan- merkur. Hverjir mætast í Argentínu? — Dregið verður í riðla í HM-keppninni í knattspyrnu í dag — „Keppnin i Argentinu verður gifurlega erfiö en við mætum óhr.ddir til leiks”, sagöi Bertie Vogts fyrirliöi heimsmeistarana I knattspyrnu frá V-Þýzkalandi. — „Viö gerum okkur fyllilega grein fyrir þvi að allir vilja leggja okk- ur að velli, og þvi þýöir ekkert annaö en aö mæta vel undirbúnir tilleiks”, sagöi Vogts.hinn snjalli bakvörður Borussia Mönchengladbach. Augu allra knattspyrnuunn- enda beinast aö Argentinu I dag, en þá verður dregiö um þaö, hvaöa þjóöir leika saman I riölum 116-liöa úrslitum HM-keppninnar, sem fer þar fram i sumar. Nú þegar hefur verið ákveöiö, aö raöa fjórum sterkustu þjóöunum niöur i riöla — Brasilia, Argen- tina, Holland og V-Þýzkaland leika sitt I hvorum riöli, og þá er BERTIE VOGTS...fyrirIiöi HM-meistara V-Þýzkalands. vitaö aö ltalir leika i riöli meö Argentinum önnum. Þær 16 þjóöir sem taka þátt I HM-keppninni, eru þessar: V-Þýzkaland, Argentina, Brasilia, Perú, Mexikó, Túnis, íran, Ungverjaland, Skotland, Sviþjóð, Pólland, Holland, Frakk- land, Spánn, Austurriki og ltalia. Skotar gera sér miklar vonir um aö ná góöum árangri i Argen- tinu. „Viö höfum aldrei veriö meö eins sterkt liö og um þessar mundir”, sagöi Bruce Rioch, fyrirliöi Skotlands. „Vörnin hjá okkur er sterk og sömuleiðis miö- vallarspiliö og sóknarleikurinn. I HM-keppninni I V-Þýzkalandi var þaö höfuöverkurinn hjá okkur, aö viö skoruöum ekki nóg af mörk- um. Ég hef trú á þvi, aö annaö veröi upp á teningnum I Argen- tinu, þvi aö viö ætlum ekki aö láta söguna frá HM-keppninni I V-Þýzkalandi endurtaka sig — (þ.e.a.s. aö eiga meira I leikjun- um, en tapa þeim) þar sem viö skoruöum ekki nógu mörg mörk”, sagöi Rioch. BRICE RIOCH...fyrirliöi Skot- lands.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.