Tíminn - 01.02.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.02.1978, Blaðsíða 9
Miðvikudagur X. febrúar 1978 • 9 á víðavangi Efling flokksins i síðasta tölublaði Magna, málgagns Framsóknarmanna i Vesturlandskjördæmi, ritar Daniel Ágústinusson á Akra- nesi forystugrein sem fjailar um áhrif og stöðu Framsókn- arflokksins. í fyrri hluta forystugreinar- innar rekur Daniel nokkra meginþætti i sögu flokksins og segir: „Framsóknarflokkurinn hefur starfað á isiandi I rúm 60 ár og er elztur stjórnmáia- flokkanna frá þvi núverandi flokkaskipan komst á. Hann var upphaflega stofnaður af fulltrúum bænda á Alþingi, en varð fljótlega frjálslyndur umbótaflokkur með meiri og minni itökum í öllum byggð- um landsins, þótt bændur og samvinnumenn hafi frá upp- hafi sett svip sinn á flokkinn. Flokkurinn hefur lengst af notið fylgis 25-30% kjósenda. Þótt það hafi ekki verið meira, þá hafa áhrif flokksins i þjóð- lifinu veriö mjög mikil frá fyrstu tið. Hann hefur myndað rikisstjórn eða verið þátttak- andi I henni i rúm 40 ár eöa lengur en nokkur annar flokk- ur. Mestu framfaratimabil i sögu þjóðarinnar eru við hann kennd. Hann var einn i rfkis- stjórn 1927-32, en þangað má rekja uppruna margra merk- ustu stofnana i þjóðfélaginu. Hann sneri eymd kreppunnar i atvinnulega sókn þjóðarinnar á árunum 1934-38. Hann hefur verið i öllum þeim rikisstjórn- um sem tekið hafa áfanga i landhelgismálinu og komið þvi nú i örugga höfn. Það hef- ur aldrei verið gerð nein út- færsla á islenzkri landhelgi, nema þegar Framsóknar- flokkurinn var i rikisstjórn. Hann hefur haft forustu i byggðamálum og komið fram itarlegri löggjöf um réttar- farsmál nokkrum sinnum. Þannig mætti lengi telja. Hver er ástæöan fyrir þessum miklu áhrifum flokksins i þjóðlifinu? Hann setti sér i öndverðu það takmark að vinna að framförum landsins alls. Hann átti mikla hugsjóna- menn i forustusveitinni — bar- áttuglaða og þrautseiga — sem aðrir flokkar komust ekki hjá að viöurkenna og styðja mál þeirra. Stundum strax,en þó oftar eftir langa baráttu. Stefnan var islenzk — hún var sniöin eftir þörf þjóð- arinnar — en ekki bundin við erlendar kennisetningar til hægri eða vinstri. Hún var alltaf ábyrg.” Siðar i forystugrein sinni rekur Daniel Ágústinusson nokkur atriði i störfum og stefnu Framsóknarflokksins og segir þar: Daniel Agústinusson ,,Það helur verið gifta bióö- arinnar að til var jafn öflugur og áhrifarikur umbótaflokkur' og Framsóknarflokkurinn á liðnum 60 árum. Má með sanni , segjakað hann hafi verið kjöl- festan i þjóðfélaginu á mesta framfaratima i sögu hennar. Margt væri nú öðruvisi i lífs- kjörum og menningu þjóðar- innar ef áhrifa Framsóknar- flokksins hefði ekki notið við. Framsóknarflokkurinn hef- ur um 20 ára skeið verið næst stærsti flokkurinn i nær öllum kaupstöðum landsins og sums staðar stærstur. Hann hefur mjög viða verið i forustusveit bæjarfélaganna og má rekja til hans frumkvæðið af mörg- um þeim framfaramálum, sem heillarikust hafa orðið fyrir vöxt og viðgang bæjanna og Hfsbaráttu fólksins þar. Má þar minna á almenn fram- faramál bæjarfélaganna og atvinnumálin. Hann hefur starfað þar af ábyrgð og festu á sama hátt og i rikisstjórn.” Við þessi orð Daniels Ágúst- inussonar má þvi bæta að það er einmitt einkenni á lýð- skrumsafstöðu margra for- ystumanna og skriffinna ann- arra flokka að þeir þykjast geta legið Framsóknarflokkn- um á hálsi fyrir það, að flokk- urinn hefur alltaf verið reiðu- búinn til að axla ábyrgð og þun ga forystustarfa svo i sveitarfélögum sem I rikis- stjórn, þótt ekki væru að sinni aöstæður til þess að standa einvöröungu að vinsæium málum eða aðgerðum sem flestum falla vel i geð þá stundina. Þessi ábyrga afstaða var ein meginforsenda þess, að Fram- sóknarflokkurinn gekk til samstarfs við pólitiska höfuö- andstæðinga i Sjálfstæðis- flokknum þegar núverandi rikisstjórn var mynduð. Og lokaorö Danieis Agústín- ussonar eiga af öllum þessum ástæðum erindi til sem allra flestra. Daníel segir: „Efling Framsóknarflokks- ins er bezta trygging kjósenda fyrir heilbrigðu stjórnarfari og miklum framförum i þágu almennings, hvort sem um er að ræða stjórn landsins eða einstakra sveitarfélaga.” JS Q Smygl röng tollflokkun innflytjanda er ekki talin afsakanleg en þó ekki, ef hún er talin saknæm, þá fær málið sakadómsmeðferð. Tollgæzlan sektaði og gerði upptækan ólöglegan innflutning i 241 máli á árinu 1977 (192 á ár- inu 1976) og nam sektarfjárhæð samtals kr. 2.552.400 (kr. 1.182.400á árinu 1976). Tollgæzl- an hefur einungis heimild til þess að beita sektum og upptök- um eignar i minni háttar mál- um. Stærri málum verður þvi ekki lokið hjá tollgæzlunni, og eru þau mál send öðrum yfir- völdum til meðferðar. O Jarðfræðikort um, en alls komu 5 blöð út á árun- um 1960-1969. Höfundur þeirra var Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, en hann vann að samningu þessara korta á vegum Náttúrufræðistofnunar þar til hann lézt vorið 1972. Þau kort voru einnig teiknuð og búin til prentunar hjá Landmæl- ingum Islands. Nýja jarðfræði- kortiö er i meginatriðum með sama sniði og kort Guðmundar. Þó er aukið við nokkrum grein- ingum og tvö jarðlagasnið sem ná yfir kortið eru prentuð með þvi. Jarðfræðikortið af Norðaustur- landi spannar mest alla jarðsögu íslands frá elztu jarðlögum við Borgarfjörð eystri til hinna yngstu i virka gosbeltinu, og nær m.a. yfir Kröflusvæðið og sprungubeltið undanfarið. Fleiri kort eru i undirbúningi og jafn- framt er unnið að nýrri útgáfu sumra eldri kortanna. Stefnt er að þvi að gefa út eitt kort til viðbótar á árinu 1978. SKIPAUTGCRB RIKISINS Ms. Esja fer frá Reykjavik 7. febrúar austur um land til Seyðis- fjarðar. Vörumóttaka Til Vestmannaeyja, Horna- fjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvikur, Stöðvar- fjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjaröar, Neskaupstaðar og Seyðis- fjarðar. Q Gjöf Jóns neytinu, Stjórnarráðshúsinu, fyrir 15. marz n.k. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eöa greinargerðir um rit i smiðum. 1 Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonr eiga sæti Gils Guðmundsson alþingismaður, Magnús Már Lárusson, fyrrver- andi háskólarektor og Þór Vil- hjálmsson hæstaréttardómari. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMME Almennur kynningarfyrirlestur um tæknina Innhverf ihugun verður haldinn i kvöld kl. 20,30 að Kjarvalsstöðum. Tæknin er auðlærð, auðstunduö, losar spennu og streitu og eykur sköpunargreind. Þetta staö- festa visindarannsóknir. ÖUum heimill aðgangur. íslenska íhugunarféiagið — Simi 1-66-62. 'eis t þú? Að í heilsuræktinni HEBU átt þú kost á ieikfimi, sauna, ijósum og nuddi, al/t saman eða sér Nýtt námskeið hefst 6. febrúar OG NU til þæginda fyrir viðskipta- vinina. Innan veggja HEBU hárgreiðslustofan HRUND og snyrtistofan ERLA, símapantanir 44088 ☆ Leikfimi 2 og 4 sinnum i viku ☆ Sérstakir megrunar kúrar 4 sinnum i viku ☆ Frítt kaffi / fallegri setustofu 10 tíma nuddkúrar Morgun- dag- og kvöldtímar /nnritun í símum 43724 og 86178 og 42360 Heilsuræktin HEBA Auðbrekku 53 - Sími 42360

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.