Tíminn - 01.02.1978, Page 11

Tíminn - 01.02.1978, Page 11
10 Mi&vikudagur 1. febrúar 1978 SJ — Á laugardag tók Vilhjálm- ur Hjálmarsson fyrstu skóflu- stunguna aó nýju Þjóðarbók- hlöðunnisem risa mun á mótum Birkimels og Hringbrautar, Þjóðarbókhlaöa mun leysa mik- inn húsnæöisvanda þriggja safna, Landsbókasafns og Há- skólabókasafnser flytjastmunu i nýja húsið og Þjóöskjalasafn sem fær til afnota allt Safnahús- ið við Hverfisgötu, þegar Landsbókasafnið flyzt i Þjóöar- bókhlöðu. 1 framkvæmda- og kostnaðar- áætlun frá sl. vori er gert ráð fyrir að bókhlaðan verði fúll- gerö á fimm árum og heildar- kostnaður verði 2.090 milljónir króna. Aætlað er að kostnaður við húsið uppsteypt verði orðinn 350 milljónir króna. A þeim áfanga aö vera lokið i árslok 1979. Hagstætt tilboð i upp- hafsframkvæmdir A fjárlögum 1978 eru 220 milljónir króna ætlaðar til framkvæmda við bókhlöðuna en eftir eru 44 milljónir af fyrri fjárveitingum. Fyrsti áfanginn girðing lóðar, gröftur og lagnir aö húsinu hefur verið boðinn út og sér Völur h.f. um verkið. Til- lnngangur i Þjóöarbókhlöðuna verður að sunnanverðu á annarri hæð. boð Valar var mjög hagstætt, 24,5 milljónir, en áætlun hljóðaði upp á 50 milljónir. Undirbúningur byggingar Þjóöarbókhlöðu hófst 1956, en féll siðar niöur um skeið. Þegar i upphafi þótti rétt að sameina Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn, þar sem skipulags- lega og fjárhagslega óhagstætt væri að halda uppi tveim visindalegum bókasöfnum. 1 byggingarnefnd þjóðarbók- hlööu eiga nú sæti Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor, Hörður Bjarnason húsameistari rikisins og Finnbogi Guðmunds- son landsbókavöröur sem for- maður. Tveir sérfræðingar, þeir Harald L. Tveterás háskóla- bókavörður i Osló og Edward J. Carter bókavörður og arkitekt frá Bretlandi komu hingað tvis- var 1969-1970 á vegum Menning- ar- og fræðslustofnunar Sam- einuðu þjóðanna, islenzkum bókavörðum og byggingar- ■------------------------V Séð ofan á Þjóðarbókhlöðuna 4 HJÓLA DRIF QUATRATRACK 4 CYL. 86 HA HÁTT OG LAGT DRIF 16" FELGUR ÞRIGGJA DYRA Pöntunum veitt móttaka Áætlað verð kr. 2,4 milj. Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hí. Sudiirlandshraiil 14 - ll<\kj<ml. - Simi :miilMi Miðvikudagur 1. febrúar 1978 11 A þessu korti sést afstaða Þjóðarbókhlöðu til Melatorgs, Hótel Sögu, Háskólans o.sv.frv. nefnd til halds og trausts og lögðu þeir fram mikilsverðar tillögur. Að loknum þessum og öðrum undirbúningi svosem samningu forsagnar um bókhlöðuna er út kom i nóvember 1971 og að stóðu ásamt óla J. Asmundssyni arki- tekt,aðstoðarmanni byggingar- nefndar, þeir Finnbogi Guð- mundsson og ólafur Pálmason úr Landsbókasafni og Einar Sigurðsson frá Háskólabóka- safni var arkitektunum Man- freð Vilhjálmssyni og Þorvaldi S. Þorvaldssyni falið að teikna bókhlöðuna en sem ráðunautur var fenginn H. Faulkner-Brown arkitekt frá Newcastle, viðkunnur fyrir teikningar bókasafnsbygginga af þvi tagi sem hér um ræðir. Til liðs viö arkitektana voru ráðnir bygg- ingarverkfræðingarnir Bragi Þorsteinsson og Eyvindur Valdimarsson, Sigurður Hall- dórsson rafmagnsverk- fræðingur, Kristján Flygenring vélaverkfræðingur og Reynir Vilhjálmsson garðarkitekt. Þá hefur Karl Guðmundsson verkfræðingur unnið siðustu mánuðina með hönnuðunum, verið þar tengiliður og drif- fjöður. Lfkan bókhlöðunnar hefur smiðað Guðlaugur Jör- undsson likansmiður. Miklar vonir voru lengi bundnar við að unnt yrði að hefja byggingarframkvæmdir á þjóðhátiðarárinu 1974 en ýmsar tafir m.a. vegna samningsgerð- ar við Reykjavikurborg um Birkimelslóðina, ollu þvi að fresta varð þeim enn um sinn. Sjálfbeini og sveigjan- leiki í notkun. Þjóðarbókhlaöa veröur fjórar hæöir auk kjallara. Gengið er inn i bókhlöðuna að sunnan á annarri hasð. A þeirri hæð verða spjaldskrár safnsins og marg- visleg önnur hjálpargögn, aðal- afgreiðsla vegna útlána, starfs- deildir safnsins svo sem að- fangadeild, flokkunar- o| skráningardeild og miðstöð les- enda- og stofnanaþjónustu, enn- fremur stjórnardeild. A þeirri hæð verður og fatageymsla, sýningaraðstaða fyrirlestrasal- ur og kaffistofa gesta. Af hæðinni veröur gengið niður á jarðhæð hússins sem ætluð er svokallaðri þjóðdeild safnsins. Þar verður sérspjald- skrá um islenzka bókakostinn ennfremur handbækur hvers konar, lestrarsalur, handrita- salur, hið merka Benediktssafn er Benedikt S. Þórarinsson gaf Háskóla Islands á sinum tima, kortasafn o.fl. Bókageymslur Þjóðdeildar verða á þessari hæð en jafnframt i kjallara þar sem verður einnig aðalgeymsla handrita. 1 nánum tengslum viö þjóðdeild verður bókbandsstofa þar sem einnig verður aðstaða til handritaviðgerða, og ljós- myndastofa, búin fullkomnum tækjum. Af inngönguhæð hússins veröur gengið upp á tvær efri hæðirnar, þar sem gert verður ráð fyrir svokölluðum sjálf- beina, þ.e. gestir hafa hér frjálsan aðgang að verulegum hluta bókakostsins og geta setzt i námunda við þau rit er þeir þurfa einkum að nota. Verður þar fjölbreytt lestraraðstaða, ýmist i lesbásum eða við stærri eða minni borð. Þá er á efstu hæð ætlað rými til kennslu i bókasafnsfræðum. Gert er ráð fyrir að i húsinu öllu rúmist hátt i eina milljón binda bóka og lessæti verði um 830. Vegna hins mikla sveigjan- leika hússins er hægt að breyta bókageynslurúmi i lestrarrými eða öfugt, eftir þvi sem þurfa þykir. Má segja að krafan um sveigjanleika hafi ráðið mjög miklu um alla gerð bókhlööunn- ar. Þó að Háskóli Islands muni i hinunýja safni fá miklar úrbæt- ur bæði aö þvi er varðar lestrar- og rannsóknaraöstöðu kennara og nemenda og alla þjónustu við þá, mun Háskólinn vitaskuld eftir sem áður hafa allmörg litil sérsöfn innan sinna vébanda i deildum, stofnunum og lesstof- um. Þau verða rekstrarlega hluti aðalsafns, aðföng til þeirra fara að mestu leyti um það enda annast aðalsafnið skráning bókakostsins, uppsetningu hans og viðhald, siöar ennfremur grisjun þegar rýma þarf fyrir öðrum ritum nýrri. Gert er ráð fyrir sjálfvirkri loftræstingu i allri bókhlööunni. Stigar, lyftur, snyrtiherbergi og allar lóðréttar lagnir verða i kjörnum eöa turnum viö útveggi bókhlöðunnar, en það eykur mjög á það svigrúm sem þannig fæst á hinum einstöku hæðum. Hæðirnar fjórar verða 10.141 ferm. eða 45.403 rúmmetrar, kjallarinn hins vegar 2.632 ferm eða 8.136 rúmmetrar. Lofthæð frá gólfi i gólf veröur 3.60 m á 1., 3. og 4. hæð, 3.90 m á 2. hæð og 2.95 m i kjallara. Gólf veröa borin uppi af súl- um er standa munu með 6.80 m millibili. Aherzla er lögð á að bygging bókhlöðunnar gangi safnkvæmt áætlun ogstanda vonir til að svo verði þvi einhugurhefur rikt um málið á þingi og þvi einsýnt að tryggt verði nægilegt fjármagn til að hagkvæmasta framkvæmdahraða veröi haldið. * Askorun um breytingu á lögum um ís- lenzkan rikisborg- ararétt 1 lögum nr. 10023. des 1952 um islenzkan rikisborgararétt segir svo m.a. „1. gr. Barn öðlast Is- lenzktrikisfangvið fæöingu 1. ef það er skilgetið og faðir þess er islenzkur rikisborgari 2. ef það er skilgetið og fætt hér á landi og móðir þess er islenzkur rikis- borgari, enda eigi faöir þess hvergi rikisfang eða barnið fær ekki rikisfang föðurins við fæðingu 3. ef þaðer óskilgetið og móöir þess er islenzkur rikis- borgari...” Samkvæmt framangreindri tilvitnun er meginreglan sú, að skilgetin börn fái rikisfang föður en óskilgetin rikisfang móður. 1 þessu felst ekki aöeins misrétti kynjanna á báða bóga heldur er einnig gerður greinar- munur á stöðu barnsins hvort það er skilgetið eöa óskilgetiö. 1 kjölfar langanna um jafn- rétti kvenna og karla sem Al- þingi samþykkti 31. mai 1976 hlýtur aö þurfa aö breyta lögun- um um rikisborgararétt til sam- ræmis þannig að afkomandi is- lenzks foreldris, hvort sem þaö er föður eöa móöur, fái islenzkt rlkisfang við fæöingu. Slik lög gilda t.d. i Þýzkalandi, Frakk- landi og Bandarikjunum. Hins vegar rikir sama misrétti og hér á hinum Norðurlöndunum og i Bretlandi — þótt ótrúlegt megi virðast. Hér er um einfalt mannrétt- indamál að ræða sem varla þarf að deila um og ætti þvi að geta fengið skjóta afgreiöslu Al- þingis. Virðingarfyllst Laufey Vilhjálmsdóttir 3. janiíar 1978 MEST SELDA TÆKI LANDSINS 1977 og 1976 Þetta eru meðmæ/i. 1978 ÁRGERÐIN KOMIN BÚÐIINI Verð frá kr. 135.600 ti! 199.500 CROWN RADIO CORP. japa ■ r I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.