Tíminn - 15.02.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.02.1978, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. febrúar 1978 3 Frá vigslu fyrsta áfanga fþróttamiðstöðvarinnar i Borgarnesi Gufubað um borð í togara SJ —Leiðir fréttanna eru stund- um krókóttar. I ágústlok I sumar kom nýr togari, Kambaröst, til Stöðvarfjarðar og gegnir hann nú mikilvægu hlutverki i atvinnulifi þar. Skýrt hefur verið frá komu togarans til landsins og árangri veiða. Hins vegar lásum við það i Fishing News, sem gefið er út i London að skipið væri búiö sána- baði áhöfninni til aukinna þæg- inda. Skipið er smiðað hjá Svolvaer Skibsverft i Noregi Tólf klefar fyrir átján manna áhöfn eru i skipinu og geta skipverjar brugðiðsér i gufu þegar þeir hafa staðið sinar vaktir. Iþróttaaðstaða í Borgarnesi bætt Stjórn Landsambands vörubifreiðastjóra mótmælir hækkun dísilskatts Fyrsti áfangi iþróttamið- stöövarinnar i Borgarnesi var tekinn i notkun sl. laugardag. í þeim áfanga er sundlaug með til- heyrandi búnings- og baðaðstöðu, áhorfendasvæði, aðstaða fyrir starfsfólk o.fl. Framkvæmdir við grunn Iþróttamiðstöðvarinnar hófustsiðla árs 1973, en aðalbygg- ingarframkvæmdirnar hófust 1974. 1 siðari áfanga Iþrótta- miðstöðvarinnar er iþróttasalur ásamt áhorfendasvæði aðstaða fyrir ýmsa félagsstarfsemi o.fl. Sá áfangi er vel á veg kominn og standa vonir til að hægt verði að JB— Timinn hafði samband við Guðmund P. Valgeirsson bónda i Trékyllisvik á Ströndum, sem er einn fréttaritara blaðsins úti á landsbyggðinni, og spurði hann fregna úr heimabyggð hans. Kom þar fram, að lifiö gengi sinn vanagang og litið væri að frétta sem til stórtíðinda teldist. Fólki liði yfirleitt vel nema hvað krank- leiki hefur verið i fólki og verið mörgum til meins. En annars fór- ust Guðmundi orð á þessa leið: — Það er bjart hjá okkur i dag og sólskin, en i gær var stormur og snjókoma. Tiðarfariö hefur verið þolanlegt það sem af er, það hefur slegið á annað slagið með éljagangi og frost hafa verið mikil, hefur aldrei komið bloti af neinu gagni. Við erum alveg teppt hér, nema hvað flugið heldur okk- Hér á landi er nú staddur I boði Alþýðusambands tslands Gleb Simonenko forstjóri Trygginga- deildar Alþýðusambands Sovét- rikjanna. Með heimsókn hans er Alþýðusamband Islands að end- urgjalda boð frá Alþýðusambandi Sovétrikjanna. Meðan á dvölinni stendur mun Gleb Simonenko heimsækja vinnustaði og stofnanir bæði i Reykjavik og nágrenni og á Akur- eyri, en þar verður hann i tvo daga. Þá heimsækir hann Félags- taka hann i notkun á þessu ári. Jens Einar Þorsteinsson, arki- tekt, teiknaði bygginguna og úti- bú Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen i Borgarnesi sá um verk- fræðiþjónustu. Þorsteinn Theó- dórsson, trésmiðameistari, var i upphafi aðalverktaki við húsið og hann hefur annazt alla trésmiði, Haukur Arinbjarnarson, raf- virkjameistari, sá um raflögn, Jón Kr. Guðmundsson, pipulagn- ingarmeistari, um pipulagnir, Magnús Thorvaldsson, blikk- smiðameistari, um blikksmiði, Agúst Guðmundsson, múrara- ur i sambandi við umheiminn. Heilsufar hefur verið upp og of- an hér i sveitinni. Það er að ganga þrálátt kvef og alls kyns pestir en ég held mönnum liði þó yfirleitt sæmilega. Viö fengum lækni frá Hólmavik og var hann veður- tepptur hér i tvo daga. Annars kemur hann einu sinni i mánuöi og fer um sveitina, og geta þá þeir hitt hann sem með þurfa, þannig að Við erum ánægð eftir atvikum með læknisþjónustuna. Af búskapnum er litið að segja það eru allar skepnur á gjöf eins og ætið á þessum tima árs. Reki hefur ekki verið neinn i vetur, en það er þó oftast slangur á þessum tima árs, þannig að þetta er með allra minnsta móti, — sagði Guð- mundur. málaskóla alþýðu i ölfusborgum, en þar verða rúmlega tuttugu manns við námsstarf næstu tvær vikur. Þá mun hann eiga sérstak- ar viðræður við forystumenn Al- þýðusambandsins. Gleb Simonenko mun halda op- inberan fyrirlestur á fimmtu- dagskvöld 16. febrúar að Hótel Loftleiðum (Vikingasal) og hefst fyrirlesturinn sem er öllum opinn kl. hálf niu, Þar mun hann fjalla um sovézk verkalýðsmálefni. Heim heldur Simonenko n.k. þriðjudag. meistari, um múrverk, Einar Ingimundarson, málarameistari um málningu og Jón Helgi Jóns- son um járnsmiði. Umsjónarmaður iþróttamið- stöðvarinnar hefur verið ráðinn Jóhann Waage, trésmiðameist- ari. Kosin hefur verið þriggja manna nefnd, sem á að sjá um rekstur iþróttamiðstöðvarinnar. Formaður hennar er Húnbogi Þorsteinsson, sveitarstjóri, og aðrir i nefndinni Eyjólfur Magnússon, kennari, og Bjarni G. Sigurðsson, verkstjóri. Mikiil áhugi er fyrir þvi i Borgarnesi að nýta sem bezt þá góðu aðstöðu, sem verður i iþróttamiðstööinni. SJ — Vinsældir flugfreyjustarfs- ins hafa ekki minnkaö á þeim áratugum, sem liðnir eru frá þvi farþegaflug hófst. Systurfélögin Flugfélag Islands og Loftleiðir auglýstu nýlega eftir flugfreyj- um. 230 stúlkur sóttu um starf hjá Flugfélaginu en aðeins 20 verða ráðnar. Fjöldamargar um- sóknir bárust einnig um flug- freyjustörf hjá Loftleiðum, en ekki var vitað nákvæmlega hvað margar.þar verða einnig ráðnar Stjórn Landssambands vöru- bifreiðastjóra samþykkti á fundi sinum nýlega eftirfarandi and- mæli, sem send hafa verið til fjár- málaráðuneytisins: „Landssamband vörubifreiða- stjóra leyfir sér að andmæia sterklega hækkun disilskatts af bifreiðum um 82, 6% og hækkun mælagjalds um sömu prósentu. Hér er um að ræða óhóflega skattlagningu. sem lendir með fullum þunga á atvinnutækj’-m og eykur þar með framleiðslukostn- að atvinnuveganna, er þurfa á flutningsþjónustu að halda. Það vekur athygli, að hækkun gjald- um 20 flugfreyjur. Stulkurnar 230, sem sóttu um starf hjá Flugfélaginu hafa geng- izt undir skriflegt próf og siðan farafram munnleg viðtöl við ein- hverjar þeirra. Þær útvöldu um eða yfir 20 fara siöan á námskeið, sem hefst i næstu viku til undir- búnings starfinu. Flugleiðir auglýstu einnig eftir flugmönnum nýlega og sóttu 70 um starf. Ráðnir verða 7-8, 2-3 til F1 og 7 til Loftleiða. anna er riflega tvöfalt meiri en almennar verðhækkanir i landinu voru á siðasta ári. 1 rauninni má segja að vörubifreiðaeigendur séu lagðir i einelti af hálfu rikis- valdsins með óhóflegum gjald- tökum og þvingunaraðgerðum i formi vaxtalausra vinnulána um sömu mundir og atvinnuleysis gætir i æ rikari mæli meðal þeirra. Landssamband vörubifreiða- stjóra fer þess eindregið á leit að framangreindar gjaldahækkanir verði teknar til endurskoðunar þviannars er rekstri vörubifreiða stefnt I mikla tvisýnu.” Stjórnin hélt velli — i kosningum I Starfsmanna- félagi Reykja- vikurborgar ESE — Talningu atkvæöa i stjórnarkjöri Starfsmannafélags Reykjavikurborgar lauk i fyrri- nótt. Orslit urðu þau að listi uppstill- ingarnefndar SFR bar sigur úr býtum og formaöur var kjörinn Þórhallur Halldórsson með 796 atkvæðum. Aðrir i stjórn eru: Guðmundur Eiriksson sem hlaut 1185 atkvæði, Eyþór Fannberg 836 atkv., Arndis Þórðardóttir 811 atkv., IngibjörgM. Jónsdóttir 783 atkv. og Ingibjörn Agnars sem hlaut 758 atkvæði. Gunngeir Pétursson formanns- efni „Nýrrar hreyfingar”, sem stóð að mótframboði við þessar kosningar, fékk 600 atkv. til for- mannsembættis. Aðrir á lista „Nýrrar hreyfingar” hlutu at- kvæði sem hér segir: Helgi Egg- ertsson 618atkv„ Anna K. Július- dóttir 605 atkv., Jónas Engil- bertsson 539 atkv., og Þorgerður Hlöðversdóttir sem fékk 528 atkvæöi. Alls voru 2366 manns á kjörskrá en atkvæði greiddu 1441 eða um 62,5%. Auöir seölar og ógildir voru 21. Þakkar k veðj a frá SVFÍ Slysavarnarfélag Islands þakkar hlýjar óskir og kveðjur i tilefni 50 ára afmælis félagsins hinn 29. janúar sl. öll sú mikla velvild og vinátta er félaginu var sýnd á þessum merku timamótum, mun verða þvi hvatning til aukinna starfa á vettvangi slysavarna- og björgunarmála. Stjórn SVFÍ Krankleiki þjakar fólk á Ströndum Forstjóri Tryggingadeildar Alþýðusambands Sovétríkjanna — staddur á íslandi i boði Alþýðusambands íslands Draumastörfin enn eftirsótt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.