Tíminn - 15.02.1978, Side 5

Tíminn - 15.02.1978, Side 5
Mi&vikudagur 15. febrúar 1978 5 Friðrik vann Smejkal í skemmtilegri skák í jafnteflislausri umferð í gærkveldi Larsen hefur nú einn og hálfan vinning í forskot . . . Eftir niundu umferðina á Reykjavikurskákmdtinu hefur Larsen nú tekiö örugga forystu og hefúr nú einn og hálfan vinning fram yfir næstu menn, þá Miles og Friörik sem hafa fengið sex vinninga. Margar skemmtilegar skákir voru tefldar i gærkvöldi og nú gerðist það I fyrsta sinn á þessu móti, að ekki eitt einasta jafntefli varð. Fyrirfram beindist athygli manna að skákum þeirra Frið- riks og Smejkals og Jóns L. Arna- sonar sem tefldi við ekki minni spámann en Larsen. Larsen tók engum vettlingatökum á Jóni og gaf hann skákina i 27. leik. Friö- rik tefldi afar spennandi skák við Smejkal og þar sem staðan var ákaflega opin og margir menn á borðinu virtist mörgum staðan bjóða upp á jafna mörguleika. Þegar Friðrik og Smejkal höfðu lokið um 20 leikjum áttu báðir eftir naman tlma. I timahrakinu kom til uppskipta, þar sem drottningarnar beggja fuku af borðinu. Eftir það var Friðrik með tvo biskupa, sem voru ákaf- lega sterkir i þessari stöðu, ridd- ara, einn hrók og tveimur peöum meira en Smejkal sem var með tvo hróka, riddara og biskup. Smátt komu yfirburðir Friðriks i ljós og þrengdi hann svo að smej- kal, að hann sá sitt óvænna að gefast upp og lauk þar með skemmtilegri skák. Browne vann Hort i fallegri skák, en Browne hafði hvitt á móti Hort. Upp kom kóngsind- verskvörn. Browne tefldi öruggt fékk Hort engin sóknarfæri gegn Bandarikjamanninum, sem byggði markvisst upp trausta stöðu og var ekki um annað að Staðan Staðan á Reykjavikurskákmót- inu eftir niu umferðir er nú þessi 1. Larsen 2. -3. Friðrik 2.-3. Miles 4. Browne 5. -6. Hort 5.-6. Polugaevsky 7. Lombardy 8. -9. Guðmundur 8.-9. Kuzmin 10. Smejkal 10.-11. Helgi 10.-11. ögaard 12. Jón L. 13. Margeir 7l/2v. 6 v. 6 v. 5 1/2 + biðsk. 5 1/2 v. 51/2 v. 4 v. + biðsk. 4 v. 4 v. 31/2 v. 3 v. 3 v. 11/2 v. 2 v. ræða fyrir Hort að gefa skákina i 30. leik. Ekki lét Browne sig muna um að leggja hort, heldur snaraðist hann skömmu eftir skák þeirra inn i skýringasalinn og tók að sér að skýra út skák þeirra áhorfend- um til óblandinnar ánægju. önnur úrslit i gærkvöldi sem hér segir: Polugaevsky — Helgi 1:0 Margeir — Kuzmin 0:1 ögaard — Guðmundur 0:1 Miles —Lombardy 0:1 Tiunda umferð verður tefld i kvöld og eigast þessir þá viö: Friðrik og Margeir, Helgi og Smejkal, Lombardy og Polu- gaevsky, Larsen og Miles, Hort og Jón L., ögaard og Browne og Guömundur og Kuzmin. Larsen er nú efstur á Reykjavikurskákmótinu og hefur sem stendur öruggt forskot eftir sigur sinn gegn Jóni L. Árnasyni i gærkveldi, en myndin var tekin er skák þeirra var að hefjast. Timamynd: Gunnar Svipmyndir frá Heykj avíkur skákmótinu m - : Hvað skyldi ’ann nú gcra næst? mætti lesa úr svip þessara manna, sem rýna i skjáinn og velta fyrir sér stööunni, en sjónvarpstæki eru bæöi á göngum og I skákskýringasölum á Loftleiðahótelinu, þar sem frekar gefst kostur að rabbá samá'n um skákina eða það sem upp á kemur. Úr keppnissalnum. Standandi á meðai keppenda sjáum við Friðrik ólafsson t.v. og Lombardy prest úr Vesturheimi, en þaö er mikill siður hjá keppendum að stjákla um gólf meöan andstæðingurinn er að hugsa sig um. Timamyndis: Róbert Það er fólk af öllum stærðum og geröum sem sækir Reykjavikur- skákmótið eins og sést vel á þessari mynd, enda er skákáhugi ekki tengdur einum þjóðfélagshóp fremur en öðrum. Liflegar skákskýringar er ein helzta forsenda þess að fólk komi á svona mót, þær bæði'skýra ýmislegt sem annars hefði faríð fram hjá fákunnandi I listinni, og koma oft af stað fjörlegum umræöum og skeytasendingum um þveran sal. A myndinni sjáum viö dugmikinn skákskýranda, Ingvar Asmundsson, standa uppi á sviöi og skýra af miklum möð. fljúgið í frnð ICELAXDAIR mim icnmic

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.