Tíminn - 15.02.1978, Síða 7

Tíminn - 15.02.1978, Síða 7
Miðvikudagur 15. febrúar 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gísiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði. Blaðaprenth.f. N orðlendingar efla Dag, og Dagur Norðlendinga Þrir eru þeir staðir utan Reykjavikur, þar sem veigamest blöð hafa verið gefin út á liðnum tima: Akureyri, Seyðisfjörður og Isafjörður. Langt er siðan Seyðisfjörður missti stöðu sina á þessum vett- vangi og á siðari áratugum hefur Isafjörður ekki heldur borið sitt barr á sama hátt og áður var. Það er Akureyri sem bezt hefur haldið velli enda mestur bær. Á Akureyri hófst útgáfa blaðs ekki miklu siðar heldur en i Reykjavik og þar hafa merk blöð verið gefin út á aðra öld. Nú marga siðustu áratugina hefur Dagur verið þar höfuðblað og einmitt um þessar mundir fyllir hann sjötta áratuginn. Frá upphafi vega hefur Dagur verið blað Fram- sóknarmanna og samvinnumanna og öflugt bar- áttutæki Norðlendinga, er markað hefur djúp spor. Á siðum Dags hafa fjölmargar nýjungar verið kynntar bæði fyrr og siðar, og þar hefur iðulega verið hart barizt til framgangs þeim málum, er aðeins varð fram hrundið með þrautseigju og elju. Má þar til dæmis minnaá, að hlutur Dags að stofnun Kristneshælis var ósmár. Dagur hefur notið þess frá öndverðu að hafa á að skipa ritstjórum, sem i senn voru ágætavel máli farnir og ritfærir að sama skapi og jafnframt miklir hugsjónamenn. Það hefði ekki verið öllum hent að fara i föt þeirra Jónasar Þorbergssonar, Þórólfs Sigurðssonar, Ingimars Eydals, Hauks Snorrason- ar og Erlings Daviðssonar. Þeir hafa borið hátt það merki sem þeim var falið á hendur og Dagur orðið Norðlendingum ómissandi brjóstvörn. Nú þegar Dagur hefur komið út i sextiu ár, eru uppi þær ráðagerðir að efla blaðið til mikilla muna enda hefur það þegar fengið hin ágætustu húsa- kynni og tæki. Það er nú efst á baugi að Dagur verði innan tiðar dagblað, hið fyrsta er til orða hefur komið að gefa út utan Reykjavikur. Útgáfa dagblaðs þótt ekki yrði stórt i sniðum er likleg til þess að verða hinn mesti aflvaki fyrir Norðlendinga. I landinu er sviptingasamt og lands- hlutunum er það mikilvægt að eiga þess kost að reifa mál sin sem bezt og fylkja liði til samstöðu um það sem brýnt er að berjast fyrir eigi þeir, sem búa fjarri miðstöðvum fjármálavalds og stjórnsýslu ekki að dragast aftur úr. Þar hefur Dagur haft ærnu hlutverki að gegna á liðinni tið og svo verður ekki siður ef takast má að gera hann að dagblaði áður en mjög langt um liður. Timinn og Dagur eru nokkurs konar tviburar i blaðaheiminum, bæði blöðin stofnuð á svipuðum tima og af samherjum i þjóðmálum og lifsviðhorf- um. Á milli þessara tveggja blaða hefur löngum verið náin samvinna, svo sem vera bera og iðulega samráð þegar svo bar undir. Þessi blöð hafa ekki verið keppinautar, heldur samherjar og veitt hvort öðru lið og styrk eftir föngum. Og svo mun áfram verða. Með það i huga hvað Dagur hefur verið i sex ára- tugi og hvað við gerum okkur vonir um, að hann verði næstu áratugina sendir Timinn beztu árnaðaróskir sinar norður yfir heiðar i höfuðstað Norðurlands. Við hér syðra vonum að Norðlending- ar efli Dag og Dagur efli Norðlendinga og þess sem hann hefur fram að færa i sókn og vörn, megi sjá sem ótviræðastan stað i framförum og farsælum hugsunarhætti fólks. — JH ERLENT YFIRLIT Rússneskur herforingi skiptir um hlutverk Þjálfaði Sómalíuher, stjórnar nú Eþíópíuher ERLENDUM fjölmiölum veröur um þessar mundir tiö- rætt um rússneskan hershöfö- ingja, sem þeir nefna Grigory Barisov, en hann er nú talinn stjórna gagnsókn Eþiópiuhers i Ogaden-héraöinu, sem virö- ist ætla að verða sigursæl. Undir hann heyra beint hinir rússnesku og kúbönsku sér- fræðingar, sem stjórna hinum meiriháttar vigvélum, sem eru notaöar i sókninni, þvi aö Eþiópiumenn eru ólærðir i meöferö þeirra. Samkvæmt upplýsingum, sem Vance ut- anrikisráöherra Bandarikj- anna birti siðastl. föstudag, hafa Rússar nú milli 800 — 1000 hernaðarlega sérfræö- inga i Eþiópiu, en Kúbumenn hafa þar um 3000 manna lið, þar af um 2000, sem taka bein- an þátt i viðureigninni i Ogaden. Þá er taliö, aö all- margir hermenn frá Suöur- Jemen taki þátt i orustum þar. Allir útlendingarnir eru sagöir heyra beint undir Barisov, sem jafnframt er talinn leggja á aðalráðin um þaö, hvernig sókninni er hagaö. Barisov hefur vakiö enn meira umtal en ella sökum þess, aö hann hefur á undan- förnum árum verið yfirmaöur hinna rússnesku sérfræöinga, , sem unnu að þvi að þjálfa her Sómaliumanna, en jafnframt þvi aö þjálfa herinn, bjuggu Rússar hann vel vopnum. Sómaliuher hefur þvi veriö talinn einn hinn öflugasti I Afriku. Mjög náiö samstarf var þá milli stjórna Sómaliu og Sovétrikjanna, en þetta samstarf fór versnandi eftir aö Rússar geröu vináttusátt- málann viö Eþiópiumenn á siðastl. ári. Rússar hugöust þá um skeið reyna aö sætta Eþiópiumenn og Sómali, en Barre, forseti Sómaliu, vildi ekki hlusta á slikt meöan sjálfstæöishreyfingu Sómala veitti betur I Ogaden. Hann setti aö skilyröi, að Ogaden og önnur landsvæöi i Eþiópiu, þar sem Sómalar búa, yrðu leyst undan yfirráðum Eþiópiu. Þessu hafnaði Eþiópiustjórn, og hertu Sómalir þá átökin i Ogaden og veitti þeim um skeið mun betur. Rússar tóku þá aö veita Eþiópiumönnum hernaðarlegan stuöning. Barre forseti svaraöi þessu i l ' . í *• Mengistu er ótraustur bandamaöur nóvembermánuöi siðastl. á þann veg, aö hann rauf stjórn- málasambandið viö Sovétrik- in og lýsti vináttusamninginn við þau úr gildi fallinn. Jafn- framt rak hann úr landi alla sérfræöinga Rússa, samtals um 3000 manns, þegar fjöl- skyldur þeirra voru meðtald- ar. Barisov hélt hins vegar ekki til Moskvu, heldur var hann sendur beint til Addis Abeba, og hefur hann siöan undirbúið sóknina i Ogaden. Enginn maður þótti færari um þaö, þvi aö hann þekkir senni- lega betur til Sómaliuhers en nokkur maður annar. ÞAÐ VAR á þessum tima álit margra fjölmiöla, aö Rússum heföi meira en litiö skjátlazt, þegar þeir kusu heldur vináttu Eþiópiumanna en Sómala. í Sómaliu höföu þeir góða aðstööu til að styrkja stöðu sina viö Indlandshaf. Slika stööu fá þeir ekki i Eþiópiu, ef Eritreu tekst aö brjótast undan yfir- ráöum Eþíópiu. Til þess aö tapa þó ekki öllu, töldu Rússar nauösynlegt að bregöast hart við og missa ekki einnig aö- stööuna i Eþiópiu. Þeir hafa þvi siðustu mánuöina sent geysimikiö af vopnum og vist- um til Eþíópiu, bæði sjóleiöina og flugleiðina. Leyniþjónustur Bandarikjanna og Arabaland- anna, sem er vinveitt Sómaliu, Uppdráttur sem sýnir Ogaden hafa reynt aö tylgjast meö þessum flutningum, en nú þykir ljóst, aö þeir hafa veriö enn stórfelldari en álitiö var um skeiö. Rússum hefur meö ýmsum hætti heppnazt aö dul- búa þessa flutninga. Ýmsir . fréttaskýrendur eru farnir aö gizka á, aö aöstoöin við Eþiopiu hafi þegar kostaö Rússa um einn milljarö doll- ara. Fljótlega eftir aö þessi aö- stoð Rússa viö Eþiópiu hófst, sneri Barre forseti sér bæöi.til Bandarikjanna og vinveittra Arabalanda og baö um aöstoö. Bandarlkjamenn tóku þá afstöðu aö veita hana ekki aö sinni, eöa á meöan barizt væri i Ogaden. I staöinn hvöttu þeir til friöarsamninga. Jafnframt höföu Bandarikin þau áhrif á Saudi-Arabiu og Egyptaland, aö þessi lönd veittu ekki Sómaliu beina aðstoö undir þessum kringumstæðum. Svipaö gilti um íran, en hins vegar lýsti íranskeisari yfir þvi, aö hann myndi skerast i leikinn, ef Eþiópiumenn geröu innrás i Sómaliu. AFSTAÐA Bandarikja- manna byggist á tvennu. I fyrsta lagi vildu þeir ekki dragast inn i hernaðarátök i Afriku. 1 ööru lagi heföi þaö mælzt illa fyrir i Afríku aö styöja Sómaliu til landvinn- inga. Flest rikin þar vilja varöveita óbreytt landamæri. Nú eru ýmsir Bandarikja- menn farnir aö efast um, aö Bandarikjastjórn hafi tekið rétta afstööu. Einkum hafa þessar skoöanir rutt sér til rúms eftir aö Eþiópiumenn tóku aö vinna á I Ogaden. Þvi hefur Bandarikjastjórn nú gefið til kynna, aö hún kunni aö skerast i leikinn, ef ráöizt veröi inn I Sómaliu. Enn er svo eftir aö sjá hvort Rússar græöa á stuðningi sin- um viö Eþiópiu. Þaö er langt frá þvi, aö Mengistu, einræöis- herra Eþlópíu, sé traustur i sessi. Stööugt berast þær fregnir frá Addis Abeba, aö þar riki hrein ógnaröld, þvi aö Mengistu lætur taka hugsan- lega andstæöinga sina af lifi hundruöum «aman, aöallega stúdenta. Samt halda áfram launmorö á hjálparmönnum hans. Ef andstæöingar Mengistu kæmust til valda, gætu þeir slitiö tengslin viö Rússa. Þaö gæti lika flogiö Mengistu I hug, ef hann styrktist I sessi, aö rjúfa sam- starfiö viö Sovétrikin, eins og hann rauf þaö viö Bandarikin. » Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.