Tíminn - 15.02.1978, Page 10

Tíminn - 15.02.1978, Page 10
10 Miövikudagur 15. febrúar 1978 Sýningin stóð í nokkrar mínútur Ein alvarlegasta hindrun i þvi að fást viö listir, — ef frá er talin lögreglan, þegar stjórnvöld beita henniá menningarsviöinu, — er líkiega sú aö eiga foreldra sem frægir eru á einhverju sviði. Þaö er ef til vill þess vegna sem listir ganga ekki i erfiðir, nema ef þaö væri leik- listin, nema meöörfáum undan- tekningum. Börn frægra manna Um þetta má finna mýmörg dæmi. Ósjálfrátt gerum við samanburð. Það er annað, hlýtur að vera annað að heyra börn Askenashy leika á hljóðfæri en „venjuleg” börn, annað að lesa skáldskapartexta eftir niðja Halldórs Laxness og annað að heyra kvæði barns Tómasar Guðmundssonar en kvæði eftir „venjuleg” börn. Nú veit ég ekkert hvort börn Askenashys spila á hljóðfæri og ekki heldur um það hvort börn þeirra Halldórs Laxness og Tómasar Guömundssonar eru að yrkja. sem mér kom þetta aðeins i hug, þegar ég las um myndlistarsýningu Svavars Guðna Svavarssonar, en hann er sonur hins kunna málara Svavars Guðnasonar, en Svavar Guðni hefur haft m jög hljótt um sig sem myndlistarmann, þótt hann hafi fengizt við myndlist- ina mjög lengi. Þóroddur Guömundsson skáld frá Sandi sagði mér einu sinni frá sinni byrjun í skáldskap en Þóroddur er sem kunnugt er, sonur Guðmundar Friðjónsson- ar semá sinni tiö var eitt mesta skáld sinnar samtiöar. Faðir hans, þ.e. Þórodds varhlynntur skáldskap barna sinna og Þór- AUar myndirnar seldust fólk I listum Hugsuöur .Uppmæling' oddur lofaði föður sinum að heyra fyrstu kvæðin og þeir ræddu um þau kosti þeirra og galla oghvaö betur mætti fara. Þannig séð var ljóðageröin laus við öll harmkvæli. Ahinn bóginn þá viðurkenndi Þóroddur aö það hefði verið erfitt að byrja þvi menn báru ljóö hans ósjálfrátt saman við ljóö föðurins.og þótt menn segðu ekki beinlinis: Hann pabbi þinn hefði nú ort þetta betur, þá lagði þessi að- staða vissar hömlur á hiö unga skáld. Almenningur geröi meiri kröfur: og hann varð að leggja haröara aö sér ef hann átti að verða skáld og standa á eigin fótum. Hann varð með einhverj- um hætti að vaxa frá hinum fræga föður. Nú er þetta löngu liðin tið sem allir vita, og Þóroddur Guðmundsson hefur fyrir lif- andi löngu unnið sér sitt eigiö sæti á skáldabekk, þar sem hanner metinn sem sjálfstæður höfundur en ekki sem sonur hans Guðmundar á Sandi. Svavar Guðni Svavars- son Nýverið hélt Svavar Guðni Svavarsson sina fyrstu mynd- listarsýningu en hann er sem áður sagði sonur Svavars Guðnasonar listmálara. Sýning- unahélthann i Pósthússtræti 15 i húsakynnum Taflfélagsins Mjölnis en Svavar Guðni er seigur skákmaður. Þaö vakti athygli að sýning Svavars Guðna stóð aöeins yfir i fáeinar minútur. Hún var ekki kynnt i blöðunum á venjulegan hátt. Engum var boðið ef frá eru taldir nokkrir menn mestan part voru það skákmenn og múrarar en myndirnar seldust strax upp og sýningunni var lokab en frá þvf var sagt i ein- hverju blaði og var þetta talin vera stytzta málverkasýning aldarinnar. Minnir satt aö segja dálitið á fyrstu sýningu Svavars Guðnasonar, sem haldin var i Skem muglugganum hjá Haraldi (i Austurstræti), en þar gerði kunnur Reykvikingur sér það til gamans að kaupa alla sýninguna á einu bretti en það var Bjarni Ivarsson, járn- smiöur i Héðni sá kunni mál- verkasafnari og listvinur. Siðan Svavar Guðni hélt hina skammgóöu sýningu hafa ýmsir, einkum skáklega sinnaðir menn, komið að máli við undirritaðan og spurt: Af hverju er ekkert skrifað um sýningu Svavars Guðna Svavarssonar i Timann? Svariö er einfalt: Okkur var ekki boöiö að sjá hana og vissum ekki af henni fýrr en henni var lokið og myndirnar komnar út um allt, inn á brjóst á hinum nýju eig- endum. Það varð samt úr að við reyndum aö afla upplýsinga átt- um stutt viötal viö Svavar Guöna og fengum myndir að láni en sá galli er á gjöf Njarðar að skúlptúrar Svavars Guðna eru litaðir en litaðar högg- myndir hafa ekki tiðkazt I heiminum lengi eftir að kirkjan byrjaði aö herma eftir Indián- um og fór að lita myndir. Siðan hefur yfirleitt sett vanliðan að Banka valdið Svavar Guðni Svavarsson fólki þegar það sér litaðar högg- myndir. Hér i blaðinu eru myndirnar svart/hvitar og þvi ekki nema svipur hjá sjón. Byrjaði að fást við myndlistina 12 ára Viö hittum Svavar Guðna að máli og gaf hann okkur eftirfar- andi upplýsingar um sig og list- ina: — Ég sýndi þarna i Pósthús- strætinu aðallega skúlptúra. Myndirnar voru unnar i leir og stein en aðallega þó i epoxy sem er nýtt efni i höggmyndir. Þetta efni er framleitt i Málning hf. og hefi ég gert á þvi marg- vislegar tílraunir einkum þó og séri lagi viðaðiita það. Ég hefi fryst svona efni geymt það við alls konar hitastig og aðstæður ogtelmighafa sannað notagildi' nýrra aðferða við að lita það. Epoxy er erfitt efni en ég hefi fengizt við það i fimm ár. Þetta efni hafði ekki verið litað áöur og þvi fór svo mikill timi i tilraunir meö litarefnin. — Hvernig tilraunir voru gerðar? — Ég stakk þvi i frystikistuna. Lét það vera tímunum saman i háfjallasól (ozonlampa) i inn- rauðum geislum og fleira var gert til þess að prófa litarefnin, og reyndust litarefnin vel. — Hvenær byrjaðir þú að fást við myndlist. Hafði faðir þinn einhver áhrif á þig i þvi efni? — Þaö held ég ekki. Hann var auðvitað málari, en móðir min Sigriður Olafsdóttir er ágætur teiknari. Ég fór að fást við þetta fyrir alvöru, þegar ég var 12-13 ára gamall, en þá fór ég i Mynd- listarskólann niður á Grundar- stig, en það hefur liklega verið árið 1946. En ég venti mfnu kvæði i kross og hóf nám i múrarariðn, og siðan lærði ég tækniteikn- uníteikningu á teiknistofu verk- fræðinga og arkitekta) i Tækni- teiknaraskólanum. Nú starf'a ég sem býggirigar- meistari hjá Vatnsveitunni, eri hefi myndlistina sem áhugemál ásamt öðru. — Sýningin stóð stutt? — Já hún stóð ekki lengi yfir. Satt að segja, þá hafði ég ráð- gert að láta hana standa i þrjá daga, og var búinnað skrifa utan á boðskort, en svo varð skyndi- legt dauðsfall i fjölskyldunni, og ég treysti mér ekki til þess að standa i þessu. Samt komu þarna fáeinir menn, sem vissu af þessuog þegar þeir vorubún- ir að sjá myndirnar, þá lokaði ég sýningunni. — Og þeir keyptu allt — Já þeir keyptu allar mynd- irnar og tóku þær með sér heim. Lengra varð þetta samtal ekki en viö fengum lánaðar nokkrar ljósmyndir af verkum Svavars Guðna Gvavarssonar, og eru þær birtar hér á siöunni, og auk þess eins mynd af menntamálaráðherra en hún var þó ekki á þessari einstæöu sýnigu. Jónas Guðmundsson. Vilhjálmur menntamálaráöherra.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.