Tíminn - 15.02.1978, Side 20
Miövikudagur
15. febrúar 1978
r
] 8-300
Auglýsingadeild
Tímans.
Sýrð eik
er sigild
eign
H U
GiH
TRtSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: S6822
Moldöskubylur í Eyj-
um og allt á kafi í snjó
Guðdómlegt vedur fyrir norðan
ESE-Allt var á kafi i snjó i Vest-
mannaeyjum i gær og hið versta
veður. Hjá lögreglunni fengum
við þær upplýsingar að mest öll
umferð lægi niðri, enda ekki
nema von, þvi að úti væri 9-10
vindstig og svo mikill skafrenn-
ingur að varla sér út úr augum.
En verðrinu er misskipt muu
landshluta, þvi að það vai sam-
dóma álitþeirramanna, sem haft
var samband við á Norðurlandi,
allt frá Sauðárkróki til Raufar-
hafnar, að veðrið þar væri frá-
bært i alla staði, og sumir höfðu á
orði, að um guðdómlegt veður
væri að ræða.
Færeyingar eignast verk-
smiðjuskip fyrir rækju-
veiðar og
vinnslu
SJ —Færeyingar hafa látið smiða
sér skuttogara sérstaklega gerð-
an fyrir rækjuveiðar og rækju-
vinnslu. Auðveldlega má breyta
togaranum i verksmiðjuskip fyrir
flökun og saltfiskframleiðslu.
Togarinn hefur hlotið nafnið Sel-
berg og er eigandi Ellert
Jacobsen. Skipið var teiknað hjá
Fiskerstrand & Eidoy og smiðað
hjá Smedvik Mek. Verksted i
Tjörvaag.
I skipinu er fullkomínn véla-
búnaður til að flokka, sjóða,
frysta, vikta rækjuna og pakka
hana Afkastageta er 40 tonn af
frystri rækju á 24 klst. Frysti-
geymslur hafa 4- 30 gráðu hita-
stig.
„örninn flýgur fugla hæst”
Ungoir
örn á
sveimi
í Ölfusi
FI — Þorlákur Kolbeinsson á
Þurá í ölfusi fékk óvænta heim-
sókn siðdegis á sunnudag, þvi aö
yfir tún hans flaug örn nokkur
ungur. Settist hann fyrst f rúm-
lega 100 metra fjarlægð frá
bænum, en flutti sig svo um set
austur á túniö. Þar sat hann ró-
legur í um þrjá stundarfjórö-
unga og var eitthvaö aö maula i
sig þennan tíma. Hrafnar sem
flögruöu fkringog föluöust eftir
bita, en þeir fóru bónleiöir til
búöar.
Þorlákur sagði i samtali við
Timann, að þennan örn hefði
hann áður séð á sveimi s.l. vor
og haust. Tilbreyting væri að fá
einn örn i Ölfusið, þvi að þar
heföi ekki sézt slikur fugl um
áraraðir. Mikið hefði verið af
erni þar fyrir aldamótin og
hefði þá verið talið, að hann
legðist eitthvað á lömb. Sliku
hefði ekki verið til að dreifa I
seinni tiö og héldi örninn sig
frekar þar sem fisks væri von.
A um þaö bil miöri þessari mynd er sá staðurinn sem flugstöövarbyggingin á aö rfsa, skammt frá
Nauthólsvfk. — Timamynd: Róbert.
FLUGSTÖÐ í
REYKJAVÍK
Framkvæmdir hef jast á þessu ári
SJ — Flugstöð verður á næstu ár-
um byggð á austanverðum
Reykjavikurflugvelli, suður undir
Nauthólsvik. Til þessa hefur eng-
in eiginleg flugstöö verið á flug-
vellinum, nema þá helzt af-
greiðsla Flugfélags Islands. I
nýju flugstöðinni verður starf-
semi flugfélaganna beggja F1 og
Loftleiða, sameinuð á einn stað og
umferð til og frá flugvellinum
verður þá öll neðan öskjuhliðar
og léttir þannigá umferðum Suð-
urgötu.
1 siðustu viku skipaði sam-
gönguráöuneytið byggingamefnd
flugstöðvarinnar sem nú hefur
haldið fyrsta fund sinn. 1 henni
eru Birgir Guðjönsson, deildar-
stjóri i samgönguráðuneytinu
sem er formaður, Gunnar Sig-
urðsson, flugvallarstjori Reykja-
vikurf lugvallar og Jón E.
Böðvarsson deildarstjóri i fjár-
málaráöuneytinu, fjárlaga- og
hagsýsiustofnun.
Veiðar Vestf jarðarbáta í janúar:
5.539 tonn af
bolfiski á land
rækjuaflinn minni en á sama tíma í fyrra
SKJ — Heildarafli Vestfjarðar-
báta í janúar var 5.539 lestir, en
var 4.903 lestir á sama tima i
fyrra. Stunduðu samtals 43
bátar bolfiskveiðar frá Vest-
fjörðum, 32 réru með linu, 10
með botnvörpu og 1 með net.
Aflahæsti linubáturinn i mánuð-
inum var Vestri frá Patreksfirði
með 148 lestir i 20 róðrum. Gyll-
ir frá Flateyri var aflahæstur
togaranna með 395 lestir. Stöð-
ugir umhleypingar voru i janú-
ar og settú mjög svip sinn á sjó-
sóknina. Einnig kvarta sjómenn
undan þvi að fiskislóðin út af
Vestfjörðum sé nú óvenju lif-
vana.
Afli linubátanna var i heild
2.649 lestir i 527 róðrum eða 5
lestir að maðaltali i róöri. Afli
togaranna var nú 2. 788 lestir
eða 50% heildaraflans i mánuð-
inum.
1 janúar var mestum afla
landað á Isafirði samtals 1.409
lestum. ÁPatreksfirði var land-
að 1.085 lestum, 810 lestum i
Bolungavik, 690 lestum á Suður-
eyri og 525 lestum á Flateyri.
Þessar aflatölur eru miðaðar
við óslægðan fisk.
55 bátar stunduðu rækjuveið-
ar á þrem veiðisvæðum við
Vestfirði i janúar, Arnarfirði,
Isafjarðardjúpi og Húnaflóa.
Heildaraflinn i mánuðinum var
nú 602lestir,en vará sama tima
i fyrra 665 lestir. Sjö rækjubátar
réru frá Bíldudal og öfluðu 53
lestir. Aflahæsti báturinn var
Visir með 13,7 lestir og Helgi
Magnússon með 12,0 lestin Frá
verstöövunum við ísafjarðar-
djúp réru 38 bátar og öflUðu 342
lestir, en frá Hólmavik og
Drangsnesi reru 10 bátar og öfl-
uðu 207 lestir.
Enn eitt slys á Kringlumýrarbraut:
Ekið á 79 ára gamla konu
ESE — Igær kl. 14.30 var ekið á 79
ára gamla konu á gatnamótum
Kringlumýrar- og Háaleitis-
brautar. Konan var á leiö vestur
yfir Kringlumýrarbraut, en bill-
inn sem ók á hana, mun hafa ver-
ið á leið noröur eftir götunni á
vinstri akrein. Konan var flutt á
slysadeild, en reyndist við skoðun
vera óbrotin og fékk fljótlega aö
fara heim aftur.
— Það hefur lengi verið brýn
þörf fyrir flugstöð hér sagði
Gunnar Sigurðsson i samtali við
Timann, — en ekki hefur fengizt
fjárveiting fyrr en nú á þessu ári,
70 milljónir króna.
— Ég hef litið um málið að
segja það er á frumstigi. Nokkur
undirbúningsvinna hefur farið
fram á vegum flugmálastjóra og
byggingarnefndin vonast til að
framkvæmdir geti hafizt við
byggingu flugstöðvarinnar siðar
á þessu ári.
— Ertu ánægður með fjárveit-
inguna?
— Fjárveiting er alltaf fjárfest-
ing og nú er þó hægt að byrja á
verkinu.
Eldur í íbúð
við Mörðufell
— húsbóndínn
fluttur á slysa-
deild vegna
reykeitrunar
ESE — Um kl. 9.58 i gærmorgun
var slökkviliðið kvatt að Möðru-
felii 15 hér i bæ, en þar hafði kom-
ið upp eldur i ibúð á fyrstu hæð
hússins.
Þegar slökkviliðið kom á vett-
vang var mikill reykur i ibúöinni
og hafði hann breiðst út um stíga-
ganga hússins. Eldsupptök voru i
barnaherbergi ibúðarinnar, og er
talið aö þar hafi börn verið að
fikta með eld.
Oll húsgögn i herberginu voru
ónýt, er tekizt hafði að slökkva
eldinn, og ibúðin þó nokkuð
skemmd af völdum reyks.
Einn maður var fluttur á slysa-
deild en hann haföi fengið væga
reykeitrun.
Mikil mildi var að ekki fór verr
en raun varð á, þvi að reykgufur
af brennandi húsgögnum eru ban-
eitraðar. einkum er um er að
ræða nælonefni.
Framleiðsla skepnufóðurs úr slógi og öðrum
ónýttum f iskúrgangi
i athugun hjá sjávarútvegs
ráðuneytinu
Eftirfarandi greinargerð hefur
borizt frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu:
Um miðjan janúar s.l. sam-
þykkti rikisstjórnin að heimila
Rannsóknastofnun fiskiðnaöarins
að leigja verksmiðjuskip af
danska fyrirtækinu Lumino, Es-
bjerg tíl að framleiöa fljótandi
skepnufóöur úr magurri loönu i
lok loönuvertiðar i ár. Samningar
þaraðlútandivoruundirritaöir þ.
27 janúar s.l.
A árunum 1975-1976 var þróuð
hjá Rannsóknastofnun fiskiönað-
arins ný aðferð til vinnslu á fóður-
efnum úrslógiog úrgangsfiski, en
frekari aðgeröir strönduðu á
markaðsmálunum þvi að vegna
mikilla birgða af þurrmjólkur-
dufti i Evrópu þdtti ekki koma til
greina að leggja út i nauðsynlega
fjárfestingu vegna fyrrgreindrar
framleiðslu. Nokkur dönsk fyrir-
tæki hafa um árabil framleitt ár-
lega u.þ.b. fimmtiu þúsund tonn
af meltu úr ruslfiski til fóðrunar á
svi'num, kúm og kálfum. Danska
framleiðsluaðferðin er einfaldari
i framkvæmd en aðferð Rann-
sóknastofnunar fiskiönaðarins,
en hefur þann ókost að fita sem
kann að vera til staöar i hráefn-
inu, súrnar verulega meðan á
framleiöslu stendur og nýtist þvi
ekki svonokkru nemi. Danska að-
ferðin hentar þvi bezt viö vinnslu
á fiturýru hráefni.
Ljóst er að hér gæti verið um
mikilvægt mál aö ræöa bæði fyrir
islenzkan sjávarútveg og land-
búnað, en fóðurbætir í þessari
mynd er langtum ódýrari en inn-
fluttur fóöurbætir og fiskimjöl.
Hagnýt samvinna gæti tekizt við
hið danska fyrirtæki, sem hefur
langa reynslu af framleiðslu,
dreifingu og fóörun dýra, auk
þess að vera kaupandi að 10-20
þús. tn.; af þessari vöru. Ráðu
neytiö og Rannsóknastofnunin
telja mikilvægt að ef vel gengur
gætu hér með opnazt möguleikar
til nýtingar á slógi og öörum ó-
nýttum fiskúrgangi. Þótt fram-
leiðslan fari þannig fyrst f stað
fram um borð i danska verk-
smiðjuskipinu verður auðvitað
að þvi' stefnt að vinna hráefnið
seinna f islenzkum landstöðvum
og um borð i togurum. Þá hefur
danska fyrirtækið lýst sig reiðu-
búiðtil þess að aðstoða viö skipu-
, lagningu á dreifingu á meltu til
islenzkra bænda, enda er hér um
innlenda kjarnfóðurframleiðslu
að ræöa.