Tíminn - 01.03.1978, Blaðsíða 3
Miövikudagur 1. marz 1978
3
Starfsmannafélag rikisstofnana
Hvetur til sam-
stöðu um verk-
fallsaðgerðir
A fundi stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs Starfsmannafélags
rikisstofnana, sem haldinn var i
gær 27. febrúar, var eftirfarandi
tillaga samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum gegn einu:
„Fundur i trUnaðarmannaráði
Starfsmannafélags rikisstofnana,
haldinn 27.2. 1978, mótmælir
harðlega nýsettum kjara-
skerðingarlögum, sem i raun eru
skerðing á frjálsum samnings-
rétti.
Fundurinn hvetur allt launafólk
til að sýna órofa samstöðu um
verkfallsaðgerðirnar 1. og 2.
marz og leggja niður vinnu.”
Fundurinn var mjög vel sóttur,
en hann sátu á þriðja hundrað
aðaltrúnaðarmenn og vara-
trUnaðarmenn félagsins.
Svipmynd af fundinum en hann sátu eitt hundrað tuttugu og
fimm fulltrúar. Tímamyndir G.E.
Einhugur og sam
heldni 1 Banda-
lagi kvenna í
Reykjavík í 60 ár
JB—Arlegur aðalfundur Banda-
lags kvenna í Reykjavik var hald-
inn dagana 26. og 27. febrUar sl. í
bandalaginu eru þrjátiu og eittað-
ildarfélag og hafa þau fjórtán
þúsund og fimm hundruð konur
innansinna vébanda. Afundinum
mættu fulltrúar allra aðildar-
félaganna, svo og milliþinga-
nefndirog sóttu að þessu sinni 125
konur fundinn.
UnnurSchram Agústsdóttir er
núverandi formaður, og hafði
Timinn samband við hana og fékk
upplýsingar um fundinn hjá
henni. Að sögn Unnar starfa niu
nefndir á vegum bandalagsins
allt árið, en það eru áfengis-
málanefnd, barnagæslunefnd,
ellimálanefnd, heilbrigðismála-
nefnd, kirkjumálanefnd, orlofs-
nefnd, tryggingamálanefnd, upp-
eldis- og skólamálanefnd og verð-
lags- og verzlunarmálanefnd.
Skiluðu þessar nefndir ályktunum
til umrðu á fundinum og voru þær
ræddar og samþykktar og siðan
sendar á viðkomandi staði.
Að sögn Unnar voru haldnir
tveir fyrirlestrar á fundinum, en
þá fluttu Hinrik Bjarnason, sem
Verkfræð-
ingar
í verkfall
— opinberir
starfsmenn i
V erkfræðinga-
félagi íslands
hvetja til
samstöðu
Eftirfarandi ályktun var
samþykkt á aðalfundi Kjarafél-
ags opinberra starfsmanna i
Verkfræðingafélagi Islands, sem
haldinn var að Hótel Esju
mánudaginn 27. feb. 1978
./Aðalfundur Kjarafélags
opinberra starfsmanna í Verk-
fræðingafélagi Islands (K.V.F.I.)
gagnrýnir harðlega kjaraskerð-
ingarlög rikisstjórnarinnar.
Fundurinn skorar á alla félags-
menn K.V.F.l. að leggja niðúr
vinnu 1. og 2. marz og stuöla
þannig að samstöðu launþega-
samtakanna”.
Unnur Schram Agústsdóttir,
núverandi formaður Bandalags
kvenna i Reykjavik.
ræddi um æskulýðsmál, og Mar-
grét Gunnarsdóttir og fjallaði
hennar fyrirlestur um dagvistun-
armál.
Bandalag kvenna i Reykjavik
var sextiu ára 30. mai á siðasta
ári, og að þvi erUnnur sagði blm.
hefur starfið verið öflugt allan
þennan tima. Það eru konur úr
öllum flokkum innan Bandalags-
ins, en þar hefur aldrei örlaö á
pólitik og má segja að samheldni
og einhugur riki— sagði Unnur.
Fyrsti formaður félagsins var
Steinunn H. Bjarnason en alls
hafa formenn verið niu. Tveir
heiðursfélagar þess eru enn á líf i
en það eru Svava Þorleifsdóttir
og Jóhanna Egilsdóttir og er sú
siðamefnda orðin 96 ára.
Aðsiðustu sagðiUnnur að fund-
urinn hefði rætt málefni Hús-
mæðraskóla Reykjavikur sem
Unnur sagði ætið hafa verið óska-
barn Bandalagsins. Þegar skól-
inn var keyptur, söfnuðu banda-
lagskonur fjörutiu og fimm þús-
und krónum til kaupanna, en
verðið var þá 100.000 krónúr. Er
nú búið að breyta rekstrinum og
rikið tekið við honum, að þvi er
Unnur sagði.
Afundinum kom fram, aðborg-
in hefði styrkt konurnar riflega
með fé og veitt þeim fjögur
hundruð þúsund króna styrk á ár.
—enda vinnum við mikiðhérinn-
an borgarinnar að alls kyns sjálf-
boðaliösstörfum, m.a. i kirkju-
málum og varðandi ellimál, sagði
Unnur.
Borgarstjórinn i Reykjavlk,
Birgir Isleifur Gunnarsson, bauð
öllum fulltrúum á fundinum til
kaffisamsætis i Höfða slðdegis i
gær.
Affarasælla að láta upp-
sagnarfrest renna út
— og undirbúa aðgerðir sem skila myndu áþreifan
legum árangri, sagði Magnús T. Ólafsson um
aðgerðir launþegasamtakanna
SSt — Mótmælaaðgerðir
margra launþegasamtaka gegn
efnahagsráðstöfunum rikis-
stjórnarinnar hefjast i dag. Af
þvi ölefni leitaði Timinn álits
formanna nokkurra stjórn-
málaflokka á aðgerðum laun-
þegasamtakanna og fara svör
þeirra hér á eftir. Fyrstur varð
fyrir svörum Magnús Torfi
Ólafsson, formaður Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna.
Hann sagði:
„Skiljanlega mótmæla laun-
þegasamtök harðlega skerðingu
samningsbundinna kjara með
lagaboði, en ekki er sama
hvernig að mótmælaaðgerðum
er staöið. Nú virðist það sett á
Magnús T. ólafsson.
oddinn að fá staðfestingu á fylgi
fjöldans við málstaðinn.
Úrþvl að ákveðið var að efna
til vinnustöðvunarsem ekki get-
ur haft nema táknræna þýðingu
að sinni, hvers vegna þá að hafa
hana tvo daga frekar en einn?
1 staðþess að efna til verkfalls
ánlagaheimildar.sem vitað var
að samstaða yrði ekki um i eig-
in röðum hafði að minum dómi
verið affarasælla að láta upp-
sagnarfrest samninga renna út
og nota timann til að undirbúa
aðgerðir sem liklegar eru til að
skila áþreifanlegum árangri.”.
Að minum dómi mjög
eðlileg viðbrögð
„Alit mitt á aðgerðum laun-
þegasamtakanna er, að viö-
brögð þeirra séu mjög eðlileg.
Hér er ekki um að ræða venju-
legt verkfall heldur mótmæli I
ákveðnu formi,” sagöi Lúðvlk
Jósepsson, er Timinn leitaði á-
lits hans.
Lúðvik Jósepsson.
„Til slikra mótmæla er oft
gripið þótt misjafnt sé hvernig
þau ber að. Lög frá alþingi eru
engin undantekning frá þvi og
þeim mótmælt, jafnvel þó að
mótmælaaðgerðirnar sem slik-
ar fariaðlögum.Til skýringar á
þessuvil ég benda á að ef þing-
meirihluti ákvæði með lögum að
svipta almenning mannréttind-
um, sem I gildi hafa verið um
langan tima, t.d. verkfallsrétti,
kosningarétti og öðru sliku, má
búast við að, að mótmæli al-
mennings gegn sUku komi fram
sem brot á hinum umdeildu lög,-
um. Ég lit þvi á aðgerðir laun-
þegasamtakanna 1. og 2. marz
sem mótmæli gegn ranglátri
löggjöf, mótmæli gegn rofum á
löglega gerðum samningum, og
mótmæli gegn lögákveðinni
launahækkun. Það er þvi skoðun
min, að allt fjas um ólögmætar
og ólýðræðislegar aðgerðir sé
einungis til þess að villa .'_,rir
um eðli málsins. Ljóst er að
verkalýðshreyfingin sem heild
bregzt þannig við þessum lög-
um, að hún segir upp kaup-
Geir Haligrimsson.
gjaldssamningum með lögleg-
um fyrirvara, og þvi má búast
við, að hin eiginlegu verkfallsá-
tök, sem kunna að sigla i kjöl-
farið, hefjist ekki fyrr en eftir
einn mánuð,” sagði Lúðvík Jó-
sepsson ennfremur.
Stofna efnalegum hag
launþega i hættu.
„Ég tel, að hér sé um ólög-
mætar aðgerðir að ræða, sem
bæði eru til þess fallnar að
stofna efnalegum hag launþega
og landsmanna allra I hættu, og
einnig réttaröryggi i landinu,”
sagði Geir Hallgrimsson forsæt-
isráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, er Timinn leit-
aði álits hans á aðgerðum laun-
þegasamtakanna.
Geir sagði ennfremur:
„Efnahagsráðstafanir rikis-
stjórnarinnar miða fyrst og
fremst að þvi að tryggja at-
vinnu, draga úr verðbólgu,
trygg ja kaupmátt launa og snúa
halla I viðskiptum við aðrar
þjóðir i afgang. Allt eru þetta
markmið, sem launþegum i
landinu er mikilvægast að náð
verði. Ef ekkert hefði verið að
gert, hefði atvinnurekstur
stöðvazt, og atvinnuleysi haldið
innreið sina,” sagði Geir Hall-
grimsson að lokum.
Gylfi Þ. Gislasón.
Mjög ranglátar
ráðstafanir
„Ég tel ráðstafanir rikis-
stjórnarinnar i efnahagsmálum
mjög ranglátar i garð launþega.
Það kom fram i veröbólgu-
nefndinni og var rætt þar, að
hægt heföi verið að gera nauð-
Framhald á bls. 14
Bankastjórar Landsbankans taldir frá vinstri: Sigurbjörn Sigtryggsson, Jónas Haralz, Helgi Bergs,
Björgvin Vilmundarson og Gunnlaugur Kristinsson. Tfmamynd Róbert.
' +
Landsbanki Islands:
N auðsynlegt að vaxta-
aukaútlán aukist meira
en önnur útlán
— svo unnt reynist að standa undir
vaxtabyrði af vaxtaukainnlánum
I frétt frá Landsbanka Islands
segir að árið 1977hafi verið bank-
anum hagstætt. Innlán jukust
verulega, aukning útlána var hóf-
leg, nema afuröalána, sem jukust
óvenju mikið.
Fyrstu fimm mánuöina var
mikil aukning innlána. En eftir
kjarasamningana I júní, er séð
var fram á aukna verðbólgu,
drógust þau saman, þar til i sið-
asta ársfjórðungi að aftur varö
veruleg aukning.
Námu innlán i árslok 34.800
millj. kr. og höfðu aukizt um 42%
á árinu. Vaxtaaukainnlán jukust
mest og námu 30% spariinnlána.
Framhald á bls. 14