Tíminn - 01.03.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.03.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. marz 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði. Blaðaprent h.f. Hverjir svíkja? Talsmenn ólöglegu verkfallanna, sem hafa verið boðuð i dag og á morgun, hampa þvi mjög i áróðri sinum, að rikisstjórnin hafi með efnahagslöggjöf- inni svikið kjarasamningana. Þessu er ekki sizt haldið fram af ýmsum aðalleiðtogum launþega- samtakanna, sem vita þó manna bezt, að þetta eru alger ósannindi. Hið rétta i þessu er það, að i kjarasamningunum milli Alþýðusambandsins og vinnuveitenda, sem gerðir voru á siðastliðnu sumri, er gert ráð fyrir þvi, að rikisvaldið kunni að verða að gripa til gengisfellingar eða visitöluskerðingar. Eitt ákvæði samninganna f jallar beinlinis um þetta. Samkvæmt þvi er verkalýðsfélögunum heimilt, ef stjórnarvöld gripa til umræddra aðgerða, að segja samningun- um upp með mánaðarfyrirvara og geta að þeim tima liðnum hafið verkföll, ef þau telja það nauð- synlegt til að knýja fram kjarabætur. Þennan upp- sagnarrétt hafa mörg verkalýðsfélög notað sér nú. Eftir að umræddur frestur er liðinn, eru verkföll fullkomlega lögleg. Verkföllin, sem boðað er til i dag og á morgun, eru hins vegar ólögleg sökum þess að umræddur uppsagnarfrestur er ekki útrunninn. Það eru þvi þeir, sem standa að umræddum verk- föllum, sem eru með þvi athæfi sinu að hvetja til þess að samningar séu vanefndir og sviknir en hvorki rikisvaldið eða atvinnurekendur. Um opinbera starfsmenn er það að segja, að sér- stök lög gilda um þá. Þeir hafa lengi barizt fyrir verkfallsrétti, en þeirri ósk þeirra hefur verið hafn- að af öllum rikisstjórnum, sem Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa tekið þátt i. Það var núver- andi rikisstjórn, sem veitti þeim verkfallsrétt með vissum takmörkunum, sem samtök þeirra sam- þykktu fyrir sitt leyti. Samkvæmt þessu samkomu lagi hafa þeir ekki rétt til að segja upp samningum á samningstimanum, en hins vegar er þeim tryggð- ur réttur til að fá hliðstæðar kjarabætur og aðrar launastéttir kunna að fá á samningstimabilinu. A sama hátt verða þeir lika að sætta sig við efnahags- ráðstafanir, sem launastéttirnar innan Alþýðusam- bandsins sætta sig við. Þannig er þeim tryggt, að þeir standi jafnfætis öðrum i launakjörum á samningstimanum. Af þvi, sem hér er rakið, er ljóst, að rikisstjórn eða Alþingi hafa ekki á neinn hátt brotið kjara- samningana með efnahagslögunum. Hitt er hins vegar augljós vanefnd á gildandi kjarasamningum, þegar verkalýðsleiðtogar boða til verkfalla áður en tilsettur uppsagnarfrestur er útrunninn. Þess vegna eru verkföllin, sem boðað hefur verið til i dag og á morgun, ólögleg. Villandi tölur Útreikningar þeir, sem Alþýðusambandið hefur látið birta um kaupskerðingu launþega vegna efna- hagslaganna, eru villandi á tvennan hátt. f fyrsta lagi er ekki tekið tillit til þess, að umrædd kaup- skerðing leiðir til minnkandi verðbólgu og eykur kaupmáttinn á þann hátt, þótt krónutala launanna lækki.Án þessararkaupskerðingar hefði verðbólgan alltaf farið i 36% á árinu, en á ekki að fara i meira en 30% vegna kaupskerðingarinnar. Hér er byggt á útreikningum Þjóðhagsstofnunarinnar. í öðru lagi er svo það, að umrædd kaupskerðing styrkir af- komu atvinnuveganna og kemur i veg fyrir atvinnu- leysi. Ekkert er meira hagsmunamál launþega en að atvinnuleysi verði afstýrt. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Indverjar vilja fá sterka stjórn aftur Indira Gandhi i mikilli sókn EF Indiru Gandhi endist lif og heilsa á hún áreiðanlega eftir að koma áfram við sögu indverskra stjórnmála á áhrifaríkan hátt. Um það vitna bezt úrslit fylkiskosning- anna, sem fóru fram í Indlandi um siðustu helgi. Kosið var i sex fylkjum, og er talningu ekki fulllokið nema i tveimur þeirra, þegar þetta er skrifað. 1 þeim tveimur fylkjum þar sem talningu er lokið, hefur hinn nýstofnaði flokkur Indiru Gandhis unnið yfirburðasigra. Þessi fylki eru bæði I Suður-Indlandi, Karnataka og Andrah Pradesh. Sennilega mun Janataflokknum og gamla Kongressflokknum veita betur i hinum fylkjunum fjórum. Aðalbaráttan var háð i Andrah Pradesh og Karnataka. þvi að þar þótti flokkur Indiru vænlegastur til fylgis.en bæði Janataflokkur- inn og gamli Kongressflokkur- inn vildu koma i veg fyrir sig- urhans. Einkum vildu þeir þó koma i veg fyrir, að hann sigraði I Andrah Pradesh,sem er eitt stærstu fylkjanna i Ind- landi. Desai forsætisráðherra lét persónulega mikið til sin taka i kosningabaráttunni þar. En það dugði ekki. Indira beitti sér af enn meira kappi oghrifust menn af þrautseigju og harðfylgi hennar. Hinn óvænti ósigur,sem hún beið i þingkosningunum á siðastl. vetri,virðist siður en svo hafa dregið kjark úr henni.en þó er hún orðin nokkuð þreytulegri i útlitien áður. Enandlegt þrek hennar er óbilað. INDIRA efndi til þing- kosninga i Indlandi siðastl. vetur eftir að hafa stjórnað með eins konar hernaðarlög- um i tvö ár,en samfleytt hafði hún þá verið forsætisráðherra Indlands i 11 ár. Siðustu tvö árin hafði hún stjórnað með harðri hendi og orðið vel ágengt á mörgum sviðum. Hún þótti þvi nokkuð sigur- vænleg i kosningunum. And- stæðingar hennar, sem áður voru margklofnir. gripu þá til þess ráðs að sameinast gegn henni i eitt bandalag og tókst þvi að vinna mikinn sigur. Það hefur nú sameinazt i einn flokk, Janataflokkinn. Sjálf féll Indira i kosningunum og missti hún þvi forustu Kon- gressflokksins á þingi. Leið- togar Kongressflokksins vildu litið samband hafa við hana og þótti liklegt, að hún myndi Indira Gandhi einangrast og verða áhrifalit- il. Þegar kom fram á sumarið fór hún að láta bera meira á sér og hóf fundaferðalög um allmörg fylki. Það kom þá strax i ljós.að hUn naut enn hylli almennings. Þó varð það mun meira áberandi eftir að rikisstjórnin hófst handa um málaferli gegn henni fyrir sakir, sem ekki virtust stór- felldar. Almenningsálitið snerist þá meira og meira á sveif með henni. Það hjálpaði til,að nýja rikisstjórnin þótti duglitil.enda háir það henni.að Janataflokkurinn er mjög sundurleitur. Þegar kom fram á haustið, vildu liðsmenn Indiru að hUn tæki við for- mennsku Kongressflokksins, en leiðtogarnir, sem þar voru fyrir, höfnuðu þvi. HUn stofnaði þvi nýjan Kongress- flokk.sem var ekki formlega stofnaður fyrr en fyrir tveim mánuðum. Svipaðan leik hefur hUn leikið eitt sinn áður, þegar deila reis milli hennar og Desai og eldri leiðtoga Kon- gressflokksins. Hún fór þá úr Kongressflokknum og stofnaði nýjan Kongressflokk sem vann mikinn sigur I næstu kosningum. Hinn nýstofnaði Kongressflokkur Indiru er þvi þriðji Kongressflokkurinn i Indlandi.en hinn upprunalegi Kongressflokkur var flokkur Mahatmas Gandhi og Jawaharlals Nehru, fööur Indiru,en þeir höfðu forustuna i sjálfstæðisbaráttu Indverja. ÞEGAR Janataflokkurinn kom til valda á siðastl. vetri voru nær allar fylkisstjórnir i Indlandi úr hópi Kongress- flokksins. Desai undi þessu illa og efndi þvi á siðastl. sumri til kosninga I 9 fylkjum aðallega i norðurhluta lands- ins, þar sem Janataflokkurinn hafði hlotið mest fylgi I þing- kosningunum. Janataflokkur- inn vann lika sigur i átta þeirra. Kongressflokkurinn var illa undir þessar kosning- ar búinn og Indira lét þær af- skiptalausar. Ef til vill heföu leikar farið á svipaða leið I suðurfylkjunum,ef kosið hefði verið þar á þeim tima. Desai taldi hins vegar hyggilegra að fresta kosningum þar og biöa þess, að Janataflokkurinn treysti sig betur i sessi. Ber- sýnilega hefur hann þá ekki reiknað með Indiru. Andstæðingar Indiru treysta á,að hún hafi minna fylgi i norðuriylkjunum en suður- fylkjunum,en þó eru þeir full- vissir um það siðan auka- kosning fór fram i kjördæmi i Nýju Delhi i fyrra mánuði. Flokkur Indiru fékk þar fram- bjóðanda sinn kjörinn. Janataflokkurinn, sem hafði fengið yfirgnæfandi meiri- hluta i þessu kjördæmi i þing- kosningunum siðastl. vetur, beiö ósigur og gamli Kon- gressflokkurinn fékk sama og ekkert fylgi. Þetta var fyrsti kosningasigurinn sem hinn nýi Kongressflokkur vann.og þótti aö vonum góðs viti fyrir Indiru. Sigrar Indiru i fylkis- kosningunum um helgina, benda ótvirætt til þess að rikisstjórn Janataftokksins nýtur orðið takmarkaðs trausts og menn vilja aftur fá trausta og einbeitta stjórn eins og stjórn Indiru var siðustu valdaár hennar. Takist Janataftokknum ekki að taka föstum tökum á vandamálun- um,má búast við þvi að flokk- ur Indiru haldi áfram aö efl- ast. í Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.