Tíminn - 01.03.1978, Blaðsíða 20
L
WMmrn ( bv 18-300
Miövikudagur 1. marz 1978 Auglýsingadeild Tímans.
Okukennsla
Greiðslukjör
Gunnar
Jónasson
Sími
Sýrð eík
er sigild
eign
HU
n
TRÉSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
Stjórn SH á fundi meö forsætisráðherra, samgöngumálaráðherra og sjávarútvegsráðherra i gær
Stjórn SH á fnndi með ráðherrum:
Skýrt frá fjárhagsörð-
ugleikum frystihúsanna
GV — Stjórn Sölumiöstöðvar
hraöfrystihúsanna gekk á fund
forsætisráöherra, sjávarútvegs-
ráöherra og samgöngumálaráö-
herra í gær, þar sem stjórn SH
skýröi frá þeim fjárhagsörðug-
leikum sem frystihúsin eiga viö
að etja. — Eftir aukafund Sölu-
miöstöövarinnar var stjórninni
faliö að ganga á fund rikistornar-
innar til að kynna viöhorfin eins
og þau líta Ut í dag og næstu mán-
uði, sagöi Eyjólfur ísfeld Eyjólfs-
son forstjóri SH i viðtali við Tim-
ann eftir fundinn i gær.
— Viö skýrðum frá þeim fjár-
hagsöröugleikum sem frystihúsin
eiga við aö etja, en þaö er ljóst aö
veröbólganfer meö fjárhagsstööu
meginþorra fyrirtækjanna sagöi
Eyjólfur. Eyjólfursagöi einnig að
rætt heföi verið um úrlausnir á
vandanum og kæmi þar margt til
greina. Rætt var um þaö 500
milljónakróna hagræöingafé sem
lofað var ásl. hausti, en hefur enn
ekki verið Uthlutaö, og þá einnig
um þær 350 milljónir, sem bætast
við þessa fjárhæö og koma af
gengishagnaöi. Meiningin væri aö
athuga að breyta lausafjárskuld-
um fyrirtækjanna i föst lán, og þá
var einnig rætt um vaxtahækkun
og vaxtabyröi. Eyjólfur sagði aö
rikisstjórnin hlyti aö taka máliö
til athugunar, en um framhald
málsins eftir þennan fund vildi
Eyjólfur ekki tjá sig.
Verkfall ASÍ og BHSB:
Þátttakan undir hverj-
um og einum komin
Landsbankamálið:
Gæzluvarðhald
rennur út í dag
GV — Gæzluvarðhald fyrrver-
andi forstööumanns ábyrgðar-
deildar Landsbankans, Hauks
Heiðars, rennur út kl. 4 i dag, en
sem kunnugt er var gæzluvarð-
hald framlengt 1. febrúar sl. til
dagsins i dag. Rannsóknaraöil-
ar hafa ekki viljað tjá sig um
hvort gæzluvarðhaldinu lýkur i
dag eða hvort það verði fram-
lengt enn á ný.
1 einu siödegisblaðanna i gær
var frá þvi skýrt að Sveinn
Snorrason réttargæzlumaöur
Hauks Heiðars og fulltrúi
Landsbanka tslands væru nú
staddir i Sviss til að sækja þar
andviröi 20 milljóna isl. kr. sem
Haukur á geymdar þar i landi.
Við bárum þessa frétt undir
Jónas Haralz bankastjóra
Landsbankans, og sagðist hann
ekkert geta sagt um málið á
þessu stigi.
Tímafrekt að tengja
hitaveitu við hús á
Siglufirði á ný
GV— Nú er veriö að ryöja leiöina
frameftir, og þaö eru aðeins
nokkur hundruö metrar eftir,
sagði Snorri B. Sigurðsson i við-
tali viö Timann siðdegis I gær.
Snorri sagöi einnig aö þaö tæki
töluverðan tima aö ryöja þann
spotta sem eftir er, þar sem yfir
hæðótt landslag er aö fara. Þá
veröur einnig eftir aö ryðja frá
hitaveituhúsunum i Skútudal en
þau eru undir þykku snjólagi. —
Þaö fer nóttin og meira til i það,
sagöi Snorri. Verkiö vinna fimm
menn, tveir á snjóblásara, einn á
jarðýtu og annar á jeppa, og
Hreinn Júllusson sér um verk-
stjórn. Byrjað var á verkinu um
fimm leytiö i fyrrinótt, stuttu eftir
aö snjóblásarinn kom til bæjar-
ins, en hann var töluvert lengur á
leiöinni en menn áttu von á, en
snjóþyngsli á vegum voru mikil,
4-6 m djúpur snjór á Strákavegi.
— Viö gerum ráð fyrir að viö-
gerö geti hafizt um leið og ýtan
hefur rutt frá húsunum, en þó að
viðgerö ljúki, þá er ekki þar meö
sagt aö hitaveituvatnið sé komið i
bæinn á ný. Þá verður eftir aö af-
tengja hús viö oliukyndingu, og
tengja þau á ný viö hitaveitulagn-
ir, og þaö veröur timafrekt, sagöi
Snorri.
Flest öll hús á Siglufirði eru
með einhvern hita og hefur raf-
magnsofnum veriö dreift um bæ-
inn. 1 gær var flóabáturinn
Drangur kominn til Siglufjarðar
meö rafmagnsofna frá Akureyri.
— Viö vitum ekki tl aö nein hús
séu skemmd, sagði Snorri.
Ný ákvæði
um
óheimilar
fjarvistir
Ráðuneytiö hefur i dag fellt úr
gildi umburðarbréf nr. 7/1968 um
skráningu og meðferð óheimilla
fjarvista. Er þvi niður felld heim-
ild starfsmanna til að velja um
hvort óheimilum fjarvistum
þeirra skuli mætt með fækkun á
sumarleyfisdögum eöa auka-
vinnu.
Jafnframt skal vakin athygli á
aö samkvæmt ákvæðum 2. mgr.
30. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi
og skyldur starfsmanna rikisins,
er starfsmanni skylt aö vinna án
endurgjalds yfirvinnu allt aö tvö-
földum þeim tima, er hann hefur
veriö frá starfi án gildra forfalla
eða hlita þvi aö dregið sé af laun-
um sem þvi nemur.
Fjármálaráðuneytiö
GV— í dag hefst tveggja daga
verkfall aliflestra launþegasam-
taka innan Alþýöusambans
tslands og allra stéttasamtaka
innan Bandalags starfsmanna
rikis og bæja að undanskyldu
Starfsmannafélagi Reykjavfkur
og Póstmannafélagi tsiands til aö
mótmæla þeirri kjaraskeröingu,
sem leiðir af efnahagsráðstöfun-
um rikisstjórnarinnar.
Skipulagning verkfallsins hefur
veriö I höndum stjórna BSRB og
ASt, en framkvæmd verkfallsins
er i höndum hvers stéttafélags
fyrir sig, s.s. eins og verkfalls-
varzla. Afstaða stéttafélaga hefur
veriö nokkuö misjöfn, sum hafa
hvatt meðlimi sina til þátttöku i
verkfallinu önnur eins og t.d.
Starfsmannafélag Reykjavikur,
Verzlunarmannafélag
Reykjavikur og fleiri verzlunár-
mannafélög, Sjómannafélag
Reykjavlkur, öll félög innan
Alþvðusambands Vestfjaröa utan
verfcalýösfélagsins Baldurs hafa
tilkynnt að ekki veröi af þátttöku.
Að öðru leyti er hverjum og ein-
um félagsmanni i sjálfsvald sett
hvort aö hann taki þátt I verkfall-
inu, utan verkalýösfélagsins
Dagsbrúnar og Hins Islenzka
prentarafélags, þar sem beinlinis
hefur veriö boöað til verkfalls.
Þaö veröur þvi fyrst I dag, sem
þaö kemur i ljós hversu almenn
þátttakan er.
Starfsmenn útvarpsins tóku þá
ákvöröun á fundi i gær að út-
varpsáendingar veröi ekki látnar
niöur falla, en starfsfólk hvatt til
að mæta á útifundinn i dag.
Starfsfólk sjónvarpsins haföi ekki
ákveðið afstööu sina i gærkvöldi.
—Þó að menn greini litilsháttar á
um aðgerðir til aö mótmæla
þessu, þá rikir fullur einhugur um
að mótmæla siöustu aögeröum
ríkisstjórnarinnar i efnahags-
málum, sagði Baldur Kristjáns-
son fulltrúi hjá BSRB i viötali viö
blaöiö i gær.
Heilbrigðisstarfshópur BSRB
hefur rætt um aöstöðu starfs-
manna heilbrigðisþjónustunnar
til vinnustöðvunar án þess að
heilsugæzlu fólks veröi stefnt i
voða. Akveöið var að kynna fyrir-
liggjandi hugmyndum takmörk—
un starfsmannafjölda á skurö-,
svæfinga-, og röngten* deildum,
draga úr starfrækslu göngudeilda
og endurhæfingadeilda, svo og
annars staðar, þar sem tima-
bundinni fækkun starfsmanna
væri unnt að koma viö.
Hópurinn beinir þvi til starfs-
fólks aö það sjálft ákveöi síg á
milli möguleikana um fram-
kvæmd þessa á hverjúm stað,.
„Starfsræksla ýmissa deilda, t.d.
legudeilda veröi i engu skert. Þá
er þvi beinlinis beint til alls
starfefólks i heilsugæzlu aö þaö
reyni að haga svo verkefna skipt-
ingu, að sem stærstur hluti starfs-
manna geti tekið þátt i útifundi
launþegasamtakanna á Lækjar-
torgi kl. 2 i dag, segir I frétt frá
nefnd fulltrúa frá ýmsum starfs-
greinum heilbrigöisþjónustunn-
ar.
Losun skuldahnútarins
bráðabirgðalausn
— segir Jón Skaftason alþm. um erfiðleika á
Suðurnesj um
FI — S1 föstudag mættu þing-
menn Reykjaneskjördæmis,
ásamt Jóni Sigurössyni hag-
rannsóknarstjóra á fundi meö
fulltrúa fiskvinnslu og útgeröar
á Suðurnesjum Þar var til um
ræðu þaö alvarlega ástand, sem
fyrir hendi er á svæöinu i fisk-
vinnslu og fiskveiöum. Kom
fram á fundinum, að frystihús
og fiskvinnslustöövar á Suöur-
nesjum veröa aö loka dyrum
sinum, veröi ekkert aö gert
strax. Af þessu tilefni haföi
Timinn samband viö Jón
Skaftason alþingismann, en
Suöurnesjamenn hafa nú faliö
þingmönnum Reykjaneskjör-
dæmis aö finna leiðir út úr
vandanum. Var Jón spurður aö
þvi, hver væri raunveruleg
staöa þessa máls nú.
Staðaner sú, sagöi Jón, aö afli
hefur dregizt saman undanfar-
in ár við Suö-Vesturland og
erfiðleikar útgeröarmanna og
eigenda fiskvinnslustöðva eru
nú slikir, aö til stöðvunar mun
koma á næstu dögum i frysti-
húsum og fiskvinnslustöövum
veröi ekkert aö gert fljótlega.
—Þaö má gjarnan taka fram i
þessu sambandi aö fiskveiöar
og fiskvinnsla eru undirstöðuat-
vinnugreinar á Suöurnesjum.
— Astandiö hjá frystihúsun-
um og fiskvinnustöðvunum er
nú slikt, aö vanskilaskuldir
Jón Skaftason
þeirra til viöskiptaaöila — aöal-
lega á Suöurnesjum, nema 5 —
600 milljónum króna. Þann
skuldahnút veröur að leysa, ef
ekki á aö koma til stöövunar.
— Suöurnesjasvæðið hefur á
undanförnum árum búiö viö
lakari lánafyrirgreiöslur en
ýmis önnur svæöi á landinu,
sem er ein ástæöa þess aö nýleg
skip hafa verið seld þaðan burtu
og fiskiöjuverin hafa ekki fengið
þá endurnýjun sem nauðsyn ber
til.
Jón sagöi aö lokum, að þing-
menn væru nú aö athuga leiöir
til þess aö leysa þann hnút, sem
til væri kominn vegna áöur-
nefndra vanskilaskulda. Þar
yröi um bráöabirgðaúrlausn aö
ræða. Frambúöarlausn beinist
aðallega að þvi að athuga
möguleika á aukningu á löndun
sjávarafla á Suöurnesjum og út-
vegun fjármagns til endur-
skipulagningar vinnslustööva.
Siödegis i gær fóru þingmenn
Reykjaneskjörsæmis ásamt
fulltrúum Suöurnesja á fund
forsætisráöherra, og var sá
fundur liöur i þvi að finna
bráöabirgöalausn á vandanum.