Tíminn - 10.03.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 10.03.1978, Blaðsíða 24
 Wímrnm b* 18-300 Ökukennsla Greiöslukjör Föstudagur 10. marz 1978 Auglýsingadeild Tímans. Jónasson JpJ M/ 1$ Sími 40-694^-^—-.— TRESMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 - . - Sýrð iik er sigild eign 27 milljónum úthlutað til listamanna 16 hljóta laun í fyrsta skipti SKJ —Ariö 1978 hljóta 144 lista- menn listamannalaun, samtals 27 milljónir, og er þaö nær 60% hærri upphæö en I fyrra. Sextán listamenn, sem ekki hafa hlotiö laun áöur, fengu nú úthlutaö launum, 15 þeirra eru i lægra flokkinum og fá 135 þúsund, en Tryggvi Emilsson, sem hlaut listamannalaun i fyrsta skipti, er i flokki þeirra er hljóta 270 þúsund krónur. Af sextán lista- mönnum er hljóta laun i fyrsta skipti eru 9 konur, en aöeins ein kona er i heiöurslaunaflokki og fjórar i flokki þeirra er hljóta 270 þúsund. Listamennirnir skiptast þannig milli flokka, aö 68 eru nú i hærra flokknum, en 64 i þeim lægra. Viötekin regla er að listamenn, sem einu sinni hafa hlotið laun i efra flokki hljóti þau áfram og bættust nú fimm nýir i þann flokk, þeir Benedikt Gunnarsson listmálari, Oddur Björnsson leikritahöfundur, Steinþór Sigurösson mynd- listarmaöur, Tryggvi Emilsson rithöfundur og Þorkell Sigur- björnsson tónskáld. Af sextiu og fjórum lista- mönnum i lægra flokkinum hlutu 34 einnig laun i fyrra, 15 hafa hlotið laun áöur, en 15 hafa ekki hlotiö listamannalaun fyrr. Meöal þeirra sem hlutu laun i fyrsta skipti eru Auöur Bjarna- dóttir, eini listdansarinn i hópn- um, Björg borsteinsdóttir myndlistarmaöur, Kjartan Ragnarsson leikritaskáld og leikari, Óskar Magnússon vef- ari, Ragnheiöur Jónsdóttir myndlistarmaður, Steingrimur Sigurösson myndlistarmaöur og Valgeir Guöjónsson hljóm- listarmaður, sem er aö þvi er viröist i hinu heföbundna sæti popptónlistarmanna á listanum. 1 efra flokki skiptast lista- menn eftir listgreinum þannig, aö 30 menn er leggja stund á bókmenntir hljóta laun, 21 myndlistarmaöur, 14 tónlistar- menn, og þrir leikarar. I neöra (Jthlutunarnefnd listamannalauna, Jón R. Hjálmarsson ólafur B. Thors, Helgi Sæmundsson, Hall- dór Kristjánsson, Hjörtur Kristmundsson og Sverrir Hjálmarsson. A myndina vantar Magnús Þóröarson. flokki hlutu 22 skáld, 26 mynd- listarmenn 10 tónlistarmenn, 5 leikarar og einn dansari laun. Fátitt er aö listamenn hljóti þegar laun úr efra flokki, er út- hlutunarnefnd listamannalauna úthlutar, en svo er þó aö þessu sinni. Þaö er Tryggvi Emilsson, er ritaö hefur sjálfsævisöguna Fátækt fólk og Baráttan um bruöið og hlaut eins og áöur seg- ir laun i fyrsta sinn. Bókin Fá- tækt fólk var tilnefnd af Islands hálfu er úthlutað var Bók- menntaverölaunum Noröur- landaráös i fyrra. Bókin hlaut einnig sérstaka viöurkenningu ASl i fyrravetur. „Fjansen tekur um tvær klukkustundir I flutningi og stemningin er kínversk eins og sjá má af þessari mynd, sem tekin var i Lindarbæ í gær. Tímamynd Róbert. N emendaleikhúsið: Kínversk stemming í Lindarbæ ,,Getum tekið undir fréttir um rekstrar erfiðleika FI — Nemendalcikhúsið frum- sýnir nk. mánudagskvöld I Lindarbæ leikritiö „Fansjen” eftir Bretann David Hare, en leik- ritiö samdi Hare upp úr sam- nefndri bók Bandarikjamanns, ferðalangs mikils, WQIiams Hint- on aö nafni. Hinton þessi ferðaöist til Kina u.þ.b. þrisvar sinnum frá árinu 1937 og dvaldi i Kina samfleytt frá 1947—1953. Frásögninni beinir Hinton sér- staklega aö bændaþorpinu Tjang- tsjúang og fjallar lcikritiö um lifsbaráttu Ibuanna þar á árunum 1945—1949. Leikstjóri og þýöandi er Briet Héðinsdóttir. „Fansjen” þýöir i bókstaflegri merkingu aö snúa sér eða bylta um. Eni munni hundruð milljóna kinverskra bænda, sem ýmist áttu engar jarðir sjálfir eða að- eins litla skika, merkti „fansjen” að rfsa upp, kasta af sér oki land- eigandanna, eignast jarðir, bú- fénaö, verkfæri og hús. Baráttu- söngvar eru margir i þessu verki. Leikhópinn skipa 12 manns og er þetta frumraun þeirra á sviöi. Reyndar hafa þau áöur leikið i barnaleikriti Péturs Gunnars- sonar, sem sýnt var i skólum nú i vetur og ætla sér jafnvel að taka það upp i haust. Þau munu og koma með þriöja verkefniö á fjal- irnar siðar á árinu. Guðrún Svava Svavarsdóttir sá um leikmynd og búninga, Þor steinn frá Harmi þýddi upphafs- og lokaljóð verksins, Fjóla Ólafs- dóttir tónmenntakennari skólans samdi lög viö ljóö leikritsins og Ólafur örn Thoroddsen, sá um leikljós og útfærslu leikmyndar. Björg Isaksdóttir saumaði hluta af búningunum, en annað hafa nemendur annazt sjálfir, svo sem smiðar, saumun, málun og svo frv. Leikritið verður frumsýnt i Lindarbæ 13. marz kl. 20:30, önn- ur sýning verður miövikudag 15. marz og þriöja sýning 16. marz. JB — Þaö er búið aö vera þokka- legur afli hjá okkur i allan vetur og á mánudaginn var ágætisafli hjá bátunum, þetta tiu til fjórtán tonn aö meðaltali sem er með þvi betra. En við höfum þrjá báta sem leggja upp hjá fyrirtækinu. Svo sagðist Helga Jónatanssyni forstjóra Hraöfrystihúss Pat- reksfjarðar frá i samtali við Tim- ann i gær. Svo sem greint hefur verið frá i Timanum,er Hraðfrystihúsiö aö byggja nýtt fiskvinnsluhús. Að sögn Helga ganga framkvæmdir við það seint. Dálitið var unniö við þaö i haust en frá þvi um ára- mót hefur ekkert verið gert. Er þar eingöngu fjármagnsskorti um aö kenna. „Við erum sárir yfir þessu. Fiskveiðisjóður og byggöasjóöur í gær var kosiö i Háskóla Is- lands til stúdentaráös auk þess sem kosnir voru tveir fulltrúar stúdenta iHáskólaráö. Orslit uröu þau aö A-listi Vöku hlaut 599 at- kvæöi og 5 menn kjörna i stúdentaráö. B-listi vinstri hafa enn ekki tekiö neina ákvörðun um það hversu mikla fjárveitingu við eigum aö fá á þessu ári og getum viö ekkert gert fyrr en þaö liggur fyrir. Þaö er einkum bagalegt að missa af þessum vetrarmánuðum, upp á iönaöarmenn að gera þvi að þetta er sá árstimi þegar hvaö minnst er að gera hjá þeim. Þegar fer að vora og koma fram á sumariö fer fólk að ráöa þá almennt til starfa oger erfittað fá iðnaðarmenn þá, þannig að þessi seinagangur kemur sér mjög illa fyrir okkur. Við getum tekið undir þaö sem komið hefur fram i fjölmiðlum varðandi rekstur frystihúsanna. Þvi þótt alveg nægur afli berist á landi til okkar þá er það alveg á takmörkunum að viö getum látið enda ná saman fjárhagslega, sagöi Helgi. manna hlaut 815 atkvæöi og 8 menn kjörna i stúdentaráð. Vaka fékk 1 mann kjörinn i Háskólaráö og Vinstri menn 1. Um 55% stúdenta neyttu at- kvæðisréttar sins en alls greiddu 1509 atkvæöi. . Allt í hnút í Eyjum HEI — Ef ekkert gerist I málun- um á morgun, sé ég ekkert framundan annaö en aö fara heim og loka frystihúsunum sagöi Stefán Rundlfsson, for- stjóri Vinnslustöövarinnar i Vestmannaeyjum i gær. Málin standa ekkert betur en fyrir hálfum mánuöi, en siðan erum viö búnir að vera hér á fundum meira og minna. Okkur er allstaöar vel tekið, þaö vant- ar ekki, en það bara gerist ekki neitt. Það er fundur aftur á morgun, og leysist ekki málin þá; sem ég er nú farin aö verða hálf svartsýnn á eftir þvi hvern- ig allt hefur gengið hingaötil, þá hlýtur framhaldiö að verða stöðvun mjög bráðlega. Keflavíkurflugvöllur: Flugvélakostur endurnýj aður JS — Nú á mánudaginn munu fyrstu flugvélarnar af nýrri gerö lenda á Keflavikurflugvelli og er þaö upphaf endurnýjunar þess flugvélakosts sem bækistöö hefur á islandi á vegum varnarliösins. Þessar vélar eru af gerö sem ber heitiö „F-4E Phantom KI”, en und- an fariö hafa hér veriö vélar af geröinni „F-4C”. Munurinn á þessum tveimur gerðum mun aö sögn kunnáttumanna einkum fólginn 5 þvi aö nýja gerðin er fullkomnari aö tækni- og öryggisbúnaöi auk þess sem hreyfillinn er af nýjustu gerö. Vélarnar eru væntanlegar til Keflavikurflugvallar siöla á mánudag. Vinstrimenn báru sigur úr býtum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.