Tíminn - 10.03.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.03.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. marz 1978 3 Jón Oskar fær bók- menntaverðlaun Gunn- ars Gunnarssonar FI — Nýlega voru Jóni Öskari rit- höfundi veitt bókmenntaverðlaun Gunnars Gunnarssonar að upp- hæð þrjú hundruð þúsund krónur. t tilkynningu úthlutunarnefndar segir að Jón Óskar hljóti þessa viðurkenningu fyrir ritstörf sin yfirleitt. Nefndina skipa Tómas Guðmundsson,Kristján Karlsson og Ragnar Jónsson. Gunnars Gunnarssonar verð- launin hafa verið veitt einu sinni áður og hlaut þau þá Hannes Pétursson. Jón Óskar rithöfundur Skrúfudagurinn - kynningardagur Vélskólans A laugardag verður hinn árlegi kynningar- og nemendamótsdag- ur Vélskólans, skrúfudagurinn. Er það i sautjánda sinn, sem gengizt er fyrir slikri kynningu. Þá gefst væntanlegum nemend- um — svo og forráðamönnum hinna yngri nemenda og öðrum, sem áhuga hafa á, kostur á þvi að kynnast nokkrum þáttum skóla- starfsins. Nemendur verða viö störf i öllum verklegum deildum: i vélasölum, raftækjasal, smiða- stofum, rafeindatæknistofu og f 1., og munu þeir veita allar upp- lýsingar um hin margvislegustu tæki og skýra gang þeirra. Vélskólanemendur búa sig und- ir hagnýt störf i þágu fram- leiðsluatvinnuveganna og má þvi búast við að marga fýsi að kynn- ast með hvaða hætti þessi undir- búningur fer fram, en mjög ör þróun hefur verið i kennsluhátt- um skólans siðari ár. Kynning vélskólanema hefst kl. 13.30 og stendur til 17. Viljum fá að velja og hafna — en ekki láta bilanir sjá um það fyrir okkur JB — ,,Við fórum af stað með þetta.ég og Birna Lárusdóttir, vegna þessað ástand i sjónvarps- málum hefur verið fyrir neðan allar hellur hjá okkur i allan vet- ur. Skilyrði eru mjög slæm og bilarnir tiðar. Við sjáum eigin- lega aldrei neitt,það er snjókoma á skerminum og stundum detta heilu sendingarnarútog erum viö náttúrulega óánægð með þetta. Jú, það hafa farið menn frá sjónvarpinu vestur og þótzt gera við endurvarpsstöðina , en það hefur allt farið á sama veg aftur. Við fáum auðvitað ekkert endur- sýnt af þvi sem við missum af en vildum kannski sjá. Sl. laugardag sáum við t.d. ekki iþróttaþáttinn og kom sending ekki inn á fyrr en eftir kvöldmat og eins var með sunnudaginn. Við viljum ekki borga fyrir slika þjónustu. Við viljum lika hafa rétt til að velja og hafna sjálf hvað við sjáum en ekki láta bilanir sjá um þaö fyrir okkur.” Svo sagðist Erlu Jóhannesdótt- ur Efri-Brunná i Saurbæ í Dala- sýslu frá er Timinn hafði sam- band við hana vegna bréfs sem ibúar héraðsins hafa samið og sent frá sér. En i bréfinu segir: Vegna slæmra skilyrða og tiðra bilana neitum við undirrituð að greiða afnotagjöld af sjónvörpum okkar nema fullnaðarviðgerð fari fram á endurvarþsstöðinni á Reykhólum i A-Barðastrandar- sýslu. Er bréfið undirritað af 27 ibúum hreppsins en það eru jafn- framt allir sjónvarpseigendur í Saurbæjarhreppi. rsnrrmTifTrM TsTI \t*\\ r nm\ Kll«l Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtaka tslands beinir fyrirspurnum til forsætisráðherra Tfmamynd G.E. Gunnar Snorrason endurkjör- inn formaöur — á aðalfundi Kaupmanna samtakanna í gær ESE — 28. aðalfundur Kaup- mannasamtaka tslands, var haldinn á Hótel Sögu i gær. Fyr- ir fundinum lágu venjuleg aöal- fundarstörf, auk þess sem Geir Hallgrimsson forsætisráðherra, ávarpaði fundinn og svaraöi fyrirspurnum. Fundurinn hófst kl. 10 i gær- morgun með fundarsetningu, en að henni lokinni hélt formaður Kaupmannasamtakanna, Gunnar Snorrason, ræðu og bauð fundargesti velkomna. Að lokinni ræðu Gunnars voru lagö- ar fram skýrslur og reikningar, auk þess sem greinargerðir fluttu Þorvaldur Guðmundsson, formaður bankaráðs Verzlunar- banka tslands og Leifur Asleifs- son, fulltrúi Kaupmannasam- takanna i stjórn Lifeyrissjöðs verzlunarmanna. Eftirtaldar ályktanir voru samþykktar fyrir hádegis- verðarhlé i gær: 1. Akvörðun stjórnvalda um aö lækka verzlunarálagningu i smásölu er harðlega mótmælt, og bent er á þá stórfelldu eigna- upptöku á vörubirgðum verzl- ana i landinu, sem sifelldar gengislækkanir hafa i för með sér. 2. Aðalfundurinn beinir þeim til- mælum til rikisstjórnarinnar að verzlunin fái nú þegar endur- greiddan þann mikla kostnað, sem hún leggur að mörkum vegna innheimtu söluskatts. 3. Aðalfundur Kt beinir þeim til- mælum til Alþingis og rfkis- stjórnar, að Verzlunarbanki ts- lands fái nú þegar rétt til sölu á erlendum gjaldeyri. 4. Fundurinn vekur athygli á þvi misræmi sem rikir i lánamálum atvinnuveganna i landinu og beinir þeim tilmælum til stjórn- valda að þegar verði sett lög- gjöf, sem tryggi framgang til- lagna f é la g a sa m ta k a verzlunarinnar um lánasjóð verzlunarinnar og meö löggjöf- inni verði sjóðnum tryggður öruggur tekjustofn til frambúð- ar. 5. Fundurinn beinir þvi enn- fremur til Alþingis og rikis- stjórnar, að frumvarp til laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti verði afgreitt sem lög á yfir- standandi þingi. Að loknu hádegisverðarhléi, tók Gunnar Snorrason til máls og bauð forsætisráðherra vel- kominn til fundarins. Gunnar sagðist fagna þvi, að forsætis- ráðherra hefði séð sér fært aö vera viðstaddur fundinn, þvi að það væri margt sem félaga i Kaupmannasamtökunum lang- aði til að fá svör við. Gunnar beindi siðan spurningum til for- sætisráðherra, en gaf honum þvi næst orðið. Geir Hallgrims- son flutti ávarp, en að þvi loknu svaraði hann spurningum fundarmanna. Að loknum umræðum var gengið til kosninga formanns og varaformanns og voru þeir Gunnar Snorrason formaður og Þorvaldur Guömundsson vara- formaður, endurkjörnir til eins árs. Frá aðalfundi Kaupmannasamtaka tslands I gær — Geir Hallgrims- son forsætisráöherra, svarar fyrirspurnum fundarmanna og Gunn- ar Snorrason nýendurkjörinn formaður Kaupmannasamtakanna hlýðir á. TimamyndG.E. Góður árangur hjá Prjóna- stofunni Iðunni á alþjóð- legri sölusýningu JB —Vikuna 19,- 23. febrúar sl. var haldin i London prjónavöru- sýning, International Knitwear Fair. Fimm islenzk fyrirtæki tóku þátt i sýningunni, Alafoss h.f. Les-Prjón h.f., Prjónastofan Úr söiubás Iðunnar á International Knitwear Fair sýningunni I Lon- don. Iðunn h.f., Iðnaðardeild Sam- bandsins og Röskva. Auk þess tók umboðsmaður Prjónastofú Borgarness þátt i sýningunni. Útflutningsmiðstöðin sá um skipulagningu vegna sýningar- innar fyrir flest fyrirtækin. t fréttatilkynningu frá Út- flutningsmiðstöð Iönaöarins segir, að öll nefnd fyrirtæki hafi eingöngu sýnt ullarvörur nema Prjónastofan Iðunn sem sýndi acryl peysur, en einnig peysur úr svokallaðri „superwash” ull. „Um helmings söluaukning varð á ullarvörunni frá sýning- unni á siðasta ári. Langbeztum árangri á sýningunni náði þó Prjónastofan Iðunn með acryl peysur sinar. Þessi árangur er ekki einungis eftirtektarverður fyrir hina góðusölu heldur hefur prjónastofan Iðunn sýnt fram á það með góðri hönnun og vand- aðri vöru, að hægt erað selja til útflutnings fatnað úr erlendu hráefni. Þetta er mjög athyglis- vert, þvi að senn hlýtur að koma að þvi að islenzka ullin verði fullnýtt, ef um áframhaldandi söluaukningu á ullarfatnaði verður að ræða,” segir i frétta- tilkynningunni. öskjuhliða rskóli Happdrætti til stuðnings Öskj uhlíðar skóla Nú stendur yfir sala á happ- drættismiðum frá Foreldra- og kennarafélagi öskjuhliðarskóla. öskjuhliðarskóli er hæfingar- skóli fyrir þroskaheft börn. Skól- inn tók til starfa i þeirri mynd sem hann er nú haustið 1975. Enn- þá er aðeins lokið fyrsta áfanga byggingarinnar og þrengsli mikil og margt sem vantar. Foreldrafélagið vill með fjár- söfnun sinni stuðla að framgangi ■og uppbyggingu skólans. Einnig mun foreldrafélagiðgangast fyrir sumardvöl fyrir nemendur skól- ans. Happdrættismiðarnir eru til sölu i Bókabúð Glæsibæjar. Einn- ig sjá nemendur skólans og að- standendur þeirra um að selja miðana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.