Tíminn - 10.03.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 10, marz 1978
n
Vill helzt af öllu
verða bóndi. . .
Guðbjörg Guðmundsdóttir er
nemandi i búfræðideild Bænda-
skólans á Hvanneyri. Þar sem
hún er úr Reykjavik var
forvitnilegt að vita hvernig
áhugi hennar á búfræðinámi
varð til. Hún sagðist hafa verið i
sveit á hverju sumri frá barns-
aldri og þess utan alltaf þegar
tækifæri hefðu gefizt til, þvi hún
kynni hvergi betur við sig en i
sveit, við sveitastörf. bvf hefði
hún fengið áhuga á bændaskól-
anum og væri mjög ánægð með
veru sina þar. Námið er
skemmtilegt og fjörugt félagslif
i skólanum, sagöi Guðbjörg.
Nemendahópurinn er að vísu
svolitið sundurleitur i byrjun en
fljótlega er orðið heimilislegt á
staðnum.
Hún var spurð, hvort munur
væri á afstöðu nemenda úr
dreifbýli og þéttbýli, til skólans.
Taldi hún að þeir, sem kæmu úr
þéttbýli, ættu oft erfiðara i byrj-
un með, að aðlagast reglum
skólans, t.d. um útiveru
og háttatima. Væri það eðlilegt,
þvi margir væru vanir að ráða
fritíma sínum að mestu sjálfir
áöur en i skólann kemur og væri
þvi mikil breyting að þurfa allt i
einu að hlíta reglum sem gilda i
heimavistum. I sambandi við
tómstundir er breytingin einnig
mikil fyrir þá t.d., er vanir væru
að eyöa sinum tómstundum að
miklu leyti utan heimilis. t
heimavistarskóla er litið hægt
að fara. Fólk verður að finna sér
áhugamál innan skólans. Þarna
standa þeir betur að vigi er áður
hefðu tekið þátt í félagslífi, t.d.
skátastarfi.
Skapast því mikið félagslíf i
skólanum og margt er hægt að
hafa fyrir stafni, I ffistundun-
um. Það er spilað, teflt og sung-
ið. Lika er margskonar klúbba-
starfsemi. Einnig má nefna að
margir eru með góð hljómflutn-
ingstæki með sér, og lána þau
gjarnan til að hafa „Diskótek”.
Sjónvarp er auðvitað I skólan-
um, en ekki er mjög mikið horft
á það.
Um framtiðarfyrirætlanir
sfnar i námi og starfi sagði
Guðbjörg að flest væri óráðið
ennþá. Hún taldi óliklegt að hún
færi i framhaldsnám i
búvísindadeild. En bændaskól-
inn væri góður undirbúningur
fyrir garðyrkjuskóla eða eitt-
hvað styttra framhaldsnám
erlendis.
Helzt af öllu vildi hún gerast
bóndi, en taldi mjög ólíklegt að
af þvi gæti orðið vegna þess hve
gifurlega kostnaðarsamt það er
að hefja búskap í sveit. Liklega
yrði þetta þvi aðeins draumur.
Guðbjörg Guðmundsdóttir
1 heimsókn i Bændaskólann að
Hvanneyri_ nýlega vakti það
athygli bláðamanns, að einn
kennari skólans er nefndur tóm-
stundakennari. Þótti áhugavert
að fræðast meira um þann þátt
skólastarfsins.
Trausti Eyjólfsson hefur verið
tómstundakennari frá hausti
1972. Hafði þá vaknað áhugi
kennara skólans á þvi að hafa
einn ákveðinn kennara til að sjá
um félagsstarfið i skólanum.
Var Trausti ráðinn f eitt ár.
Þótti þetta gefast svo vel að
áfram var haldið á sömu braut.
Starf tómstundakennara felst
i þvi að aðstoða nemendur i
margs konar félagsstarfi, vekja
áhuga þeirra á ýmsum félags-
störfum, kenna fundarsköp og
ræðumennsku og félagsmál
landbúnaðarins.
Margt er gert i tómstundum á
Hvanneyri. Þar er málfundafél-
ag, taflfélag, bridgefélag og
hestamannafélag, en nemendur
mega koma með hesta sfna með
sér ef þeir vilja. Þá má nefna
leiklistarklúbb, ferðaklúbb um
skoðunarferðir og fjallgöngur,
og bændaskólinn, hafa haldiö
uppi félagslegum samskiptum í
mörg ár og er það orðin hefð.
Siðan, veturinn 1973 héfur
Hvanneýrarskólinn staðið fyrir
svonefndri „Marzhátið”. Er þaö
skemmtun sem nemendur hafa
veg og vanda af. Boðið hefur
verið ibúum tveggja til þriggja
nærliggjandi hreppa, ásamt
námsmeyjum frá Varmalandi,
sem einnig hafa lagt dagskránni
lið. Andakílshreppur hefur lán-
að félagsheimilið Brún endur-
gjaldslaust fyrir þessa hátíð.
Mikil vinna hefur legið á bak við
þetta, en ánægjan hefur lika
verið mikil þegar allt heppnaát
vel, eins og verið hefur.
Trausti sagði það mjög
ánægjulegt að vinna með
nemendum og áleit þá einnig
hafa bæði gagn og gaman af fél-
agslegu starfi, er á reyndi. Oft
vantaði aðeins einhvern til að
hvetja til dáða, og það er starf
tómstundakennarans. Hann á
ekki að sjá fólki fyrir skemmt-
unum, Heldur benda á leiðir og
aðstoða við hugmyndir og fram-
kvæmdirNþeirra. HEI
Myndin er tekin á leiksýningu, er nemendur á Hvanneyri stóðu fyrir
á „Marz hátiö” s.l. vetur.
ljósmyndaklúbb og kvikmynda-
klúbb. Ekki má heldur gleyma
söngnum, mikið er sungið.
Framhaldsskólarnir f Borg-
arfirði, þ.e. Samvinnuskólinn,
húsmæðraskólinn á Varmalandi
Trausti Eyjólfsson,
tómstundakennari.
Grani
— hestamannafélag nemenda á Hvanneyri.
Fjörugt félags-
líf á Hvanneyri
Opinberar
byggingar
í Reykjavík merktar
Úr hinum nýju salarkynnum f Sigtúni.
Ný hæð opnuð
í Sigtúni
JB — Þeir sem lögðu leið sina i
Sigtún um helgina munu hafa
komizt að raun um að búið er að
stækka húsnæðið þar, þ.e. að inn-
rétta hæöina fyrir ofan með tilliti
til skemmtanahalds.
Von er á enn frekari stækkun
þarna i næstu framtið, þvi að
þetta húsnæði sem nú var opnað
var aðeins fyrri áfangi af tveim.
Nýi salurinn rúmar 355 manns en
neðri hæðin 953. Er hann hólfaður
meðskilrúmum og handriöum og
hefur verið komið fyrir dansgólfi,
börum, salernum og grilli. Upp-
gengt er af neðri hæðinni á tveim
stöðum. Grillið er nýjung i þessu
tilfelli og veröur það opið fram
eftir kvöldi. Onnur nýbreytní
samfara þessari stækkunersú, að
sögn Sigmars, að hann ætlar að
reyna að hafa opið á kvöldin fyrri
part vikunnar.
Sigmar Petursson er Reykvik-
ingum vel kunnur úrskemmtana-
hússbransanum, en hann hefur
rekið skemmtistaði i borginni i
áraraðir. „Eftir sjö ár mun ég
eiga tuttugu ára afmæli sem veit-
ingamaður, og ætli það séu þá
ekki um nitján ár frá þvi ég hefði
átt að leggja upp laupana i brans-
anum”,sagðihannkimileitur. En
þrátt fyrir þessa umsögn hans
bendir ekkert til þess að hann ætli
sér að hætta á næstunni, þvi að
þessi viðbót hans nú, er bara
byrjuniná miklu verki. Aö þvi er
Sigmar sagði, þá langar hann til
aö sjá hverja hæðina risa upp af
annarri þar sem Sigtún er og
stefnir hugurinn það hátt, að
einhvertima i framtiðinni verði
þarna veitingahús upp á 7-8 hæð-
ir. Sagðist Sigmar hafa byggt
grunn hússins með þetta fyrir
augum, en hann léti sér sjáltum
þó sjálfsagt nægja 1-2 hæðir til
viðbótar,hitt eftirléti hann afkom-
endum.
A fundi borgarstjórnar
Reykjavikur 16. febrúar sl.
flutti Kristján Benediktsson
eftirfarandi tillögu sem
samþykkt Var einróma:
„Borgarstjórn samþykkir að
láta hanna sérstakt skilti, er
notað verði til að merkja opin-
berar byggingar i borginni,
svo sem skóla, sundstaði, dag-
vistunarstofnanir o.fl.
A skiltinu verði tilgreint m.a.
heiti stofnunar og hvers konar
starfsemi þar fer fram.
Skiltum þessum verði komiö
fyrir, þar sem aðalaðkoma aö
viðkomandi byggingu er.”
Kristján sagði m.a., er hann
mælti fyrir tillögunni, að með
henni væri stefnt að þvi að
gera borgina aðgengilegri og
mennilegri bæði fyrir ibúa
hennar og gesti, sem að garði
bæri. Þær stofnanir, sem eink-
um væri um aö ræða, væru
skólar, dagvistarheimili,
heilsugæzlusiofnanir, sund-
staðir o.fl.
Taldi Kristján að taka þyrfti
fram á merkiskilti, hvers kon-
ar stofnun um væri aö ræða og
hvaða starfsemi þar færi
fram. Einnig mætti geta um,
hvenær byggingin var reist og
hver hannaði hana. Þá þyrfti
sums staðar að geta um opnun
artima, t.d. við sundstaöi.
Kristján taldi að þessar merk-
ingar ættu ekki aðeins að ná til
stofnana og bygginga i eigu
borgarinnr sjálfrar heldur
einnig, þótt eignaraðild og
rekstur væri i höndum ann-
Kristján Benediktsson
arra svo sem rikis eöa ein-
stakra félagssamtaka.
Markús örn Antonsson tók
til máls af hálfu meirihlutans
og tjáði sig mjög samþykkan
tillögunni og þeim atriðum,
sem fram hefðu komið i ræðu
Kristjáns.
Þess má geta að þegar er
hafinn undirbúningur að þvi
að framkvæma tillöguna.
M$rkús örn Antonsson.