Fréttablaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 2
2 15. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR OPIÐ HÚS Opið hús í nýju húsnæði að Laugavegi 116, 2. hæð kl. 17:30 – 19:00 Allir velkomnir Innritun hefst 21. ágúst – 1. september alla virka daga frá kl. 13:00-18:00 Domus vox Laugavegi 116, 105 Reykjavík sími 511-3737, GSM 893-8060, www.domusvox.is,domusvox@domusvox.is Söngskólinn FERÐAMENN Frá næstu áramótum verður farið að telja ferðamenn frá fleiri löndum en áður hefur verið gert. Nú eru taldir sérstaklega ferða- menn frá sextán löndum og aðrir flokkaðir undir „önnur lönd“. Frá áramótum verður fjórum löndum bætt við og er Kína þar á meðal. Magnús Oddson ferðamála- stjóri segir fá, ef nokkur lönd, hafa jafn nákvæman gagnagrunn um erlenda ferðamenn og Ísland. Magnús segir þennan gagnagrunn mikilvægan í allri markaðs- og kynningarvinnu ferðaþjónustunn- ar á erlendum mörkuðum. -hs Meiri flokkun ferðamanna: Fjórum lönd- um bætt við BANDARÍKIN, AP Bandarísk kona sem óttaðist að kærastinn myndi yfirgefa hana á meðan hún lá veik, tók til þess ráðs að lána honum fimmtán ára gamla dóttur sína til afnota í rúminu. Parið og stúlkan skrifuðu undir samning þess efnis, en í staðinn átti stúlkan að fá föt og líkamsgötun. Upp komst um málið eftir að stúlkan sagði frá samningnum, en þá hafði kærasti móður hennar haft mök við hana um 20 sinnum. Konan og kærastinn, sem er 37 ára, hafa verið ákærð fyrir grófa misnotkun á stúlkunni. Móðirin hefur verið leyst úr haldi, en mað- urinn situr inni fyrir aðild sína að málinu. - smk Bandarísk móðir: Lánaði kærast- anum dótturina FERÐAMENN Ferðamenn frá fleiri löndum verða taldir sérstaklega. HVALVEIÐAR Hvalur 9, eitt hval- veiðiskipanna sem legið hafa við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn und- anfarin ár, fer í slipp síðar í þess- ari viku í fyrsta sinn í sautján ár eða síðan 1989, að því gefnu að pláss losni hjá Stálsmiðjunni í Reykjavíkurhöfn. Kristján Loftsson, fram- kvæmdastjóri Hvals hf., sem er eigandi skipanna, segir engin rök til fyrir því að hefja ekki hvalveið- ar í atvinnuskyni hér við land. „Stofninn hér við land er í miklu betra ásigkomulagi núna heldur en þegar við vorum að veiða,“ segir Kristján. „Það er hægt að veiða hval hér við land til eilífðar ef veiðunum er stjórnað skynsam- lega.“ Að sögn Kristjáns er stór markaður fyrir hvalkjöt erlendis, bæði í Japan og Noregi. Hann segir að ýmsir fyrirvarar sem settir voru fyrir inngöngu Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðið séu runnir út og því sé ekkert því til fyrir- stöðu að leyfa hvalveiðar hér við land í atvinnuskyni, og því var ákveðið að ráðast í að kanna ástand hvalveiðiflotans. „Þegar skip eru búin að liggja svona lengi þarf heilmikið að gera eins og gefur að skilja,“ segir Kristján. „Skipið hefur ekki farið í slipp síðan 1989, eða í sautján ár, og við viljum sjá í hvaða ástandi skipið er þessa stundina.“ Til þess að fá haffæri þarf skip- ið að fara í klössun, þar sem botn- inn er yfirfarinn, þykktarmældur og þar fram eftir götunum. Skip þarf öllu jöfnu að fara í klössun á fjögurra ára fresti, en eins og áður segir eru sautján ár frá því að skipið fór upp á þurrt land. „Þetta er heilmikil vinna. Það þarf að öxuldraga og taka stýrið niður og annað slíkt til að koma því í horf- ið og það má vel reikna með að skipið verði rúmar þrjár vikur í slipp,“ segir Kristján. Kristján segist ekki hafa gert upp hug sinn hvort eða hvenær hin hvalveiðiskipin fari í slipp, hann segist ætla að bíða og sjá í hvernig ástandi Hvalur 9 er, en skipið er yngst skipanna fjög- urra, smíðað 1952 og er því 54 ára gamalt. Kostnaðurinn við að halda flotanum í skikkanlegu ásig- komulagi yfir árin hefur verið verulegur að sögn Kristjáns. „Ég er búinn að eyða óhemju fjár- munum í þennan rekstur og myndi örugglega bilast ef ég færi að velta því fyrir mér. Það kostar auðvitað að halda þessu við eins og allt annað hér á landi,“ segir Kristján. „Það kostar allt hér á landi nema víxileyðublöðin í bankanum,“ segir Kristján og hlær. Að sögn Kristjáns hefur hann ekki fengið vilyrði fyrir kvóta. aegir@frettabladid.is Hvalur 9 tekinn í slipp síðar í vikunni Eitt hvalveiðiskipanna fjögurra sem legið hafa í Reykjavíkurhöfn undanfarin ár fer í slipp síðar í þessari viku, í fyrsta sinn í sautján ár. Framkvæmdastjóri Hvals hf., kveðst bjartsýnn á að hvalveiðar í atvinnuskyni hefjist fljótlega. FLUGSAMGÖNGUR Icelandair hefur ákveðið að breyta reglum um hámarksþyngd farangurs á áætlun- arleiðum félagsins. Tilmælum er þó enn beint til farþega að tak- marka handfarangur eins og auðið er. Kílóafjöldinn sem hver farþegi má ferðast með hefur verið aukinn úr 20 kílóum í 23 kíló og farþegi borgar nú 750 krónur fyrir hvert aukakíló umfram heimildina. Flug- félagið vekur athygli á að um tíma- bundna lækkun gjalda er að ræða. Fyrir sérfarangur eins og golf- sett, reiðhjól, skíði og annan íþrótta- farangur sem fer yfir 23 kíló, greið- ist eitt gjald, 2.500 krónur. - æþe Reglum um farangur breytt: Farangur má nú vega 23 kíló BRETLAND, AP Yfirvöld í Bretlandi lækkuðu í gær viðbúnaðarstigið vegna yfirvofandi hryðjuverka- hættu lítillega. Ákvörðunin veitir langþreyttum flugfarþegum kær- komnar tilslakanir frá þeim hámarksöryggisráðstöfunum sem gripið var til er upp komst fyrir helgi um áform um að granda allt að tíu farþegaþotum í flugi milli Bretlands og Banda- ríkjanna. Tilslakanirnar voru þó ekki miklar og ferðalangar þurftu enn að sætta sig við langa bið við öryggishlið og innritun, auk þess sem miklar tafir urðu á mörgum flugleiðum og um einni af hverj- um tíu áætlunarflugferðum var aflýst. Rannsóknin á hryðjuverkasam- særinu beindist í gær meðal annars að velgjörðarsamtökum í Pakistan, sem sagt var að gætu hafa átt þátt í að fjármagna áformin. Var líkum að því leitt að féð væri komið úr sjóðum sem ætlaðir voru til að standa straum af neyðaraðstoð vegna jarðskjálftanna miklu í Pak- istan. Dómstóll í Lundúnum fram- lengdi gæsluvarðhald yfir þeim 23 sakborningum sem í haldi eru, grunaðir um aðild að samsærinu. Lækkun viðbúnaðarstigsins þýðir það að flugfarþegum á breskum flugvöllum er nú heimilt að taka með sér eina litla tösku í handfarangur. Fartölvur, vasa- diskó og bækur voru einnig heim- ilaðar á ný. - aa Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu lækkað í Bretlandi: Handfarangur heimilaður á ný LÖNG BIÐ Flugfarþegar á Heathrow-flug- velli bíða eftir innritun í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KRISTJÁN LOFTSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI HVALS HF. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 fer í fyrsta skiptið í sautján ár í slipp í vikunni. Kristján er vongóður um að hvalveiðar í atvinnuskyni hefjist á næstunni. Hvalur 9 er skipið í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS Guðjón, ykkur hefur ekki langað að taka annan hring? „Nei takk, ekki nema KB Banki heiti því að stofna útibú í Tógó og borga öllum sömu laun þar og þeir gera hér.“ Guðjón Heiðar Valgarðsson hjólaði hringinn í kringum landið ásamt tveimur félögum sínum til að styrkja Spes-samtökin sem vinna að því að koma upp og reka heimili fyrir munaðarlaus börn í þróunarlöndum. TRÚARBRÖGÐ Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri upp- lýsingasviðs Biskupsstofu, segir að auglýsing sem birtist í Morgunblað- inu á laugardag á vegum óháðra trúfélaga sé ekki í anda þeirrar vinnu sem fer fram innan þjóðkirkj- unnar um samkynhneigð. Hvíta- sunnukirkjurnar á Íslandi, Kross- inn, Vegurinn og Betanía stóðu á bak við heilsíðuauglýsinguna, en í henni voru samkynhneigðir hvattir til að leita sér hjálpar til að „losna úr viðjum samkynhneigðar“. „Það er alveg ljóst af ályktun kenningarnefndar sem var lögð fram fyrir prestastefnu í apríl á þessu ári og er til umræðu innan kirkjunnar nú að þjóðkirkjan viður- kenni að kynhneigð fólks er mis- munandi,“ segir Steinunn, en biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, hefur ekki tjáð sig um málið. „Við erum ekki að fordæma sam- kynhneigða. Við erum bara að segja að lífsmáti þeirra sé ekki eðlilegur og að það sé til önnur leið,“ segir Kristinn Ásgrímsson, sem veitir Hvítasunnusöfnuðinum í Reykja- nesbæ forstöðu og er einn upphafs- manna auglýsingarinnar. „En mér finnst þetta náttúrulega ekki jákvætt,“ segir Kristinn. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, for- maður Samtakanna ´78, segir að samtökin hafi áhyggjur af því að verið sé að auglýsa meðferðir sem eru mjög skaðlegar. „En auglýsing er auglýsing og fólk verður að fá að hafa sínar skoðanir. Ýmsir eru fjötr- arnir og sumir myndu álíta að svona kristin trú væru fjötrar,“ segir Hrafnhildur. - rsg Buðust til að frelsa fólk úr fjötrum samkynhneigðar í blaðaauglýsingu: Ekki í anda þjóðkirkjunnar HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR Formaður Samtakanna ´78 tekur auglýsinguna ekki inn á sig en hefur áhyggjur af málinu. HEILBRIGÐISMÁL Það er mikilvægt að veita þeim aðstoð sem farnir eru að líða vegna ofþyngdar sinnar að mati Laufeyjar Stein- grímsdóttur, næring- arfræðings og sviðs- stjóra rannsókna hjá Lýðheilsustöð. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að tæplega 400 manns biðu innlagnar á nær- ingarsvið Reykja- lundar og teldust þeir allir lífshættulega feitir. Laufey segir mikilvægt að bæta þjónustu við þennan hóp enn frekar og segir það stundum gleymast í umræðunni að offita sé ekki ein- ungis vandi einstaklinganna heldur einnig vandi samfélagsins. - hs Offita vandi samfélagsins: Feitir þurfa betri þjónustu LAUFEY STEIN- GRÍMSDÓTTIR SJÁVARÚTVEGUR Samkvæmt tölum Fiskistofu um úthafsveiðar í júlí komu 34.312 lestir af norsk- íslenskri síld á land í júlímánuði og fékkst stærsti hluti þess afla innan færeyskrar lögsögu. Meira hefur aflast af kolmunna í ár heldur en í fyrra, þrátt fyrir að kolmunnaafli í júlí síðastliðn- um hafi verið helmingi minni en í fyrra. Kolmunnaaflinn frá ára- mótum er kominn í 287.729 lestir en á sama tíma fyrir ári var búið að landa 251.385 af kolmunna. Svipað magn veiddist af úthafs- karfa í síðasta mánuði og í júlí í fyrra, en úthafskarfinn í júlí var 4.024 tonn. -rsg Tölur frá Fiskistofu: Kolmunnaafli meiri en í fyrra Eftirför stöðvuð Lögreglan stöðvaði för tveggja bíla á Miklubraut í fyrrinótt. Í þeim voru góðkunningjar lögreglu. Menn í öðrum bílnum töldu sig eiga sitthvað óuppgert við þá í hinum og veittu þeim því eftirför. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.