Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 15.08.2006, Qupperneq 12
12 15. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR MIKIÐ FJÖR Á hátíð sem haldin var í Juigalpa í Níkaragva um helgina fylgdust margir með þessum hetjum reyna að klifra upp fituborinn trjádrumb. Áhorfend- ur hvöttu þá ákaft áfram. FRÉTTBLAÐIÐ/AP WASHINGTON, AP Vaxandi andstaða meðal bandarískra kjósenda við George W. Bush Bandaríkjafor- seta gæti orðið frambjóðendum repúblikana í þingkosningunum í nóvember fjötur um fót. Nýleg skoðanakönnun Associated press bendir til þess að almenningur í Bandaríkjunum muni nýta sér þingkosningarnar til að láta í ljós skoðun sína á forsetanum. Stuðningur við Bush mælist nú einungis 33 prósent og hefur aðeins einu sinni mælst jafnlítill, en það var í maí á þessu ári. Sam- kvæmt skoðanakönnuninni eiga nær allir málaflokkar sem for- setinn hefur átt aðkomu að þátt í minnkandi fylgi hans, og ber Íraksstríðið þar einna hæst. Athygli vekur að forsetinn virð- ist meira að segja vera að glata trausti íbúa Suðurríkjanna, sem jafnan eru hallir undir Repúblik- anaflokkinn. Þar hefur stuðning- ur við forsetann minnkað úr 43 prósentum í síðasta mánuði í 34 prósent nú. Hlutfall þeirra sem segjast ætla að nýta atkvæðisrétt sinn til að lýsa yfir andstöðu við Bush hefur vaxið í 29 prósent úr 20 prósentum í síðasta mánuði. Stríðið í Írak á ekki miklu fylgi að fagna vestra, og sést það best á því að Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata árið 2000 og stuðningsmaður Íraks- stríðsins, tapaði nýverið í próf- kjöri fyrir Ned Lamont, óreynd- um stjórnmálamanni og yfirlýstum andstæðingi stríðs- ins. Það er svo enn til að ýta við repúblikönum að nítján prósent þeirra sem studdu Bush í for- setakosningunum árið 2004 segj- ast tilbúin til þess að kjósa demó- krata í nóvember. Fylgi við þingið sjálft er enn minna en við forsetann og mælist einungis 29 prósent. Þetta hyggj- ast frambjóðendur repúblikana sem bjóða sig fram gegn sitjandi þingmönnum demókrata nýta sér í viðleitni til að halda meiri- hluta flokksins á þinginu. Demókratar þurfa að bæta við sig fimmtán sætum í fulltrúa- deild þingsins til að taka völdin þar eftir tólf ára meirihlutaræði repúblikana. Í ljósi minnkandi stuðnings við forsetann er marg- ur demókratinn bjartsýnn á að það markmið náist loks í ár. stigur@frettabladid.is Repúblikanar óttast um völd Repúblikanar eru uggandi um að þverrandi stuðn- ingur við Bush Bandaríkjaforseta muni fella þing- meirihluta þeirra í kosningum í nóvember. ÓVINSÆLL Vinsældir George W. Bush Bandaríkjaforseta fara minnkandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun og óttast flokksbræður hans að það geti reynst þeim dýrkeypt í þingkosn- ingum í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁTTÚRA Berjaspretta gengur hægt á Kinn í Þingeyjarsveit vegna veðursins í sumar, að sögn Ólafs Ingólfssonar bónda, en þar er mikið berjasvæði. Berjatínslu- menn fyrir norðan verða því að bíða fram í lok ágúst með að fara í berjamó. „Þau eru ekki fullþroskuð ennþá,“ segir Ólafur. „Þetta er svona byrjað að blána aðeins, en er mjög seint á ferð. Hér vaxa krækiber, aðalbláber og bláber, en bláberin eru ennþá bara gráleit og ótímabært að tína þau.“ -sgj Berin eru seint á ferð: Bláberin enn gráleit nyrðra BLÁBER Landsmenn þurfa að bíða með berjatínsluna, a.m.k. í nokkrar vikur enn. NÁM Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að í ljósi niðurstöðu nýútkominnar OECD-skýrslu þurfi að skoða hvað liggur að baki slæmum námsár- angri Íslendinga, þrátt fyrir há fjárframlög til menntamála. Ein orsökin, að sögn Eiríks, er aga- leysi í skólum. „Munurinn á skólum hér á landi og annars staðar kemur, að ég held, fram í aga,“ segir Eiríkur. „Þó það eigi við minnihluta nem- enda eru hér agavandamál sem þekkjast ekki annars staðar. Til þess að auka árangur í skólum þarf að taka á þessu og það er ekki bara vandamál skólanna, heldur fyrst og fremst málefni heimil- anna. Það sem nemandinn fer með í skólann verður til á heimilinu.“ Eiríkur segir þó margt hafa áunnist í agamálum. „Heitar skóla- máltíðir hafa dregið úr agavanda- málum. Að nemendur séu vel nærðir eykur vellíðan, því þeir sem eru svangir verða pirraðir. Það hefur verið gert átak á undan- förnum árum sem mun væntan- lega skila sér í betri líðan nem- enda í skólum,“ segir Eiríkur. „Ef kennari þarf að standa í því að skilja að tvo nemendur sem eru í slagsmálum getur hann búist við því að fá kæru frá foreldrum fyrir að leggja hendur á barnið. Svoleið- is mál hafa komið upp,“ segir Eiríkur. - sgj Formaður KÍ kallar eftir samstarfi heimila og skóla: Segir agaleysi vera orsök slæms gengis EIRÍKUR JÓNSSON OG MENNTAMÁLARÁÐHERRA Eiríkur segir að ekki megi alltaf kenna skólanum um ef eitthvað fer miður í agamálum. Braust inn í apótek Nítján ára maður var handtekinn á vettvangi innbrots í apótekið í Iðufelli í fyrrinótt. Hann er einnig grunaður um að hafa brotist inn í Lyf og heilsu við Álfabakka fyrr um nóttina. Maðurinn mun hafa gist fangageymslur lögreglu margoft áður. LÖGREGLUFRÉTTIR Til læknis eftir árás Karlmaður réðst á annan mann vegna ágreinings þeirra í milli á Strandvegi í Vestmannaeyjum um helgina. Sá sem ráðist var á þurfti að leita til læknis eftir árásina. Árásin hefur verið kærð en málið er í rannsókn lögreglu. Tvisvar ölvaður við akstur Tveir voru stöðvaðir á Ísafirði á laugardags- kvöld grunaðir um ölvunarakstur. Um nóttina var annar mannanna aftur stöðvaður ölvaður við akstur, en fátítt mun vera að sami maður aki ölvaður oftar en einu sinni á sólarhring. Vatnsleki veldur tjóni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsi í Borgartúni í gærmorgun vegna vatnsleka. Þar hafði lekið mikið úr upp- þvottavél og lak meðal annars á milli hæða. Tjónið af vatnsflaumnum mun vera töluvert. SLÖKKVILIÐ SRÍ LANKA, AP Bardagar héldu áfram í gær á norðausturhluta Srí Lanka. Minnst fimmtíu manns létu lífið í loftárás stjórnarhersins á svæði tamílanna. Að sögn tals- manns Tamílatígranna voru 43 skólastúlkur meðal hinna látnu, og sextíu stúlkur til viðbótar hefðu særst. Ajantha Silva, málsvari stjórnar- hersins, heldur því fram að herinn hafi gert loftárás á bækistöðvar uppreisnarmanna og segist hafa sannanir fyrir því. Hins vegar var haft eftir ónafngreindum starfs- manni norrænu eftirlitssveitanna í samtali við Associated Press að húsið sem sprengt var hefði verið munaðarleysingjahæli og að stúlk- urnar hefðu virst vera nemendur undir tvítugsaldri. Starfsmaðurinn bað um nafnleynd vegna þess hve ástandið er viðkvæmt í landinu. Nokkrum tímum eftir loftárás- ina sprakk sprengja við fjölfarna götu í höfuðborginni Colombo. Sprengingin var líklega tilræði við Basir Ali Mohammed, háttsettan stjórnarerindreka frá Pakistan, en hann átti leið hjá þegar sprengjan sprakk. Minnst sjö manns létust, en Mohammed komst leiðar sinnar heill á húfi. Hann kenndi Tamílatí- grunum um tilræðið, en stjórnvöld í Pakistan sjá stjórnarher Sri Lanka fyrir vopnum. Búist er við ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskra eftirlitsmanna í landinu síðar í þessari viku. - kóþ Átökin á Srí Lanka mögnuðust enn þegar bardagar héldu áfram í gær: Fjörutíu skólastúlkur myrtar SPRENGINGIN Í COLOMBO Leigubíll sprakk í höfuðborginni er bíll stjórnarerindreka Pakist- ans ók fram hjá. Minnst sjö manns biðu bana, en erindrekann sakaði ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.