Fréttablaðið - 15.08.2006, Page 16

Fréttablaðið - 15.08.2006, Page 16
 15. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Fyrir skemmstu var opnað Hafíssetur á Blönduósi í Hillebrandtshúsinu sem er eitt elsta timburhús lands- ins. Blaðamaður kom þar við og hitti starfsmenn þar í faðmi ísbjarnar sem kom- inn er norður fyrir tilstilli tveggja bæjarstjóra. „Setrið hefur verið opið í nær mánuð og það hafa um þúsund gestir komið svo við erum nokkuð ánægð,“ segir Aðalbjörg Ingvars- dóttir sem leiðsegir gestum um safnið. Í setrinu eru veggspjöld, myndir og munir sem minna á norðurslóðir og upplýsa gesti um aðstæður þar. „Mesta hylli nýtur þó hann Bjössi,“ segir for- stöðukonan Anna Margrét Valgeirs- dóttir og leiðir blaðamann að uppstoppuðum ísbirni sem stendur úti í horni. „Sem betur fer er hann aðeins tveggja vetra en fullvaxta hefði hann ekki komist inn því þeir geta þá orðið um þrír metrar.“ Reyndar var það tæpt með Bjössa en reitur- inn sem hann stendur á hefur verið lækkaður lítillega svo að hausinn á honum beri ekki við loft. „Það er gaman að segja frá því hvernig hann komst í okkar hend- ur,“ segir forstöðukonan. „Þannig var að bæjarstjórinn okkar, hún Jóna Fanney Friðriksdóttir, var að segja Jónmundi Guðmarssyni, kol- lega sínum á Seltjarnarnesi, frá safninu þegar hann var hér í heim- sókn. Verður henni þá að orði að nú vanti bara ísbjörn. Jónmundur sagðist myndu ganga í það mál og innan skamms kom Grétar Guð- mundsson frá Seltjarnarnesi og lánaði okkur Bjössa eftir áeggjan frá bæjarstjóra sínum.“ Þegar landsins forni fjandi sækir að landinu eru fjölmiðla- menn fljótir að leita til Þórs Jak- obssonar veðurfræðings en hann er manna fróðastur um hafís. Ekki þarf því að koma á óvart að mikið af þeim fróðleik sem á setrinu er að finna er runninn undan rifjum hans. Hillebrandtshúsið var reist árið 1733 á Skagaströnd en þar var það krambúð Félags lausakaupmanna. Árið 1877 lét Friðrik Hillebrandt flytja það til Blönduóss og í því var Hólanesverslun. Árið 1996, á 120 ára verslunarafmæli Blönduós- bæjar, var svo lokið við að endur- byggja húsið. jse@frettabladid.is Allt um landsins forna fjanda JÓNMUNDUR GUÐMARSSON ANNA MARGRÉT VALGEIRSDÓTTIR OG AÐALBJÖRG INGVARSDÓTTIR ÁSAMT BJÖSSA Þótt vöxtur Bjössa hafi verið stoppaður þegar hann var tveggja vetra er það rétt svo að hann komist fyrir í Hillebrandtshúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR „Það er allt gott að frétta. Ég var bara að koma til landsins, búin að vera mikið erlendis í sumar í fríi og að vinna,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona. „Ég fór til Póllands í smá vinnuferð með Vesturporti og svo var ég í Berlín í fríi. Ég lagðist út af í einhverjum garði og las í nokkrar vikur og hafði það mjög notalegt,“ segir Unnur Ösp. Unnur Ösp leikstýrir söngleiknum Footloose sem er að slá í gegn á fjölum Borgarleikhússins. „Við erum að fara að æfa hann upp og sýna aftur eftir sumarfrí. Við byrjum af fullum krafti á sýningu á fimmtudag. Þetta hefur gengið rosalega vel, það er alltaf fullt hús.“ Framundan eru spennandi verkefni hjá Unni Ösp, en hún fer beint úr heimsborginni Berlín til Akureyrar. „Ég er að fara að leika með Leikfé- lagi Akureyrar í vetur í leikritinu Herra Kolbert. Ég hlakka mjög mikið til. Það var gaman að prófa leikstjórn í Footloose en ég hlakka til að vera á sviði aftur,“ segir Unnur Ösp, sem verður með annan fótinn á Akureyri fram að jólum. „Ég flyt með reiðhjólið og sest að tímabundið í íbúð á Akureyri. Ég hef aldrei búið þar áður og er algjör miðbæjarrottta svo þetta verður góð tilbreyting,“ segir Unnur Ösp. Herra Kolbert er nýtt þýskt leikrit sem hefur komið á óvart víðs vegar um heiminn. „Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir, en ég, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Gísli Pétur Hinriksson erum í þessu,“ segir Unnur Ösp. „Þetta er absúrd gamanleikrit með splatter ívafi og dramatískum undirtóni. Mjög óvenjulegt. Ég leik skemmtilega klikkaða eiginkonu sem heldur mjög forvitnilegt matarboð,“ segir Unnur Ösp og glottir í gegnum símann. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR LEIKKONA OG LEIKSTJÓRI Leikur í „splatter“-leikriti á Akureyri Aftanstund „Með þessari hátíð sam- kynhneigðra er verið að fara aftan að hlutunum, eins og þessum mönnum er eiginlegt.“ GUNNAR ÞORSTEINSSON FOR- STÖÐUMAÐUR KROSSINS UM GAY PRIDE HÁTÍÐARHÖLDIN. BLAÐIÐ, 14. ÁGÚST. Flokkurinn lekur „Það hefur því miður borið á því innan okkar raða í þingflokknum þegar við höf- um ekki verið sammála um hlutina, að þessi ágreiningur hefur stundum ratað á torg fjölmiðla.“ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR, FORMANNS- FRAMBJÓÐANDI Í FRAMSÓKNAR- FLOKKNUM. NEFNDI HÚN ÞETTA SEM EINA AF ÁSTÆÐUNUM FYRIR FYLGISHRUNI FLOKKSINS. FRÉTTA- BLAÐIÐ, 14. ÁGÚST. „Ég verð alltaf að líta á almanakið þegar ég heyri svona tíðindi og spyrja mig hvort það sé virkilega komið árið 2006,“ segir leikarinn góðkunni Karl Ágúst Úlfsson, um heilsíðuauglýsingu Samvinnuhóps kristinna trúfélaga í Morgunblaðinu um helgina. „Mér finnst það alveg með ólíkindum að enn skuli vera uppi viðhorf sem einhvern veginn eiga hvergi heima nema í grárri forneskju.“ Hann telur fólki þó frjálst að tjá skoðanir sínar. „Að sjálfsögðu á fólk að geta búið við það frelsi sem við þykjumst tryggja því með alls konar stjórnarskrám og mannrétt- indayfirlýsingum, og það hlýtur þá að eiga við jafnt um samkyn- hneigða og gagnkynhneigða. Ég held nú að sem betur fer að þá hafi okkur farið það mikið fram á andlega sviðinu á undanförnum áratugum að svona hugmyndir dæmi sig sjálfar. Það er engin ástæða til þess að banna fólki að viðra fordóma sína. Það verður að hafa frelsi til þess. Ég vona að þeir komi ekki öðrum illa, þótt ég sé reyndar alltaf dálítið smeykur um að það komi sér illa fyrir þá sem síst skyldi.“ SJÓNARHÓLL FRELSI FRÁ SAMKYNHNEIGÐ Þarf að líta á almanakið KARL ÁGÚST ÚLFSSON LEIKARI Nánari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Símans. * Eingöngu innan kerfis Símans SUMARTILBOÐ Á SAMSUNG SÍMUM 5 KR. SMS & MMS ALLAR HELGAR Í SUMAR * E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 7 7 8 Nánari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Símans. Gullfallegur samlokusími, sem býður upp á alla helstu möguleikana. Meðal búnaðar má nefna VGA myndavél og hægt að taka upp hreyfimyndir, FM-útvarp, 3MB minni, 6 klukku- stunda taltíma á rafhlöðu og margt fleira. 14.980 kr. SAMSUNG X650 Glæsileg hönnun. Örþunnur, með stórum TFT hágæða litaskjá og 1,3 MP myndavél sem hægt er að snúa 180 gráður. Hægt er að tengjast tölvu, handfrjálsum búnaði og blátannarsímum í gegnum blátannarbúnað. 37.980 kr. SAMSUNG D820 * Eingöngu innan kerfis Símans

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.