Fréttablaðið - 15.08.2006, Side 19

Fréttablaðið - 15.08.2006, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 15. ágúst 2006 19 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.394 +0,38% Fjöldi viðskipta: 205 Velta: 3.650 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 64,30 -1,08% ... Alfesca 4,24 +0,24% ... Atlantic Petroleum 555,00 +0,00% ... Atorka 5,75 -1,71% ... Avion 31,80 -0,63% ... Bakkavör 50,80 -0,39% ... Dagsbrún 5,38 -0,74% ... FL Group 15,30 -0,65% ... Glitnir 17,70 +0,57% ... KB banki 706,00 +0,43% ... Landsbankinn 21,50 +2,38% ... Marel 81,50 +3,17% ... Mosaic Fashions 17,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás 15,90 +0,00% ... Össur 114,00 +3,64% MESTA HÆKKUN Össur +3,64% Marel + 3,17% Landsbankinn +2,38% MESTA LÆKKUN Atorka -1,71% Actavis -1,08% Dagsbrún -0,74% Umsjón: nánar á visir.is Hreinar eignir lífeyrissjóðanna voru komnar í 1.358 milljarða króna í lok júní og jukust um tæp tvö prósent á milli mánaða. Á fyrri hluta ársins hækkuðu eignir sjóðanna um 147 milljarða króna, sem jafngildir 12,1 pró- senta hækkun, en á síðustu tólf mánuðum nemur hækkunin alls 278 milljörðum króna samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Erlend verðbréfaeign lífeyris- sjóðanna hækkaði um 24 milljarða króna í júní og nam alls 401 millj- arði króna í lok júní. Það gerir um 29,5 prósent af heildareignum sjóðanna. - eþa 1.358 milljarðar í hreinni eign Sportvörurisinn Nike ætlar að halda áfram samstarfi við sínu við Juventus þrátt fyrir að ítalska knattspyrnuliðið hafi verið sent niður um deild eftir hneykslismál- ið fræga. Nike gerði tólf ára samning við Juventus árið 2003 og greiðir fyrir liðið einn milljarð á ári. Ekki kemur fram í tilkynningu Nike hvort samningurinn hafi verið endurskoðaður. Beðið er eftir því hvað líbíski olíuframleiðandinn Tamoil gerir en hann ber nafn sitt á treyjum Juventus. Hlutabréf í Juventus hækkuðu um átta prósent við tíðindin og hafa nú tvöfaldast í virði eftir að þau hrundu í kjölfar hneykslistíð- indanna. - eþa Nike styður Juventus áfram NIKE FRAMLEIÐIR ÁFRAM BÚNINGA JUVE Zlatan Ibrahimovic Zlatan leikmaður JuJu- ventus sést hér fagna í búningi frá Nike. Kona mun í fyrsta sinn setjast í forstjórastól bandaríska gos- drykkjaframleiðandans Pepsi í október næstkomandi. Forstjórinn verðandi heitir Indra Nooyi og er af indversku bergi brotin. Nooyi, sem er fimm- tug, hefur starfað hjá Pepsi síðan árið 1994, þar af sem fjármála- stjóri fyrirtækisins síðastliðin fimm ár. Hún tekur við af Steve Reinemund, sem lætur af störfum af persónulegum ástæðum. Fjölmiðlar segja valið á for- stjóranum ekki koma á óvart en sex héruð á Indlandi hafa bannað sölu á gosdrykkjum Pepsi og Coca Cola vegna orðróms um eitur í þeim. - jab Kona í forstjóra- stólinn hjá Pepsi FL Group tapaði 118 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi sam- anborið við 1,9 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Á fyrri hluta ársins hagnaðist félagið alls um rúma 5,7 milljarða króna. Spár markaðsaðila voru ólíkar en niðurstaðan er öllu betri en bæði Glitnir og Landsbankinn reiknuðu með. Tap FL skýrist af lækkun á hlutabréfamörkuðum á öðrum ársfjórðungi en fjárfestingatekj- ur voru neikvæðar um 862 millj- ónir króna en jákvæðar um nærri 10,5 milljarða króna á þeim fyrsta. Félagið hagnaðist veru- lega á jákvæðum gjaldeyrisjöfn- uði í erlendri mynt á fyrri árs- helmingi. Heildareignir FL Group í skráðum hlutabréfum voru um 148 milljarðar þann 30. júní. Tekjur rekstrarfélaga námu um 45 milljörðum króna á fyrri árshelmingi en afkoma rekstrar- félaganna Icelandair Group og Sterling var æði ólík. Rekstrar- hagnaður Icelandair fyrir afskriftir (EBITDA) var 1,3 milljarðar króna sem er besta afkoma í sögu félagsins. Sterling skilaði hins vegar yfir 1,8 millj- arða tapi á fyrri hluta ársins sem féll alfarið til á fyrsta ársfjórð- ungi. Rekstrartap Sterlings nam 2,2 milljörðum króna. - eþa Viðsnúningur hjá FL Group Tap á 2. ársfjórðungi. Metafkoma Icelandair en Sterling tapaði 1,8 milljörðum. AFKOMA FL GROUP Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI OG SPÁR MARKAÐSAÐILA * Tap FL Group -118 Spá Glitnis -721 Spá KB banka 1.398 Spá Landsbankans -2.084 Meðaltalsspá -469 * Í milljónum króna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.