Tíminn - 16.03.1978, Síða 6
6
Fimmtudagur 16. marz 1978
Matthias Á. Mathiesen:
Svigrúm til tækni-
nýjunga í bókhaldi
— framsaga ráðherra fyrir stj órnarfrumvarpi
Matthias A Mathiesen
fjármálaráðherra mælti á fundi
efri dcildar Alþingis I gær fyrir
frumvarpi til laga um breytingu á
lögum um bókhald. Er hér um
stjórnarfrumvarp aö ræöa og
felast i þvi tviþættar breytingar á
bókhaldslögum frá árinu 1968.
Fara hér á eftir athugasemdir
sem frumvarpi þessu fylgja, en
þær eru efnislega samhljóöa
framsöguræöu fjármálaráö-
herra:
„Á siðustu árum hafa orðið
miklar og örar breytingar á sviði
bókhalds og reikningsskila.
Tækniframfarir i gerð bókhalds-
og skýrsluvéla og á sviði vilmu-
gerðar gera það kleift að beita i æ
rikara mæli vélum, sjálfvirkni og
myndtækni við færslu, úrvinnslu
og geymslu bókhalds og bókhalds
gagna. Arsreikningar fyrirtækja
hafa einnig tekið breytingum og
meira samræmi er orðið i gerð
þeirra og algengara verður að
þeir hafi að geyma margs konar
skýringarog yfirlit auk efnahags-
og rekstrarreiknings. Handfærsla
ársreiknings i fyrirfram
innbundna og löggilta
efnahagsbók er þannig orðin all*
viðamikil og að ýmsu leyti
óhentug, a.m.k. hjá stærri
fyrirtækjum. Gildandi
bókhaldslög gera ráð fyrir notkun
vélbúnaðar við færslu bókhalds
en heimila hins vegar ekki undan-
tekningu frá þeirri reglu að bæk-
ur og bókhaldsgögn skuli geymd i
sinni upprunalegu mynd i ákveð-
inn tima.
Breytingartillögur frumvarps
þessa eru tviþættar:
1 fyrsta lagi er skilyrðið um
innbundna og löggilta
efnahagsbók gert undanþægt.
Með þvi er stefnt að þvi að opna
þann möguleika að i stað
handfærslu og innbindingar
efnahagsbókar geti komið
geymslubindi, sem ársreikn-
ingurinn yrði lagður i eða
bundinn.
Færslu efnahagsbókar mun nú
almennt vera þannig háttað hér á
landi að i hana er aðeins færður
rekstrar- og efnahagsreikningur.
Með þessari breytingu er stuðlað
að þvi að ársreikningar
Matthias A. Mathiesen.
fyrirtækja veröi varðveittir með
þeim skýringum og skýrslum
sem nú eru almennt að verða óað-
skiljanlegur hluti ársreikninga. 1
reglugerð yrði að setja ,ákveðin
skilyrði fyrir notkun slikra
geymslubinda i stað innbundinna
bóka, m.a. um öruggan frágang
Gunnar Thoroddsen:
A fundi neðri deildar Alþingis i
gær voru veitt afbrigöi til heim-
ildar fyrstu umræöu um frum-
varp til laga um breyting á lögum
um Sölustofnun lagmetisiönaöar-
ins. Þurfti afbrigöi til umræöunn-
ar, þar sem frumvarpið var svo
nýlega fram lagt. Gunnar Thor-
oddsen iðnaöarráöherra haföi
framsögu fyrir frumvarpinu.
Fer hér á eftir hluti af athuga-
semdum er frumvarpinu fylgja
og eru efnislega samhljóöa ræðu
ráöherra i gær:
„Með lögum nr. 48, 26. mai 1972
um Sölustofnun lagmetisiðnaðar-
ins var stofnuninni lagt til óend-
urkræft framlag úr rikissjóði, 25
milljónir króna ár hvert, fyrstu
fimm starfsárin. Ennfremur var
ákvæði i lögunum um stofnun sér-
staks sjóðs til eflingar lagmetis-
iðnaðinum og útflutningi hans.
Sjóður þessi hlaut nafnið
Þróunarsjóður Lagmetisiðnaðar-
ins. Tekjur hans voru ákveðnar
öll útflutningsgjöld af niðursoðn-
um og niðurlögðum sjávarafurð-
um og söltuðum grásleppuhrogn-
um næstu fimm ár frá samþykkt
laganna.
Með lögum nr 69/1974 um
breytingu á lögum nr. 48/1972 var
lögfest að lagmetisiðnaðurinn
skyldi undanþeginn öllum út-
flutningsgjöldum af niðursoðnum
og niðurlögðum sjávarafurðum
og söltuðum grásleppuhrognum,
en þó skyldi innheimta útflutn-
ingsgjöld þessi til ársloka 1977 og
þau renna til fyrrnefnds Þróunar-
sjóðs lagmetisiðnaðarins.
í lögunum er og ákvæði þess
efnis, að þegar framlög rikissjóðs
og ákvæði um útflutningsgjöld
falla niöur, skuli meirihlutaaðild
rikissjóðs aö stjórn stofnunarinn-
ar, sem jafnframt er stjórn Þró-
unarsjóðs lagmetisiðnaðarins,
ireytast og aðilar stofnunarinnar
ilnefna þrjá stjórnarmenn af
imm.
1 frumvarpi þessu, sem flutt er,
ásamt athugasemdum, að beiðni
stjórnar Sölustofnunar lagmetis,
er lagt til, að Þróunarsjóði lag-
metisiðnaöarins verði í næstu
þrjú almanaksár tryggðar sam-
bærilegar tekjur og hann hefur
haftaðundanförnu og að hlutverk
sjóðsins verði skilgreint nánar en
nú er gert. Ekki er lagt til að aðr-
ar breytingar verði gerðar á lögun-
um eri nauðsynlegar eru vegna
framangreind.
Reynslan sýnir, þrátt fyrir
batahorfur nú, að ekki hefur á s.l.
5 árum tekizt að efla útflutning á
islenzku lagmeti að þvi marki er
vonir stóðu til i upphafi. Þar hefur
margt komið til, svo sem tolla-
stefna EBE gagnvart Islending-
um i kjölfar fiskveiðideilna, efna-
hagssamdráttur i mikilvægum
markaðslöndum og ýmislegt
fleira, sem nánar verður vikið að
i þessari greinargerð. Af þessum
ástæðum hafa samtök lagmetis-
framleiðenda og stjórn S.L. farið
þess á leit, að stofnunin hljóti
næstu 3 árin stuðning við útflutn-
ing, vöruþróun og markaðsöflun
lagmetis i þvi formi að tekjur
Þróunarsjóðs verði þetta timabil
hliðstæðar þvi sem nú er, en þó
verði þeirra aflað á annan hátt.
Meginbreyting á tekjuöflun
Þróunarsjóðs lagmetisiðnaðarins
skv. þessu frv. er sú, að gert er
ráð fyrir að leggja 3% fullvinnslu-
gjald bæði á útflutt söltuð grá-
sleppuhrogn og söltuð eða fryst
alþingi
þeirra og geymslu.
1 öðru lagi er opnuð heimild til
þess að setja reglugerðarákvæði
um geymslu bókhaldsbóka og
bókhaldsgagna á filmu og annarri
jafngildri eftirmynd. Heimild til
færsluog geymslu
bókhaldsgagna á filmu hefur nú
veriðlögleidd víða um heim, m.a.
á Norðurlöndum. Með notkun
slikrar tækni er oft hægt að spara
verulegt húsrými og pappir, auk
þess sem leit upplýsinga i eldri
gögnum getur orðið aðgengilegri
og jafnvel öruggari. Hér er ekki
aðeins um að ræða notkun á film-
um til geymslu á upplýsingum
fylgiskjala eða annarra hlið-
stæðra gagna heldur er i æ rikari
mæli farið að nota sérstakar
örfilmur (mikrofilmur) fyrir
tölvuútskrift i bókhaldi i stað
útskriftar á pappir. Heimild i
reglugerð til notkunar á slikri
tækni verður þó að vera háð
ströngum skilyrðum varðandi
alla framkvæmd, gerð filmuefnis,
skráningu og geymslu til að
tryggja fyllsta öryggi um með-
ferð og geymslu upplýsinga.”
FuUvinnslugj ald á grá-
sleppu- og þorskahrogn
— renni til Þróunarsjóðs lagmetisiðnaðarins
Gunnar Thoroddsen
Tvær
millj -
ónir
í stað
600þús.
Matthías Bjarnason sjávar-
útvegsráðherra mælti i gær fyrir
stjórnarfrumvarpi til breytinga á
iögum um Fiskimálasjóð. í
greinargerð með frumvarpi
þessu segir:
„Fé Fiskimálasjóðs skal verja
til eflingar sjávarútvegi, skv. 3.
gr. laganna. Til styrkveitinga
samkvæmt 4. gr. og til lánveit-
inga samkvæmt 5. gr.
Lögin hafa bundið hverja
lánveitingu við tiltekna
hámarksupphæð. Þessi
hámarksupphæð hefur verið
hækkuð á nokkurra ára fresti
eftir aðstæðum og getu' sjóðsins.
Siðast var þessi hámarksupphæð
hækkuð i kr. 600 000 árið 1971.
Stjórn Fiskimálasjóðs er
sammála um, að geta sjóðsins og
aðrar aðstæður leyfi, að þessi
upphæð verði nú hækkuð i kr. 2
000 000.”
þorskhrogn, en hverfa frá 6% út-
flutningsgjaldi á útflutt grá-
sleppuhrogn, sem runnið hefur i
Þróunarsjóð. 1 þessu frv. er að
sjálfsögðu ekki kveðið á um hvort
umræddu 6% útflutningsgjaldi á
grásleppuhrogn verði jafnframt
haldið og það látið renna i sjóði
sjávarútvegsins til þess að sjó-
menn, sem veiða grásleppu, njóti
beirra á hliðstæðan hátt og sjó-
menn, sem stunda aðrar veiðar'
Hugmyndiri um framangreint
fullvinnslugjald sem tekjustofn
fyrir Þ.l. kom fram i áliti nefnd-
ar sem skipuð var fulltrúum
iðnaðarráðherra, sjávarútvegs-
ráðherra og S.L. sbr. fiskj. nr. 1,
en þar er nánar grein gerð fyrir
gjaldinu og útreikningum á þvi.
Jafnframt þvi að i frv. er gert
ráð fyrir álagningu fullvinnslu-
gjalds á grásleppu- og þorsk-
hrogn i stað útflutningsgjaldsins
áður, er ráðgert að innheimta i
Framhald á bls. 19.
Matthias Bjarnason:
Breytingar á starfs-
háttum Verðlagsráðs
s j ávarútvegsins
framsaga ráðherra fyrir stjórnarfrumvarpi
Sjávarútvegsráðherra,
Matthias Bjarnason, mælti i
gær fyrir frumvarpi til laga um
breytingu á lögum um Verð-
lagsráð sjávarútvegsins. Er hér
um stjórnarfumvarp að ræða og
segir i greinargerð, efnislega
samhljóða framsöguræðu ráð-
herra:
„Með frumvarpi þessu er lagt
til að gerðar verði tvær breyt-
tingar á lögum um Verðlagsráð
sjávarútvegsins. önnur breyt-
ingin er sú, að Verðlagsráðið
skuli framvegis ákveða verð á
sildarúrgangi en ákvörðun
verðs á honum hefur ekki heyrt
udnir Verðlagsráðið til þessa,
sbr. upphaf 2. mgr. 3. gr. Um
verðá sildarúrgangi hefur verð
samið milli sildarsaltenda og
þeirra verksmiðja, sem kaupa
hann. Meðan leyfð var veiði á
sild til bræðslu var það sam-
komulag milli aðila, að verð á
sildarúrgangi skyldi vera á-
kveðið hlutfall af verði si'ldar til
bræðslu. Eftir að veiðar á sQd
voru leyfðar að nýju til mann-
eldis, hafa veiðar til bræðslu
hins vegar verið bannaöar. Af
þeim sökum hefur verð á sild til
bræðslu ekki verið ákveðið und-
anfarin ár og framangreind hlut-
fallsregla um verð á slldarúr-
gangi þvi verið ónothæf Komið
hefur i ljós að töluvert misræmi
er á þvi' verði, sem greitt er fyr-(
ir sildarúrgang á ýmsum stöð-
um. Hafa sildarsaltendur sér-
staklega óskað eftir þvi, að
Matthlas Bjarnason.
Verðlagsráðið ákveði verð á
sildarúrgangi framvegis og er
samkomulag um það i ráðinu að
það skuli gert, en með þessu
frumvarpi er leitað heimildar
fyrir ráðið til þess. Ekki þykir
ástæða til að breyta skipulagi
ráðsins af þessari ástæðu að
öðru leyti en þvi að i stað full-
trúa fisksöluaðila i fiskúrgangs-
deild komi fulltrúi sildarsalt-
enda við verðlagningu á sildar-
úrgangi. Hin breytingin er sú,
að lifur frá veiðiskipum verði
framvegis verðlögð i fiskúr-
gangsdeild. Frá þvi að byrjað
var að verðleggja lifur frá veiði-
skipum i ársbyrjun 1975, hefur
sú verðlagning farið fram i
fiskideild, og er það i samræmi
við það ákvæði laganna, að sú
deild skuli ákveða verð á þeim
sjávarafla, sem ekki er sérstak-
lega falið öðrum deildum ráðs-
ins, sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna.
Lifrarbræðslur eiga ekki sér-
staka aðild að ráðinu. Fulltrúar
i fiskideild eru fyrst og fremst
fulltrúar söluaðila að þvi er
varðar lifur, en lifrarkaupendur
hafa þar enga fulltrúa. Eiga
þeir erfitt með að sætta sig við
þetta. Ekkiþykir ástæða til þess
að setja að stofn sérstaka deild
vegna þessarar verðlagningar
enda munu lifrarkaupendur
sætta sig við það að fulltrúar
kaupenda i fiskúrgangsdeild
gæti hagsmuna þeirra”.