Tíminn - 16.03.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. marz 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i iausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á
mánuði. ... . ...
Blaðaprent h.f.
Meginstefnan
Meðal þess, sem ólafur Jóhannesson fjallaði um i
flokksþingsræðu sinni á sunnudaginn voru nokkur
meginatriði eða grundvallarsjónarmið i stefnu
Framsóknarf lokksins.
„Framsóknarflokkurinn vill byggja landstjórn á
lýðræði og þingræði” sagði hann „og telur það meg-
inmarkmið sitt að standa vörð um stjórnarfarslegt,
efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóðar-
innar.
Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur framfara-
flokkur, sem vill, að atvinnulif landsmanna byggist
á framtaki og sjálfsbjargarviðleitni einstaklinga og
félaga, sem leysa sameiginlegt verkefni á grund-
velli samtaka, samvinnu og félagshyggju. Hann vill
skipuleggja uppbyggingu atvinnulifs.
Framsóknarflokkurinn vill byggja á jafnrétti og
jafnræði allra þjóðfélagsþegna. Þess vegna vill
hann, að öllum þjóðfélagsþegnum gefist jöfn tæki-
færi til að þroska og nýta hæfileika sina við nám og
starf. Þess vegna vill Framsóknarflokkurinn fram-
för þjóðarinnar allrar og öfluga byggðastefnu.
Hann vill óskert yfirráð landsmanna sjálfra yfir
auðlindum landsins, atvinnutækjum og atvinnu-
rekstri.
Frmsóknarflokkurinn leggur áherzlu á félagslegt
öryggi, bæði i veikindum og vegna örorku, elli og
áfalla af völdum náttúruhamfara.
Framsóknarflokkurinn er andvigur öfgastefnum
og kreddutrú, hvort sem er til hægri eða vinstri, og
vill veita viðnám gegn ofstjórn og óþörfum rikisaf-
skiptum. Hann vill tryggja einstaklingum rétt til
persónufrelsis og tjáningarfrelsis.”
Þetta sagði Ólafur, að væru nokkur þau megin-
atriði, sem flokkurinn væri reistur á — forsendur
hans sem sérstaks og sjálfstæðs stjórnmálaflokks.
Fyrr i ræðu sinni hafði hann komizt svo að orði:
„Það er viðeigandi við þetta tækifæri að reynt sé
að skyggnast fram á veginn og reynt sé að gera
grein fyrir þvi hvernig Framsóknarflokkurinn
skuli snúast við þeim viðfangsefnum sem liklegt er.
að til úrlausnar komi. Eins og endranær er hið
ókomna alltaf háð óvissu, bæði atburðarás og að-
stæður. Það er einmitt hlutverk þessa flokksþings
að marka stefnu Framsóknarflokksins, bæði i
grundvallaratriðum og i einstökum málum og
málaflokkum, eftir þvi sem við verður komið. Að
sjálfsögðu er þar um að ræða stefnuyfirlýsingar,
sem miðstjórn, þingflokkur og framkvæmdastjóri
hljóta að móta nánar i framkvæmd.
Grundvallaratriði og meginmarkmið, sem Fram-
sóknarflokkurinn byggir stefnu sina á, hljóta að
mestu að verða hin sömu og áður. í flokksþings-
samþykktum verður þvi fyrst og fremst um að ræða
undirstrikun þeirra, fyllri útfærslu eða nákvæmari
orðum. Það má ef til viH smiða þeim nýjan ramma
þó að myndin verði eftir sem áður hin sama”.
t lok ræðunnar sagði Ólafur:
„íslenzkt þjóðfélag hefur tekið miklum stakka-
skiptum á undanförnum árum og áratugum. Það
hefur verið i mikilli framför, þrátt fyrir ýmis vixl-
spor. í þjóðfélagsframförunum eiga ýmsar fé-
lagsmálahreyfingar eins og til dæmis verkalýðs-
hreyfing og samvinnufélög mikinn þátt. En ég hygg
þó, að umbóta- og framfarasinnuð stjórnmálaöfl
eigi hér drýgstan þátt — já, stjórnmálaflokkar.”
Brýndi ólafur fyrir mönnum, hversu úrslit kosn-
inganna i sumar geta orðið mikilvæg fyrir landið i
heild, sem og einstök byggðarlög. „Ég veit, að ekki
þarf að eggja þá sem hér er staddir, til að leggja sig
alla fram”, sagði hann.
J.H.
Wmwn
Þar stóð timinn svo lengi i stað, að það
bjargaði gömlu hverfunum:
Svaneke hlaut al-
þj óðleg verðlaun
Fortiðarminjar, sem áður var keppzt við
að afmá, orðnar einskonar heiðursmerki
Þannig er umhorfs i gömlu hverfunum f Svaneke — frifiur og ró og
fagurt samræmi, sem er ekki i ætt við neina reglustiku.
Þegar alþýða manna losnaði
úr kreppu hins gamla tima,
ný þekking barst fólki upp i
hendur og stórbrotin tækni
mildaði stritið og margfaldaði
afköstin, hætti mörgum til
þess að lita það smáum aug-
um, er áður hafði verið. Það
varð jafnvel keppikefli þorra
manna að afmá sem fyrst og
rækilegast allt það, sem
minnti á fyrri tið. Gömlu verk-
færin voru borin á hauga eða
brennd til ösku, hús og mann-
virki, eljuverk fjölda kyn-
slóða, voru jöfnuð við jörðu, ef
þess var kostur án of mikillar
fyrirhafnar. i krafti tækni
sinnar, kunnáttu og getu
skyldi koma nýr himinn og ný
jörð, þar sem þess sæi helzt
hvergi stað, er áður hafði ver-
ið, þegar lifið var strangara og
allt smærra i sniðum.
Þessi timi er liðinn. Nú sjá
margir, að ofgert var i öllu
umbrotaæðinu, það hefur ver-
ið höggvið skarð i menningar-
sögu og margt farið forgörð-
um, sem nú þykir að hinn
mesti söknuður. Sitthvað, sem
áður var ekki litið öðrum aug-
um en þeim, aö það væri tákn
fátæklegs tima, þegar fólk
varðist i þröngri vök, telst nú
til gersema, og ekki svo fátt af
þvi, sem helzt engir vildu við
lita um skeið, er nú vegsamað
vegna fagurs verklags og full-
komins samræmis við um-
hverfi sitt.
1 samræmi við þetta hafa
risið upp öflug samtök, sem
sett hafa sér það mark aö
standa vörð um það, sem ekki
hafði unnizt timi til eöa farizt
fyrir aö eyðileggja, áður en
þessi siöustu straumhvörf
urðu i hugsunarhætti og verö-
mætamati.
Bæjum og borgum, þar sem
fleira hefur varðveitzt af forn-
um svip en annars staðar, er
sérstakur sómi sýndur, og
þannig var til dæmis smábæ
norðarlega á austurströnd
Borgundarhólms, Svaneke,
veitt alþjóðleg verðlaun nú eitt
árið fyrir þaö, hversu þar
væru stór og samfelld hverfi,
þar sem svipmóti og andblæ
gamla timans hefur ekki verið
raskað.
Svaneke er nokkuö gamall
bær. Hann var farinn að
myndast á fjórtándu öld, og ef
til vill á hann sér eitthvað
lengri sögu, þótt ekki séu um
það heimildir. Lengi vel var
Svaneke raunar aöeins þorp,
til dæmis.voru ibúarnir ekki
nema 663 árið 1801. Um miðja
nitjándu öld flaut ibúatalan
yfireittþúsund, en siðan fjölg-
aði þeim afarhægt, einnig
langt fram eftir þessari öld.
Þar var þess vegna ekki mikið
um nýbyggingar eða annað
brambolt. Menn varðveittu
gömlu húsin sin og gömlu
grjótgarðana með sama svip-
móti og þetta hafði haft um
langt skeið. Þetta var ekki
nein rikismannabyggö, ekki
neinn framfarastaður, og það
ereinmittþað, sem komið hef-
ur I veg fyrir, að gömlu
hverfunum væri rutt burt og
fortiöin þurrkuö út.
Samt hafa komið þeir timar,
að allt var þar lagt i rústir. En
þaö er langt siðan. Arið 1610
brann mikill hluti þorpsins, og
þegar sá skaði haföi veriö
bættur, varð þar mikið tjón i
miklum bardögum, sem Sviar
og Danir háöu sin á milli.
Fallegt þykir I Svaneke og
þar I grennd. Hann stendur við
og umhverfis þrjár klettahæð-
ir, og eru frá þeim lágir hjall-
ar niður á ströndina, en sker
útifyrir. Þarna eru tvær smá-
vfkur, og þar er allgóð höfn
eða skipalægi, er orðiö hefur
til þess, að þarna reis smábær.
Sjálfur er þó bærinn perlan
vegna svipmóts sins og sér-
kennilegs byggingarlags, sem
reynt verður I lengstu lög að
varðveita, úr þvi að það stóð
af sér allt öldurótiö, sem fariö
hefur um löndin á þessari öld,
og skaövænlegt hefur reynzt
gömlum minjum. Nú er lika
svo komið, að einmitt þessi
gömlu, sviphýru hverfi eru
orðin tekjulind, og það er ekki
ónýtt i veröld, þar sem
hagnaður og peningar skipa
sæti gullkálfsins meðal
fylgdarliðs Mósesar i eyði-
merkurförinni I helgri skrift.
Það svipmót, sem varöveitzt
hefur i Svaneke, hefur sem sé
oröið til þess að laða þangað
sivaxandi fjölda ferðamanna,
auk þess sem bærinn hefur þá
kosti, að þar eru sólskins-
stundir fleiri á sumrin en 1
nokkrum öörum bæ á
Borgundarhólmi.
Hús og götur i Svaneke bera
það að sjálfsögðu meö sér, að
þar hefur ekki veriö byggt eft-
ir einhverjum strikum, sem
dregin hafa verið innan fjög-
urra veggja af einhverjum
skipulagsfræöingum. Göturn-
ar eru bæði krókóttar og
óreglulegar, og mörg húsin
eru litil og lág. Það er einnig
sérkennilegt við göturnar, að
margar þeirra eru þaktar sér-
stakri tegund malar, I stað
malbiks eða annars, sem al-
gengast er annars staöar. All-
breið gata, Stórgatan, liggur
þvert i gegnum bæinn niður að
höfninni, en annars eru marg-
ar gatnanna harla mjóar, og
sumar hafa, að minnsta kosti
ekki til skamms tima, borið
nein nöfn. Eigi aö siður eru
nokkrar byggingar i Svaneke,
sem þekktir húsameistarar
hafa teiknaö, og eru það, eins
og að líkum lætur, opinberar
byggingar. Þar eru lika þrir
allstórir almenningsgarðar og
minnismerki hins kunna mál-
fræðings, Madvigs, sem is-
lenzkir skólamenn könnuðust
mætavel við á einni tið. Fisk-
veiðar hafa frá fornu fari ver-
iöhelztiatvinnuvegur manna i
Svaneke, en þar er einnig
stundum fiskvinnsla, og þar
eru handverksmenn og stein-
höggvarar, og þar er sements-
vinnsla.
Svaneke er i næsta nágrenni
við heimaslóðir eins af frægari
rithöfundum Dana. Þaö er
Martin Andersen-Nexö. Af
bókum hans, sem sumar
hverjar hafa verið gefnar út á
islenzku og lesnar i útvarp,
þekkja Islendingar talsvert til
lifsins eins og það var á þess-
um slóðum I uppvexti hans
undir lok siöustu aldar. En það
væri að sjálfsögöu annað fólk
og annaö mannlif, sem ís-
lendingar hittu fyrir, ef ein-
hverjir brygöu sér til Svaneke.
En hlutar af bænum eru hinir
sömu og þeir voru á æskudög-
um skáldsins á þessum slóð-
um.
Raunar var Svaneke um
skeið eins konar keppinautur
bæjarins Nexö, eins og gerist
um slika grannbæi, með þeim
rig, er þar heyrir til.