Tíminn - 16.03.1978, Page 8

Tíminn - 16.03.1978, Page 8
\ {1\{ n i \{ n Fimmtudagur 16. marz 1978 Srlce.# .VUr- z. t- i* 'í*0**^? Grimseyingar þekkja góuna of vel til þess að kvarta undan hcnni, en undanfarið hefur alls ekki gefið á sjóinn fyrir netabáta. Grímsey: Milljón komin í sundlaugarsj óð Gæftir slæmar FI Það er rysjótt tiðin hjá okkur nú og gefur illa á sjóinn, sagði Guðniundur Jónsson fréttaritari Timans i Grimsey, þegar við töl- uðum við hann i gær. Guðmundur sagði fólk ekkert láta það á sig fá, þótt vika og vika dytti úr á þess- um tima — allir þekktu góuna of vel til þess og ekkert þýddi að kenna henni nýja siði. Tveir slæmir kaflar hafa hindrað sjósókn frá Grimsey að undan- fórnu. Heilsufarið i eyjunni hefur ver- ið gott að sögn Guðmundar, að undanskildum smákvefpestum og góða loftið og hreyfingin veldur þvi að menn geta borðað að vild, þaðsem þeim sýnist, og enginn er á undanrennukúr svo vitað sé. Fólk helztlika i Grimsey og flýr ekki i land, nema þá helzt til þess að læra að synda, en á þvf mun verða bót áður en langt um liður, og um ein milljón króna hefur þegar safnazt i sundlaugarsjóð. Sá sjóður var stofnaður til minn- ingar um litla drenginn, sem drukknaði i höfninni i Grimsey sl. sumar og hafa ýmis félagasam- tök við Eyjafjörð sýnt málinu góðan skilning. Einnig hafa sjó- menn brugðizt vel við og lofað drjúgum skildingi en 15 bátar róa nú frá Grimsey. íbúar i Grimsey eru nú nú um 100 og kvað Guðmundur það alveg bráðnauðsynlegt að fá þribura við og við, eins og strákana þrjá frá þvi i fyrrasumar, sem vegnar prýðilega og eru orðnir stórir og sterkir. Tiu ibúðarhús hafa sprottið upp á fáeinum árum i Grimsey og i uppsiglingu er fisk- verkunarhús, sem valda mun al- gjörri byltingu. Listasprangarar boða ekki oft komu sina til Grimseyjar á vet- urna, — eru sjálfsagt óttaslegnir um að verða innlyksa i lengri tima, en Grimseyingar fá allt sitt úr sjónvarpinu, og varpar það þolanlega á þessum slóðum. Guð- mundur kvaðst ætla að sjö til átta litsjónvarpstæki væru nú þegar komin út i eyju og svart-hvitu tækjunum spáði hann öllum feigð að ári. Hert á vörnum gegn olíumengun sjávar GV—„Hinn 20. janúar s.l. gengu i gildi alþjóðlegar breytingar við alþjóðasamþykktina frá 1954 um varnirgegn oliuóhreinkun sjávar. Island hefur staðfest þessar breytingar og munu þær öölast lagagildi hér þegarauglýsing þar um hefur veriö birt i Stjórnartið- indum. 1 þessum breytingum er kveðið mun fastar á en i núgildandi regl- um um varnir gegn oliuóhreinkun sjávar, um takmarkanir á losun oliu í sjó og losun úrgangsoliu frá skipum i land, þannig að með framkvæmd ákvæðanna mun aukast verulega þörf fyrir mót- tökuaðstöðu fyrir oliu og oliuúr- gang i landi.” Ofangreint er tekið úr grein Hjálmars R. Bárðarson- ar siglingamálastjóra, sem birt- ast mun i næsta tölublaði Siglingamála. 1 greininni segir siglingamálastjóri ennfremur, að á næstunni verði gerð könnun á söfnun á oliuúrgangi frá skipum i höfnum landsins, og einnig hefur Siglingamálastofnunin haft sam- band við oliufélög, hafnaryfir- völd, samtök útgerðaraðila og skipafélög i landinu tii að kanna viðhorf þeirra til móttöku oliu og oliuúrgangs frá skipum i landi. 1 lok greinarinnar segir orð- rétt: „Ennfremur vill siglinga- málastjóri koma þvi á framfæri við skipstjórnarmenn að sam- kvæmt upplýsingum frá islenzku oliufélögunum munu þau taka við úrgangsoliu frá viðskiptavinum sinum, þegar eftir þvi er leitað. Vill siglingamálastjóri hvetja alla viðkomandi til þess að nota þessa þjónustu eins og þvi verður við komið og eftir þvi sem þörf krefur.” Alþjóðlegur siglingamáladag- ur á morgun GV — Á morgun er Alþjóðlegur siglingamáladagur og er hann helgaður Alþjóðasiglingamála- stofnuninni, sem hefur þau verk- efni meðal annarra, að vinna að þeim málum sem varöa öryggi á sjó, alþjóðlegar siglingar, sam- skipti þjóðaum flutninga á sjó og varnir gegn mengun sjávar. A blaðamannafundi sem Hjálmar R. Bárðarson siglinga- málastjóri efndi til af þessu til- efni, kom fram að þetta er f fyrsta skipti i sögunni, sem þessa al- þjóðlega siglingamáladags er minnzt, þar sem á siðasta þingi Alþ jóðasi glin gam álastof nunar- innar, IMCO, sem haldið var f London 7.-18. nóvember s.l., var ákveðið að framvegis skyldi dag- urinn 17. marz ár hvert vera al- þjóðlegur siglingamáladagur (World Maritime Day), en þann dag áriö 1958 tók stofnskrá IMCO gildi. Nánar verður greint frá stöfum Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar i blaðinu á morg- un. Kjörnir á mið- s tj ór narfundi og flokksþingi Eins og sagt er frá á forsiðu blaðsins, voru á miðstjórnarfund- inum i gær allir endurkjörnir i framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins, blaðstiórn Timans oe einn maður i stiórn Húsbygg- ingasjóðs. Fara nöfn þeirra hér á eftir. í framkvæmdastjórn eiga sæti, sjálfkjörnir: ólafur Jóhannesson, form. flokksins Einar Agústsson, varaformaður Magnús Ólafsson, form. S.U.F. Steingrimur Hermannsson, ritari Tómas Arnason, gjaldkeri Kjörnir af miðstjórn: Eggert Jóhannesson Erlendur Einarsson Eysteinn Jónsson Guðmundur G. Þórarinsson Hákon Sigurgrimsson Helgi Bergs Jónas Jónsson Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Þórarinn Þórarinsson Varamenn: Halldór Asgrimsson Gerður Steinþórsdóttir Hannes Pálsson í blaðstjórn Timans voru kjörnir: Einar Ágústsson Eysteinn Jónsson Erlendur Einarsson Gerður Steinþórsdóttir Jón Kjartansson Magnús Bjarnfreðsson Ólafur Jóhannesson Pétur Einarsson Steingrimur Hermannsson. Varamenn: Magnús Olafsson Halldór Ásgrimson i stjórn Húsbyggingasjóðs: Steingrimur Hermannsson. A flokksþingi Framsóknarmanna sl. þriðjudag fór fram kosn- ing til miðstjórnar, og birtust nöfn aðalmanna i blaðinu i gær. Talningu atkvæða i ksoningu varamanna i miðstjórn var ekki lokið þegar blaðið fór i prentun i fyrrakvöld, og var þvi ekki unnt að birta nöfn þeirra fyrr en nú. Þessir voru kjörnir varamenn i miðstjórn til næsta flokksþings Framsóknarmanna: 1. Jónas Jónsson, Reykjavik 2. Björn Axelsson, Höfn i Hornafirði 3. Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi 4. Þorvaldur Jóhannsson, Seyðisfirði 5. Pálina Skarphéðinsdóttir, Gili, Skagafirði 6. Eggert Jóhannesson, Selfossi 7. Arnþrúður Karlsdóttir, Reykjavik 8. Jón Þ. Guðmundsson, Vopnafirði 9. Kristján Friðriksson, Reykjavik 10. Jón Sigurðsson, Kópavogi 11. Þóra Hjaltadóttir, Akureyri 12. Hrafnkell Karlsson, Hrauni, ölfusi 13. Jón Kjartansson, Reykjavik. 14. Jóhanna Karlsdóttir, Akranesi 15. Hilmar Rósmundsson, Vestmannaeyjum 16. Egill Olgeirsson, Húsavik 17. Heiðar Guðbrandsson, Súðavik 18. Geir V. Vilhjálmsson, Reykjavik 19. Friðjón Guðröðarson, Höfn, Hornafirði 20. Olafur Sverrisson, Borgarnesi 21. örlygur Hálfdánarson, Reykjavik 22. Egill Gislason, Súðavik 23. Jónas Gestsson, Ólafsvik 24. Jónas Jónsson, Melum, Hrútafirði 25. Leó Löve, Hafnarfirði. Keflavikurflugvöllur: Ratsjárflugvél gj ör eyðilagðist í eldsvoða ESE — Þaö óhapp varð á Kefla- vikurflugvelli i gærmorgun að eldur kom upp i ratsjárflugvél frá Varnarliðinu. Vélin sem var að búa sig undir flugtak, fuöraði upp á skömmum tima og var það mik- il mildi að áhöfnin komst úr vél- inni heil á húfi, en það mun hafa verið á siðustu stundu. Flugvélin, sem var á leið á eft- irlitsflug var fullhlaðin eldsneyti. Gjöreyðilagöist hún af völdum eldsins. Nú siöar á þessu ári mun vera von á tveim nýjum ratsjárflug- vélum til landsins og munu þær verða af nýjustu og fullkomnustu tegund. Þeim flugvélum mun vera ætlaö að leysa hinar gömlu af hólmi. Höföingleg gjöf FI — Heyrnleysingjaskólanum hefur borizt stórhöfðingleg gjöf frá félaginu Vinahjálp, en þar er um að ræða vandaða kvikmynda- sýningarvél, sem bætir úr brýnni þörf, og hljómtæki, sem gera það mögulegt að veita nemendunu miklu fullkomnari kennslu i takt og hrynjandi en hægt hefur verð tuþessa, og meiri heyrnarþjálf un Að sögn Brands Jónssona: skólastjóra Heyrnleysingjaskól ans fylgir gjöfinni tækjasam stæða sem i eru þráðlaus hljóð nemasendir, tvö viðtæki, tengi tæki fyrir „audiolup” og hleðslu tæki fyrir búnaðinn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.