Tíminn - 16.03.1978, Side 9

Tíminn - 16.03.1978, Side 9
Fimmtudagur 16. marz 1978 9 „Áfram á sigurbraut” * - lokaræða Olafs Jóhannessonar á flokksþinginu 17. flokksþingi Framsóknar- manna lauk sem kunnugt er seint á þriðjudagskveldi sl. Var þingið mjög fjölmennt svo sem fram hefur komið i fréttum og einkenndistaf miklum áhuga og málefnalegri samstöðu. Eftir að lokið var afgreiðslu álytkana og annarra málefna þingsins flutti Ólfur Jóhannes- son, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ræðu og fjallaði um einkenni og árangur flokksþingsins og þakkaði mönnum þátttöku þeirra i störf- um þess. I upphafi ræðu sinnar v;ék Ólafur Jóhannesson fyrst aö stjórnarsamstarfinu við Sjálf- stæðisflokkinn. Sagði hann það eðlilegt að sitt sýndist hverjum um samvinnu við Sjálfstæðis- menn, en hann teldi að vinna yrði eftir málefnum en ekki þvi einu við hvaða stjórnmálaflokk væri að eiga. Ólafur benti á það, að á Is- landi eru jafnan samsteypu- stjórnir og allir stjórnmála- flokkar hafa einhvern tíma starfað saman i rikisstjórn. Yrði ekki séð að samstarf við einn aðila öðrum fremur væri vænlegast til heilla eða árang- urs, heldur yrði að skoða slikt i ljósi málefna hverju sinni. Ólafur Jóhannesson minntist á það að stundum vill við bera að menn óttist samstarf við Sjálfstæðismenn eins og þeir væru einhverjir ómótstæðilegir „bragðarefir”, en þetta er mesti misskilningur. „Samkvæmt samþykktum flokksþingsins ganga Fram- sóknarmenn óbundnir til næstu kosninga, en við skulum vera þess minnug að innan annarra stjórnmálaflokka i landinu eru sterk öfl, sem vinna að þvi öll- um árum að þau geti náð saman irikisstjórn”, sagði Ólafur. „Ef svo fer munu margir þeir, sem nú eru óánægðir, sjá að á tima- Ólafur Jóhannesson i ræðustóli á flokksþinginu. bili núverandi rikisstjórnar hef- ur vissulega verið staðið á verði i f jölmörgum málum sem miklu skipta, svo sem t.d. i landbúnað- armálunum. * Alyktanirnar eru vilja- og stefnuyfir- lýsing ólafur Jóhannesson ræddi siðan ályktanir þingsins. Að sönnu væru ályktanir alltaf að einhverju leyti óskalistar til framtiðarinnar, „en samþykkt- ir þessa flokksþings eru þó fyrst og fremst vilja- og stefnuyfir- lýsing sem er bindandi fyrir fulltrúa flokksins i kosningum og eftir þær, — þótt öllum sé ljóst að ekki verður unnt að koma öllu i framkvæmd”. sagði Olafur. „Þetta flokksþing hefur afgreitt afar margar og itarleg- ar samþykktir, og eru sumar þeirra nýmæli og eiga ef til vill eftir að lýsa um langa framtið.” 1 siðara hluta ræðu sinnar vék Tfmamynd Róbert. Ólafnr að þeim samhug og mál- efnaanda sem einkenndi þing- störfin, og sagði hann þá m.a.: „Þegar ég lit yfir þetta flokksþing vil ég segja að það hefur verið ánægjulegt þing, sannkallað friðarþing. Þvi ber sérstaklega að fagna að ungt fólk hefur mjög sett svip sinn á þingstörfin, og það hefur látiö meira til sin taka um ályktanir og samþykktir en oftast áður. Það hefur einnig komiö fram að konur sækja fram til jafnréttis i stjórnmálaþátttöku. Hlutur kvenna vex, en þátttaka þeirra og áhrif skipta flokkinn miklu”. Það þarf mik- ið starf auk vissu um góð- an málstað Undir lok ræðu sinnar fjallaði Ólafur Jóhannesson um þær tvennar kosningar sem nú eru framundan, um kosningaundir- búninginn og það mikla starf sem vinna þarf. Um kosning- arnar sagði Ólafur m.a.: „Þar vinnst ekkert fyrir ekki neitt. Það á enginn að fá neitt á silfurdiski. Menn verða að vinna og starfa til trausts fyrir flokk- inn og þjóðina. Framsóknar- menn eiga að ganga sigurvissir fram til baráttunnar. Trúin á málstaðinn og sigur skiptir máli i átökum. En trúin ein nægir ekki. Það þarf starf og mikla vinnu auk vissu um góöan mál- stað. Núeiga Framsóknarmenn að hefja sókn. Þeir eiga aö fara að öllu með gát, en sækja fram. Þannig eigum við að hefja starf- ið. En kosningarnar eru þó aö- eins orrusta og það þarf að vinna striðið. Ef menn hafa trú á málstaðinn munu nýir menn og fylkingar taka við merkinu og bera það fram.” Að siðustu þakkaði Ólafur fundarstjórum og öörum starfs- mönnum þingsins og þeim nefndum, sem störfuðu á þing- inu, þá miklu vinnu sem innt hafði verið af hendi. Enn fremur minntist hann þess mikla undir- búningsstarfs sem lá til grund- vallar þinginu. „Siðast en ekki sizt færi ég öllum þingfulltrúum þakkir fyrir virka þátttöku i störfum þingsins og mikinn á- huga”, sagði Ólafur Jóhannes- son að lokum. JS Um „Gler- hallir” JB — Islendingar i Þránheimi hafa ályktað varðandi fyrirhug- aðar framkvæmdir á Hótel Islands planinu. í bréfi sem þeir hafa samið og sent dagblöðum i Reykjavik segir: ,,Við lýsum furðu okkar á til- lögunni um „Glerhöllina” stóruá Hallærisplaninu. Enn furðulegra teljum við að slik tillaga hljóti samþykkt skipulagsnefndar. Aö iokkar mati gereyðileggst svipur miðbæjarins, ef af þessum breyt- ingum verður, og mótmælum viö þeim harðlega. Við vonumst til að sjá bæ með svip Reykjavikur, en ekki há- hýsaborg, við heimkomu okkar.” Námskeið í svæða- meðferð „Mundu nafnið þitt” Sovézk-pólsk kvikmynd frá árinu 1975 „Mundu nafnið þitt!”verður sýnd i MtR-salnum, Laugavegi 178, n.k. laugardag 18. marz kl. 15. Mynd þessi er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá vist sovézkrar konu og ungs sonar hennar i fangabúðum nazista i Aus- witsch, aðskilnaði þeirra i fangelsinu skömmu fyrir uppgjöf Þjóðverja og endurfundum tveimur áratugum siðar. Leikstjóri er Sergei Kolossof, en i hlutverki konunnar er Lúdmila Kassatkina og hefur hún hlotið verðlaun á kvikmyndahátiðum erlendis fyrir leik sinn i þessu hlutverki. Kvikmyndin er i sýnd með enskum skýringartextum. Aðgangur að sýningunni i MlR-salnum er ókeypis og öllum heimil. t dag kemur hingað til lands stjórnandi Naturopatisk Institut i Þrándheimi, Ilarald Thiis. Mun hann halda námskeið I svæða- meðferð, — zoneterapi — og i þrýstinuddi, — akupressur —. Tvær bækur hafa komið út á ts- lenzku uin s væðameðferð, en þrýstinuddið byggir á svipuðum hugmyndagrundvelli og og nála-. stunguaðferðin og er það nær óþekkt heilsuræktarleið hér á landi. Hairald Thiis er hér i boði Rannsóknastofnunar vitundarinn- ar og v.eitir hún einnig nánari upplýsingar um námskeiðið. Aðalfundur 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Staðan i kjaramálum. 3. Lagabreytingar. 4. Fyrirhuguð bygging orlofsheimilis. 5. önnur mál Stjórnin Áskorun til fasteignaskattsgreiðenda um greiðslu fasteignagjalda i Reykjanesum- dæmi frá SASÍR: „Hér með er skorað á alla þá sem eigi hafa lokið greiöslu alls fasteignagjalds innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar að ljúka greiðslu. En óskað verður nauðungar- uppboðs skv. lögum nr. 49/1951 á fasteignum hjá þeim, sem enn hafa eigi lokiö greiðslu gjaldsins hinn 15. april n.k.” Kópavogskaupstaður Grindavfkurkaupstaður Hafnahreppur Vatnsleysustrandar- hreppur, Gerðahreppur Mosfellshreppur, Kjalarneshreppur, Keflavíkurkaupstaður Njarðvikurkaupstaður, Miðneshreppur, Bessastaðahreppur, Seltjarnarneskaupstaður, Garðabær, Kjósarhreppur. BÍLAPARTA- SALAN auglýsir NYKOMNIR VARAHLUTIR I: Fiat 128 Arg. 'jj Fiat 850 Sport — '77 Volvo Amason _ 'g^ Land Rover _ 'gy Volkswagen _ 'g8 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Simi 1-13-97

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.