Tíminn - 11.04.1978, Blaðsíða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla 86481 • Áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
VERKAMANNASAMBANDIÐ KLOFIÐ?
JB — 1 lok fundar tiu manna
nefndar ASI sem haldinn var i
gærmorgun, var samþykkt aö
beina þvi til aðildarsamtakanna
innan Alþýðusambandsins, að
þau flýttu athugunum sinum á
frekari aðgerðum en þegar hafa
verið ákveðnar,
Fundurinn i gær var haldinn
að ósk Karls Steinars Guðna-
sonar, formanns Verkalýðs og
Sjómannafélags Keflavikur og
nágrennis, i þvi skyni að reyna
að samræma viðhorf Suður-
nesjamanna og stjórnar Verka-
mannasambandsins varðandi
útflutningsbannið. Gerði Karl
Steinar Guðnason 10 manna
nefndinni grein fyrir þeim
umræðum, sem farið hafa fram
á Suðurnesjum um þátttöku
þeirra i aðgerðum Verka-
mannasambandsins, en Suður-
nesjamenn gerðu eins og menn
muna, fyrirvara um hana. Hvað
það snertir að samræma viðhorf
þessara aðila, varö fundurinn
árangurslaus.
Suðurnesjamenn hafa ekki
enn tekið lokaafstöðu i málinu,
en þeir hafa lagt á það áherzlu,
að fleiri félög en aðeins aðilda-
félög Verkamannasambandsins
taki þátt i aðgerðum verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Ríkissjóður:
Skuldin við
Seðlabankann
21.978 millj.
„Skuldir rikissjóðs við Seðla-
bankann námu 14.928 milljónum
króna i ársbyrjun 1978 og i marz-
lok 21.978 milljk króna. Að'auki
hækkuðu erlend endurlán Seðla-
bankans til rikissjóðs um 2.728
milljónir vegna gengis-
uppfærslu”, segir i fréttatilkynn-
ingu fjármálaráðuneytisins um
afkomu rikissjóös á fyrsta árs-
fjórðungi 1978, sem Timanum
barst i gær.
Þá segir að greiðsluáætlun
A-hluta rikissjóðs geri ráð fyrir
jöfnuði i rikisfjármálum i árslok
1978. Fjárþörf rikissjóðs er hins
vegar breytileg eftir mánuðum
þar sem tekjur inn heimtast yfir-
leitt siðar á árinu en gjöld falla
til.
„Fjárþörf rikissjóðs til að brúa
slik bil tekna og gjalda var 7.050
milljónir króna i lok fyrsta árs-
fjórðungs þessa árs, sem er 635
milljónum króna hærri upphæð en
greiðsluáætlun rikissjóðs gerir
ráð fyrir. Frávik þetta má fyrst
og fremst rekja til greiðslna
Rikisábyrgðasjóðs vegna skuldar
Rafmagnsveitna rikisins við
Landsvirkjun og uppgjörs út-
flutningsuppbóta á landbúnaðar-
afurðir vegna fyrri ára.”
„I greiðsluáætlun rikissjóðs
fyrir árið 1978 er gert ráð fyrir
lántökuþörf rikissjóðs i Seðla-
banka að fjárhæð 7 milljarðar
króna vegna reksturs A-hluta
stofnana fyrstu sex mánuði þessa
árs, en viðlokþriðja ársfjórðungs
hafi lántökuþörfin lækkað i 3,6
milljarða króna og jöfnuður hafi
náðst i árslok.”
Skákþing Islands í kvennaflokki:
Guðlaug teflir
ekki
sst — Skákþing Islands i kvenna-
flokki hófst á laugardag og eru
sterkustu skákkonurokkarmeðal
keppenda að undanskilinni
Guðlaugu Þorsteinsdóttur, sem
hætti við þátttöku á siðustu
stundu. Þátttakendur i Skák-
þinginu eru þessir: Ólöf Þráins-
dóttir, Birna Norðdahl, Sigurlaug
Friðþjófsdóttir Aslaug Kristins-
dóttir og Svana Samúelsdóttir.
Á laugardag voru tefldar þrjár
skákirog urðu úrslit þessi: Ólöf —
Sigurlaug 1/2-1/2, Birna — Svana
1/2-1 /2 og Sigurlaug — Svana
1/2-1/2.
I gærkvöldi tefldu þær saman
Svana og Aslaug og Birna og
Sigurlaug, en ekki er kunnugt um
úrslit. Keppni i kvennaflokki lýk-
ur á föstudag.
Eldur í húsi
áföstu Ásgrímssafni
1 ' * ’
Á Lækjartorgi
Gamli söluturninn er nú aftur koininn i sitt
lyiTa.uniliverfi ogsetur á ný svip sinn á miðborg
It ev kjavikur.
ESE — Snemma i gærmorgun
kviknaði i rúmdýnu i kjallaraher-
bergi að Bergstaðastræti 74a, en
það hús er samfast Asgrimssafni.
Það var eigandi hússins, sem
gerði slökkviliðinu viðvart um
það, að reykur kæmi úr læstu
herbergi, en herbergið leigir hús-
eigandinn út og er leigjandinn
enginn annar en hinn landsfrægi
Megas. Þegar eftir að slökkviliðið
kom á vettvang var hurð
herbergisins brotinuppog reynd-
ist leigjandinn vera sofandi, en
smá eldur var i rúmdýnu og
sængurfötum. Var maðurinn þeg-
ar fluttur á slysadeild, en hann
mun ekki hafa sakað. Nokkrar
skemmdir urðu á herbergi og
innanstokksmunum, og þá aöal-
lega af völdum reyks. Eins og
áður segir er Asgrimssafn í
sambyggðu húsiog vorulistaverk
geymd i aðliggjandi kjallara-
herbergi, ekki allfjarri elds-
upptökum. Reykskynjarar, sem
eru i safninu, gáfu þó ekki frá sér
viövörunarmerki, en öllum má
vera ljóst, að ef mikill eldur
kemur þarna upp, er listaverkun-
um i safninu bráð hætta búin.
Einn af hugmyndafræöingum Alþýðubandalagsins gefur tóninn:
.Samstjórn stéttanna’
— „en engu spáð um það hvernig kaupin gerast á eyrinni”
„Samstjórn stéttanna — eins
konar ný ogbreytt nýsköpunar-
stjórn — væru stórpólitisk tið-
indi. hún hefði forsendur til að
geta stjórnað landinu án þess að
til alvarlegra stéttaátaka
kæmi,” segir Þröstur ólafsson
hagfræðingur og Alþýðubanda-
lagsforsprakki i grein i nýju
hefti Timarits Máls og menn-
ingar, og mun mörgum þykja
mikið öl um vongleði hans og
bjartsýni um samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn að loknum kosn-
ingum.
1 grein sinni fjallar Þröstur
Ólafsson um ástand stjórnmála
og efnahagsmála og kemst að
þeirri niðurstöðu að Alþýðu-
bandalaginu sé vænlegast að
leita eftir samstarfi við Sjálf-
stæðismenn að loknum kosning-
um riú i vor. Að vonum notar
Þröstur uppskrúfað marxista-
tungutak og segir:
Verkalýsstéttin stendur
þannig frammi fyrir tveimur
valkostum: Annars vegar að
standa utan við allar stjórnir...
Hins vegar að mynda nýja sam-
stjórn stéttanna sem semdi frið
meðan verið væri að koma á
jafnvægi.”
Eins og kunnugt er hafa for-
ráðamenn Alþýðubndalagsins
mikinn hug á þvi að komast i
náið samstarf við Sjálfstæðis-
menn að loknum Alþingiskosn-
ingum nú i vor. og hafa þó fáir
þeirra kveðið svo skyrt að orði
sem Þröstur ólafsson gerir i
þessari grein sinni.
Er það eftirtektarvert að
grein þessi skuli birt nú.einmitt
þegar framboðshrvöjunumerað
Ijúka og flokksbræður Þiastar
búast til að setja saman kosn-
ingaloforð sin. Verður að lita
svo á að greinin sé framlag
Þrastar til þess bræðings.
Af raunsæi sinu viðurkennir
Þröstur Ólafsson að ýmislegt
geti slæðzt i veg fvrir hið ákjós-
anlegasta „nýsköpunarsam-
starf" eða „samstjórn stétt-
anna”. eitis og hann kallar
stéttasamvinnustjornsina. I lok
greinar sinnar segir hann þvi
hin spámannlegu orð:
..Hér verður engu spáð um
það hvernig kaupitt gerast á
eyrinni að loknum kosningum.
en verkalýðshreyfingin" —
þ.e.a.s. flokkurinn — „verður að
athuga vel sinn gang og grann-
skoða þau skilyrði sem hún set-
ur fyrir þátttöku sinni i nýrri
rikisstjórn."
Mikið skal sem sé til mikils
vinna. og varast of mikla kröfu-
gerð um stefnumálin.