Tíminn - 11.04.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur XI. april 1978
3
Starfsval
kvenna
er enn
einhæft
SJ—Konur eru innan við 4% af
iieildarfjöida starfandi iðnlærðs
fólks i landinu. Mikill fjöldi
kvenna á vinnumarkaðinum
hefur ekki starfsmenntun. Hér á
landi eru 67 lögskráðar iðn-
greinar. Við Iðnskólann i
Reykjavik eru kenndar um 35
gi-einar, sem 'hafa nemenda-
fjölda að einhverju marki. Kon-
ur nema 3-5 af þeim greinum.
Þetta á eingöngu við um
samningsbundið iðnnám, en nú
er i vaxandi mæli hægt að hefja
nám i ýmsum iðngreinum án
þess að gera fyrst iðnsamning
við meistara i greininni. Það
liefur ieitt til þess að konur fara
frekar en verið hefur inn á nýjar
brautir. En þótt i lögum og
reglugerðum fyrir grunnskóla
séu engin ákvæði, sem mismuna
fólki eftir eftir kynferði, end-
urspeglast skipting karla og
kvenna eftir atvinnugreinum i
vali ungs fólks á náinsbrautum.
Fólk skiptist mjög kynbundið á
atvinnugreinar og starfsval
kvenna er einhæft. Forráða-
mennskóla virðast telja jafnari
dreifingu pilta og stúlkna á
námsbrautir æskilega m.a. frá
rekstrarsjónarmiði. Auk þess
sem flestar stúlkur veljasér enn
sem fyrr nám i svokölluðum
kvennastörfum, er val þeirra
einnig oft tizkubundið, burtséð
frá franttiðarhorfum I viðkom-
andi starfsgrein. Siðastliðið
haust innrituðust t.d. 30 stúlkur i
hársnyrtideild fjölbrautaskól-
ans i Keflavik, enda þótt aðeins
2-3 hársnyrtistofur séu starf-
ræktar i Keflavik og nágrenni.
bessi atriði komu ma. fram á
ráðstefnunni „Verkmenntunar-
jafnrétti” sem Kvenréttinda-
félag Islands gekkst fyrir og
SX*'.**.-***-
H u.|Ætg+jx
Björg Einarsdóttir varaformaöur Kvenréttindafélagsins i ræðustól. Tfmamynd G.E.
haldin var í Norræna húsinu á
laugardaginn. Þar fluttu stutt
framsöguerindi fulltrúar
fræðsluyfirvalda, forsvarsmenn
verkmenntunarskóla, fulltrúar
iðnnema og aðilar er hafa með
höndum endurmenntun fólks,
sem er á vinnumarkaðnum, og
fullorðinnafræðslu.
Þátttakendur voru um
70 alls.
Ráðstefnugestir töldu að r júfa
þyrfti þann vitahring, sem hefð-
bundin verkaskipting karla og
kvenna og val þeirra á náms-
leiðum er i. Hvetja beri pilta
jafnt sem stúlkur til að velja
leiðir i samræthi við upplag
þeirra og áhuga. Sérstök
áherzla var lögð á að allt náms-
efni og túlkun þess væri i sam-
ræmi við jafna stöðu kynjanna.
Ráðstefnufólkið lét i ljós
áhuga á þvi að upplýsingar um
atvinnulifið og mannaflaspár
bærust skólunum og ungt fólk
gæti tekið mið af þvi i vali sinu.
Þáttakendur urðu sammáia
um að mikilvægtværi — að börn
venjist sem fyrst þeirri hugsun
að konur og karlar hafi sömu
skyldur og rétúndi i þjóðfélag-
inu,
— að þau hafi sömu tækifæri til
að velja sér lifsstarf, sem svari
til hæfileika þeirra og getu.
— að uppeldi og umönnun
barna hvili jafnt á báðum for-
eldrum.
— að hjúskaparstaða takmarki
ekki val stúlkna frekar en pilta
til náms og starfs.
Segja má að lokaorð eins þátt-
takenda hafi endurómað grunn-
tón umræðunnar: „Æskilegt er
aðsem flestir einstaklingar eigi
kost á að velja lifsstarf við sitt
hæfi og stunda það samhliða
umönnun þeirra, sem landið
erfa”, segir i fréttatilkynningu
um ráðstefnuna.
íslenzkir innflytj endur heiðraðir
Eldur í
íbúð í
Fossvogi
— þrennt flutt á
slysadeild
ESE-Rétt fyrir kl. 8á sunnudags-
morguninn kom upp eldur i húsi
Páls Gislasonar læknis að Huldu-
landi 8 i Fossvogi. Þegar slökkvi-
liðið kom á vettvang, var mikill
eldur i sjónvarpsherbergi og i
stofu i húsinu. Mestur var eldur-
inn i húsgögnum, bókum og vegg-
klæðningu. Fljótlega tókst að
ráða niðurlögum eldsins og mun
engan hafa sakað alvarlega, en
þó varð að flytja fjölskylduna á
slysadeild, vegna minni háttar
brunasára og vægrar reykeitrun-
ar. Tjón varð töluvert, bæði af
völdum eldsog reyks. Talið er að
kviknað hafi i út frá lampa, sem
var i sambandi i sjónvarpsher-
berginu.
Hamrahliðarkór-
inn söng i
frystihúsum á
Sauðárkróki
Gó/GV- A lokadegi sæluviku
Skagfirðinga kom Hamrahliðar-
kórinn til Sauðárkróks og söng i
Félagsheimilinu Bifröst við mikla
hrifningu og aðdáun.
Aður en kórinn hélt aftur til
Reykjavikur i gær söng hann i
báðum frystihúsunum á Sauðár-
króki og þótti það mjög nýstárlegt
og verður lengi munað.
Söngnemend-
ur sækja
ísfirðinga
heim
GV/GS- Húsfyllir var á söng-
skemmtun nemenda Tónlistar-
skóla Akureyrar á Isafirði i gær,
og hlaut söngurinn mjög góðar
undirtektir áheyrenda. Söngnem-
endurnir Guðrún Kristjánsdóttir,
Helga Alfreðsdóttir og Gunnfrið-
ur Hreiðarsdóttir komu til ísa-
fjarðar á vegum Tónlistarskóla
Isafjarðar i fylgd kennara sins,
Sigurðar Franzsonar.
Ariö 1976 fór Hólmfriður Sig-
urðardóttir, nemandi I pianóleik i
Tónlistarskóla Isafjarðar, til
Akureyrar og hélt þar tónleika,
og eru söngtónleikarnir nú eins
konar endurgjald við þeirri heim-
sókn.
Nýlega var heildsölunum Ingvari
Helgasyni og Helga Filippussyni
veitt sérstök viðurkenning frá
austur-þýzkum yfirvöldum fyrir
áralöng og farsæl viðskipti við
Þýzka Alþýðulýðveldið. Einnig
var þeim Ingvari og Helga við
þetta tækifæri boðið sem sérstök-
um heiðursgestuin á næstu al-
þjóðlcgu vörusýningu i Leipzig,
en hún erhaldin ár hvert og er ein
af stærstu sýningum sinnar teg-
undar i heiminum. Þeir Ingvar og
Helgi hafa sótt þessa sýningu i
rúmlega 40 ár, og er það i þvi til-
efni að þeir eru gerðir að heiðurs-
gestum að þessu sinni.
A myndinni hér að ofan eru þeir
Ingvar og Helgi ásamt verzlunar-
fulltrúa og sendiráðsritara
Austur-Þýzkalands hér á landi.
Timamynd G.E.
Eðlilegra að ráða
íslenzka flugmenn
en ameríska
— til að fljúga fyrir islenzkt flugfélág
HEI— Það er litið sem gengur I
samningamálunum/sagði Bald-
ur Oddsson, sem er i samninga-
nefnd Loftleiðaflugmanna og
var nýkominn af fundi, er blaöið
ræddi við hann I gær. A þeim
fundi voru aðallega rædd orlofs-
málin og lagfæring á launahlut-
föllum aðstoðarfiugmanna, en
þeir eru sumir komnir með
lengri starfsaldur en gert er ráð
fyrir i samningum.
Þá fórum við litillega inn á
Air Bahama málið, og Itrek-
uðum mótmæli okkar vegna
þess að hingað kæmu islenzkar
flugvélar með ameriskum
áhöfnum að flytja Islenzka
ferðamenn til sólarstranda. Við
teljum, aö I þvi atvinnuleysi
sem hér rikir meðal flugmanna,
sem sést bezt á þvi, aö þegar
auglýst var eftir sjö flugmönn-
um, sóttu 70 um, þá sé eölilegra
aö islenzkt flugfélag ráði frekar
Islenzka flugmenn, en ameriska
flugmenn, sem eru á eftirlaun-
um frá ameriska rikinu. Og það
þó enn heldur, þar sem þeim
þarf að borga mun hærri laun.
Þeir hafa i laun nú um 4.000
dollara (ca. 1 millj. kr.) fyrir 65
tima flug á mánuöi, en okkar
laun miðast við 85 tima á
mánuði, sagði Baldur. Þá sagði
hann einnig að þeim Loftleiða-
mönnum þætti þaö furöulegt, að
stjórnarmenn Flugleiöa bæru
þvi við, þegar rætt væri um
þessi mál, að það væri
viðkvæmt, vegna þess að þetta
væru svoddan sómaflugmenn,
sem búnir væru að starfa allt að
9 árum hjá félaginu, þegar haft
er I huga að flugstjórar Loft-
leiða hafa allir meira en 16 ára
starfsaldur að baki. Þaö virtist
ekkert viðkvæmt mál, þegar
flugfélögin voru sameinuð, að
segja upp 10 Loftleiðaflugmönn-
um.
Um sameiningu starfsaldurs-
lista var ekki rætt á fundinum i
dag, en við erum algerlega á
móti þvi að það veröi gert, fyrst
og fremst frá atvinnuöryggis-
sjónarmiðum. Viö sjáum heldur
ekki neina hagkvæmni fyrir
Flugleiðir i sameiningu. Henni
fylgir að miklu meira verður
um flutninga manna milli flug-
vélategunda, og þaö kostar dýra
þjálfun i hvert skipti.
Erlendur
Arnason
lætur af
formanns-
störfum eftir
30 ára starf
JB- Fundur var haldinn i Búnað-
arfélagi Austur-Landeyja þann 8.
april s .1. Það gerðist helzt á fund-
inum, að Erlendur Arnason. sem
gegnt hefur hlutverki formanns i
þrjátiu ár og átt sæti i stjórninni i
fjörutiu ár. baðst undan endur-
kjöri. t hans stað var Guðlaugur
Jónsson. Voðmúlastöðum, kjör-
inn formaður.
A fundinum voru samþykktar
tvær tillögur. I fyrri tillögunni er
þvi beint til stjórnar og aðalfund-
ar Búnaðarsambands Suður-
lands, að kannaðir verði mögu-
leikar á stefnubreytingu i 1. Naut-
griparækt, þannig að minnkandi
áherzla verði lögö á fituinnihald
mjólkur meö tilliti til breyttra
neyzluvenja fólks. 2. Sauðfjár-
raÁt og þar meö mati dilkakjöts,
þannig að fitusöfnunun sé ekki
sérstaklega verðlaunuð eins og er
gert i gildandi kjötmati.
I seinni tillögunni er tekiö undir
áskorun til bænda um aö selja
enga nll, fyrr en aö afloknum
Stéttarsambandsfundi i haust og
þá eftir ákvörðun fundarins um
þau mál. Jafnframt skorar fund-
ur i Búnaðarsambandi Aust-
ur-Landeyja á stjórn Búnaðar-
sambands Suðurlands og aðal-
fund þess, að fylgja þessum mál-
um eftir að fullum þunga.
„Sláturhúsið
hraðar
hendur” til
Siglufjarðar
Gó-Sauðárkrók. Sæluviku Skag-
firðinga lauk á sunnudagskvöld
með dansleik i félagsheimilinu
bifraust. Þá var einnig sjötta sýn-
ing leikflokks ungmennafélagsins
Tindastóls á gamanleiknum
„Sláturhúsið hraðar hendur” eft-
ir Hilmi Jóhannesson, sem er
einnig leikstjóri.
Um 1200 manns hafa séð sýn-
ingará þessum leik og verður siö-
ast sýning leiksins á Sauöárkróki
á morgun. Leikflokkurinn mun
sýná .Sláturhúsið hraöar hend-
ur” á tveimur sýningum næst-
komandi laugardag á Siglufirði.