Tíminn - 11.04.1978, Síða 8
8
þribjudagur 11. aprll 1978
f
A I Maðurínn
yj og hafíð 78
Mcnningardagar sjómanna og fískvinnslulólks
Vcstinannacyjum 2Ó.6.-2.7. 1978
Merki niólsins, Maðurinn og hafið. Teiknað hefur Hjálmtýr Heiðdal.
Maðurinn
og haf ið
Reynt að varpa ljósi á lífskjör og
menningu fólks er vinnur við fisk
JB — Menningardagar sjómanna
og fiskvinnslufólks verða haldnir
i Vestmannaeyjum dagana 29.
júni til 2. júli i sumar. Er þetta
fyrir tilstilli Menningar- og
fræðslusambands alþýðu og liður
i samnorrænu verkefni hliðstæðra
samtaka á Norðurlöndum. Ber
væntanlegt mót yfirskriftina
Maðurinn og Hafið.
Allnáið samstarf hefur verið
með fræðslusamtökum verka-
lýðshreyfinga á Norðurlöndum að
Færeyjum undanskildum, og
menningardagar sem þessir er
eitt af þeim verkefnum, sem ráð-
izt hefur verið i á samnorrænum
grundvelli. Er þar reynt með
ýmsum hætti að varpa ljósi á lifs-
kjör og menningu tiltekinnar
starfsstéttar i þvi skyni að auka
veg og virðingu þess fólks, sem
viðkomandi störf vinnur og auka
skilning annarra á störfum þess
og áhugamálum. I þau skipti er
mót af þessu tagi hafa verið
haldin, hefur ávallt verið leitazt
við að velja þeim stað, sem getur
einkennt viðkomandi starfegrein.
Þannir varð Vestmannaeyja-
kaupstaður fyrir valinu er til þess
kom að halda mótið i sambandi
við sjávarútveg.
Kom þetta l'ram á fundi frétta-
manna með stjórn MFA i gær.
Vilborg Haröardóttir, sem kjörin
hefur verið framkvæmdastjóri
mótsins af stjórn MFA, sagði á
fundinum, að með þessu væri i
fyrsta sinn efnt til slikra menn-
ingardaga alþýðu hér á landi og
hafi i' sambandi við það náðst
samvinna við Vestmanneyinga á
mjög breiðum grundvelli. Fjöl-
margir vinna að undirbúningi
mótsins. Dagskrá þess hefur ekki
verið ákveðin aööllu enn. Það er
hugsað sem fjölskyldumót, og
eins og fyrr segir á mjög breiðum
grundvelli og efnið fjölbreytt.
Komið verður upp margs konar
sýningum, t.d. i sambandi við
fiskveiðar og vinnslu sjávarút-
vegs. Sýnt verður bjargsig,
sprang, eggja- og fuglataka auk
margs annars. Það vekur athygli
i þessu sambandi, að dagskrá
mótsins verður færð inn á vinnu-
staðina þar sem kostur er, og þá
verða vinnustaðir opnir fyrir
mótsgesti. Þeim mun einnig gef-
ast kostur á að komast i bátsferð-
ir til nærliggjandi eyja. Haldin
verður ráðstefna er mun fjalla
um lif og kjör þeirra er að sjávar-
útvegi starfa. Nefnist hún
Rétturinn til vinnu —atvinnuleysi
— Rétturinn bl menningarlífs.
1 sambandi við þetta mót má
geta þess, að bæjarstjórn Vest-
mannaeyja hafði haft í huga, að
efha til norrænna menningardaga
eða viku i vor. En að þvi er Páll
Zophoniasson bæjarstjóri sagði,
sem staddur var á fundinum með
fréttamönnum, er þeir fréttu af
hugmyndinni um menningardag
verkalýðsins,hefur verið ákveðið
að slá þessu saman. Búizt er við
að um sextiu manna hópur komi
að utan vegna mótsins, en Vest-
mannaeyjar hyggjast bjóða til
þess fulltrúum frá vinabæjunum,
auk þess sem fulltrúar verkalýðs-
og sjómannafélaga á Norðurlönd-
unum koma.
Kostnaður við mótið er enn
óljós, en á fundinum kom fram,
að sambandið mun hafa þörf fyrir
alla þá aura er það fær og án
styrks frá Norræna menningar-
málasjóðnum væri ógerlegt að
koma þessu i framkvæmd hér.
t !t :t 1 !l 't«. ‘I»
Sveinn A. Sæmundsson:
Samningar um sérkröfur
og Stefán Jónsson
t sex dálka grein Stefáns
Jónssonar i' Timanum 17. marz
sl., kennir margra grasa, þar á
meðal sumra sem alla jafnan
flokkast undir illgresi. Eins og
að likum lætur i svo langri grein
finnast nokkur sannleikskorn
sem þó hefðu komizt betur til
skila i styttra máli.
Sitthvað i grein S.J. bendir til
þess að hann hefði náð nokkrum
árangri i skáldsagnagerð þeirr-
ar tegundar sem almennt flokk-
ast undir reyfara og höfðar til
lægri hvata mannlegs eðlis.
Það er nú einu sinni svo að
maður freistast til að fyrirgefa
fákænum mönnum ýmislegt
sem þeir kunna að láta frá sér
fara á prenti, en ég verð að ætla
að maður sem setið hefur i verð-
lagsnefnd i áratugi, hafi a.m.k.
meðalgreind eða heidlur meira,
þó ýmislegt sem sú ágæta
stofnun hefur látið frá sér fara
gegnum tiðina bendi frekar til
hins gagnstæða. Þvi vil ég helzt
ekki trúa þvi að menn sem settir
eru til slíkra trúnaðarstarfa
leggi sig visvitandi fram um að
vinna einstökum atvinnugrein-
um ógagn sem jafnvel geti
gengið af þeim dauðum og þar
með unnið þjóðfélaginu i heild
óbætanlegt tjón.
Ég mun hvorki eyða tima né
rúm i blöðum i að elta ólar við
allar firrur S.J. i fyrrnefndri
grein en gera tilraun til að upp-
lýsa S.J. og aðra verðlags-
nefndarmenn um ýmis atriði
sem hann og eflaust fleiri hafa
ekki vitað eða ekki kært sig um
að vita a.m.k. benda millifyrir-
sagnir S.J. til þess.
Það er einkum tveir kaflar i
grein S.J. sem ég mun taka til
meðferðar þar sem hann fer á
slikum kostum kringum sann-
leikann að Vellygni Bjarni
myndi játa sig sigraðan væri
hann nú ofar moldu.
Það er þá fyrst kafli sem ber
yfirskriftina: „Þáttur falsana i
siðustu kjarasaniningum". Þar
fullyrðir S.J. að farið hafi verið
á bak við sáttanefnd og
samninganefndir ASt og VSI á
hinn lúalegasta hátt af
samninganefndum málm-
iðnaðarins. Sannleikurinn er
hins vegar sá að sáttanefnd bar
fram tillögu um að jafnglidi 2
1/2% launahækkana skyldu
ganga til að mæta sérkröfum
hjá öllum og féllust flestir á það
hins vegar varð það að sam-
komulagi hjá Samtökum málm-
iðnaðarins að launþegar skyldu
sjálfir ákveða hvernig þeir
skiptu þeirriupphæð milli sinna
manna og kom þá fram sú til-
laga að fjölga launaflokkum um
tvo þannig að þeir sem unnið
hefðu sem sveinar 4-5 ár skyldu
fá 4% hærra en 3ja ára sveinar
og þeir sem hefðu unnið 5 ár eða
lengur og hefðu meistararétt-
indi skyldu fá 5% að auki. Þegar
farið var að athuga hve margir
sveinar væru i þessum hópum
kom í ljós að það var um 20%
starfandi sveina. Voru þá til-
kallaðir hagfræðingar frá ASl
og VSt til að ganga úr skugga
um hvort þessar tillögur væru
innan þeirra marka sem sátta-
nefndhafði lagt til ogeftir ýtar-
lega útreikninga reyndist svo
vera. Að þvi loknu samþykktu
samninganefndir ASI og VSI að
þessiháttur yrði á hafður og ég
man ekki betur en málm-
iðnaðarmenn hafi verið fyrstir
til að ganga frá sérkröfum á
þessum grundvelli og þar með
var viðurkennt af vinnuveitend-
um i málmiðnaði að þekking og
starfsreynsla væri þess virði að
launa þá menn betur sem
uppfylltu þessi skilyrði.
Hitt er svo annað mál að
vinnuveitendur i málmiðnaði
óraði ekki fyrir þvi að upp risu i
verðlagsnefnd menn eins og S.J.
sem ekki vildu viðurkenna að
starfsaldur og þekking væru
neins verð og er það kapituli út
af fyrir sig sem enn er ekki til
lykta leiddur og hefur valdið
málmiðnaði ómældu tjóni auk
þess sem S.J. o.fl. hlakka yfir
þvi að forsvarsmenn málm-
iðnaðar eigi eftir að sitja á saka-
mannabekk fyrir það að una
ekki domi misviturra verðlags-
nefndarmanna. Égget glatt S.J.
með þvi að ég kviði ekki þeim
málaferlum þvi þau munu m.a.
leiða i ljós hverjir það eru sem
hafa þau sérréttindi hjá verð-
lagsstjóra aðþurfa ekki að sæta
úrskurði verðlagsnefndar ef
hann fellur á aðra lund en þeir
telja rétt eða æskilega verðlags-
nefndarmaðurinn. S.J. ætti að
fara nær um hvað ég ávið. Auk
þess vona ég að við búum enn i
réttarriki þar sem S.J. eða aðrir
geti ekki sagt dómurunum
hvernig dæma skuli.
Hitt þykir mér alvarlegra að
sáttanefnd sé borin þeim sökum
að hún viti ekki hvað gerist i
samningamálum sem hún
fjallar um og kann þá svo að
fara að örðugt reynist að fá jafn
hæfa menn til þeirra starfa og
þá sem unnu að sólstöðu-
samningunum 1977.
Þá kem ég að lokum að atriði
sem S.J. nefnir að almenningur
þurfi að vita og er ég sammála
honum um það.
Ég er ekki alveg viss um að
almenningur viti og jafnvel ekki
verðlagsnefnd heldur hvernig á
þvi stendur að viðmiðunartaxti
prentiðnaðar er 23.71% hærri en
viðmiðunartaxi málmiðnaðar
og málmiðnaðuryæri með sömu
% álagningu og notaði svipaða
viðmiðunartaxta væri útseld
vinna málmiðnaðar i dag 91 kr.
hærri en nú er. Kannski getur
S.J. frættfáfróðan almenningum
i hverju þessi munur liggur.
Jafn sannleikselskandi maður
ogS.J. hlýtur að lifa eftir þeirri
gullvægu reglu Ara fróða að
hafa heldur það er sannara
reynist. Og þegar S.J. hefur
endanlega fundið sannleikann i
þessumáli efast ég ekki um vel-
vilja hans og annarra verðlags-
nefndarmanna ásamt verðlags-
stjóra að rétta hlut málm-
iðnaðar svo að hann geti gegnt
þvi lykilhlutverki hér sem hann
gegnir meðal annarra þjóða að
vera undirstöðugrein annars
iðnaðar.
Formaður S.M.S.
Sveinn A. Sæmundsson
Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla
ATHUGANIR A
ÍSLENZKA STARANUM
Tilgangur þessa greinarkorns
er sá að reyna að fá upplýsingar
hjá fólki um starann. Undir-
ritaðurer nemi i liffræði við Há-
skóla lslands og hefur valið sér
sem hluta af náminu að kanna
landnámssögu starans og nú-
verandi útbreiðslu hér á landi
undir Miandleiðslu dr. Agnars
Ingólfssonar. Vegna þess
hversu litið er vitað um land-
nám starans utan Reykjavikur
og Hafnar i Hornafirði væri
mjög gott ef þeir sem einhverja
vitneskju hefðu þar aö lútandi
kæmu henni —helzt bréflega —
tilundirritaðs. Mestur fengur er
i að fá fréttir af varpi en allar
aðrar upplýsingar væru einnig
vei þegnar.
Tæp 43 ár eru nú liðin frá þvi
að fyrst varð vart við stara i
varphugleiðingum á tslandi en
árið 1935 uppgötvaði dr. Finnur
Guðmundsson starahjón úti á
Laugarnesi i Reykjavik sem
byggðu sér þar tvö hreiður en
verptu i hvorugt. Næst finnst
hreiður i eyju á Hornafirði árið
1941 og hafa þeir orpið þaf
siðan, þó eru iitlar upplýsingar
til þaðan rúma tvo siðustu ára-
tugina. Um landnám staranna á
Hornafirði hefur Höskuldur
Björnsson ritað fróðlega grein i
Náttúrufræðinginn árið 1942.
Árin 1950 og 1951 finnur Hálfdán
Björnsson frá Kviskerjum eitt
hreiður við Fagurhólsmýri i
öræfum. Næstu fréttir af stara-
varpi eru þær, að Kristján Geir-
mundsson ségir frá pari er hafi
orpið i sumarbústað rétt inn-
an við Akureyri árið 1954. A
höfuðborgarsvæðinu byrjar
stari að verpa upp úr 1960 en
frekar litið er vitað um varp
hans fyrstu árin svo allar upp-
lýsingar um það eru vel þegnar.
Vitað er að stari hefur orpið i
Borgarnesi og á Selfossi en iitið
er vitað um varpið á fyrri staðn-
um, einnig er nær vist að hann
verpir á Akranesi og i Keflavik.
Upplýsingar hafa borizt frá
Austfjörðum um varp en Óskar
Agústsson á Reyðarfirði segir
þrjú starapör hafa orpið 1968 i
sjávarklettum sunnan i Hólma-
nesi við Reyðarfjörð innan um
fýl og ritu.
Upphaflega var starinn út-
breiddur um alla Evrópu nema
nyrzt og allra syðst og austur i
Siberiu en á siöustu árum hefur
útbreiðslusvæðið stækkað en
dæmi um það er landnám hans á
tslandi og jafnframt hefur hon-
um fjölgað. Arið 1890 voru um
100 starar fluttir til Bandarikj-
anna ogsiðan hefur hann dreifzt
ört um öll fylki þess og er i dag
algengur um mest alla
Norður-Ameriku. Hann hefur
einnig verið fluttur til Suður-Af-
riku, Astraliu, Nýja-Sjálands
(1862) og Jamaica (1903-4) og er
i dag mjög útbreiddur og al-
gengur á öllum þessum stöðum.
Starinn hefur þann sið að hópa
sig saman á kvöldin yfir vetrar-
timann og nátta sig alltaf á
sama staðnum. Erlendis hefiir
hann tekið upp á þvi að nátta sig
i byggingum og fylgir þvi oft
ónæði en þess ber aö geta að
þeir hópar eru oft á bilinu
500000-1000000. I Reykjavik
hefur starinn valið hávaxin
grenitré i Skógræktarstöðinni i
Fossvogi sem náttstað. A haust-
in eru þeir flestir þar eða um
2500 og hafa margir bæjarbúar
eflaust veitt þvi athygli er
stararnir fljúga sem ein heild og
leika listir sinar i loftinu nálægt
náttstaðnum áður en þeir setj-
ast. Aðrir þekktir náttstaðir eru
fáir en um 450 starar nátta sig i
stúku Laugadalsvallar og eitt-
hvað i áburðarverksmiðjunni i
Gufunesi en liklega fáir eða inn-
an við 50. Af þessu mætti draga
þá ályktun að starar á höfuð-
borgarsvæðinu séuum 3-4000 og
virðist ekki mikill fjölgun hafa
átt sér stað núna seinni árin.
Eins og minnzt var á i upphafi
er tilgangur þessa greinarkorns
sáaðleita eftirupplýsingum um
starann hjá landsmönnum al-
mennt. Vona ég að menn
bregðist vel við þvi allar upp-
lýsingar eru vel þegnar.
Með fyrirfram þökk fyrir
góðar undirtektir.
Skarphéðinn Þórisson
Grundarlandi 20
Reykjavik.