Tíminn - 11.04.1978, Qupperneq 19

Tíminn - 11.04.1978, Qupperneq 19
Þriðjudagur 11. aprll 1978 19 Enska knattspyrnan: MEISTARATITILL NOTTINGHAM í SEILINGAR- FJARLÆGÐ Enn batnaði staða Nottingham á toppi fyrstu deildar, þó að liðiÖ keppti ekki um helgina. Helztu keppinauturinn Everton, tapaði öðrum leik sinum i vikunni, og forysta Nottingham i deildinni er áfram fjögur stig, — en nú eiga þeir fjóra leiki til góða yfir lið Everton. Slika forystu er varla hægt að missa niður. Everton keppti á Highfield Road i Coventry og tapaði fyrir ákveðnu heimaliðinu 2-3. Bob Latchford skoraði fyrsta mark leiksins i fyrri hálfleik, hans 27. mark i deildinni á kappnistima- bilinu, og nú vantar hann aðeins þrjú mörk i fjórum leikjum til að ná 30 marka takmarkinu. Ef hann nær þvi vinnur hann til 10.000 punda verðlauna, sem dagblaðið Daily Express hefur heitið þeim leikmanni i 1. eða 2. deild, sem fyrstur verður til að skora 30 mörk i deildakeppninni á keppnistimabilinu. Þetta er þriðja árið i röð sem blaðið býður þessi verðlaun, en tvö siðustu árin náði enginn leikmaður þessu tak- marki. Hinn ungi svertingi, Gary Thompson, jafnaði leikinn fyrir Coventry rétt fyrir hlé, og i seinni hálfleik skoruðu þeir Ian Wallace og Alan Green fyrir Coventry, áður en Lyons minnkaði muninn i 2-3. Nú er það fallbaráttan i 1. deild, sem er að verða mun áhugaverð- ari en baráttan um efsta sætið, sem engin er. West Ham-liðið, sem svo margir höfðu afskrifað fyrir nokkrum vikum, vinnur nú leik eftir leik, og er nú komið þremur stigum upp fyrir Q.P.R. sem er i 20. sæti. Q.P.R. á þó ennþá eftir að leika þremur leikj- um fleiri en West Ham. Þá hafa Úlfarnir dregizt inn i fallbarátt- una, liðið er með jafnmörg stig og West Ham, en á eftir að leika einum leik meira. Þeir hafa nú tapað fimm siðustu leikjum sin- um i deildinni. West Ham vann athyglisverðan sigur yfir Leeds á Elland Road i Leeds, 1-2. Arthur Graham kom Leeds yfir i fyrri hálfleik, en undir lok hálfleiksins jafnaði ný- liðinn Alvin Martin fyrir West Ham. 1 seinni hálfleik skoraði siðan Derek Hales sigurmark West Ham, og liðið fékk tvö afar þýðingarmikil stig. Q.P.R. átti aldrei neinn sigurmöguleika á móti Manchest- er United á Old Trafford i Manchester. Stuart Pearson skoraði fyrir United i fyrri hálf- leik, og svo annað mark i seinni hálfleik. Þriðja mark Manchest- er-liðsins skoraði svo írinn Ashley Grimes. Mark Q.P.R. gerði Stan Bowles úr vitaspyrnu er nokkrar minútur voru til leiks- loka. Wolves átti ekki möguleika á sigri móti sterku liði Derby á Baseballi Ground i Derby. Þeir Masson og Daly skoruðu fyrir Derby i fyrri hálfleik, en Martin Patching minnkaði muninn fyrir Wolves i 1-2 rétt fyrir hlé. 1 seinni hálfleik skoraði svo Gerry Ryan fyrir Derby og sigur þeirra varð 3-í. Leichester stóð lengi vel i liði Liverpool i leik þeirra á Anfield og tók tvivegis forystuna i leikn- um. Billy Hughes skoraði fyrir Leicester i fyrri hálfleik, en Tommy Smith jafnaði fyrir Liverpool fyrir hlé. Winston White skoraði svo aftur fyrir Ipswich og Arsenal í úrslitum ensku bikarkeppninnar Bob Latchford markhæsti maður i deildinni með 27 mörk. Leicester i upphafi seinni hálf- leiks, en Tommy Smith jafnaði aftur fyrir Liverpool. Varamað- urinn Sammy Lee skoraði svo sigurmark Liverpool. Newcastle og Aston Villa gerðu 1- 1 jafntefli á St. James’ Park i Newcastle. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Evans fyrir Aston Villa, en rétt fyrir leikslok jafnaði Burns fyrir Newcastle úr vitaspyrnu. Nú er fátt sem getur bjargað liðum Newcastle og Leicester frá falli i 2. deild. Middlesbrough vann öruggan sigur yfir Bristol City á Ayresome Park i Middlesbrough, 2-0. Þeir Ramage og Cummins skoruðu mörk „Boro”. Birmingham vann 2- 1 sigur yfir Norwich á St. Andrew’s i Birmingham, þeir Trevor Francis og Joe Gallagher skoruðu fyrir Birmingham, en Reeves fyrir Norwich. Toppliðin i 2. deild, Tottenham og Bolton, mættust á White Hart Lane i London og tókst Spurs að sigra 1-0 i hörkuleik. Það var McAlistair, sem skoraði markið fyrir Tottenham i fyrri hálfleik. Southampton náði aðeins jafntefli á móti Fulham á föstudags- kvöldið, en Brighton vann góðan sigur yfir Blackburn á útivelli, 1- 0. Það er enn allt útlit fyrir að Tottenham, Bolton, Southampton fari upp i 1. deild, en lið Brighton getur enn sett strik i reikninginn, það er aðeins þremur stigum á eftir Southampton og fjórum stig- um á eftir Bolton, eftir jafnmarga leiki. Brighton keppir um næstu helgi á heimavelli á móti Totten- ham og Tottenham á einnig eftir að keppa við Southampton á úti- velli, þannig að allt getur gerzt ennþá. Ó.O. Það verða lið Arsenal og Ipswich Town, sem keppa til úrslita um enska bikarinn á Wembley leikvanginum í London þann 6. mai n.k. Bæði liðin unnu góöa sigra á laugardaginn, Arsenal3-0 yfir Orientá Stamford Bridge, en Ipswich 3-1 yfir WBA á Highbury. Var þetta i fyrsta skipti i sögu ensku bikarkeppn- innar, sem báðir undanúrslita* leikirnir eru háöir i London. Þó að markatalan i leikjunum tveimur sé lík, voru leikirnir gjörólikir. Arsenal átti mjög auð- veldan dag á móti Orient, en Ipswich varð að berjast allan leikinn á móti WBA, og það var ekki fyrr en á síðustu minútu leiksins að þeir skoruðu þriðja markið og tryggðu þar með sigur- inn. Arsenal tryggði sér sigurinn á móti Orient þegar á fyrstu tuttugu minútum leiksins með þvi að skora tvivegis, og i bæði skipt- inhjálpuðu varnarmennOrient til við að skora mörkin. A sextándu minutu átti MacDonald þver- sendingu fyrir mark Orient, en varnarmaður rak löppina i bolt- ann og stýrði knettinum i netið. Þremur minútum siðar kom svip- að atvik fyrir. MacDonald átti skot, sem var á leiðinni framhjá markinu, er annar varnarmaður rak fótinn i knöttinn og stýrði honum framhjá Jackson i marki Orient. Eftir þetta tóku leikmenn Arsenal lifinu rólega og bættu við marki i seinni hálfleik og var það aðverki Graham Rix eftirmistök Jackson i marki Orient. Leikur Ipswich og WBA var aft- ur á móti leikinn á fullum hraða allan leikinn og bæði liðin sýndu oft á tiðum góða knattspyrnu. Ipswich liðið var betra nú en um langan tima, enda þurfti liðið að vera gott til að sigra ákveðið lið WBA. Fyrsta mark þessa leiks kom eftir 16 minútur, er Brtan Talbot skallaði i mark eftir horn- spyrnu frá Woods. En um leið skölluðu þeir saman Talbot og Wile úr liöi WBA og varð þetta til þess að báðir urðu að yfirgefa völlinn meiddir. Er stutt var til hálfleiks, skoraði Mills annað mark Ipswich og var staðan i hálfleik þannig 2-0 Ipswich i vil. WBA sótti svo mun meira í seinni hálfleik og þeir uppskáru laun erfiðis sins á 78. minútu leiksins, er Tony Brown skoraði úr vita- spyrnu. Við þetta mark jókst sókn WBA til allra muna, en vörn Ipswichhélt sinu. Er þrjár minút- ur voru til leiksloka var Mick Martin úr liði WBA vikið af leik- velli fyrir gróft brot, og tveimur minútum siðar skoraði John Wark þriðja mark Ipswich eftir hornspyrnu. Ipswichvann þannig góðan sigur 3-1, og leikur þvi i fyrsta skipti i sögu félagsins i úr- slitum ensku bikarkeppninnar. ó.O. Úrslitin i ensku knattspyrn- unni s.l. laugardag urðu þessi: Bikarkeppnin, undanúrslit: Ipswich —WBA 3-1 Orient — Arsénal 0-3 1. deild Binningliain —Norwich 2-1 Chelsea —Manch. City frestað Coventry — Everton 3-2 Derby — Wolves 3-1 Leeds —West Ham 1-2 Liverpool— Leicester 3-2 Manch, Utd, —Q.P.R. 3-1 Middlesbrough — Bristol C 2-0 Newcastle— Aston Villa 1-1 2. deild: Blackburn— Brighton 0-1 Biackpooi —Stoke 1-1 Bristol R — Scheffield Utd 4-1 Cardiff—C. Palace 2-2 Charlton — Hull 0-1 Fulham — Southampton 1-1 Luton —Sunderland 1-3 Notts—■Millwall 1-1 Oldham —Mansfield 0-1 Tottenham —Boiton 1-0 Skotland: Ayr — Rangers 2-5 Clydebank — Celtic 3-2 Motherwell — Dundee Utd 0-1 Pa trick — Aberdeen 0-2 St. Mirren — Hibcrnian t 3-0 Bifreiðaskoðun í Kópavogi Bifreiðaskoðun 1978 i Kópavogi lýkur þriðjudaginn 25. april næstkomandi. Eru bifreiðaeigendur minntir á að færa bifreiðir sinar til skoðunar fyrir þann tima. Þeir sem ekki hafa fært bifreiðir til skoðunar þá mega búast við þvi að akstur þeirra verði stöðvaður og skráningar- númer tekin. Bæjarfógetinn i Kópavogi. BÍLAPARTA- SALAN auglýsir NÝKOMNIR VARAHLUTIR í: Peugot 204 árg. '69 M. Benz - '65 M. Benz 319 Fiat 128 - '72 Fiat 850 Sport — '72 Volvo Amason — '64 BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Sími 1-13-97 Jörð í Mýrarsýslu Jörðin Álftárbakki i Álftaneshreppi er til sölu skv. ákvörðun skiptaréttar. Veiði- hlunnindi fylgja jörðinni. Ákveðið hefur verið að leita tilboða i jörðina, með þeim mannvirkjum sem á henni eru og sem dánarbúi Inga Eirikssonar tilheyrðu. Réttur áskilinn til þess að taka hvaða boði sem berst, eða hafna þeim öllum. Tilboð skulu hafa borist undirrituðum fyrir 24. april 1978. Skiptaráðandinn i Mýra- og Borgarfj.sýslu. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Borgarnesi 29. marz 1978. Verzlunin Stjarnan Borgarbraut 4 - Borgarnesi 3 K húsgögn — Hviidarstólar — Skrif- borðsstólar — Hljómflutningstæki — Myndavélar — Allur skófatnaður — Raf- magnstæki — Gjafavörur — Leikföng — Skrifstofuvélar — Liíasjónvörp — Gar- dinubrautir — Fermingargjafir i úrvali. Sendum i póstkröfu um allt land. Stjarnan-Borgarnesi -Simi (93) 7325.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.