Tíminn - 11.04.1978, Side 24
Sýrð eik er
sígild eign
ftCiÖGii
TRÉSMIDJAN MBIDUR
SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
FÆRIBANDARE
í METRATAU
LANDVÉLAR HF.
Smiöjuvegi 66. Sími: 76600
GIST1NG
MORGUNVERDUR
‘R
ótel RAUDARÁRSTÍG 1B ^nkULjl II .1 H ^
SIMI 2 88 66
Þriöjudagur 11. apríl 1978 — 62. árgangur — 73. tölublað /
GV—Rikissaksóknari hefur höfð-
að opinbert mál fyrir sakadómi
Reykjavikur á hendur Óskari
Kristmanni Hallgrimssyni og
Jóni Hallssyni, fyrrverandi
bankastjórum Alþýðubankans
h.f. svo og Gisla Jónssyni, fyrr-
verandi skrifstofustjóra sama
banka, fyrir brot gegn almennum
hegningarlögum nr. 19, 1940.
t fyrsta lagi er hinum fyrrver-
andi bankastjórum gefiö að sök
aö hafa á árunum 1974 og 1975
hagaö lánveitingum, vixlakaup-
um, yfirdráttarheimildum og
ábyrgöarskuldbindingum i nafni
bankans á þann veg að einatt
vantaði stórum á að nægar trygg-
ingar væru settar fyrir greiðslum
með þeim afleiðingum að bankinn
varð og verður fyrir f járhagstjóni
svfftugum miljóna króna skipt-
ir.
1 öðru lagi er Óskari Krist-
Hólmur
seldur
SSt — Um helgina var gengiö frá
sölu færeyska flutningaskipsins
Hólms. en áður var búiða að selja
saltfarm. sem skipið var með og
oliubirgðir þess fjarlægðar.
Kaupandi Hólms er Ólafur Jóns-
son i Reykjavik og mun skipið
verða seít i brotajárn. Ekki er
kunnugt um söluverð skipsins.
GV— t norrænni tölfræðihandbók
yfir árið 1977, sem er nýlega kom-
in Ut, eru birtar nýjar töflur yfir
lengd meðalævi eftir löndum og
þar eru tslendingar efstir á blaði
með lengstu meðalævi Norður-
landaþjóðanna. Þar af leiðandi
njóta tslendingar nú lengstrar
meðalævi allra þjóða, þvi ibúar
Norðurlanda ásamt Hollending-
um, eru langlifastir að meðaltali
i heiminum, og hafa verið allt frá
árunum um 1960. Undanfarin ár
hefur það verið breytilegt hver af
þessum þjóðum hefur notið
lengstrar meðalævi en tslending-
ar eru nú i fyrsta skipti þar
fremstir, bæði hvað varðar með-
alævi karla og kvenna.
Meðalævi kvenna á Islandi er
nú 79,2 ár og koma norskar konur
þar næst á eftir og lifa að meðal-
tali 78 ár. tslenzkir karlar liía
nú að meðaltali 73 ár, og ér það
lengstur meðalaldur karla á
umræddri töflu. Meðalaldur fær-
eyskra karla er þar næstlengstur
eða 72,4 ár.
Að sögn Guðna Baldurssonar
hagfræðings eru þessar tölur
fengnar meðþvi að reikna út dán-
artiðni aldurshópa á árinu
1975-76, Hefur meðalævi
nýfæddra barna lengst um 40 ár á
um 120 árum og stafar meirihlut-
inn af þessari lengingu meðal'æv-
innar af minnkandi barnadauða.
manni Hallgrimssyni og Gisla
Jónssyni gefið að sök að láta
geyma innistæðulausa tékka að
upphæð rúmlega 35 milj. króna
mánuðum saman á árinu 1975 i
bankanum lengst af sem reiðufé i
kassa. Jón Hallsson er talinn hafa
látið þetta viðgangast þó að hann
hafi hlotið að vita um það.
t þriðja lagi er Jóni Hallssyni
og Gisla Jónssyni gefið að sök að
hafa á árinu 1975 gefið út fjölda
innistæðulausra tékka samtals að
fjárhæðrúmiega8,3 milj. >ig um 2
milj. króna til eir.'kaþarfa á reikn-
inga sina i bankanum og séð um
að þeir væru innleystir og geymd-
ir i bankanum i langan tima án
þess að reki væri geröur að inn-
heimtu þeirra.
Akærðu eru fyrst og fremst
ákærðir fýrir að hafa misnotað
starfestöðu sina i bankanum og
með þvi gerst brotlegir gegn 249.
gr. hegningarlaganna.
Alþýðubankahúsið i Reykjavik. Fyrrverandi bankastjórar og fyrrver-
andi skrifstofustjóri Alþýðubankans eru fyrst og fremst ákærðir fyrir
að hafa misnotað starfsstöðu sina i bankanum.
Alþýöubankamálið fyrir sakadóm:
Bankastj ór ar nir
sakaðir um
tugmillj ónatj ón
íslendingar
lifa lengst
Nýja dagheimiliö við Furugrund i Kópavogi.
Dagvistimarmál i Kópavogi:
Tfínamynd G.E.
Mikilsveröum
áfanga náð
IIKI — Með opnun nýs dag-
heimilisi Kópavogi um s.l. helgi
hefur Kópavogskaupstaður náð
þvi marki að geta sinnt öllum
úmsóknum svonefndra for-
gangshópa um dagheimilis-
pláss. Er nú i Kópavogi dag-
heimilis- og leikskólarými fyrir
rúman fjórðung af börnum þar
á aldrinum 2 til 6 ára.
Hið nýja dagheimili að Furu-
grund i Kópavogi var formlega
opnað s.l. laugardag. Húsið er
einingahús, 346 fermetrar,byggt
af Húsasmiðjunni, en arkitekt
var Njörður Geirdal. Dag-
heimiliö er ætlað 34 til 36 börn-
um og stendur til að reyna það
nýmæli, að nokkuð af börnunum
verði á leikskólatima, þ.e.
hálfan daginn, en fái þó há-
degismat á dagheimilinu. Er
ætlunin með þessu að reyna
hvort ekki reyndist sumum
nægilegt að hafa börn i 5 tima
gæzlu.
Krisfján Guðmundsson, fé-
lagsmálastjóri taldi þetta
mikilsverðan áfanga. Hefði með
þessu heimili dagvistunarrými
tvöfaldazt i Kópavogi á einu
kjörtimabili. Einnig var hann
ánægður með hvað byggingar-
timinn var stuttur, en heimilið
var fullgert á tæpum niu
mánuðum i stað þriggja ára
byggingartima annarra dag-
vistunarstofnana i Kópavogi
hingað til.
Húsiö fullbúið, með tækjum
og fragangi á lóð, kostar 69,2
miUjónir, sem er um 2 milljónir
á barn. Rekstrarkostnaður er
einnig mikill. Er áætlaö að
L
Kópavogskaupstaður verði að
greiða 59,5 milljónir i reksturs-
kostnað dagvistunarheimila og
leikskóla á þessu ári umfram
það er foreldrar greiða fyrir
gæzlu barna sinna. Kristján
sagðist ekki koma með þessar
tölur vegna þess aö hann væri á
móti slikum stofnunum nema
siður væri, en fólk þyrfti að vita
hvað þetta kostaði. Hins vegar
hefði leikskóla- og dagheimils-
dvöl mikið uppeldislegt gildi
fyrir börn og óskandi væri að
enn fleiri mundu á næstunni
njóta þess. Næstiáfangi hlyti að
verða þriðji leikskólinn i bæn-
um.
.6
Hvað ungur nemur gamall temur hefur arkitektinn llklega hugsað
þegar hann hannaði þessa eldhúsinnréttingu fyrir unga fóikiö á
heimilinu, en héi* sést forstööukona nýja dagheimilisins, Jóhanna
Thorsteinsson, i eldhúskróknum i annarri leikstofunni.
Tlmamynd G.E.