Tíminn - 15.04.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1978, Blaðsíða 1
Laugardagur 15. apríl 1978 62. árgangur — 77. tölublað íslendingaþættir fylgja í dag Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Ný skattalög væntanlega afgreidd á þessu þingi HEI — Samkvæmt heimildum blaðsins er nú unnið af kappi að undirbúningi nýs skattafrum- varps, og standa vonir til að unnt verða að leggja þaðfram á Alþingi i næstu viku, sem eru siðustu forvöð ef á að afgreiða það á yfirstandandi þingi. Mikil vinna hefur verið lögð i undirbúning frumvarpsins og er enn verið að vinna að þvi. Liggur þvi ekki ljóst fyrir enn sem komið er, hvort það verður tilbúið nógu timanlega. öllum. er þó kappsmálað hægt verði að afgreiða ný skattalög sem fyrst, þó að þau hafi ekki áhrif á álagningu skatta þessa árs. Boða Vestfirðmgar bann á rnorgun? JB — Fundur verður haldinn i Alþýðusambandi Vestfjarða á morgun og verður þar rætt um afstöðu þess varðandi þátttöku i útflutningsbanninu. Og að þvi er fram kom er Timinn ræddi við Pétur Sigurðsson formann ASV, verður að öllum likindum tekin ákvörðun um málið þá. Er Pétur var spurður um sitt álit á þessu, sagðist hann peráónulega fylgjandi þvi að Vestfirðingar yrðu með i aðgerð- um VMSt. Sagðist hann lita svo á að útflutningsbannið væri góð að- ferð. Það hindraði alveg fjár- streymi tilatvinnurekenda og það hlyti að koma við þá. Enda væri greinilegt að þeir væru uggandi ■gagnvart þvi. Annars kvað Pétur það hefði verið réttast aö leggja niður algjörlega vinnu og ekki taka hana upp aftur fyrr en búið væri að leiðrðtta þau ólög, sem rikisstjórnin setti á dögunum. „Þetta var afspyrnu klaufalegt afþeim.Þeirhefðuáttaðhafa vit til að láta lægstu launin verða óskert og láta aðgerðirnar bitna harðar á þeim er hærri laun hafa. Svona háttalag er bara skýrt með barnaskap. Það sem rikisstjórnin hefði átt að gera, er að setja fulla visitölutryggingu upp i 150 þús. á mán og 1/2 upp i 200 þús. og ekk- ert þar fyrir ofan. Þá hefðu þeir kannski fengið atkvæði út á þetta. Annars held ég ráðamenn hljóti að fara að átta sig og leiðrétta þennan misskilning”, sagði Pét- ur. Norska stjórnin legg- ur nýjar efnahags- áætlanir fyrir þingið ósló/Reuter—. Ri'kisstjórn Oddvars Nordlis, lagði i gær fyrir norska þingið skýrslu um endur- skoðun á efnahagsmálum með það fyrir augum, að rétta viö þjóðarhaginn. Stingur þessi skýrsla mjög i stúf við efnahags- áætlanir rikisstjórriarinnar frá þvi i fyrra. Samkvæmt þessari nýju efnahagsáætlun, sem miðast við fjögurra ára timabil, verða Norðmenn, að horfast i augu við óbreytt lifskjör. Einnig er kveðið á um að dregið verði úr útgjöld- um rikisins ýmsar áætlanir um félagslegar Urbætur skornar nið- ur eða endurskoðaðar. Segir i skýrslunni að án að- gerða sem þessara, gæti fólk orð- ið að sætta sig við viðtækt at- vinnuleysi tilþess að hægt væri að greiða niður erlendar skuld. í efnahagsáætlun norsku stjórnarinnar frá i fyrra, er um það rætt m.a. hvernig Noregur muni geta notað tekjur af oiiunni i Norðursjónum til að rétta við óhagstæðan viðskiptajöfnuð. En skýrsla sú, er stjórnin lagði fýrir þingið i gær, segir að búast megi við þvi' að tekjuhalli verði áfram og aukist jafnvel langt fram á næsta áratug. Geti aukinn gróði af oliuauðlindunum á engan hátt staðið á móti minnkandi útflutningi. Alþingi: Úrbætur verulegar í dómsmálum KEJ — Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra mælti i gær á fundi sameinaös Alþingis fyrir skýrslu sinni um meðferð dóms- mála. Þar kemur meðal annars fram að dráttur á afgreiðslu dómsmála er i flestum tilfell- um óverulegur og hefur skýrsl- an m.a. orðið til þess að reka á eftir ýmsum aðilum i dóms- kerfinu. Þá upplýsti ólafur að það mál sem hvað lengst hefur veriö að velkjast i kerfinu undanfarin ár, mál Friðriks Jörgensen, verði væntanlega af- greitt siðar á þessu ári. Nokkrir þingmenn tóku til máls að loknu máli óiafs Jóhannessonar og þökkuðu hon- um allir flutning skýrslunnar og óskuðu að skýrsla sem þessi yrði framvegis árviss atburöur. Þá fjölluðu þingmennirnir um ýmsarúrbætur sem gerðar hafa veriö i dómsmálum á undan- förnum árum og töldu þær til bóta. Engin rödd heyrðist i þingsal i gær um óáran i dómsmálum eins og stundum ella, og ekki var óskað eftir þeim upplýsing- um sem Ólafur Jóhannesson kvaöst geta gefið ef óskað yrði, um gang ýmissa mála, sem nú eru I rannsókn eða fyrri dómi og fjölmiölar hafa mikið um fjall- að. Sjá nánar á bls 6, þingsiðu. Aö opnunarathöfn lokinni gengu gestir um sýningarsalina og allir ræddu um bfla. Hér sjás; forseta hjónin i fylgd Geirs Þorsteinssonar, formanns Bllgreinasambandsins, virða einn Volvo-gæðinginn fyrir sér. Bilasýningin Auto '78 opnuð í gær: „Bíllinn þarfatæki í svo strábýlu landi” — sagði Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra i opnunarræðu GV— Fyrsta alþjóðlega bila- sýningin á Islandi Auto ’78, sem jafnframt er stærsta vörusýning innan húss til þessa, var opnuð með viðhöfn i anddyri Sýninga- hallarinnar að Bildshöfða 20 i gær.Við opnunina voru staddir fjölmargir gestir, þar á meöal forseti og forsetafrú, samgöngu- ráðherra, borgarstjóri og erlend- ir sendiherrar. Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra opnaði sýninguna og gerði það m.a. að umtalsefni i ávarpi sinu, hve billinn væri mik- ið þarfatæki i svo strjálbýlu landi, sem væri auk þess járnbrauta- laust. Sagöi ráðherrann aö sýning sem þessi værimikils viröi, þvl þó að fólk yrði þreytt af að skoða s vo stóra sýningu, þá væri enn meira þreytandi að fara á milli fyrir- tækjanna til að kynna sér bilana. Sýningin yrði mörgum til mikils gagns og einnig sumum til veru- legrar freistingar. Geir Þorsteinsson, formaður Bilgreinasambandsins, flutti einnig ávarp við opnunina og gat þessi ræðusinniað bilar á íslandi væru nú alls 80 þús. talsins og að alls hefðu um 7.500 manns at- vinnu af þessu farartæki. Hann gat þess einnig að Bílgreinasam- bandið myndi stefna að þvi i framtiðinni aö halda slikar sýn- ingar á tveggja til þriggja ára fresti i framtíðinni. Sýningin er til húsa i Sýninga- höllinni, Bildshöfða 20, og að Tangarhöfða 8-12 á fjórum hæð- um, og er sýningarsvæðið alls 9000 fm. A sýningunni sýna 22 bilafyrirtaéki um 150 bila og nálg- ast verðmæti bila og annars á sýningunni einn milljarö. A sýningunni gefur að lita elztu og nýjustu bilategundir i landinu, og þess má geta aö hver aðgöngu- miði er jafnframt happdrættis- miöi og vinningurinn er aö sjálf- sögðubifreið. Sýningin veröur op- in frá kl. 3-10 virka daga og kl. 2-10 á sunnudögum allt til 23. april aö henni lýkur. Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra brá sér undir stýri á bll af Chevrolet gerð. Ú tf lutningsbannið: Verkamannasambandið kaupir sér frið sjómanna með því að fallast á skilyrði varðandi löndunarbann erlendis Nú er ljóst að Verkamanna- samband íslands hefur beygt sig fyrir þeim skilyrðum sem sjó- menn settu fyrir því að láta kyrrt liggja um útflutningsbann það sem Verkamannasambandið hefur boðað. Hefur Verkamanna- sambandið sent stjórn Sjómanna- sambands Islands bréf þar sem fram kemur aö ekki verður gengizt fyrir löndunarbanni er- lendis islénzkra skipa aukizt „óeðlilega” og þá þvi aöeins að „fullt samráð” verði haft viö Sjó- mannasambandið. Má ætla að með þessu bréfi hafi verið komizt hjá erfiöleikum i sambúð þessara fjölmennu lands- sambanda innan Alþýðusam- bandsins. A fundi sambandsstjórnar Sjó- mannasam bands íslands sem haldinn var i gær voru mál þessi rædd og lýsti formaöur Sjó- mannasam bandsins þar efni bréfsins frá stjórn Verkamanna- sambandsins. Segir i fréttatil- kynningu frá fundinum: „I því bréfi hefur komiö fram að það sé ekki ætlun Verka- mannasambands Isiands aö stöðva siglingar togara á erlenda markaöi nema þvl aöeins að til komi óeðlileg aukning siglinga til þess að komast hjá útflutnings- banninu. Framkvæmdastjórn Verkamannasambands Islands hefurlýstþviyfiraöengin tilmæli verði sent til erlendra aðila um að stöðva afgreiðslu islenzkra skipa án þess að fulltsamráð verði haft við Sjómannasamband Islands.” A þessum grundvelli samþykkti sambandsstjórn Sjómannasam- bandsins á fundi sinum i gær að lýsa „fyllstu samstöðu sinni i þeirri baráttu sem nú er háð fyrir þvi að tryggja launafólki innan Verkamannasambands Islands þau kjör sem þvi bera samkvæmt þeim samningum sem gerðir voru á sl. sumri.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.