Tíminn - 15.04.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. april 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm).og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulitrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siöimúla 15. Slmi 86300.
Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö Ilausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Kaupgjald og vextir
Það er vafalitið, að hinn mikli verðbólguvöxtur á
siðari hluta ársins 1977 átti tvær meginorsakir.
Annars vegar voru miklar kauphækkanir og hins
vegar mikil vaxtahækkun. Sameiginlega leiddi
þetta til verðhækkana, gengisskriðs og gengis-
lækkunar þeirrar, sem varð i byrjun þessa árs.
Ýms rök er hægt að færa fyrir þvi, að kauphækk-
anir þær, sem urðu hér á siðastl. ári, hafi átt rétt á
sér, einkum þó kauphækkun til handa hinum
launalægstu. óneitanlega hafði orðið veruleg
kjararýrnun undanfarin misseri. Á sama hátt má
vissulega færa rök að þvi, að sparifjáreigendur
hafi átt rétt á vaxtahækkuninni, svo grálega hafði
verðbólgan leikið þá.
Hagnaður bæði launþega og sparifjáreigenda
verður þó vafasamur, þegar það er tekið með i
reikninginn, að bæði launahækkanir og vaxta-
hækkanir hafa óhjákvæmilega aukna verðbólgu i
för með sér. Á þann hátt tapast oft ávinningurinn,
sem launþeginn á að hafa af kauphækkuninni, og
sparifjáreigandinn af vaxtahækkuninni.
Stundum er þvi haldið fram, að vaxtahækkanir
hafi lítil verðbólguáhrif i för með sér. Þetta er
byggt á hinni svonefndu meðaltalsreglu. Þá er
reiknað út að meðaltalsvaxtaútgjöld hjá einstakl-
ingum og atvinnufyrirtækjum hækki ekki nema
tillögulega litið við vaxtahækkun. En málið er ekki
svona einfalt. Raunverulega er rétt að miða við
þá, sem hafa veruleg vaxtaútgjöld. Það eru slikir
einstaklingar, sem knýja á um að fá vaxtahækkun
bætta með kauphækkun, og slik útflutningsfyrir-
tæki, sem verða að fá vaxtahækkun bætta með
gengissigi og gengisfellingu. Tökum dæmi. Eldri
maður sem á stóra ibúð skuldalaust, þarf engar
áhyggjur að hafa af vaxtahækkun. öðru máli
gegnir um ungan mann, sem hefur um 2 milljónir
króna i árslaun og skuldar fjórar milljónir vegna
ibúðarkaupa. Ef vextirnir aukast um 3%, aukast
vaxtaútgjöld hans um 120 þúsund krónur. Til þess
að fá þessa útgjaldaaukningu bætta, þarf hann 6%
kauphækkun. Þannig hafa vaxtahækkanir áhrif á,
að margir launþegar telja sér nauðsynlegt að
knýja fram meiri kauphækkanir en ella. Af þvi
hlýzt svo aukin verðbólga. Svipað er ástatt hjá út-
flutningsfyrirtækjunum. Vaxtahækkanir skipta
ekki verulega máli gömul og gróin fyrirtæki, sem
skulda ekki orðið meira en t.d. 20-30 milljónir
króna. öðru máli gildirum fyrirtæki sem hefur ný-
lokið dýrri uppbyggingu, eða er að vinna að henni,
og skuldar tifalda áðurnefnda upphæð eða meira.
Það er afkoma slikra útflutningsfyrirtækja, sem
knýr fram gengissig og gengislækkun. Þegar
kaupgjald er af framangreindum ástæðum búið að
hækka og gengið að siga eða falla, verður orðið
minna en ekki neitt eftir af 3% vaxtahækkuninni,
sem sparifjáreigendur fengu.
Mesta hagsmunamál sparifjáreigenda er tvi-
mælalaust það að reynt sé að draga úr verðbólg-
unni. Raunar er það hagsmunamál langflestra.
Það er hins vegar hægara sagt en gert. Menn eru
mjög ósammála um leiðir. Enginn vill riða á vaðið
og verða fyrstur til að lækka hjá sér. Stjórn
Callaghans valdi þá leið á siðasta ári að byrja á
þvi að lækka vextina i trausti þess að verðbólgan
fylgdi á eftir. Þetta hefur reynzt rétt ráðið. Hitt er
ekki vist, aÓ hið sama gildi um ísland og Bretland i
þessum efnum. En þetta er þó eitt af þvi, sem
vissulega ber að athuga, þvi að lækkun verðbólg-
unnar yrði sparifjáreigindum mest til hags.
Þ.Þ.
Vladimir Lomeiko:
dag aukins pólitisks velvilja i
garð frekari spennuslökunar,
aukinnar efnahagslegrar
samvinnu og meira gagn-
kvæms trausts. Þetta eru
mjög raunhæf markmið, ef
um gagnkvæman vilja er að
ræöa. Heimsókn Leonid Brés-
njefs til Bonn sýnir, að stjórn-
völd i Moskvu eru reiðubiíin til
þess að stiga skrefið framá
við.
A Vesturlöndum er margt
um það rætt, að vandamál I
sambandi við nifteindavopn
muni setja svip sinn á so-
vézk-vestur-þýzku viðræð-
urnar. Afstaöa stjórnvalda i
Moskvu til þessa vandamáls
er vel kunn: Þau eru fylg jandi
gagnkvæmri höfnun fram-
leiðslu nifteindavopna. Eng-
inn i Sovétrikjunum ætlar að
segja Vestur-Þjóðverjum
hvernig þeir eigi að lifa. Þetta
á éinnig við um það hvaða
vopn þeir eigi aö hafa i landi
sinu. En Rússar væru óeinlæg-
ir, ef þeir vöruðu ekki Þjóð-
verja við afleiðingum slikrar
ákvörðunar, að taka nift-
eindavopn iþjónustusina. Auk
þess að kynda undir vigbún-
aðarkaupphlautinu myndi hún
gera marga Sovétmenn bitra
og fulla grunsemda i garð
Vestur-Þjóðverja. Það er
óhagganleg trú min, að Rúss-
ar muni aldrei skilja rök-
semdir þeirra, sem sam-
þykkja þetta nýja gereyðing-
arvopn, og það þvi fremur
sem áfram miðar i spennu-
slökunarátt og sambúðin er að
batna eftir margra ára kalt
strið.
Nifteindavopn munu ekki
breyta styerkleikajafnvæginu,
heldur munu þau breyta trún-
aðarjafnvæginu og gera menn
svartsýnni og efagjárnari.
Það er ekki unnt að lita á nift-
eindavopn sem einhver kjara-
kaup eða ávinning. Þau eru
ekkert annað en rýtingur i bak
spennuslökunarstefnunnar.
Sovétrikin álita, að Rússar og
Vestur-Þjóðverjar geti sam-
eiginlega ýtt á ný undir af-
vopnun og spennuslökun. Báö-
ar þjóðirnarhafa greitt friðinn
dýruverði og vitabetur heldur
en margir aðrir hvaö hann
þýðir. Það er af þessum sök-
um sem pólitiskir leiðtogar
þeirra, sem báðir tóku þátt i
striðinu, finna til mikillar
ábyrgðar gagnvart örlögum
friöarins. Þetta eykur likurn-
ar á þvi, að traust og ábyrgð
gagnvart friðnum og örygginu
i Evrópu muni viðhaldast á
æskilegu stigi.
t byrjun næsta mánaðar
mun Brésnjef fara i
opinbera heimsókn tii Bonn.
Þegar er mikið rætt I rúss-
neskum fjöimiölum um
þessa fyrirhuguðu heimsókn
hans. Yfirleitt er farið hlý-
legum orðum um Þjóðverja,
jafnframt þvi, sem þeir eru
hvattir til að hafna nevtrónu-
sprengjunni. Eftirfarandi
grein mun gott sýnishorn
þess, hvernig rætt er um
þessa væntanlegu
Bonn-heimsókn Brésnjefs I
rússnesku fjölmiðiunum um
þessar mundir
Tilkynningin um væntan-
lega heimsókn Leonid Brés-
njefs til Bonn hefur beint at-
hygli almennings á ný að sam-
búð Sovétrikjanna og
Vestur-Þýzkalands og það þvi
fremur sem margar erlendar
rikisstjórnir binda miklar
vonir við þessa heimsókn,
engu siöur heldur en stjórni r-
nar I Moskvu og Bonn. Þess
er vænzt, að hún verði tvíhliöa
samvinnu og spennuslökun-
inni i Evrópu nýr hvati.
Ég veit af eigin athugunum
um margra ára skeið, að so-
vézka þjóðin, bæði sérfræðing-
ar ogallur almenningur, hefur
mikinn áhuga á þróun sam-
búðar Sovétrikjanna og
Vestur-Þýzkalands. Til þessa
liggja margar ástæður, en þar
skiptir ekki minnstu máli dap-
urleg fortið og viljinn til þess
að koma í veg fyrir nýjan
harmleik. Þessi sálfræðilegu
atriöi gera samskipti Sovét-
rikjanna og Vestur-Þýzka-
lands allsérstæð. Af þessum
sökum var byrjunin erfið.
Jafnframt verða þau til þess
að vekja vonir og löngun til
sátta og samvinnu.
Þessar aðstæður hafa stuðl-
að að þvi að djúpstæðar breyt-
ingar hafa orðið á tvihliða
samskiptum rikjanna frá þvi
Moskvusamningurinn var
gerður árið 1970. Jafnframt
veldur það meiri eftirsjá, þeg-
ar árangurinn á vissum svið-
um verður minni en búizt var
við. Sovézka þjóðin hatar ekki
Þjóðverja. Þvert á móti fagn-
ar hUn góðri sambUð við
Austur-Þýskaland og æskir
þess aö samskiptin við
Vestur-Þýzkaland batni á alla
lund.
Á siðustu árum hafa margir
sovézkir borgarar fengið
betri, fyllri og jákvæðari
mynd af Vestur-Þýzkalandi.
Sterk tvihliða tengsl, persónu-
leg sambönd og fjölþætt
reynsla af samskiptum hafa
skapazt á öllum sviðum. A
stjórnmálasviðinu hefur þetta
lyft samstarfinu á hærra svið
og stuðlað að auknu trausti og
Helmut Schmidt
Brésnjef
frjálslegri afstöðu.
Vestur-Þýzkaland er orðið
mesta viðskipaland Sovétrikj-
anna af vestrænum rikjum.
Og það sem mikilsverðara er,
hundruð þUsunda manna I
löndunum báðum, m.a. sjó-
menn, vestur-þýskir pipu-
gerðarmenn og sovézkir gas-
lagnamenn, hafa nú um
margra ára skeið verið beinir
þátttakendur i þessu sam-
starfi. Aþennn hátt hafa uppi-
staða og Ivaf samskipta þjóð-
anna orðið þéttara og mann-
eskjulegra.
Eru Sovétrikin ánægð meö
þetta allt saman?
Já, þau eru það, hvað það
yarðar sem áunnizt hefur. En
framtiðin gerir nýjar og s tærri
kröfur. Væntanleg heimsókn
Leonid Brésnjefs ætti að opna
nýja möguleika til þess að
bæta enn sambUð Sovétrlkj-
anna og Vestur-Þýzkalands.
Tvihliða samvinna ætti að fá
aukinn byr, þvi enn er langt I
land.
Það er langtfrá þvi, að allir
i Vestur-Þýzkalandi hafi skil-
að hvaða möguleika og hagn-
að langtixna stórverkefni á
samstarfssviðinu hafa að
bjóða. Vissir viðskiptaaðilar
kjósa enn frekar einangruð
skammtimaviðskipti með
greiðslu út i hönd, og sýna
þannig vantraust sitt á gagn-
aðilanum og á spennuslökun-
inni.
Til þessað um frekari fram-
farir verði að ræða þarfnast
sovézk-vestur-þýzk sambúð i
H ver s má vænta af för
Brésnjefs til Bonn?
Þjóðverjar varaðir við nevtrónusprengjunni