Tíminn - 15.04.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.04.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. april 1978 13 Messur um helgina , Árbæjarprestakall: Barnasamkoma i Safnaðar- heimili Arbæjarsóknar kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta i Safnaðarheimilinu kl. 2. Fermingarmyndir afhentar eftir messu. Séra Guðmundur Þorsteinsson Ásprestakall: Messa kl. 2 að Norðurbriín 1. Séra Grimur Grimsson. Breiðholtsprestakall: Fermingarguðsþjónustur i Bústaðakirkju 16. aprfl kl. 10:30 árd. og kl. 2 siðd. Altarisganga fer fram þriðju- dagskvöld 18. aprfl kl. 8:30. Séra Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja: Fermingarmessur Breið- holtsprestakalls kl. 10:30 og kl. 2. Sóknarnefndin. Digranesprestakali: Barnasamkoma i Safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastig kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 10:30 og kl. 14. Séra Þor- bergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Laugard. 15. aprfl kl. 10:30 barnasamkoma i Vestur- bæjarskólanum við öldugötu. Séra Þórir Stephensen. Sunnud. 16. apríl kl. 11: Messa. Séra Hjalti Guð- mundsson. Kl. 2: Messa/Séra Jakob Agúst Hjálmarsson prestur á Isafirði messar Sunnukórinn á Isafirði syngur, 'organleikari Kjartan Sigur- jónsson. Séra Þórir Stephen- sen. Landakotsspitali: Kl. 10: Messa. Séra Þórir Stephensen. Fella og Hólaprestakall: Barnasamkoma i Fellaskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta f Safnaðarheimilinu að Keilu- felli 1 kl. 2 siðd. Séra Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11:00. Fermingarmessa og altaris- ganga kl. 14:00. Organisti Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. Filadelfiukirkjan: Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðu- maður: Einar Gislason Halldórssonar verkfræðings, fjölbreyttur söngur. Einar J. Gislason. Keflavikurkirkja: Fermingarguðsþjónustur kl. 10,30 og kl. 2 s.d. Sóknar- prestur. Frikirkjan i Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 2 s.d. Aðal- fundur safnaðarfélagsins eftir messu. Séra Magnús Guðjóns- son. Seltjarnarnessókn: Guðsþjón- usta kl. 11 árd. i Félagsheimil- inu. Séra Frank M. Halldórs- son. Hallgrimskirkja: Messa kl. 11. Lesmessa n.k. þriðjudag kl. 10:30 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Landspitaiinn: Messa kl. 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Tómas Sveinsson. Kársnesprestakall: Barnasamkoma i Kársnes- skóla kl. 11 árd. Athugið sóknarpresturinn verður fjar- verandi fram til 1. júni. Séra Þorbergur Kristjánsson gegn- ir störfum fyrirhann á meðan. Séra Árni Pálsson. Langholtsprestakail: Ferming kl. 10:30 árd. Guðs- þjónusta kl. 2. Kór Arbæjar- skóla annast söng. Sóknar- nefndin. Laugarnesprestakall: Guðsþjónusta i Hátúni lOb (Landspftaladeildum) kl. 10 árd.Barnaguðsþjónustakl. 11. Messa kl. 2. Kirkjukaffi eftir messu i fundarsal kirkjunnar. Teikningar af nýja safnaðar- heimilinu verða til sýnis. Sóknarprestur. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Séra Guðmundur Óskar Ólafs- son. Guðsþjónusta kl. 2 e.h. Séra Frank M. Halldórsson. Bænaguðsþjónusta kl. 5 siðd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson Hafnarf jarðarkirkja Fermingarguðsþjónustur sunnudag 16. april kl. 10.30 og 14. Sr. Gunnþór Ingason. Sumarbústaða- landeigendur Grímsnes- Grafnings og Þingvallahreppa Þeir sem ætla að byrja á bústaðafram- kvæmdum i vor eða sumar leggi sem fyrst inn teikningar i þririti ásamt af- stöðumynd af lóð. Upplýsingar hjá bygg- ingafulltrúa simi (99) 6145. Hilmar Einarsson Laugarvatni 840, Árnessýslu. iw-í V.-Ls Framboðsfrestur til borgarstjórnarkosninga i Reykjavik 28 mai 1978 rennur út miðvikudaginn 26. aprii n.k. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag kl. 15.00 til 16.00 og kl. 23.00 til 24.00 i dómhúsi Hæstaréttar við Lindargötu. 14. april 1978, Yfirkjörstjórn Reykjavikur, Björgin Sigurðsson, Guðmundur V. Jósefsson, Ingi R. Helgason. ¥■ pfif! $ ’VVÍ ; C;A w fcs r< • !•' y - r1?.\ k •V -V Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Kristinn’ Snæland, Flateyri: Hvað er að gerast hjá Alþýðusambandi Vestfjarða? Málaferli, fjárnam og óstjórn. Vandamál Alþýðusam ba nds Vestfjarða vegna bygginga or- lofshúsa i Vatnsfirði. Að loknu þingi Alþýðusam- bands Vestfjarða, sem haldið var 11.-13. nóv. sl., var þess vænzt að vestfirzkum verkalýð væru færðar fréttir af vanda- málum þeim, sem upp eru komin vegna byggingar orlofs- húsa A.S.V. i Vatnsfirði. Fyrir þingið var það auglýst i dag- blöðum, að framkvæmdir við byggingarnar væru stöðvaðar og hafin fjárnám hjá verktak- anum til tryggingar þvi fjár- magni-sem A.S.V. hafði þegar lagt til verksins. Þar sem mál þetta snýst um tugimilijóna i eign vestfirzkrar alþýðu, er sjálfsagt og eðlilegt að stjórn A.S.V. skýri opinber- lega stöðu málsins. Margs konar óstaðfestar og trúlega og vonandi, ósannar sögur ganga meðal vestfirzkrar alþýðu um málefni orlofshús- anna og framkvæmdir. Sögur þessar eru þess eðlis, að rétt er að tina þær helztu til, svo að stjórn A.S.V. geti opinberlega lýst þær ósannar og þannig kveðið niður þær óhróðurs- sögur, sem ganga um mál þetta á Vestfjörðum og viðar. Þessar sögur eru helztar: Samningar við verk- taka Orlofsheimilanefnd A.S.V. mun hafa átt að gera samninga saméiginlega, en framkvæmdin hafi farið svo úr böndunum, að einn nefndarmanna, Hendrik Tausen, hafi gert samninga um ýmsa þætti verksins að nefnd- inni forspurðri. Þeir samningar hafi verið þánnig, að ýmis hafi nefndin orðið að ómerkja þá eða standa við þá með ærnum kostnaði. T.d. muni samningurinn við aðalverktakann vera honum að flestu leyti i hag og raunar vera helzta vandamál A.S.V. nú. 1 honum sé m.a. gert ráð fyrir þvi að greiðslur til verktakans séu alltaf nokkuð á undan verkinu, á móti á að koma að verktakinn reikni sérekki verðhækkanir né vexti að fullu. Hendrik Tausen samninga- maður er einmitt kunnur að þvi að vera mótfallinn vöxtum. Hið rétta þarf að koma i ljós þannig að Hendrik Tausen liggi ekki að óþöríú undir grun^um að hafa gert slæma samninga og eins það hvort hann hafi gert þ„e§sp samninga einn, en ekki öll nefndin eins og vera bar. Vest- firzkum verkalýð er ljóst að ein- mitt á þessum samningum mun velta hvort milljónatugir i eigu hans hafa tapazt eða ekki. Kið sanna mun vonandi létta þeim ótta af Vestfirðingum. Orlofsheimilanefnd A.S.V. Svo mun hafa átt að heita, að orlofsheimilanefnd A.S.V. ann- aðist stjórn framkvæmda við orlofshúsin. Þróunin mun þó hafa orðið sú að einn nefndar- manna hafi tekið sér fram- kvæmdastjóravald og greitt sjálfum sér framkvæmda- stjóralaun og bilastyrki án sam- þykkis nefndarinnar. Þá mun þessi „framkvæmdastjóri” itrekaðað hafa ekið eigin bil eða bilaleigubilum hundruð kiló- metra til þess að hitta spari- sjóðsstjóra eða aðra, sem svo reyndust ekki viðlátnir. Ekki mun „framkvæmda- stjóranum” hafa hugkvæmzt að nota sima enda vist mótfallinn háum simareikningum. Fram- kvæmdastjórn orlofsheimila- nefndarinnar mun þannig hafa veriði molum en stjórnun lent i höndum tveggja nefndar- manna, þó að mestu eins eða þess er greiddi sér laun fram- kvæmdastjóra. Svo mikil mun óreiðan hafa verið, að hvað eftir annað er sagt að þessir „framkvæmda- stjórar” hafi gefið út gúmmi- tékka vegna þess að báöir ávis- uðu úr sama reikningi án sam- ráðs sin i milli. Kristinn Snæland. Þó svo að þarna hafi verið um venjuleg mannleg mistök að ræða, er þó ljóst að stofnun sem A.S.V. má ekki láta slikt henda starfemenn sina. Ábyrgðin á óstjórninni hlýtur að vera or- lofsheimilsnefndarinnar allrar þó svo að einn nefndarmanna, „íramkvæmdastjórinn”, hafi e.t.v. unnið mest að henni. Mistökin Um mistök og óstjórn við þessar byggingar ganga fleiri sögur, svo sem að þegar verk- taki hafi lokið við að leggja allar holræsalagnir hverfisins og bað um úttekt á þeim áður en ýtt væri yfir rörin, þá hafi hann þurft að biða nær viku áður en ■ „framkvæmdastjóranum þókn- aðist að mæta með úttektar- manninn, en þá hafði rignt svo að allar lagnir voru úr lagi færð- ar. Þar sem biðin eftir úttektar- manninum var á ábyrgð A.S.V., kom hinn mikli kostnaður við að endurleggja lagnirnar að sjálf- sögðu á A.S.V. Stórkostleg mistök hljóta einnig að teljast að tapa tugum þúsunda vegna vanskila við Gistiheimilið að Flókalundi, ef sú saga er sönn, að „fram- kvæmdastjórinn” hafi samið um einungis 30% afslátt frá gjaldskrá veitingahússins en gloprað þeim afslætti nið- ur i 10% vegna vanskila. I fyrsta lagi eru það stórkost- leg mistök ef þetta er rótt, en i öðru lagi eru það enn verri mis- tök orlofsheimilsnefndar að hefja ekki byggingu orlofshús- anna með þvi að byggja eigið mötuneyti og svefnskála, þannig að fæði og gisting fengist á kostnaðarverði, en ekki samkv. gjaldskrá, sem er einna hæst á Vestfjörðum. Á það má benda, að hvert orlofsheimila- hverfi þarf sina bækistöð, en mötuneyti og svefnskáli bygg- ingarmanna hefði getað orðið miðstöð eða stjórnstöð orlofe- húsanna að byggingu lokinni. Reikningsskil „Framkvæmdastjórinn” er~ þekktur að þvi að leggja mikla áherzlu á reikningsskil annarra, og er þvi óliklegt að rétt sé að hann hafi með engu móti getað skilað reikningum til orlofs- húsanefndar fyrir A.S.V. þingið i haust. Þeir sem hafa hafið „framkvæmdastjórann” til vegs og virðingar, geta með engu móti unað þvi að hann sé slíkum sökum borinn, þennan riddara heiðarleika, nákvæmni og reglusemi verður orlofshúsa- nefnd að hreinsa af þeim sökum sem öruggiega eru ranglega á hann bornar. „Framkvæmdastjórinn” hefur i sinu fórnfúsa starfi orðið fyrir rógsögum slikum sem hér hafa verið raktar, og er óþol- andi að þær gangi lengur mót- mælalaust af hálfu A.S.V. Þessi drenglundaði ágætismaður hefur þegar orðið fyrir tjóni vegna sagna þessara, og meö tilliti til þess brennandi áhuga, sem hann hefur á að fórna sér til starfa i þágu almennings, er afar brýnt að orlofsheimila- nefnd skýri málin. Skýra þarf: 1. Samingamálin 2. Framkvæmdastjórnina 3. Laun framkvæmdastjóra 4. Greiðslur til „framkvæmda- stjóra” vegna aksturs. 5. Greiðslur til „framkvæmda- stjóra” vegna gistingar og fæðis. 6. Stöðu A.S.V. gagnvart verk- taka nú. 7. Gúmmitékkana. 8. Vanskilin við Flókalund. 9. Mistökin með holræsalagnirnar. Fleiri slikar spurningar geta komið siðar, en stjórn A.S.V. gerði áreiðanlega vestfirzkum verkalýð greiða með þvi að kveða niður þær vitlausu sögur sem ganga um orlofshúsabygg- ingarnar i Vatnsfirði. Lifeyrissjóður A.S.V. Lifeyrissjóður A.S.V. er ungur að árum, en sem slikur þegar orðinn miiljónastofnun. I haustvar itrekað leitað eftir upp lýsingum um innborganir i sjóð- inn en útilokað virtist að fá þær upplýsingar. Spurning sú, sem lögð var fyrir sjóðinn, varðaði lifeyrissjóðsgreiðslur starfs- fólks Hjálms h.f. á Flateyri. Upplýst var að Hjálmur h.f. greiddi innheimtumanni lif- eyrissjóðsins kr. 721.553,00 13/1 1977, kr. 875.298,00 14/3 1977 og kr. 952,703.00 14/4 1977. Spurt var: hvenær greiddi innheimtumaðurinn þessar upphæðir inn til lifeyrissjóðsins. Þessi spurning er itrekuð hér að gefnu tilefni. Skjöldur einstaklings- ins Að lokum, hversu lengi þar.f einstaklingur, sem berst fýrir rétti sinum gagnvart aðildar- féagi innan A.S.V., að biða eftir þvi að mál hans sé afgreitt? Að lokum Stjórn og starfsemi A.S.V. er margþætt og margvisleg, með- ferð mála skiptir alla Vestfirð- inga máli, hvort sem þeir standa innan eða utan aðiidar- félaga A.S.V. Það leiðindaorð, sem nú fer af ýmsu i stjórn og reksú’i A.S.V., fer þó vonandi fljótt af ef greið og skilmerkileg ‘ svör fást við þeim spurningum sem birtar eru hér að framan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.