Tíminn - 10.05.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. mai 1978.
5
Akureyringar eiga þvi
láni að fagna að geta
keypt allar matvörúr i
hinum ýmsu kvöldsöl-
um allt til kl. 23:30.
Hins vegar getur orðið
kaup. Ætlar FVS nú i
hart vegna þessa máls.
misbrestur á því, að
starfsfólki á kvöldin og
um helgar sé greitt rétt
Kvöldsölur á Akureyri greiða yfirleitt allt of lágt kaup
99
Liggur beinast við að loka þeim
eða stefna eigendunum”
segir Hafliði Guðmundsson formaður FVS
á stéttarfélagi
FI — Já. það er rétt. Kvöldsölur
hér á Akureyri, greiða allar of
lágt kaup að undanskildum
þeim, sem reknar eru af Kaup-
félagði Eyfirðinga og Kjörbiíö
Bjarna, Kaupangi. Einnig vit-
um við, að Söluskálinn í Óiafs-
firði greiðir laun samkvæmt
samningi. Að okkar dómi getur
þetta ekki gengið lengur og ætl-
um við okkur i hart við þá sem
reka þessa staðúHvernig þaö fer
veit ég ekki, — við erum eigin-
lega búnir að berjast i mörg ár.
Sumir láta undan við og við,
þvi aö ekki er það peningaleys-
ið, sem háir þeim, en siðan fara
þeir I gamia farið. Háttalag
þetta er auðvitað ekkert annað
en litilsviröing
okkar.
A þessa leið fórust Hafliða
Guðmundssyniformanni Félags
verzlunar- og skrifstofufólks á
Akureyri orö i samtali við Tim-
amn i gær, en æ fleiri starfs-
menn i kvöldsölum leita nú á
náðir hans vegna þess að þeim
eru ekki greidd laun,
samkvæmt samningum. Hafa
samningsbrotin gengið svo
langt, aö munað getur á annað
hundrað þúsund krónum fyrir
hverja tvo mánuði.
Hafliði sagði, að sökudóigarnir
væru fjórir aðilar: Höldur hf,
sem rekur m.a. Esso nestin,
leigjandi BP-stöövarinnar,
Ferðanesti gegnt flugvelli og
útibú Hafnarbúöarinnar viö
Grænumýri.
„Svindl þessara aöila byggist
á þvi, að þeir greiöa starfsfólki
sinu jafnaöarkaup en ekki dag -
eftir-og næturvinnu einsogþeir
eiga að gera sagði Hafliöi. ,,I
einu tilfellanna fékk stúlka
greiddar 82 stundir á eftirvinnu-
kaupi og var álagið 43%. Þetta
eru tvöföld greiöslusvik. í
samningum félagsins stendur,
að hver félagsmaður geti aöeins
fengið 40 eftirvinnustundir á
mánuðimeö40% álagi, —hitt sé
næturvinna með 80% álagi.”
Það kom fram i samtalinu við
Hafliöa, aö litiö þýðir fyrir
kvöldafgreiðslumenn a Akur-
eyri að kvarta undan kaupinu,
þvi aö þá eru þeir umsvifalaust
reknir úr vinnu. Koma þeir ekki
til stéttarfélags sins fyrr en þeir
erukomnir undan valdi viökom-
andi kaupmanna.
ViðspurðumHafliöa aölokum,
hvað væri framundan i þessari
baráttu. Kvaö hann hafa veriö
boðað tíl funda á morgun meö
„hinum seku” eins og hann orö-
aði þaö og kæmu þeir ekki á
staðinn tíl þess aö skýra sin
mál, þá yrði annað tveggja
lokað hjá þeim eða þeim yröi
stefnt.
Rauðinúpur:
Sjópróf
hafa
enn
ekki
farið
fram
ESE — Ekki er enn búið að
ákveða hvenær sjópróf veröa
haldin á Raufarhöfn vegna
strands togarans Rauðanúps á
dögunum.
AB sögn Sigurðar Glzurar-
sonar sýslumanns hafa sýslu-
mannsembættinu ekki borizt
neinar skýrslur en þær voru
teknar af skipverjum þegar
togarinn kom til Reykjavlkur.
Sigurður sagði að ákvöröun
um þaö hvenær sjóprófin yröu
haldin yrði ekki tekin fyrr en
viðkomandi skýrslur hefðu
borizt, en sjóprófin á Raufar-
höfn yrðu væntanlega fram-
haldssjópróf, en eftir væri
m.a. að fjalla um hlut annarra
skipa I björgun Rauöanúps.
0
Bruninn í Breka:
Lögreglurannsókn lokið en
eldsupptök ekki kunn
— gerir Slippstöðin við skipið?
ESE —Lögreglurannsókn á brun-
anum i Breka VE 61 á Akureyri er
nú lokiö.
Komiö hefur I ljós við rannsókn
á brunanum, að á þeim tima sem
talið er að eldurinn hafi brotizt út
á, varmilliþilfar togarans mettað
af gasgufum, en fullsannaö þykir
aö á einhvern hátt hafi komið leki
að slöngum, sem tengdar voru
logskurðartækjum. Ekki er vitaö
um hvaö olli þvi að kviknaði I gas-
inu, og að sögn Asgeirs P. As-
geirssonar aðalfulltrúa bæjarfó-
getans á Akureyri, en hann
stjórnaði rannsókn málsins, er
ósennilegt að sú gáta verði nokk-
urn tima ráðin.
Asgeir sagði aö allt lægi ljóst
fyrir i þessu máli, nema hvaöan
sá neisti sem tendraði bálið hefði
komið. Gengiö heföi veriö úr
skugga um það að þegar starfs-
menn Slippstöðvarinnar fóru I
kaffi, hefði frágangi á logskurö-
Öruggur akstur, Hafnarfirði:
Hvetur til vakningar í
mnferðaröryggismálum
sterkrar og almennrar vakningar
á sviöi umferðaröryggismála.
artækjum i engu verið áfátt,
þannig að ekki hafi getaö kviknað
i út frá þeim. Þá hafi rafmótor
sem var i gangi þegar óhappið
átti sér staö, sennilega ekki átt
sök á brunanum, þar sem hann
hafi veriö mjög vel einangraöur.
Ein skýringin er sú, að glóö hafi
komið úr ljósaperu, eða einhverju
þess háttar, sagði Asgeir P. As-
geirsson að lokum.
Timinn bar þaö undir Stefán
Reykjalin hjá Slippstöðinni á
Akureyri i gær hvort þaö væri rétt
að Slippstöðin myndi taka að sér
,að gera við skemmdirnar á skip-
inu.
Stefán sagði, að allt væri óráöið
I þeim efnum, en fyrir lægi ein-
dregin ósk eigenda skipsins um
það aö viðgerðin færi fram hjá
Slippstöðinni.
PLAST
PLÖTUM
Plastgler:
Akrylgler í sérflokki.
Glærar, munstraðar og
í litum
til notkunar í
glugga, hurðir, bílrúður,
milliveggi, undir
skrifborðsstóla o.fl.
Allt að 17 sinnum styrk-
leiki venjulegs glers.
Fáanlegar í eftirtöldum
þykktum:
10, 8, 6, 5, 4, 3 og 2 mm.
Sólarplast Sunlux:
Riflaðar og smábylgjaðar
plastplötur til notkunar á
þök, gróðurhús, svalir,
milliveggi, o.fl.
Gular, frostglærar, glærar.
Báruplast:
Trefjaplast í rúllum og
plötum
Lexan:
óbrjótanlegt, glært
plastgler.
Plastþynnur:
Glærar plastþynnur í
þykktunum
mm.
0,25, 1 og 2
Sendum
póstkröfu.
Geislaplastsf.
ARMÚLA 23 SlMI 82140
Almennur umferðarmálafund-
ur , haldinn á vegum klúbbsins
Oruggur akstur i Hafnarfirði 5.
mai 1978, vill fyrir sitt leyti árétta
opinbert viðhorf klúbbsamtak-
anna til 10 ára afmælis hægri um-
ferðar i landinu og tekur eindreg-
ið undir ósk þeirra um sérstakt
umferðarár af þessu tilefni, til
Þá fagnar fundurinn framkom-
inni yfirlýsingu SVFI um stór-
sókn i umferöaröryggismálum og
vonar að viðtæk samstaða geti
myndazt milli SVFl og annarra
aöila umferðaröryggismálanna.
VSI
1 ræöu þeirri er forsætisráð-
herra, Geir Hallgrimsson, hélt á
fundinum i gær, rakti hann i stór-
um dráttum þróun efnahags-
mála. Benti hann á það m.a. að
iðnriki Vestur-Evrópu hefðu á
' undanförnum árum átt við aö
striða mestu efnahagsöröugleika
frá þvi á kreppuárunum, og hafi
milljónir manna gengið atvinnu-
lausir. Sagði hann að íslendingar
hefðu sloppiö við þetta umrót
efnahagsmála aö þvi leyti aö full
atvinna hefði haldizt og viðunandi
jöfnuöur i viðskiptamálum, þótt
viö ýmis vandamál hefði verið aö
etja. Nefndi hann þar verðbólg-
una sérstaklega. Ræddi hann um
þá þrjá valkostisem rikisstjórnin
hafi haft aö gripa til eftir áramót-
in og sagði aö sú leið sem farin
hafi veriö þ.e. aö takmarka verð-
bætur á laun og samfara þvi aö
felia gengið heföiverið til þess að
stilla öldugang verðbólgunnar og
takmarka vixlhækkanir verölags
og launa, og hafi ekki verið um
annaö og betra aö ræöa en þetta.
Sagöi hann aö að óbreyttu hefði
verðbólgan stefnt i 40% á árinu og
viðskiptahallinn i 4—5 milljarða
og auknar skuldasafnanir.
Þá sagði hann að útlit væri ó-
visst, en ef ytri skilyrði versnuðu
ekki, væru horfur á sæmilegu
jafnvægi I utanrikisviðskiptum,
þjóðarhagur myndi batna, at-
vinna héldist og drægi úr verð-
bólgu. Hann itrekaöi að mikið
Veiðar aftur leyfðar
á Strandagrunni
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
gefið út reglugerð, sem fellir úr
Nýr stöðvarstjóri
í Varmahlið
AS Mælifelli — Inda Indriðadóttir
Hrisey i Vallhólmi, sem um mörg
undanfarin ár hefur verið tal-
simavörður i Varmahlið var
nýlega skipuð i starf stöövar-
stjóra Pósts og sima þar. Jafn-
framt hefur afgreiðslutima
stöðvarinnar veriö breytt, en hún
er ekki lengur opin á laugar-
dögum og helgidögum, en mánu-
daga til föstudaga kl. 10-17.
• Stafar þessi breyting fyrst og
fremst af þvi aö allt stöövarsvæöi
Varmahliöar hefur sjálfvirkan
sima, en ferðamenn eiga greiðan
aðgang að honum bæði á hótelinu
og i útibúi Kaupfélagsins.
væri undir þvi komið aö ekki yröi
sundurlyndi á vinnumarkaönum
og sagði aö það myndi ekki
standa á rikisstjórninni að verða
við beiðni, ef tillögur kæmu um aö
bæta hag þeirra lægstlaunuðu, ef
það hefði ekki i för með sér álika
skriðu og verið hefði.
Sagði hann að nauðsyn væri á
að efla hagstjórn og að nauðsyn
væri samræmdrar efnahags-
stjórnar til að hefta veröbólguna,
en tækist það ekki yröi rikis-
stjórnin knúin til að gripa til
viðeigandi ráðstafana.
gildi bann þaö við togveiðum, á
utanverðu Strandagrunni, sem
gilt hefur frá 4. desember 1977, en
þá var svæöi þessu fyrst skyndi-
lokað.
Niöurfelling á banni þessu er
gerö aö tillögu Hafrannsókna-'
stofnunarinnar, en samkvæmt
könnun, sem gerð var á svæðinu
7. maf s.l. var litill sem enginn
fiskur á svæði þessu.
Svæöið afmarkast af eftir-
greindum linum:
aðnorðanaf: 67gr. 26minN.
aðsunnanaf: 67gr.07minN
aðvestanaf: 20gr40minV
aöaustanaf: 20gr00minV
Söngskemmtun
i Miðgarði
*AS Mælifelli — Sl. laugardag
efndi samkórinn á Sauðárkróki til
söngskemmtunar i Miögarði
undir stjórn Lárusar Sighvats-
sonar tónlistarkennara, en hann
hefur ekki æft kór og stjórnaö
áður. Þótti honum vel takast og
söngur kórsins mikill og góöur.
Einsöngvarar voru Ragnhildur
óskarsdóttir og Magnús Sverris-
son og var þeim báðum prýðilega
fagnað.
Efnisval var fjölbreytt og
smekklegt og varö kórinn aö
syngja mörg aukalög. Undirleik
annaðist Eva Snæbjarnardóttir
skólastjóri Tónlistarskólans á
Sauðárkróki.
H Ibuðalánasjóður
** Seltjarnarness
Samkvæmt reglugerð eru hér með auglýst
til umsóknar lán úr íbúðalánasjóði Sel-
tjarnarness.
Umsóknarfrestur er til 1. júni n.k. Um-
sóknareyðublöð ásamt reglugerð fást á
bæjarskrifstofunni.
Bæjarstjóri.
rwk
Sænski rithöfundurinn og teiknarinn
Gunnar Brusewitz flytur erindi og sýnir
eigin kvikmynd „Glantan dör af liv”, sem
fjallar um skóglendi á norðurslóðum, mið-
vikudaginn 10. mai kl. 20.30. ,,SkÖg och
sjö” sýning á vatnslitamyndum, teikning-
um og grafikmyndum eftir Gunnar Bruse-
witz i bókasafni 10.-21. mai.
Verið velkomin.
NORRÆNA
HÚSIÐ
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla