Tíminn - 10.05.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.05.1978, Blaðsíða 13
Mi&vikudagur 10. mai 1978. 13 Dýrasýning í Laugardalshöll: Sfamskettirnir hennar Guðrúnar A. Simonar eru auðvitað ómissandi á hverri dýrasýningu, enda hlutu þeir verðskuldaða aðdáun viðstaddra. Bera varia aðrir kettir virðuiegri nöfn en kettir Guðrún- ar, þvi margir þeirra eru skirðir ihöfuðið á frægum óperusöngvurum og þjóðarleiðtogum. Ungiim og öldnum til óblandinnar ánægju Margir af gestum dýrasýningarinnar f Laugardaishöll, bæði ungir og aldnir, höfðu gaman af aö skoða gæðinga Fáksmanna, en þeir höfðu efnt til hópreiöar á sýninguna og áðu við höllina góða stund. Hestamennirnir voru m.a. unglingar sem undanfarna tvo mánuði hafa æft sig f reiðmennsku og meðferð hesta sinna undir ieiðsögn Kolbrúnar Kristjánsdóttur. Tveir virðulegir Labradorhundar. Trúlega voru þeir undrandi á öllu þessu umstangi og athygli sem þeir hlutu, en virtust þó kunna vel við gælurnar og klappið. Annar fékk lánaða húfu hjá einhverjum vini sfn- um til að veröa viröulegri. Þaö fer nú ekki hjá þvi að þeir sem hata sprautur, hljóti að vor- kenna þessum litlu hvitu rottum. Þær komu nefniiega frá Tilrauna- stöðinni aö Keldum, og sleppa þvi varla við slikar trakteringar endrum og sinnum. Þessi myndarlega tfk af Schaf- erkyni heitir Lotta .og kom frá Akranesi tii að sýna sig og sjá aðra. Þessier sagður minnsti hestur á Islandi, en lét sig þó ekki vanta á hátiðina. — Tímamyndir Róbert - Textar HEI Bifvélavirkjar — Vélvirkjar eða menn vanir viðgerðum á bifreiðum og þungavinnuvélum óskast til starfa. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar á skrifstofu vorri, Lækjargötu 12, (Iðnaöarbankahúsi), föstudaginn 12. þ.m. kl. 14-16, einnig alla vinnudaga á skrifstofu vorri Kefla v ikurflug velli. íslenzkir aðalverktakar. 12 ára drengur óskar eftir að komast i sveit Upplýsingar i sima 5-16-57. Bóndi góður Vantar þig ekki 15 ára pilt til vinnu i sum- ar. Ef svo er færðu upplýsingar i sima 3-31-30. 14 ára piltur óskar eftir vinnu á sveitaheimili, helzt i Skagafirði. Er vanur sveitavinnu. Upplýsingar i sima 3-82-48. 16 ára stúlka óskar eftir vinnu í sveit i sumar. Upplýsingar i sima (93) 8318. 13 ára drengur úr Reykjavik óskar að komast i sveit. Upplýsingar i sima 8-35-93. Innilegar þakkir sendi ég öllum sem minntust min á sjö- tugsafmælinu 23. april meö heimsóknum, skeytum, sam- tölum og gjöfum. Börnum, tengdabörnum og fjölskyldun- um þakka ég alla hjálp til .að gera mér þennan dag ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Sigriður Sigfinnsdóttir Stöðvarfirði. Þakka innilega öllum þeim sem heimsóttu mig og glöddu mig með gjöfum og skeytum á sjötugs afmæli minu. Lifið heil. Guðrún Þórðardóttir Bjarnhólastig 8, Kópavogi + Alúðarþakkir fyrir samúð og hluttekningu við andlát og útför Jökuls Jakobssonar. Þóra Einarsdóttir, Jakob Jónsson, Unnur Þóra Jökulsdóttir, Eiisabet Kristin Jökulsdóttir, Illugi Jökulsson, Hrafn Jökulsson, Magnús Haukur Jökulsson, og aðrir vandamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.