Tíminn - 12.05.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.05.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. mal 1978. 5 1 gær drógu þeir Haukur og Helgi um lit I fyrstu skák sinni, sem verður á morgun. Hér sést Helgi ólafsson opna umsiag, og hefur hann svart í fyrstu skákinni. Mynd: Tryggvi Einvígi Hauks og Helga hefst á morgun Einvigi þeirra Hauks Angantýssonar og Helga Ólafs- sonar um Islandsmeistaratitilinn iskákhefstá morgun, laugardag- inn 13. mai, kl. 14:00, og fer það fram að Laugavegi 71 i höfuð- stöðvum Skáksambandsins. Svo sem kunnugt er urðu þeir Haukur og Helgi efstir og jafnir i landsliðsflokki á skákþingi Is- lands sem fram fór um páskana, hlutu báðir 8 vinninga af 11 mögu- legum. Munu þeir þvi heyja sin á milli 4 skáka einvigi um sæmdar- heitið Skákmeistari Islands 1978 og réttinn til að taka þátt i svæða- móti heimsmeistarakeppninnar i haust. Verði þeir jafnir, munu þeir tefla 2 skákir til viðbótar, verði enn jafnt mun hlutkesti látið ráða. Haukur Angantýsson, varð Is- landsmeistari 1976, en Helgi Ólafsson hefur ekki áður hreppt þennan eftirsótta titil, þó oft hafi legið nærri. Fyrsta skákin verður tefld, eins og áður segir, á morgun kl. 14:00, önnur skákin, mánudaginn (2 i hvitasunnu) á sama tima. Þriðja skákin, þriðjudaginn 16. mai kl. 19:00 og fjórða fimmtudaginn 18. mai' kl. 19:00. Samtímis munu þeir Agúst Karlsson (14 ára) og Þröstur Þórsson (12 ára) þreyta einvigi um Islandsmeistaratitilinn i drengjaflokki, en þeir urðu efstir og jafnir af 52 keppendum i sinum flokki um páskana, með 8 vinn- inga af 9. Aðstaða er á mótsstað fyrir um 100 áhorfendur og er aðgöngu- miðaverði i hóf stillt. Óháður listi á Suðurlandi HEI— Tilkynnt var i gær um röð- unmanna á öháðan framboðslista i Suðurlandskjördæmi. Er þetta framboð sagt fyrst og fremst fram komið vegna óánægju að- standenda listans með stjórn- málamenn almennt og að ekki viröist neinna breytinga til bdta að vænta frá gömlu stjórnmála- flokkunum i náinni framtíð til lausnar þeim stórkostlega vanda sem nú steðjar að. Listinn er þannig skipaður: 1. Gunnar Guðmundsson, skóla- stjóri, Laugalandi 2. Skúli B. Ágústsson, rafverk- taki, Selfossi 3. Georg Agnarsson, bifreiðastj. Þorlákshöfn 4. Þórólfur Vilhjálmsson, skipasm. Vestmannaeyjum 5. Björn Bergmann Jóhannsson, verksm. Lýngási, Rang. 6. Sigurður Jónsson, nemi, Björk, Sandvikurhr. 7. Kristin Sigurþórsdóttir, hús- móðir, Hellu 8. Þorgils Gunnarsson, verkam. Vík 9. Birgir Sveinbjörnsson, fangav. Eyrarbakka 10. Ester Halldórsdóttir, bankam. Selfossi 11. Arndi Eiriksdóttir, fyrrv. ljósm. Lýtingsstöðum, Holtum 12. Konráð Sigurðsson, héraðs- læknir, Laugarási, Bisk. Utanferðir skáta í sumar Bandalag isl. skáta mun i sum- ar, sem og mörg undanfarin ár, bjóða upp á ferðir á skátamót er- lendis. Arlega berast islenzkum skát- um fjölmörg boð um þátttöku i slikum mótum og i ár hefur verið ákveðið að þiggja þrjú þeirra. Þessi boð eru: Grænland seinni hluti júli Skotland 18.—28. júli irland 1.—10. ágúst Þátttakan á hin tvö fyrrnefndu er iniöuð við 15 skáta, en til Ir- lands er reiknað með að fara með um 70 manna hóp. Ferðirnar taka um þrjár vikur hver og er kostn- aði stUlt mjög i hóf sem endra- nær. Aldurslágmark er 14 ár. Enn eru laus nokkur sæti i ferð- irnar til írlands og Grænlands, en umsóknarfrestur i þær rennur út 15. mai. Þeim, sem áhuga kunna aðhafa.er bent á að afla sér frek- ari upplýsingaá skrifstofú B.I.S., sem opin er alla virka daga, frá kl. 13.00—17.00. Áhorfendur skemmtu sér vel, en Hvítasunnu- kappreiðar Hinir árlegu kappreiðar Fáks fara fram 2. i hvitasunnu á skeið- vellinum að Viðivöllum. Keppt verður i eftirtöldum greinum, A og B flokki gæðinga, unglingakeppni, 800 m. brokk, 800 m. stökk, 250 m. skeið, 350 m. stökk. 250 m. unghrossahlaup. í þessum greinum keppa á annað hundrað hross. Þarna munu koma fram margir af helztu gæö- ingum og hlaupahrossum lands- ins. Búast má við mjög harðri keppni i öllum gteinum mótsins. Aðstaða öll á áhorfendasvæði hefurbatnað, og getur fólk staðið i grænni brekkunni og horft á það sem fram fer. Að venju verður veðbanki starfræktur. Búast má við miklu fjölmenni, þar sem áhugi fyrir hestaiþrótt- um fer stöðugt vaxandi. Húseigendur og forráða- menn húseigna í Hveragerði — á Selfossi — i Þorlákshöfn — á Stokkseyri — á Eyrarbakka og nágrenni. Þéttum sprungur i steyptum veggjum og þök- um með Þan-þéttiefni, áralöng reynsla i með- ferð og þéttingum með Þan-þéttiefni. Látið þétta húseign yðar áður en þér málið og verjið hana fyrir frekari skemmdum. Leitið upplýsinga i sima 3863 Þorlákshöfn. DDCVTI DlmE I I II^VJ ÍLONDON Hinn 9. maí tók nýr aðili í London að sér afgreiðslu á vörum til flutn- ings með vélum Flugfélags íslands og Loftleiða: ítalska flugfélagið Alitalia,Cargo Terminal,Cargo Village,London Heathrow. Farmsöludeild okkar veitir allar nánari upplýsingar í sima 84822. FLUGFELAC ÍSLANDS LOFTLEIDIR fcgifrakt Hvítasunnu- kappreiðar félagsins verða haldnar 2. hvítasunnudag, 15. maí að Víðivöllum og hefjast kl. 14 með góðhestakeppni. Hverjir eiga beztu hesta i Reykjavik? Unglingakeppni á hestum i hlaupum og i þjálfun. 70 hlaupa-og skeiðgarpar koma fram, þar af margir utan af landi og verður keppni afar hörð og spennandi. Leikritið vart til sæmdar KBG-Stykkishólmi —Laugardag- inn 22. april sýndi Þjóðleikhúsið leikritið ,,A sama tima að ári” eftir Bernard Slade i félags- heimilinu hér. Það er alltaf nokk- ur viðburður i dreifbýlinu þegar Þjóðleikhúsið kemur með sýn- ingu, enda var fjölmenni i hinum nýja og vistlega samkomusal Hólmara. Voru sumir nokkuð langt að komnir, t.d. úr sveitun- um á sunnanverðu Snæfellsnesi. Sýningunni var vel tekiö og áhorfendur virtust skemmta sér vel, enda er það allra dómur að leikendurnir hafi skilað sinum hlutverkum ágætlega. Hins vegar finnst mörgum að efni leikritsins sé þannig að það sé vart til sæmdar Þjóðleikhúsinu að fara með það i sýningarferð út um landið. Veðbanki starfar Allir velunnarar og hestamenn mæta á 1. kappreiðum ársins og fylg- ist með frá byrjun. Vatnsveituvegur verður lokaður, nema fyrir mótsgesti meðan á mótinu stendur. Aðgangur ókeypis börnum innan 10 ára. A.T.H. fyrsta úrtaka gæðinga fyrir landsmótið verður 18. mai ki. 14. Hestamannafélagið Fákur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.