Tíminn - 12.05.1978, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 12. mal 1978.
UNGIR FRAMSÓKNARMBNN
í FORUSTU Á HÚSAVÍK
A Húsavik hefur ungt fram-
sóknarfólk verið kjörið til fjöl-
margra trúnaðarstarfa. Þar sit-
'ur ungt fólk i bæjarstjórn á veg-
um Framsóknarflokksins og i
forustu Framsóknarfélags
Húsavikur velst að jafnaði ungt
fólk. Nú er formaður félagsins
aðeins 25 ára gamall og aðrir
stjórnarmenn á svipuðum aldri.
Á framboðslista Framsóknar-
flokksins við næstu bæjar-
stjórnarkosningar er margt
ungt fólk. Þannig er fyrsti
maður á listanum aðeins 28
ára gamall. 1 öðru sæti er
ung kona, 35 ára gömul, og i
þriðja og fjórða sæti listans eru
menn um þritugt. Neðar á list-
anum eru siðan nokkrir eldri
menn, sem styðja við bakið á
þessu unga fólki. Nú á Fram-
sóknarflokkurinn þrjá bæjar-
fulltrúa ibæjarstjórn Húsavikur
og markvisst stefnir þetta unga
fólk að þvi að halda sin-
um hlut i komandi kosningum.
Nýlega varbiaðamaður á ferð
á Ilúsavik og tók þá meðfylgj-
andi viðtöl við unga fólkið sem
skipar fjögur efsöesæti á fram-
boðslista framsóknarmanna við
komandi bæjarstjórnarkosn-
ingar.
MÓ.
28 ára rafmagnstækni-
fræðingur er í fyrsta sæti
Fyrsta sæti listans skipar
Egill Olgeirsson rafmagns-
tæknifræðingur. Hann lauk
námi 1970 oghóf störf á Húsavik
tveimur árum siðar. Hannann-
ast m.a. teikningar á raflögnum
i hús, annast verkstjórn við raf-
lagnir o.fl. Hann hefur verið
bæjarfúlltrúi og bæjarráðsmað-
ur siðastliðið kjörtimabil.
Egill hefur sýnt málefnum
elztu og yngstu kynslóðarinnar
mikinn áhuga. Hann sagði i við-
tali við SUF siðuna að hann teldi
nauðsynlegt að samræma upp-
byggingu skólanna i héraðinu,
þannig að unglingunum gæfist
sem fjölbreyttust tækifæri til
þess að stunda framhaldsnám i
sinni heimabyggð. Jafnframt
þyrfti að auka verkmenntun i
skólum á Húsavik.
Egill hefur verið formaður
by ggingarnef ndar Dvalar-
heimilis fyrir aldraða, en 13
sveitarfélög i Þingeyjarsýslu
standa saman að þeim fram-
Egill Olgeirsson
kvæmdum. Lagði Egill áherzlu
á að þessum framkvæmdum
yrði hraðað sem mest og bygg-
ingar ekki aðeins reistar á
Húsavik. heldur viðar um
hérað.
Höfnin á Húsavik er lifæð
bæjarins og sagði Egill að ötul-
lega hefði verið barizt fyrir upp-
byggingu hafnarinnar á líðandi
kjörtimabili. Afram yrði að
halda á sömu braut, enda væri
sjávarútvegur einn aðalundir-
stöðuatvinnuvegur Húsvikinga.
Nú er ákveðið að reisa verbúðir
á félagslegum grundvelli við
höfnina, og einnig taldi Egill
nauðsyn að byggja upp við-
gerðarþjónustu fyrir báta á
hafnarsvæðinu.
t lok samtals okkar Egils vik-
um við að iðnaðaruppbygging-
unni á Húsavik. Taldi hann
nauðsyn að i framtiðinni verði
byggður upp fjölbreyttur iðnað-
ur, og þyrfti bæjarfélagið að
hafa forustu i þvi máli.
MÓ
Ung
kona
í
öðru
sæti
það hús yrði tekiö i notkun sem
fyrst. Nú er dagheimilið rekið i
gömlu húsi. Jafnframt þarf að
stefna að þvi að byggja yfir
starfsemi. leikskóians en hann
er rekinn i leiguhúsnæði.
Á sviði umhverfismála hefur
mikið verið unnið á þessu kjor-
timabili. Jönina sagði að slitlag
hefði verið lagt á götur og sam-
hliða hefði verið fjölgað græn-
um eyjum í bænum og aukinn
gróður á opnum svæðum. Hún
lagði áherzlu á að fullt tillit
verði tekið til umhverfismála
við áframhaldandi uppbyggingu
bæjarins.
Vi'sir að skrúðgarði er á Húsa-
vik og finnst Jóninu nauðsynlegt
að hann verði gerður enn
fegurri i framtiðinni. Hún taldi
að það yrði bezt gert með þvi að
Jónina Hallgrimsdóttir frjáls félög i bænum hefðu for-
göngu um það mál með fjár-
stuðningi bæjarins. Nefndi hún
sérstaklega kvenfélagið og
garðyrkjufélagið i þessu sam-
bandi.
Jónina Hallgrimsdóttir hús-
stjórnarkennari skipar annað
sæti listans. Hún stundaði nám i
Reykjavik/var siðan skólastjóri
á Húsmæðraskólanum á Laug-
um i S.-Þing. um skeið en fyrir
niu árum flutti hún til Húsavik-
ur. Hún var varabæjarfulltrúi
fyrri hluta liðandi kjörtimabils
en siðari hluta kjörtimabilsins
hefúr hún setið i bæjarstjórn.
Hún er formaður heilbrigðis-
nefndar kaupstaðarins og situr i
Tómstundaráði.
Jóni'na sagði að á Húsavík
væri verið að byggja nýtt hús-
næði fyrir dagheimilið og þyrfti
nauðsynlega aðstefna að þvi að
1 lok viðtalsins vék Jónina að
nauðsyn þess að bæta leik- og
starfsaðstöðu fyrir börn og
unglinga á Húsavik. Brýn
nauðsyn væri að koma þar upp
leiksvæðum fyrir börnin, svo
þau geti unað óhult við leik og
stör f.
MÓ
Umsjónarmenn: Magnús Ólafsson
Ómar Kristjónsson
•______t____
Þrítugur
húsasmiður 1
þriðja sæti
Aðalsteinn Jónasson húsa-
smiður skipar þriðja sæti fram-
boðslista framsóknarmanna á
Húsavik. Hann er Þingeyingur
að ætt, lærði iðn sina á Akureyri
ogflutti siðan til Húsavikur 1967
Hann er 29 ára og hefur alla tið
haft mikinn áhuga.á félagsmál-
um.
Skipulagsmálin erumér mjög
hugleikin, sagði Aðalsteinn i
viðtali við SUF siðuna. Hér
hefur verið samþykkt nýtt aðal-
skipulag fyrir næstu 20 ár. Ég
legg áherzlu á að ávallt séu fyrir
hendi nægar byggingarlóðir
fyrir allar gerðir af húsum, og
götur þarf að leggja áður en
byggingarframkvæmdir hefj-
ast.
Hér á Húsavik hafa verið
miklar byggingarframkvæmdir Aðalsteinn Jónasson
á undanförnum árum, enda
hefur verið mikil fólksfjölgun.
Afram þarf að halda á sömu
braut, m.a. með þvi að bærinn Aðalsteinn sagði, að eitt af
byggi fleiri leigu-og söluibúðir. niörgum knýjandi málum á
Húsavík væri að koma upp full-
Verulegt átak hefur verið gert komnu iþróttahúsi, ásamt enn
i gatnagerð á þessu kjörtima- frekari uppbyggingu iþrótta-
bili, og áætlað er að vinna stór- mannvirkja á staðnum. Búið er
an áfanga i sumar. Áfram þarf að taka i notkun knattspyrnu-
að halda á þessari braut, þannig völlog einnig malarvöll, en eftir
að skammt verði þar til allar er að ljúka frágangi á þessum
götur verði lagðar bundnu slit- völlum.
lagi. —Mó
29 ára skrifstofumaður í
f jórða sæti
Stefán Jón Bjarnason skrif-
stofumaöur hjá Kaupfélagi
Þingeyinga skipar fjórða sæti
listans. Hann stundaði nám við
Samvinnuskólann i Bifröst og
starfaði siðan um skeið hjá
Verkalýðsfélaginu á Húsavik.
Siðustu árin hefur hann siðan
unnið hjá Kaupfélagi Þingey-
inga fyrst sem deildarstjóri á
Umferðarmiðstöðinni en siðan
sem skrifstofumaður á aðal-
skrifstofu.
Það er alveg bráðnauðsynlegt
að koma hér upp aðstöðu fyrir
smáiönað,sagði Stefán.enda er
það sýnilegt að ef svo illa fer að
fiskveiöar bregðast, verður hér
ördeyða. Hugmyndir hafa verið
á lofti um þessi mál en nauðsyn-
legteraðbæjaryfirvöld hafi þar
um forgöngu^bæði hvað snertir
hvers konar iðnað verði farið út
i og eins hvar i bænum hann
verði staðsettur.
Átak hefur verið gert i að
auka ferðamannastraum
hingað ogáherzlu þarf að leggja
á að tryggja rekstrargrundvöll
okkar ágæta hótels enn frekar
en orðiðer. Flugfélag fslands er
hér með vaxandi starfsemi og
hefur það félag lagt sitt af
mörkum til þess að efla Húsavik
sem ferðamannastað.
Kaupfélag Þingeyinga er með
umfangsmikla starfsemi hér á
Húsavik sagði Stefán. Mikil-
vægt er að starfsemi þess verði
efld sem mest enda er það
mikUs virði bæði fyrir bæjar-
félagið og sveitirnar i kring.
Kaupfélagið er stærsti launa-
greiðandi i bænum og auk þess
reksturs sem það er með á eigin
vegum er það eignaraðiii að
fjölmörgum fyrirtækjum sem
hér eru rekin.
í lok viðtalsins sagði Stefán að
nauðsynlegt væri að efla enn
frekar smábátaútgerð frá
Húsavik. Til þess að svo megi
verða þarf að bæta hafnarað-
stöðuna fyrir smábátana,en það
mál hefur lengi verið á döfinni.
Einnig þyrfti nauösynlega að
friða Skjálfanda fyrir ága.igi
annarra, þannig að smábáta-
eigendur frá Húsavik geti
stundað veiðar á þeim miðum
sem Húsvikingar hafa sótt á um
aldaraðir.
MÓ
Stefán Jón Bjarnason