Tíminn - 12.05.1978, Blaðsíða 19
Föstudagur 12. maí 1978.
19
oooooooo
Sverrir
varð fyrstur
til að skora
— mark í íslandsmótinu í
knattspyrnu, þegar KR-ingar
unnu sigur (2:0) yfir Fylki í 2.
deild í gærkvöldi á Melavellinum
KR-ingurinn Sverrir
Herbertsson varð fyrstur
til að skora mark i islands-
mótinu í knattspyrnu/ sem
hófst í gærkvöldi á Mela-
vellinum með leik KR-inga
og Fylkis i 2. deild. Sverrir
skoraði markið af stuttu
færi á 55. mín leiksins, sem
KR-ingar höfðu yfirburði í.
Vesturbæjarliðiö lék undan
strekkingsvindi i fyrrihálfleik og
sóttu þeir nær látlaust að marki
Arbæjarliðsins — Fylkis, en leik-
mönnum KR-liðsins tókst þó ekki
að skora mark. Ottó Guðmunds-
son fékk gullið tækifæri til að
skora fyrir KR-inga, þegar hann
tók vitaspyrnu á 23. minútu — en
honum brást bogalistin og skot
hans hafnaði i stöng.
KR-ingar héldu áfram næst
stöðugri sókn að marki Fylkis i
siðari hálfleik og skoraði Sverrir
fyrra mark KR-inga á 55 min. —
hans 5. mark á keppnistimabil-
inu. 7 min. siðar bætti stefán Orn
Sigurðsson öðru marki við og var
það mjög glæsilegt. Krosssending
kom fyrir Mark Fylkis, þar sem
Stefán örn var vel staðsettur —
hann stökk upp og skallaði knött-
inn örugglega i netamöskva Ar-
bæjarliðsins.
Lif og fjör... að Hliðarenda á afmælisdaginn. Bergur (t.h.) fylgist með ungum drengjum á æfingu. Fé-
lagsheimili Vals og gamla iþróttahúsið i baksýn. (Tímamyndir: Róbert)
— næsta suiiiar”, sagði Bergur Guðnason, formaður
Vals á 67. afmælisdegi félagsins
Marka-
„Heimaleikir Vals
að Hlíðarenda
— á Portman
Road
Bikarmeistarar Ipswich iéku
ágóðaleik fyrir Mick Lambert á
Portman Road, þar sem 16.847
áhorfendur sáu þá vinna sigur
(6:5) yfir úrvalsliði úr ensku
knattspyrnunni. Eins og tölurnar
sýna, var ieikurinn mjög opinn
og skemmtilegur.
Lambert skoraði 2 mörk fyrir
Ipswich — úr vitaspyrnum, en
Paul Mariner, David Geddis og
og George Burley (2) skoruöu hin
mörk liðsins. Fyrir úrvalsliðiö
skoruðu Brian Hamilton, (Mill-
wall), David Johnson (Liverpool)
— báðir fyrrverandi leikmenn
Ipswich, Walker, (Millwall), (2)
og West Ham-leikmaðurinn
Trevor Brooking.
PETER DANIEL
Úlfamir
kaupa
Daniel
SOS — Reykjavík — Við stefnum að því að geta notað
nýja grasvöllinn sem heimavöll næsta sumar, sagði
Bergur Guðnason formaður Knattspyrnufélagsins Vals,
þegar við ræddum litillega við hann á hinu glæsilega
svæði Valsmanna að Hlíðarenda í gær, en Valur átti þá 67
ára afmæli. Bergur sagði að nú þegar væri byrjað að
vinna við gerð áhorfendastæða, sem tækju 4-5 þús.
áhorfendur — og einnig væri byrjað að hanna girðingu
kringum nýja grasvöllinn.
— Nýi völlurinn er á mjög góð-
um stað og hönnun og uppbygging
á honum hefur verið frábær. —
Við stefnum að þvi aö vigja hann
á Valsdaginn i sumar, en næsta
sumar munum viö nota hann að
nokkru leyti sem heimavöll, sagði
Bergur.
Bergur sagði að nú þegar væri
búið að leggja 25 milljónir i nýja
grasvöllinn, en i sumar yröu lagð-
ar fram 15-20 milljónir til viðbót-
ar. Þá sagði Bergur að nú væru
teikningar tilbúnar að nýju
iþróttahúsi á Valssvæðinu. — Það
iþróttahús mun leysa mörg
vandamál, þar sem gamla húsið
ernú þegar orðið alltof litiö, sagði
Bergur.
— Valsmenn eiga svæðið aö
Hiiðarenda?
— Já þetta er eignarland, sem
kostaði 30 þús. árið 1939, og þótti
það óðsmanns æði, þegar Vals-
menn festu kaup á svæðinu, sagði
Bergur að lokum.
Það var að sjálfsögðu lif og fjör
á Valssvæöinu, þegar blaðamenn
Timans heimsóttu Hliðarenda i
gær — ungir og upprennandi
BERGUR GUÐNASON... formaður Vals, sýnir fréttamönnum Timans
nýja grasvöliinn að Hliðarenda.
drengir voru að æfa knattspyrnu.
Það leyndi sér ekki áhuginn hjá
þeim — og án efa voru þarna
margir drengir, sem eiga eftir að
láta að sér kveða i framtiöinni.
Þegar mest er um að vera við æf-
ingar á Valssvæðinu, eru þar um
300 drengir við æfingar á þremur
völlum.
Það er óhætt að segja að tiöin sé
björt hjá Valsmönnum. Valur
mun aö öllum likindum verða
fyrsta knattspyrnulið landsins,
sem leikur heimaleiki sina á
heimavelli — Hliðarendavellin-
um. Það þarf ekki að efa, að það
mun auka aðsóknina aö heima-
leikjum Vals og stemningin verö-
ur meiri á heimavelli.
Jóhannes
á ferð
og flugi
— hefur farið til Akureyrar um
hverja helgi til að þjálfa KA-liðið
JÓHANNES ... sést hér stjórna æfingu KA-liðsins á Akureyri.
Sammy Chung, fram-
kvæmdastjóri tJlfanna, snar-
aði pcningabuddunni áboröið i
gærkvöldi og festi kaup á hin-
um unga og efnilega bakverði
Hull — Peter Daniel, sem hef-
ur leikiö 7 landsleiki meö
enska landsliöinu skipuöu
lcikmönnum undir 21 árs
aldri. Ulfarnir borguöu Hull,
sem féll niður i 3. deild, 150
þús. pund fyrir Daniel og eru
það mjög góð kaup.
— Róðurinn verður
erfiður hjá okkur til að
byrja með — við leikum
fjóra fyrstu leikina á úti-
völlum, sagði Jóhannes
Atlason, þjálfari KA-liðs-
ins — nýliðanna frá Akur-
eyri í 1. deildarkeppninni í
knattspyrnu.
KA-liðið verður á ferð og flugi
til að byrja með — liðið leikur
gegn Breiðabliki, FH, Akranes og
Fram á útivöllum, áður en það
fær Vlking i heimsókn til Akur-
eyrar 10, júnl.
— Það hefur verið nokkuð erfitt
að undirbúa KA-liðið fyrir slag-
inn, þar sem ég er enn við störf
hér i Reykjavik, sagöi Jóhannes,
sem hefur farið norður á Akur-
eyri um hverja helgi aö undan-
förnu, til að stjórna æfingum KA-
liösins.
Jóhannes situr þó ekki auðum
höndum i Reykjavik, þvi hann
heldur uppi reglulegum æfingum
fyrir þrjá leikmenn KA-liðsins,
sem hafa dvalizt i Reykjavik i
vetur. Það eru þeir Armann
Sverrisson, sem stundar nám við
háskólann, Óskar Ingimundarson
— hann mun halda til Akureyrar
um helgina, og Þorbergur Atla-
son, markvörður.
Jóhannes sagði aö strákarnir i
KA-liðinu væru ákveðnir að
standa sig vel i sumar — þeir
leika sinn fyrsta leik gegn Breiöa-
bliki á Kópavogsvellinum á
morgun. — Elmar Geirsson, sem
er ekki enn búinn að ná sér full-
komlega eftir meiðslin, sem hann
hlaut i V-Þýzkalandi. mun ekki
leika fyrsta leikinn, en annars
teflum viö fram okkar sterkustu
mönnum, sagði Jóhannes.
-SOS