Tíminn - 12.05.1978, Blaðsíða 8
JBORGARMAL
œn
Sigríður Jóhannsdóttir:
Heimili, kirkja og skóli eru
máttarstoðjr þjóðfélags okkar
og þvi er mikilvægt að ekki komi
brestir þar i. Þjóöfélagið, þaö
erum við, og sjálf erum við þvi
ábyrg fyrir styrkleika þess og
þá einnig þeirra stofnana sem
eru máttarstoðirnar. Allar
máttarstoðir eru i eðli sinu viö-
kvæmar, þær þarfnast ástúðar,
umhyggju og hlýju og þvi skipt-
ir sköpum hvernig að málum
þeirra er staðið.
Hamingja er velferð ein-
staklingsins og mótast af blæ-
brigðum heimilis og skóla, en
umhverfið er það afl sem þar
togar á móti. Og ef við förum úr
tengslum við okkar innri mann
og þann sem lifið gaf, eru
veraldlegu verðmætin bætiefna-
snauð. Það er skoðun min að nú
séu þessar þrjár meginstoðir
okkar þjóðfélags of veikar.
Ég þekki vel þauorðað þegar
á reynir séengin keðja sterkari
en veikasti hlekkurinn. Hins
vegar má sinna sinni keðju
þannig að þar finnist enginn
veikur hlekkur, eða i það
minnsta hlúa að þeim veiku og
gera þá sterka, þannig að sem
heild standist keðjan átakið en
slitni ekki.
Ég hef það á tilfinningunni að
nú sé lögð of mikil áherzla á þá
þætti sem togast á við heimili,
kirkju ogskóla. Of snar þáttur i
mótun einstaklinganna komi
annars staðar frá og það sem
gert er til að styrkja ,,keðjuna”
sé bæði handahófskennt og
gleymið á gildi manneskjunnar
sjálfrar. Það sem var i góðu
gildi i gær er allt i einu ónothæft
i dag og með morgundeginum
birtast ný og önnur „sannindi”.
Sigriður Jóhannsdóttir
Dýrmætum menningar- og sið-
ferðisgildum er kastað á glæ og i
þeirra stað tekin umhugsunar-
litiðeinhver kerfi sem fyllt er út
i með verðlausum meðal-
mennskugildum. Afleiðingar
þessa tel ég mig sjá i vaxandi
upplausn, breikkandi kynslóða-
bili, rótlausri æsku og verð-
bólguhugsandi fólki.
Ég vil að hér verði spyrnt við
fótum og þróunin færð til betri
vegar. Við þurfum að vinna að
þvi að brúa kynslóðabilið, veita
æskunni öryggi og okkur, þeim
sem eldri erum, hugarró. Til
þess sé ég engar leiðir vænlegri
en að við leggjum megináherzlu
Hlúum að heimili
kirkj u og skóla
Föstudagur 12. maf 1978.
á að styrkja þá þrjá þætti sem
ég nefndi i upphafi: heimili,
kirkju og skóla.
Til þess eruvafalaust margar
leiðir, en undirstaða þeirra allra
held ég að verði að vera að ein-
hverju leyti afturhvarf til okkar
fyrri menningar og siðfræði-
gilda. Við höfum farið of hratt
yfir og á hlaupunum týnt ýmsu
þvi sem eru undirstöður
manneskjulegs lifs. Þess vegna
stöndum við nú uppi með tóman
huga þrátt fyrir allan hagvöxt.
Fjarri sé það mér að agnúast
út i framfarir, ég vil framfarir,
en ég vil ekki að við steypum
okkur svo inn i framtið að við
lokum öllum dyrum að nútið og
fortið.
En hvað er manneskjan að
vilja i pólitik og hvers vegna er
hún á lista Framsóknarflokks-
ins? kunna einhverjir ykkar að
spyrja. Mitt svar er þetta. Ég
vil vinna að þeim úrbótum sem
ég hef drepið á hér að framan. t
þeim efnum sem öðrum tel ég
að hóf sé bezt i öllu en öfgar á
hvernveginn sem er til óþurft-
ar. Þess vegna styð ég Fram-
sóknarflokkinn.
Tilboð óskast
i fólksbifreiðar og nokkrar ógangfærar
bifreiðar, þ.á.m. vörubifreið og Pick-up
bifreið er verða sýndar að Grensásvegi 9,
þriðjudaginn 16. mai kl. 12-3. Tilboð verða
opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
SflLfl VARNARLIÐSEIGNA
@SANYO
§SANYO
BÍLTÆKI
Hámarksgæði — Ótrúlega lágt verð
F-8088 útvarp með langbylgju, miðbylgju,
stuttbylgju og FM-bylgju með þremur
kr. 28.000 forvölum. Tónstillir. Útgangur 6 wött.
FT-4306
Sambyggt útvarps- og segulband með
langbylgju, miðbylgju og FM-bylgju.
kr. 58.000 útgangur 2x7,5 wött. Tónstillir.
Jensen eöa Sanyo bílahátalarar
LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI
BlLHLJÓMTÆKJA
r
Linnai Sfyffdiöóon h.f.
Verkin tala á Neskaupstað:
Miklar framkvæmdir
og mikil atvinna
Ekki unnt að komast yfir öll verkefni
sem fyrir liggja
I Timanum i fyrradag er
athugasemd frá Loga
Kristjánssyni, bæjarstjóra á
Neskaupsstað, vegna greinar,
sem undirritaður ritaði nýlega i
Timann, byggð á viðtali við
bæjarstjórann. Þessi athuga-
semd staðfestirþað, sem raunar
kom fram i fyrrnefndri grein, að
gifurlega mikil uppbygging
hefur átt sér stað á Neskaup-
stað á undanförnum árum og
þar hafa miklar framkvæmdir
verið i gangi. Ljóst er hins veg-
ar, að þessi mikla uppbygging
fellur ekki inn i þá mynd, sem
flokksbræður bæjarstjórans eru
að reyna að draga upp af
ástandinu á landsbyggðinni og
uppbyggingarstefnu núverandi
rikisstjórnar. Þvi er eðlilegt að
þeim þyki miður, að bæjarstjór-
inn skuli lýsa uppbyggingunni á
jafn greinargóðan hátt og fram
kemur i umræddri grein.
Harma ber þó að við skrán-
ingu greinarinnar skuli hafa
slæðst tvær villur. Annars vegar
að búið sé að steypa upp tvær
hæðir fjölbrautarskólans, en
það á að gera i sumar, og hins
vegar að við höfnina hafi verið
framkvæmt fyrir 300 millj.
'kr., en sú verður upphæðin þeg-
ar áætluðum framkvæmd-
um verður lokið.
Astæðan fyrir þessari mis-
sögn er liklega sú, að svo voru
lýsingarorð bæjarstjórans
sterk, er hann lýsti uppbygging-
unni, að mér var ómögulegt
annað en hrifast af. Þvi mun
mér hafa fundizt, að sumt af
þvi, sem á döfinni er.væri búið
að framkvæma og i höfn komið.
En það var ekki aðeins
að bæjarstjóri lýsti fyrir mér
meö mörgum orðum allri þeirri
uppbyggingu, sem á Neskaups-
staö er, heldur gaf hann mér að
skilnaði eintak af blaðinu
„Austurland”, sem kjördæmis-
Svar
blaðamanns við
athugasemdum
bæjarstjórans
ráð Alþýðubandalagsins á Aust-
urlandi gefur út. Þetta eintak
fjallaði að stórum hluta um
þessa miklu uppbyggingu og
þar mátti m.a. lesa svohljóð-
andi klausu:
„Síöastliðiö ár var ár mikilla
framkvæmda og mikillar
atvinnu á öllum sviðum hér i
bæ. Gróska hefur verið i bygg-
ingariðnaðinum og alls ekki
bægt að komast yfir öll verkefni
sem fyrir lágu".
Siðan fylgdi dálitið yfirlit yfir
byggingarframkvæmdir i
Neskaupstað á árinu 1977 og
horfur á þessu ári. Vonandi hef-
ur skrifari Alþýðubandalags-
blaðsins ekki verið með neina
óskhyggju þá er hann skráði
þessi orð, a.m.k. kvað bæjar-
stjóri óhætt að trúa hverju orði i
þessu blaði.
1 athugasemd sinni i Timan-
um i fyrradag segir bæjarstjóri,
að fjárveitingar til sjúkrahúss-
ins hafi staðið i stað að krónu-
tölu um margra ára skeið. Sam-
kvæmt fjárlögum hafa fjár-
framlög til sjúkrahússins og
læknabústaðarins á Neskaup-
stað verið þessi: Árið 1972, 8
m.kr. 1973, 8 m.kr. 1974 23,3
m.kr. 1975, 28 m.kr. 1976, 43
m.kr. 1977, 52 m.kr. og 1978 60
m.kr.
Kallar bæjarstjórinn aö þess-
ar upphæðir séu þær sömu frá
ári til árs, þar sem i ljós kemur
að framlag rikisins er rúmlega
helmingi hærra að krónutölu i
ár miðað við árið 1975.
1 athugasemd sinni gefur bæj-
arstjórinn i skyn, að fjárveiting-
ar á fjárlögum til uppbyggingar
framhaldsskólanna á Neskaup-
stað hafi takmarkað byggingar-
hraðann. Menntamálaráðherra
hefur upplýst, að hann hafi
strax i janúar 1975 tjáð skóla-
stjóra iðnskólans á Neskaup-
stað, að ekkert væri þvi til fyrir-
stöðu að hefja byggingarfram-
kvæmdir á þvi ári að loknum til-
skildum undirbúningi. Hvers
vegna var ekki hafizt handa fyrr
en raun ber vitni?
Bæjarstjórinn kveinkar sér
við þvi, að minnzt er á stór-
framkvæmdir i hafnarmálum i
Neskaupstað á siðustu árum.
Eftir hörmungar snjóflóðanna
var af myndarskap hafizt handa
um uppbyggingu hafnarmann-
virkja, og eru þau nú mun betri
en nokkru sinni fyrir snjóflóð.
Vel má geta þess, að Halldór E.
Sigurðsson samgönguráðherra
beitti sér persónulega fyrir þvi
að flýta þeim framkvæmdum.
Fór ráðherrann ásamt Tómasi
Arnasyni þingmanni m.a. til
Akureyrar og sömdu þeir þar
um að fá lánað stálþil, sem þar
lá ónotað.
Hér mun ég láta staðar numið
að sinni. Hver veit nema siðar
gefist tækifæri til þess að fjalla
itarlegar um hina gróskumiklu
uppbyggingu á Neskaupstað, en
þar eru samkvæmt upplýsing-
um alþýðubandalagsmanna
svo miklar framkvæmdir og
mikil atvinna, að ekki er
unnt að komast yfir öll verk-
efni, sem fyrir liggja. Eitt dæm-
ið af fjölmörgum um þá þrótt-
miklu byggðastefnu, sem hófst
með valdatöku rikisstjórnar
ólafs Jóhannessonar árið 1971
og hefur verið fram haldið i tið
núverandi rikisstjórnar.
Magnús ólafsson
blaðamaður.
ÍLjcgGJE í8*EEcSljJ0J
Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla